Dagblaðið - 18.06.1976, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JUNÍ 1976.
DAGBI.ADID. FÖSTUDAGUK 18. JUNt 197»;.
Þrír reknir
af vellinum
— þegarTékkar sigruðu
Hollendinga
Tékkar tryggdu sér rétt í úr-
slitaleik Evrópukeppni landsliða,
þegar þeir unnu Hollendinga 3-1
eftir framlengdan leik í Zagreb á
miðvikudag. Það var leikur, þar
sem dómarinn Clive Thomas
Wales Iék aðalhlutverkið — og
það svo furðuiega að á köflum
botnuðu hvorki áhorfendur né
leikmenn í dómum hans.
Thomas rak tvo hollenzka leik-
menn af velli — þá Johan
Neeskens og Willy van Hanegen
en áður hafði hann rekið
Tékkann Jaroslav Pollak af velli.
Fyrirliði Tékka, Anton Ondrus,
skoraði á 20. mín. — en varð svo
fyrir því að skora sjálfsmark á 74.
mín. 1-1 stóð eftir venjulegan
leiktíma, en Zdenek Nehoda á
114. mín. og Frantisek Veseley á
119. mín. tryggðu 3-1 sigur Tékka.
Tékkar höfðu mikla yfirburði
framan af og komu Hol-
lendingum á óvart með því að
sækja frá byrjun. Hollendingar
náðu ekki tökum á leiknum og
vörn þeirra lenti oft í erfið-
leikum. Tékkar hefðu átt að skora
oftar í f.h. Schrijvers varði
snilldarlega frá Masny og Nehoda
tókst ekki að koma knettinum í
autt mark Hollendinga á 30. mín.
Risjbergen tókst að komast fyrir
knöttinn — en meiddist og kom
van Hanegen í hans stað.
A 58. mín. rak dómarinn Bollak
af velli fyrir brot á Johan
Neeskens, sem fór af velli í 2
mín. vegna smámeiðsla. 18 mín.
síðar rak dómarinn Neeskens svo
af velli vegna brots á Nehoda —
og á 114. mín. fullkomnaði hann
þrennu sína, þegar hann rak van
Hanegen af velli vegna mótmæla,-
þegar Tékkar skoruðu
sitt annað mark. Þá bókaði hann
einnig Kerkhof og John Cruyff
hjá Hollandi og Masny,
Tékkóslóvakíu.
Bandarísk
met í sundi
Shirley Babashoff setti banda-
rískt met i 200 m skriðsundi á
úrtökumóti fyrir Olympíuleikana
á miðvikudag. Synti á 2:02.17
mín. og bætti met sitt um tvo
hundruðustu úr sekúndu. Það var
heimsmet — en Kornelia Ender,
A-Þýzkalandi, bætti það nýlega —
synti innan við tvær mínútur.
Önnur i sundinu á Lönguströnd á
miðvikudag varð Brenda Borgh á
2:03.81 mín.
Heimsmethafinn í 200 m
bringusundi, John Hencken, náði
sínum bezta tíma í ár — synti á
2:18.99 mín. Það er annar bezti
árstíminn — Skotinn frægi,
David Wilkie hefur synt á 2:18.48
min.
Auðvelt
hjó Svíum
Svíar unnu auðveldan sigur 2-0
á Norðmönnum í HM-leik
landanna i Stokkhólmi á
miðvikudag. Það var í sjötta
riðlinum í Evrópu.
Svíar náðu algjörum tökum á
miðju vallarins og sköpuðu sér
góð færi, en mörkin urðu aðeins
tvö vegna snilli Tom Jacobsen í
norska markinu. A 27. mín.
skoraði Björn Andersson fyrra
markið af 10 metra færi eftir
sendingu frá Thomas
Sjöberg. A 42. mín. skoraði
Sjöberg sjálfur. 1 s.h. virtust
Svíarnir ánægðir með að halda
forskoti sínu — en rétt fyrir lokin
fengu Norðmenn gott tækifæri,
sem Goye Skistad misnotaði illa.
