Dagblaðið - 05.07.1976, Side 3

Dagblaðið - 05.07.1976, Side 3
I)A('iHLAt)li) — MANUUAGUK 5. JULI 1976 3 ÓFREMDARÁSTAND Á VEGINUM YFIR DRAGHÁLS FerrtalanRur skrifar: Er er einn hinna mörsu sem áttu leið um Dragháls um sl. helRi. Fór ég þarna um á lauRardagsmorsni og siðan til baka á sunnudagskvöld. Vegurinn þarna yfir var hörmulegur. Osköpin byrjuðu þegar be.vgt var af Hvalf jarðar- strandarvegi yfir Ferstikluháls og þannig var svo vegurinn alla leið norður í Skorradal. hola við holu. misdjúpar þó. Engir. furða er þó bílar brotni á slíkum vegi. enda átti það sér stað a.m.k. á sunnudag. Það má hiklaust telja mikið al- vörumál hversu þessi vegur er herfilega vanræktur, eins og umferð um hann er mikil. en þetta er vinsæl leið yfir sumarið. Full þörf er á að yfirstjórn vegamálanna gefi þvi gaum hvernig á þessu ófremdar- ástandi stendur, á hvers ábyrgð þessi dæmalausi trassaskapur er. og ef nauðsyn ber tily að leysa frá störfum þann aðila sem á að sjá um þessa hluti, láti hann sér ekki segjast tafar- laust. Annars var það þannig sl. sumar að eftir að komið var í Hvalfjarðarbotn tök við annar og verri vegur út Hvalfjarðar- strönd. Hver ástæðan fyrir þessari misskiptingu vegavið- halds var og er kunna aðrir sjálfsagl skil á og ekki væri úr vegi að þeir skýrðu mál sitt. DK leitaði upplýsinga um þetta mál hjá Elisi Jónssyni, rekstrarstjóra Vegagerðar rikisins í Borgarnesi, sem hefur umsjón með þessu svæði. Elís kvað slæmt ástand vegarins um Dragháls undanfarið haf orsak- azt af þurrkum sem hefðu gert ókleift að hefla hann. Þess vegna hefði hann verið mjög holóttur og eins vantaði i hann möl á köflum sem ekki væri hægt að lagfæra vegna lítils fjárframlags til viðhalds vega. Vegurinn mun þó aðeins hafa lagazt nú þar sem unnið var að viðgerð hans strax eftir sl. helgi og ætti að haldast í sæmilegu lagi um hríð. Svipaðar ástæður kvað Elís vera fyrir ástandi vegarins um Hvalfjörð, þurrkar hefðu þar hamlað fram- kvæmdum til skamms tíma en hann ætti að vera í betra ástandi nú. Verbúðalíf ung- linga — skáldsaga! Þórarinn iM. Friðjónsson, Yinnslustöðinni Vestmanna- eyjum, skrifar: Eg leyfi mér að mótmæla birtingu greinar í Dagblaðinu dags. 28/6 sl. undir heitinu: VEKBUÐALtF UNGLINGA, HVAÐ ERU FORELDRARNIR AÐ HUGSA? Undirskriftin að þessari skáldsögu er einhver Gislína Grimsdóttir. Gott og vel að blað yðar birti fréttir frá Vestmannaeyjum, skrifaðar af fréttamanni blaðsins þar, en þetta — það tók út yfir allt sem kallast normalt, enda kannast enginn Vestmanneyingur í Vinnslustöðinni hf., nvort sem er verkafólk eða verkstjórar, við konu þessa. Enda kom lika í ljós í viðtali við starfsstúlku blaðsins.að bréfið hefði verið stimplað í Vestmannaeyjum en þessi svonéfnda Gíslina ekki gefið upp nafnnúmer né heimilisfang. Þá vaknar sú spurning, hvers er ábvrgðin á birtingu greinar- innar? Meðal annars í greininni eru þessi orð: „Þetta eru börn allt frá 14 ára aldri, aðallega stúlkubörn." Svo þetta líka: „liggjandi dauðadrukkin fvrir hunda og manna fótum um hverja helgi og undir hverjum sem verður, bara „gjöriðisvo- vel.“ Nú kemur rúsínan í pyl.su- endanum: „Og svo eru hálf- fullorðnir og fullorðnir karl- menn, aðkomuménn hér, sem eru í sömu verbúð og þessir unglingar, sáreyðilagðir yfir framferði sínu gagnvart þess- um greyjum. En allt gle.vmist undir áhrifum vínsins." Ég óska birtingar þessarar greinar óbreyttrar í blaði yðar. Það er mikil ábyrgð að birta greinar sem blaðið getur ekki sannað að séu frá öðrum. 1 Með þökk fyrir birtinguna. Flugfélag tslands hefur átt við lítinn og þröngan húsakost að búa, FLUGFELAGIÐ OPNAR BLAÐA- OG BÓKSÖLU Á REYKJAVÍKUR- FLUGVELLI Þorsteinn Thorlacíus hjá Flug- félaginu hringdi: Mig langar að koma því á l'ramfæri, vegna greinar í blaðinu sem bár yfirskriftina „Að glápa út i loftið", að innan 10 daea verður opnuð bóka- og blaöasala í húsakynnum flug- félagsins á Reykjavíkurflug- velli. Við höfum gert okkur fylli- lega grein fyrir því að þessari þjónustu okkar er ábótavant. Vegna þrengsla húsakynnanna nefur þetta verið eríiðleikum háð. Nú vonuin við að farþegar geti fengið bækur og blöð við sitt hæfi til að stytta sér stund- ir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.