Dagblaðið - 18.06.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.06.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JÚNl 1976. frfálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðiðhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birjíir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Sþnonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ás^eir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmynilir: Arni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: MárE.M. Háíídórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sfmi 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Þeir borgi sin n kostnoð Greinileg merki breyttra viðhorfa til fjármála varnarliðsins hafa verið á lofti undanfarnar vikur. Almenningur hefur fjarlægzt stjórnmálaforingja sína og krefst þess ófeiminn, að varnarliðið verði látið borga fyrii aðstöðu sína hér á landi. Þessi eindregna afstaða hefur komið skýrt fram í skoðanakönnun Dagblaðsins. Þar vildu 70% manna, að gjald yrði tekið, en aðeins tæplega 20% voru því andvígir, auk þess sem um 10% voru óráðnir. Svo eindreginn meirihluti sem þessi er sjaldgæfur í skoðana- könnunum. Stjórnmálamenn hafa ekki tekið undir sjónarmið almennings að fullu. Sumir þeirra hafa stungið upp ámillileiðum,en þeir eru mjög fáir, enn sem komið er. Dagblaðið hefur lagzt á sveif með þeim, sem vilja fara millileiðir í þessu viðkvæma og mikilvæga máli. Við höfum haldið því fram, að varnarliðið og starfsmenn þess eigi framvegis ekki að njóta núgildandi fríðinda. Greiða beri tolla og söluskatt af innlendri og erlendri vöru og þjónustu á Keflavíkurflugvelli eins og annars staðar á landinu. Þá greiði starfsmenn varnar- liðsins skatta og útsvör til íslenzkra yfirvalda til jafns við íslendinga sjálfa, eins og aðrir útlendingar verða að gera, sem starfa hér á landi. Við höfum haldið því fram, að varnarliðið taki ekki nægan þátt í ýmsum kostnaði við eflingu varnarmáttar þess. Það hafi meiri hag af nýrri flugstöð á Keflavíkurflugvelli en fram komi í þátttöku þeirra í kostnaði við hana. Ennfremur þurfi varnarliðið á að halda alþjóðlegum varaflugvelli á Egilsstöðum. Og loks hafi varnarliðið margvíslegan hag af eflingu varanlegrar vegagerðár á löngum vega- lengdum hér á landi. Svipaðar hugmyndir en þó varfærnari hafa komið opinberlega fram hjá þingmönnunum Gunnari Thoroddsen, ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, og Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins. Hugmyndin að baki þessara millileiða er sú, að feta ekki í fótspor Tyrkja, Grikkja og Spánverja,sem taka beint leigugjald fyrir hinar bandarísku herstöðvar í löndum þeirra. Fremur verði tekið mið af Norðmönnum, sem láta Atlantshafsbandalagið verja gífurlegum fjárhæðum til ákveðinna vega, er skipta máli fyrir varnargetu bandalagsins. Þeir mundu heldur aldrei láta sér detta í hug að veita útlendingum þau tolla- og skattfríðindi, sem hér tíðkast. Millileiðirnar byggjast ekki á þeirri skoðun, að varnarliðið sé íslendingum gagnslaust. En þær byggjast samt á þeirri skoðun, að hagur Bandaríkjanna af varnarliðinu sé margfalt meiri en hagur okkar og að hagur Atlantshafs- bandalagsins sé einnig meiri en okkar. Þeir, sem enn eru fastir í gömlu gjafasjónar- miðunum, kalla aðra landsölumenn og aumingja, sem kikni undan erfiðleikum. En það hefur greinilega komið í ljós, aö allur þorri almennings kippir sér ekki hið minnsta upp við slíkar uppnefningar.enda bera þær í sér vonleysi rökþrota manna. /■ Watergate: HVAR ERU ÞEIR NÚ? Bergmál atburðanna, er leiddu til Watergate- hneykslisins, hefur heyrzt 1 gegnum allar framboðsræður í forkosningabaráttunni í Banda- ríkjunum. Er kosninga- baráttunni var að ljúka fyrir hálfum mánuði, varð einn at- burður til þess að minna fólk á sk.elfingartímabilið, sem flestir vildu reyna að gleyma. Martha Mitchell, yfirgefin eiginkona John Mitchell, fyrr- um dómsmálaráðherra í ríkis- stjórn Richard Nixcns, lézt, 57 ára gömul úr sársaukafullu beinkrabbameini. Þessar fréttir komu i kjölfar annarra atburða, sem ótvírætt minntu fólk á Watergate í kosningabaráttunni. Bókin ,,The Final Days“ eftir blaðamennina Woodward og Bernstein kom út á svipuðum tlma og sýningar hófust á kvik- myndinni „All the Presidents M.en.