Roland Sandbcrg meiddist á 32.
mín. og kom Jan Mattsson í hans
stað — og 12. mín. síðar varð
Norðmaðurinn Tor-Egil
Johannesen að yfirgefa völlinn
vegna meiðsla. Jörn Tronstad
kom í hans stað. Ahorfendur voru
30.500.
Fallegur still Bjarkar Eiríksdóttur, IR, í hástökkinu í gær — og Björk
varð sigurvegari í spjótkasti á þjóðhátíðarmótinu, kastaði 30.16 m.
DB-mynd BP.
Breyting á leikkerfinu kom
Fœreyingum úr jafnvœgi!
— Guðmundur Þorbjörnsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik
— Fimm íslenzkir leikmenn lélcu í fyrsta skipti í landsliðinu
Þetta var ákafiega ánægjuleg
ferð og landsleikurinn við Færey-
inga gekk prýðilega. Færeyingar
léku í fyrri hálfleiknum betur en
ég hef séð til þeirra áður — en
síðan náðu strákarnir okkar sam-
an og sigurinn varð stór, 6-1 eftir
1-1 í hálfleik, sagði Jens Sumar-
liðason, fararstjóri, er Dagblaðið
ræddi við hann, þegar íslenzku
landsliðsmennirnir komu frá
Færeyjum um sex-leytið í gær.
Liðið, sem byrjaði hjá okkur,
var þannig skipað: Arni
Stefánsson, Fram, Ölafur Sigur-
vinsson, ÍBV, Jón Gunnlaugsson,
ÍA, Marteinn Gcirss., Fram, Jón
Pétursson, Fram, Ásgeir Elíasson,
Fram, Viðar Halldórsson, FH,
Árni Sveinsson, lA, Matthías
Hallgrímsson, ÍA, Teitur Þórðar-
son, ÍA, og Guðmundur Þor-
björnsson, Val.
Strax í byrjun leiksins fékk
Guðmundur tvö mjög góð tæki-
færi, sem honum tókst ekki að
Afrek tugþrautarmannsins
var Ijósasti punkturinn!
— Stef án Hallgrímsson, KR, varpaði kúlunni 15,70 metra á þjóðhátíðarmótinu
Það var ekki mikil reisn yfir
þjóðhátíðarmóti frjálsíþrótta-
manna í gær og fyrradag — og
kannski ekki við því að búast, þar
sem margt af bezta frjálsíþrótta-
fólki landsins er við æfingar og
keppni erlendis. Mesta athygli
vakti kúluvarp Stefáns
Hallgrímssonar, KR, sem varpaði
kúlunui 15,70 metra, og bætti
árangur sinn í greininni um 48
sentimetra. Það telur vel í tug-
þrautarkeppni, sem Stefán leggur
aðaláherzluna á. Að sögn fróðra
manna er Stefán nú með árangur
í greinum fyrri dags tugþrautar
eins og bezt gerist í heiminum.
Hreinn Halldórsson, KR,
sigraði í kúluvarpinu — varpaði
18.83 m og Guðni Halldórsson,
KR, varð annar með 17.40 metra
þannig, að þeir voru báðir nokkuð
frá sínu bezta. Áhugi áhorfenda
í gær beindist að Þórdísi Gísla-
dóttur, ÍR, sem setti ágætt ísland-
met í hástökki í Finnlandi á
dögunum — stökk þá 1.73 metra.
Þórdísi, sem aðeins er 15 ára,
tókst ekki að komast nálægt þeim
árangri. Stökk 1.66 m, sem þó er
einum sentimetra betra en hún
átti fyrir Finnlandsmetið. Reyndi
síðan við 1.69 m en felldi í öll þrjú
skiptin. Þær Hrafnhildur Val-
björnsdóttir, Á, og íris Jónsdóttir,
UBK, urðu í öðru og þriðja sæti
með 1.60 metra.
Friðrik Þór Óskarsson, IR, er í
mikilli framför í stökkunum.
Hann stökk lengst 15.21 metra í
þrístökki — stökk einnig
15.05,15.00 og 14,94 m í keppninni
KR vann
KR sigraði Fylki 1-0 í úrslitaleik
Reykjavikurmótsins í 1. flokki á
miðvikudag. Baldvin Baldvinsson
skoraði mark KR — og leikmenn
Fyihi . verða því að bíða um sinn
að komast í meistaraflokk
Reykjavíkurmótsins.
