Dagblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 9
DACBLAÐIÐ — MÁNUDAGUR 5. JULÍ 1976
Gaf dyraverð-
inum ú 'ann
Til tíðinda dró í Tónabíói á
laugardaginn er maður einn
gerðist all illvígur og uppivöðslu-
samur við dyravörðinn þar. Þeim
viðskiptum lyktaði með því að
gesturinn gaf dyraverðinum högg
í andlitið. Var nú lögregla til
kvödd, en þegar hún kom á vett-
vang var gesturinn baráttuglaði á
•bak og burt.
Fljótlega tókst að hafa uppi á
honum og reyndist hann „gamall
kunningi" lögreglunnar eins og
sagt er. — ASt.
Skilríki af hent
með
pomp og pragt
Hinn 1. júlí afhenti Sigurður
Bjarnason Elísabetu II drottn-
ingu trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra í Bretlandi. Athöfnin fór
fram samkvæmt gamalli siðahefð.
Var ekið í opnum hestvögnum til
og frá sendiherrabústaðnum. Að
afhendingu trúnaðarskjala lok-
inni áttu drottningin og hinn n>'-
skipaði sendiherra íslands langt
tal saman.
Cargolux 21. stœrsta
vöruflutningaflug-
félag í heiminum
— órsveltan
helmingur heildar-
veltu Flugleiða
Hvað veltu snertir er flug-
félagið Cargolux nú orðið hálf-
drættingur á við Flugleiðir og
er þá velta Flugleiðahótelanna
og flugfélagsins Air Bahama
reiknuð með. Þessar upplýs-
ingar fékk blaðið hjá Jóhannesi
Einarssyni, sem er í stjórn
Cargolux. Hann sagði að félagið
hefði í fyrra verið nr. 21 yfir
stærstu vöruflutningaaðila í
lofti. Væri félagið liklega
stærst allra vöruflutningaflug-
félaga, sem eingöngu væru
byggð upp á leiguflugi.
I fyrra flutti félagið rösk 260
þúsund tonn og var velta þess
þá um 37 milljónir dollara eða
um 6.800 milljónir ísl. kr. Til
samanburðar fluttu aðeins tvö
flugfélög yfir eina milljón
tonna I fyrra og voru það Pan
Am og Flying Tiger.
Sem kunnugt er eiga Flug-
leiðir þriðjung í Cargolux,
sænska skipafélagið Salen
þriðjung og Lux Air, fjórir
bankar i Luxémburg og nokkr-
ir einstaklingar þriðjung.
Félagið hefur nú til umráða
þrjár CL-44 eða Rolls Royce,
eins og þær eru gjarnan nefnd-
ar, og þrjár DC-8 ’63 þotur.
Félagið hefur allar CL vélarnar
og tvær DC vélanna á leigu-
kaup-samningum en leigir eina
DC vélina.
Jóhannes sagði að áætluð
velta í ár væri 50 milljónir
dollara, eða um 9.200 milljónir
isl. kr. 342 manns starfa hjá
félaginu. Þar af eru 100 íslend-
ingar en fólk af 20 þjóðernum
starfar hjá félaginu.
í fyrra lauk félagið byggingu
á stóru flugskýli I Luxemburg,
en þar er góð viðgerðarað-
staða Fyrir utan viðhald á
eigin vélum þar hefur I ár
þegar verið samið um viðgerðir
fyrir aðra aðila upp á fimm
milljónir dollara og sagði
Jóhannes það mjög ánægjulega
þróun á svo skömmum tlma.
—G.S.
^L-^Minni framleiðsla-
en afkoma með ógœtum
Aðalfundur Kísiliðjunnar hf.
var haldinn 24. júnj sl. og voru
þar lagðir fram reikningar
ársins 1975 ásamt skýrslu
stjórnar og framkvæmdastjóra.
Á fundir.um kom fram að af
koma fyrirtækisins var góð á
árinu og nam reksturshagnaður
rúmlega 40 milljónum króna og
höfðu þá fullar afskriftir verið
reiknaðar.
Söluverðmæti framleiðslu
■Kísiliðjunnar á erlendum og
innlendum markaði nam á
árinu samtals 684 milljónum
króna, en þegar útflutnings-
kostnaður hafði verið dreginn
frá, námu tekjur verksmiðj-
unnar 470 milljónum króna.
Framleiðsla ársins 1975 af full-
unnum kísilgúr varð 21.676
tonn, sem er minna en fram-
leiðslan varð 1974. Mismunur-
inn stafar einkum af löngu
verkfalli vorið 1975, en einnig
varð að draga nokkuð úr fram-
leiðslu síðari hluta ársins
sökum sölutregðu vegna sam-
dráttar í markaðslöndunum.
Framleiðslan er nú seld til 20
landa í Evrópu og Afríku.
Eigendur verksmiðjunnar
eru íslenzka ríkið ásamt banda-
ríska fyrirtækinu Johns-
Manville og nokkrum sveitar-
félögum á Norðurlandi. —JB
Karlar með barðahatta
og konur í peysufðtum
,,Nú sianua ytir ræður odd-
vita og annarra fyrirmanna,"
sagði Valur Snorrason,
aðstoðarframkvæmdastjóri
fyrir 100 ára afmælísnefnd
þeirra Blönduósinga, þegar við
hringdum í har.n i gærdag.,Þar
var mikið um dýrðir um helg-
ir.a í tilefni þessa merkis-
afmælis.