“ Sumir frambjóðenda demókrata I forkosningunum eins og t.d. Jimmy Carter, hafa tekið afstöðu til málsins á sinn hátt. „Ef ég verð einhvern tlma ber að lygum, skuluð þið ékki greiða mér atkvæði,“ segir hann. í herbúðum repúblikana hafa menn hins vegar viður- kennt, að sakaruppgjöf Nixons eigi eftir að hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna I forseta- kosningunum sjálfum. Á meðan á öllu þessu stendur, hafa þeir, sem féllu með ríkisstjórninni reynt að endurskipuleggja líf sitt. Nokkrir þeirra hafa eða eru að skrifa bækur. Sumir þeirra hafa snúið sér að trúmálum og einn þeirra hefur vakið athygli sem rósaræktarmaður. r Og svona hafa þeir það I dag, — mennirnir, sem fremst stóðu, er hulunni var svipt af myrkra- verkunum I Washington: Richard Nixon forseti Frá því að hann sagði af sér I ágúst 1974, hefur hann búið I San Clemente I Kaliforníu, sem eitt sinn var sveitasetur forset- ans. Hann hefur unnið að endurminningum sínum og að viðtali við David Frost I fjórum hlutum. Þegar hringt er til skrif- stofunnar I San Clemente, svarar konurödd: „Skrifstofa Nixons forseta." Slðan segir, að enginn geti fengið að tala við hann beint. Hins vegar getur fólk fengið að skilja eftir nafn sitt og síma- númer. Engin trygging er gefin fyrir þvl, að forsetinn muni hringjá. Kunnugir segja, að Nixon hafi verið mjög þunglyndur undanfarnar vikur vegna frásagna Woodwards og Bernsteins' um hjónabandsmál hans, og mikinn drykkjuskap á síðustu dögum hans I embætti. Spiro Agnew, varaforseti Hann gekk úr Nixon- stjórninni árið 1973 eftir að hafa viðurkennt eitt brot á skattalögum. Síðan hefur hann starfað sem ráðunautur banda- rískra fyrirtækja, er eiga viðskipti erlendis. Hann hefur ritað skáldsögu, „The Canfield Decision,“ er fjallar um frama- gjarnan varaforseta, sem fús er að gera allt til þess að verða forseG John Mitchell dóms- mólaróðherra í janúar sl. var hann dæmur fyrir fimm atriðið er vörðuðu meinsæri og réttarfarslegar tafir vegna Watergate- innbrotsins og hlaut 30 mánaða til átta ára fangelsisdóm. Hann hefur áfrýjað stöðugt og býr enn I New York. Tíu dögum áður en kona hans, Martha, lézt, var honum gert að greiða henni til baka meðlög, að upphæð 20 þúsund dollarar Lögfræðingur hans sagði þá, að hann ætti ekki svo mikla peninga og byggi I skjóli vina sinna I leiguhúsnæði. H.R. Haldeman, yfirmaður starfsliðs Hvíta hóssins Enda þótt hann hafi hlotið dóm fyrir meinsæri og réttar- farslegar tafir og hlotið sama dóm og John Mitchell.býr hann I Los Angeles, þar sem á- frýjunarréttur á að skera úr um það, hvort hann þarf að sitja inni einhvern hluta þessa tíma. Til þess að láta tímann líða, reynir hann að skrifa bók um Hvíta hús Nixons. Enn sem komið er hefur hann engan útgefanda að bókinni og engan titil og þess vegna enga fyrirframgreiðslu til þess að hafa upp I lög- fræðikostnað sem nú er um 40 milljónir. „Og mælirinn er enn I gangi," sagði hann fyrir skömmu. „Hins vegar á ég 13 rósarunna og ég borða morgunmat, hádegisverð og kvöldverð." Eftirtekt vakti I vetur samkoma sem nokkur ung ljóð- skáld efndu til I Háskólabíói. Það bar ekki á öðru en áheyrendur fylltu húsið, og vel það, og sátu þá margir á göngum og gólfi. Og þar var hlustað með athygli á það sem skáldin höfu fram að færa og máli þeirra oft tekið með fögnuði, lófaklappi og hlátrum ef þau reyndust vera fyndin. Síðan þetta var skilst mér að sami skáldahópur hafi flutt dagskrárefni sitt á nokkrum stöðum úti á landi, vlðast hvar við viðllka góðar undirtektir. Hvernig skyldi nú standa á þessu? Hefur ekki I mörg ár verið haft fyrir satt, að I fyrsta lagi