^ Nölurlrgur siaður.
— þótt hann sé ekki alveg heill.
Það er auðvitað langt í íslandsmet
Vilhjálms Einarssonar, ÍR, 16,70
metra — en Olympíulágmarkið
15,90 m er ekki fjarlægur
draumur hjá Friðriki. í lang-
stökki sigraði hann einnig —
stökk 7.09 og átti annað stökk,
sem mældist 7.06 metra.
I 200 m hlaupinu vakti athygli
að Sigurður Sigurðsson, Á, sigraði
Bjarna Stefánsson, KR.
Munurinn var þó lítill —
Sigurður hljóp á 22.3 sek., en
Bjarni, sem litið hefur getað æft
vegna prófa, hljóp á 22.4 sek. í
100 m sigraði Sigurður á 11.3 sek.
I mótvindi og Magnús Jónasson,
Á, varð annar á 11,5 sek. Bjarni
sigraði hins vegar í 400 m á 50.0
sek. og Þorvaldur Þórsson, UMSS,
varð annar á 52.1 sek. Það er nýtt
Skagafjarðarmet og þessi 18 ára
Skagfirðingur er bráðefnilegur
hlaupari. I kringlukasti var mikil
keppni — en árangur ekki sá, sem
búizt var við. Guðni Halldórsson
kastaði 49.92 m í fvrstu tilraun —
og það var ekki fyrr en í fimmtu
umferðinni, sem Hreini Halldórs-
syni tókst að bæta þann árangur.
Nýi þjálfarinn
frá KR skoraði
eina markið!
Víkingar Ólafsvík sigruðu
„erkifjendurna“ Snæfeli úr
Stykkishólmi, á miðvikudags-
kvöldið í fyrsta leik liðanna í E-
riðli 3. deildar í knattspyrnu.
Leikurinn var mikill „rok“-
leikur og bar keim af þvi. Eina
mark leiksins skoraði hinn nýi
þjálfari Víkinganna, Gunnar
Gunnarsson, sem áður iék með
KR.
I Grundarfirði sigruðu
heimamenn V-Húnvetninga með
5-0 i sömu keppni.
— RM —
Kastaði þá tveimur sentimetrum
lengra og sigraði á 49.94 m. Elías
Sveinsson, KR, varð 3ji með 46.64
m — gott hjá tugþrautarmanni.
Elías sigraði í hástökki með 1.95
m.
Um aðrar greinar er það að
segja, að Lára Sveinsdóttir, Á, —
nýútskrifaður íþrótta-
kennari — sigraði í langstökki
með 5.38 m Hafdís Ingimars-
dóttir, UBK, varð önnur með 5.29
m og Erna Guðmundsdóttir, KR,
3ja með 5.25 m. Bjarki Bjarnason,
Aftureldingu, sigraði I 1500 m
hlaupi á 4:18.3 mín. Elías Sveins-
son í spjótkasti 60.62 m Sigrún
Sveinsdóttir, Á, í kúluvarpi, 9.08
m. Valbjörn Þorláksson, KR, í 110
m grindahlaupi á 15.7 sek Kristín
Jónsdóttir, UBK, í 100 m hlaupi á
13.3 sek. María Guðjohnsen, ÍR,
önnur á 13.4 sek. Hafsteinn
Óskarsson,ÍR, í 800 m hlaupi,
2: 02.2 mín. rétt á undan bróður
sínum Þorgeiri Öskarssyni, ÍR,
2:02,5 mín. og Bjarki Bjarnason
þriðji á 2:04.3 mín.
Valur skoraði þrjú fyrstu
mörkin —
en IBV iafnaði!
Efstu liðin í 1. og 2. deild —
Valur og Vestmannaeyjar —
notuðu tækifærið í gær og léku
æfingaleik í Eyjum. Það var
hörkuskemmtilegur leikur og
lauk með jafntefli 3-3 þó svo Vals-
menn skoruðu þrjú fyrstu mörk
leiksins. Bæði lið voru án lands-
liðsmannanna, sem léku í
Færeyjum, en þar voru þrír
Valsmenn og Ólafur Sigurvins-
son, ÍBV.
Valsmenn voru sterkari í
byrjun og eftir aðeins sex mín.
skoraði Albert Guðmundsson
fyrst mark Vals. Þremur mín.
síðar sendi Ingi Björn Albertsson
knöttinn í mark Eyjaskeggja eftir
sendingu Hermanns Gunnars-
sonar — og Hermann skoraði 3ja
mark Vals úr vítaspyrnu á 26.mín.
eftir að Inga Birni hafði verið
brugðið.
Sveinssyni — og mínútu fyrir
leikhléið skoraði Örn aftur. Nú úr
vítaspyrnu, sem dæmd var, þegar
Valsmaður sló knöttinn með
höndunum innan vitateigs. í
síðari hálfleiknum jafnaði nýi
markakóngurinn í Eyjum, Sigur-
lás Þorleifsson. Það var á 62.
mín. og fleiri urðu mörkin ekki,
þó svo heimamenn fengju sin
tækifæri, því kergja hljóp í leik
nýta, en Matthías skoraði svo
fyrsta mark leiksins. Færeying-
um tókst að jafna — og það var
mikið klaufamark. Árni Stefáns-
son hljóp úr markinu og ætlaði að
grípa knöttinn — hætti við það á
síðustu stundu og sló knöttinn í
þess stað. En það tókst ekki betur
en svo, að knötturinn fór beint
framan í einn færeyska sóknar-
manninn og í markið. Færeysku
leikmennirnir léku af miklum
krafti fyrri hálfleikinn — gáfu
okkur aldrei tækifæri til að
byggja upp spil okkar, sagði Jens
epnfremur.
En það breyttist I síðari hálf-
leiknum. Strax á 9. mín. hálfleiks-
ins skoraði Teitur annað mark
okkar — og Matthías það þriðja
skömmu síðar. Ölafur Danivals-
son, FH, sem kom inn á þegar um
20 mín. voru af hálfleiknum,
skoraði fjórða mark íslands — en
Guðmundur Þorbjörnsson tvö
þau síðustu.
Leikurinn var háður á nýjum
velli, sem tekinn var i notkun í
fyrrahaust — og er góður af
malarvelli að vera. Áhorfendur
voru um 3000 eða fleiri en nokkru
sinni áður I Þórshöfn, sagði Jens
að lokum.
Tony Knapp, landsliðsþjálfari,
breytti leikskipulaginu úr 4-3-3 í
4-4-2 í síðari hálfleiknum og það
kom Færeyingum alveg í opna
skjöldu. Þeir áttuðu sig ekki á
því, þegar bakverðir okkar brun-
uðu upp kantana, sagði Árni
Þorgrímsson, landsliðsnefndar-
maður og fararstjóri, og þá stóð
ekki á mörkunum. Þrjár breyt-
ingar voru gerðar á islenzka
liðinu í síðari hálfleik. Ólafur
Danivalsson kom I stað Teits —
Tvöfalt hjá
Ferencvaros
Ferencvaros, ungverska liðið
fræga, sigraði bæði í deild og
bikar í Ungverjalandi. A mið-
vikudag varð félagið deilda-
meistari eftir 3-1 sigur gegn
Zalaegerszeg og hlaut 46 stig. í
öðru sæti varð Ujpesti Doza með
42 stig. Aður hafði Ferencvaros
sigraði MTVK í bikarúrslitunum
og mun það lið þvi leika í Evrópu-
keppni bikarhafa næsta leiktima-
bil. —
síðan Vilhjálmur Kjartansson,
Val, fyrir Ölaf Sigurvinsson, og
upp úr miðjum hálfleiknum Atli
Eðvaldsson, Val, fyrir Matthías.
Fimm leikmenn léku því þarna
sinn fyrsta landsleik — Vals-
mennirnir Guðmundur, Vil-
hjálmur og Atli, og Viðar og
Ólafur úr FH.
Mér fannst færeyska liðið
merkilega gott lengi vel, sagði
Árni ennfremur, og þetta er
mjög nauðsynlegur þáttur i starf-
semi okkar að leika við Færey-
inga — Hvergi betra að koma og
Færeyingar í sókn á knatt-
spyrnusviðinu.