vildi enginn lesa það sem ungu skáldin væru að bera sig að yrkja, en I öðru lagi skildi enginn hvað þau vildu sagt hafa þótt menn reyndu að lesa það? Og þessa skoðun hafa menn svo stutt röksemdum um hróplega litla sölu á nýjum ljóðabókum, einkum ljóðum ungra höfunda — enda væri ekki til neins að prenta og gefa út það sem enginn vildi kaupa eða lesa. Skyldi nú eitthvað allt I einu hafa breyst? Eru það þá skáldin og skáldskapurinn? Eða kannski lesendur og áheyrendur þeirra? í öllu falli skýtur eitt og annað skökku við I þessum skoðunarmáta. Þótt hver hafi eftir öðrum að „enginn lesi ljóð“ nútildags, er það samt svo að ljóðaútgáfa hefur jafnan verið nokkuð mikil hér á landi, og farið greinilega vaxandi með breyttum útgáfusniðum: til- komu nýrrar fjölritunartækni, aukinnar eigin útgáfu höfunda, bóksölu utan venjulegra bóka- verslana. Síðasta ár sem ég þekki tölur um ,1974, komu út nær 50 ljóðabækur, rúmt 30 þeirra frumort ljóð I fyrstu útgáfu, og þar af minnsta kosti þriðjungur fyrstu ljóð höfunda sinna. Þetta hlutfall held ég raunar að stundum hafi verið hærra: að af nýjum ljóðum I fyrstu útgáfu sé stundum allt að því helmingur þeirra byrjunar- og æskuverk. Það segir sig nú sjálft að ekki Hvernig skal Ijóð kveða? hafa allir þessir höfundar né bækur þeirra mikinn skáld- legan metnað eða verðleika fram að færa. Af mörgum þeirra fer sjálfsagt ekki fleiri skáldskaparsögum. En allténd er öll þessi æskuljóðaútgáfa til marks um skáldskaparáhuga á meðal ungs fólks sem varla er ætlandi að einskorðaður sé við þá eina sem yrkja sjálfir. Og það var þessi „duldi áhugi“ á nýjum skáldskap sem svo skýrt og skemmtilega kom fram á samkomunni I Háskólabíói I vetur — og verður hún kannski minnisstæðari hans vegna en dagskrárefnisins, þótt margt af því væri vissulega ágætlega áheyrilegt. Geymt en ekki gleymt Einnig I fyrra kom út fjöldi ljóðabóka, kannski jafnmargar, þegar allt er samantalið, og 1974. En hér var svo sem ekki ætlunin nema að nefna fljótlega nokkrar bækur sitt af hverju taginu, sem aí einhverjum ástæðum varð ógetið 1 vetur. Hvernig sem dómar að endingu ráðast um skáldlegt gildi eða verðleika þgirra eru bækur þessar allténd til marks um skáld- skaparáhuga, bókmenntaiðju eins og hún gengur og gerist á meðal áhugasamra, bókvanra lesenda ljóða. Endanlega eru þessi ljóð kannski einkum heimildir um höfunda sína. Þetta á í öllu falli við um ljóðabækur tveggja þjóðkunnra manna sem út komu í haust, Símonar Jóh. Ágústssonar prófessors og Helga Sæmunds- sonar ritstjóra. Símon Jóhannes gaf út æskuljóð sin frá árunum 1926—36: Gleymd stef en geymd (Aimenna bókafélagið, 87 bls.) Og það sýndi sig að Helgi Sæmunds- son, sem lengi hefur verið áhrifamaður á bókmennta- og aðra menningarpólitík, og var um skeið atkvæðamikill bókmenntagagnrýnandi, að hann hefur ekki lagt af ljóða- gerð þegar æskuljóð hans birtust fyrir 30 árum eða þaðan af fyrr. Ljóðin I Sunnan I móti (Almenna bókafélagið, 63 bls.) eru tímasett 1937-1975. I ljósinu af þessum tíma- setningum má þá kannski lesa I bókum þeirra Símonar og Helga einhvers konar yfirlit, eða registur, algengra ljóðrænna tilfinninga- og annarra áhugamála, yrkisefna og aðferða undanfarna hálfa öld, eða þaðan af lengri tima. Svo mikið er víst að bók Simonar spannar furðu vltt svið efnis og aðferða, allt frá reglulegum ættjarðar- og átt- hagaljóðum I 19du aldar stll til lífspekilegra íhugunarljóða 1 frjálsu formi. Gleymd stef en geymd voru ort á tímum Daviðs og Tómasar, og sjálfur er höfundur þeirra af sömu kyn- slóð og þeir. Það má lika viða I bókinni, efni og brag greina anda og hugblæ þessara tíma og kynslóðar I skáldskap. En samt sem áður er það andi og návist Einars Benediktssonar sem sterkastan svip setur á æskuljóð Símonar Jóh. Ágústs- sonar, orðfæri, stílshátt og hug- myndir, óviðmælanleg fyrirmynd hans að baki ýmis legum tilraunum með efni og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.