St. Etienne
enn meistari
St. Etienne varð Iranskur
meistari þriðja árið i röð þegar
liðið sigraði Avignon, neðsta liðið
í 1. deildinni frönsku, með 4-0 á
miðvikudag.
«
Þórunn Alfreðsdóttir. Ægi, eftir Islandsmetið í Laugardalslaug í gær.
DB-mvnd BP.
íslandsmet - en Olympíu-
lógmörkin stóðust ótökin
Við höfum tækifæri út þennan
mánuð að reyna við olympíulág-
mörkin í sundinu. Það munaði
aðeins hársbreidd hjá þeim
Vilborgu Sverrisdóttur, SH, og
Þórunni Alfreðsdóttur, Ægi, að
ná mörkunum — og báðar settu
ágæt íslandsmet, sagði Torfi
Tómasson, formaður Sundsam-
bands tslands, inni í Laugar-
dalslaug í gær á þjóðhátíðar-
mótinu í sundi.
Þær Vilborg og Þórunn munu
báðar keppa á Sundmeistara-
mótinu nú um helgina og Reykja-
víkurmótinu um þar næstu helgi
— og við gerum okkur góðar
vonir um, að þær nái þá til-
skildum árangri, ságði Torfi enn-
fremur.
á mótinu á miðvikudagskvöld,
16. júní, voru tvær aukagreinar
auk þess, sem meistaramótið
hófst — keppni á lengri vega-
lengdunuin. Vilborg bætti met
sitt verulega í 200 m. skrið-
sundinu og var aðeins sundtaki
frá að ná olympiulágmarkinu
Synti á 2:15.4 mín. en eldra
Islandsmet hennar var 2:16.7
mín. sett í 8-landa-keppninni í
Cardiff nýlega. Ölympíu-
lágmarkið er 2:15.0 mín. — og
Vilborg hafði enga keppni í
RITSTJORN:
HALLUR
SIMONARSON
sundinu. Þórunn synti 200 m flug-
sund á 2:30.1 mín. — Islandsmet
hennar er 2:29.65 mín. og
olympíulágmarkið 2:29.0 mín. Ég
held að það muni ekki reynast
Þórunni erfitt að ná þvi marki ef
hun fær keppni við góð skilyrði,
sagði Guðmundur Harðarson,
landsliðsþjálfari. í gær — og sama
er að segja um Vilborgu. Það var
of kalt til að ná toppárangri á
mótinu nú.
Islandsmetin stóðust þó ekki
átökin. Auk íslandsmets Vil-
borgar setti Þórunn nýtt
íslandsmet í 100 m flugsundi í
gær — svnti á 1:09.8 mín. Eldra
rnet hennar var 1:10.0 mín, Bára
Oiafsdóttir, Á — sundkona í
mikilli framför — veitti henni
harða keppni alveg framundir
það síðasta. Synti 1:11,8 mín. í
100 m. skriðsundinu var Vilborg
nærri íslandsmeti Lísu Ronson —
synti á 1:03.6 mín., en metið er
1:03.3 rr.in. Olympíulágmarkið er
1:02.5 mín. Bára varð önnur á
1:05.4 mín. og Þórunn 3ja á
1:06.6 mín. Þá vakti Guðný
Guðjónsdóttir athygli — aðeins 13
ára og synti á 1:13.1 mín., sem er
betri árangur en móðir hennar,
sundkonan kunna, Ágústa Þor-
steinsdóttir, náði. þegar hún setti
fyrst íslandsmet á vegalengdinni
1:13.2 mín. Þá var Ágústa 15 ára
og synt var í 25 metra laug.
Sigurður Ólafsson, Ægi, sem
náð hefur Olympíulágmarkinu í
200 m skriðsundi, synti 100 m
skriðsund á 57.2 sek. í gær — 1.7
sek. frá íslandsmeti Finns
Garðarssonar.Axel Alfreðsson,
Ægi, varð annar á 59.2 sek. og
Arni E.vþórsson. A 3ji a 59.7
sek. I 100 m. flugsundi sigraði
Axel á 1:05.2 mín. Árni varð
annar á 1:06.2 mín. Sigurður 3ji á
1:07.1 mín. og sama tíma fékk
BrynjólfurBjörnsson, Á.
Á íslandsmótinu á miðvikudag
varð Sigurður Ólafsson Islands-
meistari i 1500 m sundi á 17:41.0
mín. Of lítill byrjunarhraði kom í
veg fvrir. að hann bætti Islands-
met Friðriks Guðinundssonar á
vegaieiigdiuni. Axel varö annar á
18:02.0 mín Brvn jólfur 3ii ál8:02.0
niín, og Arni íjor.ði 18.13.8 luin.
1 800 m skriðsundi kvenna varð
Bára Ölafsdóttir íslands-
meistari-----synti á 10:15.8 min.
Hrefna Rúnarsdóttir, Æ, varð
önnur á 10:45.3 min. I 400 m
bringusundi karla varð Hreinn
.lakobsson, A. Islandsmeistari á
5:55.8 inín. Hermann Alfreðsson.
K varð annar á 5:56.3 min.
Af rek heims-
meistaranna
— unnu upp
2ja marka
forskot!
— og leika til úrslita
viðTékkaí
Evrópukeppni londsliðo
Vestur-þýzku heimsmeistararn-
ir i knattspyrnu — og um leið
Evrópumeistararnir — unnu
mikið afrek í Belgrad i gær í.
Evrópukeppni landsliða í undan-
úrslitum við Júgóslava. Hreint
ótrúlegt afrek, því Slavarnir vel
studdir af tugþúsundum áhorf-
enda í Belgrad náðu tveggja
marka forskoti í fyrri hálfleik.
Þjóðverjum tókst að jafna í 2-2 i
venjulegum leiktima — og
skoruðu svo tvö mörk til viðbótar
í framlengingu. Sigruðu því 4-2 í
frábærum leik.
Það voru tveir varamenn hjá
Þjóðverjum, sem voru hetjur i
leiknum — einkum þó Dieter
MuIIer, sem kom í stað Wimmer á
79. min. og skoraði þrjú mörk í
leiknum!! — og það í sínum
fyrsta landsleik.
Júgóslavar virtust stefna í ör-
uggan sigur framan af — og
kannski nokkur óheppni, að þeim
skyldi ekki takast að sigra i leikn-
um. Á 19. mín. náðu þeir forustu
með marki Danilo Popivoda, sem
leikur með Eintracht Brunswick,
og á 31. mín. kom Dragan Dzajic
Júgóslavíu í 2-0. Þýzka liðið átti í
miklum erfiðleikum vegna frá-
bærs sóknarleiks Slavanna.
En í síðari hálfleiknum snerist
dæmið við eftir að þýzka liðið
hafði skorað heppnismark á 65.
mín. — og úthald Júgóslava brást.
Flohe, sem kom í stað Danner
eftir leikhléið, átti fast skot af
löngu færi að júgóslavneska
markinu — en innan vítateigs
hrökk knötturinn í Beer og
breytti stefnu þannig að Olja
Petrovic, júgóslavneski mark-
vörðurinn, hafði ekki möguleika
á að verja.
Og svo kom Dieter Muller inn á
á 79. mín. og mínútu síðar jafnaði
hann — skallaði knöttinn i mark
eftir hornspyrnu. 1 lokin reyndu
Júgóslavar allt sem þeir kunnu og
á 89. mín. munaði litlu. Eftir
þrumufleyg Dzajic smaug knött-
urinn framhjá stöng þýzka
marksins. En framlenging var
staðreynd og á 2. mín. hennar átti
Dzajic aðra spyrnu, sem rétt
smaug yfir þverslá. En svo náðu
Þjóðverjar alveg yfirtökunum. A
115. min. skoraði Muller annað
mark sitt í leiknum — og á 119.
mín. það þriðja. Þjóðverjar leika
því-til úrslita við Tékka á sunnu-
dag í Belgrad — en Júgóslavar
við Hollendinga um 3ja sætið á
laugardag.
Hollenskir
knattspyrnu-
og œfingaskór
Mjög hagstœft verð