„Öhemjumargt fólk hefur
verið hér á öllum aldri. Ungir
jafnt sem gámlir stigu dans
fyrir utan félagsheimilið á
laugardagskvöldið. Karlar mreð
barðahatta og konur í peysuföt-
urn settu svip á dansinn," sagði
Valur.
Aldrei fyrr hefur verið
dansað úti á Blönduósi og voru
veðurguðirnir í hinu beztá
skapi, lélu ekki rigria fyrt' en
Tneð morgunsárinu, fyrir ulan
svolilla úðarigningu á laugar-
daginn.
„Jú, töluvert kennderí fylgir
svona skemmtun," sagði Valur
og bætti við að Húnvetningar
og Blönduósingar drykkju
brennivín svona eins og aðrir
íslendingar. Allt fór samt fram
ineð friði og spekt, nema hvað
þrir voru í fangageymslunni,
þegar mest var, aðallega vegna
þess að þeir höfðu fengið sér
heldur mikið neðan í þvi.
Leikritið, Þið munið hann
Jijrund. hélt áfrym að gera
lukku. Það var synt i áltunda
skipli a laugardaginn fyrirtroð-
fullu húsi. I.eikstjóri er
Magnús Axelsson. Ekki sagði
Valur að hægt væri að sýna það
annars staðar. l.eikritið hefur
hvergi verið sett upp á sama
hátt og þeir Blönduósingar
gera. Ahorfendur taka þátt i
leiknum. Félagsheimilinu er
einlaldlega breytt i krá og 3
stúlkur ganga um beina, taka
Egilsöl úr tunnum og hella í
bjórkrúsir áhorfenda sem sitja
við borð með kertaljós og borða
skonrok.
Gestir Blönduósinga hafa
ekki þurft að borga fyrir veit-
ingar. Kvenfélagið sá til þess.
Það var gengið í hús og beðið
um pönnukökur og kleinur og
ekki var skorazt undan að baka.
Sagði Valur að ekki fyrirfynd-
ist sá Blönduósingur, sem ekki
hefði lagt hönd á það verk að
gera afmælið hið veglegasta.
Börnin gleymdust heldur ékki
og fóru fritt í bíó í gær.
Valur sagðist vera hinn
ánægðasti tneð allt saman, þótt
veðrið hefði ekki haldizt gott
állan tímann og þar af leiðandi
þurft að færa skemmtunina inn
á sunnudeginum. —EVI
KGamli Grjótjötunn heitir nú Perla og kom skipið
allt endurbætt og sem nýtt til landsins fyrir helg-
ina. DB-m.vnd Arni Páll.
Sanddœluskipið Perla komið til landsins
Sogar í sig 500
tonnaf
sandi á hálftíma
— gagngerar endurbœtur í Hollandi kostuðu um
fimmtíu milljónir
„Nú fyrst byrjar baráttan,"
sagði Halldór Jónsson í Steypu-
stöðinni þegar sanddæluskipið
Perla kom til landsins i fyrra-
kvöld eftir gagngerar endurbæt-
ur í Hollandi. Perla hét fyrrum
Grjótjötunn, en sú saga hefur
verið rakin áður.
„Við erum hressir eftir atvik-
um,“ sagði Halldór í samtali við
fréttamann DB í gær. „Við gerum
okkur vonir um að geta byrjað
strax, við munum á morgun
(mánudag) kanna löndunarað-
stpðuna í Sundahöfn og ganga frá
tengingunni frá skipinu í land.
Svo kemur hér Hollendingur frá
verksmiðjunum, sem önnuðust
breytinguna, og kennir okkur á
tækin. Formleg afhending ætti
því að geta farið fram á þriðjudag
eða miðvikudag."
Halldór segir að I rauninni sé
hér um nýtt skip að ræða. „Það
hefur verið tekið upp og endur-
bætt allt frá skrúfu og fram úr.
Dælukerfið er allt nýtt, allar
dælur og annað tilheyrandi,"
sagði hann. Kostnaður við þessar
breytingar er um fimmtíu millj-
ónir króna.
Perla er í sameign nokkurra
byggingaverktaka og fyrirtækja í
byggingariðnaðinum, sem telja
sig geta fengið ódýrari byggingar-
sand á þennan hátt en með því að
halda áfram að kaupa sand af
Björgun hf„ sem ræður yfir
tveimur sanddæluskipum.
Halldór og hans menn gera sér
vonir um að skipið geti farið i allt
að sex ferðir á sólarhring og
komið með fimm hundruð tonn j
hvert skipti. „Skipið á að geta
dælt upp í sig á hálftíma og úr sér
á klukkutíma," sagði Halldór í
gær. „Þeir segja þetta
Hollendingarnir, og þeir ættu að
vita það.“
— ÓV.
Er dýrara að
búa úti
„Við erum að bera saman
verðlag almennt á neyzluvörum
og þjónustu úti á landsbyggð-
inni með hliðsjón af þvi sem
það er í Reykjavik,” sagði einn
starfsmaður Hagstofunnar er
hann var inntur eftir könnun
sem þar fer nú fram á verðlagi
úti á landi miðað við Reykjavík.
Á siðasta Alþingi fóru
nokkrir þingmenn fram á að
kannaður yrði framfærslu-
kostnaður utan Reykjavíkur.
Var þetta samþykkt og Hagstof-
unni falin könnunin.
Þeir þættir, sém aðallega eru
athugaðir, eru þeir sem koma
inn í vísitöluna. Verð á leigu-
húsnæði er litillega kannað.
á landi?
Það er hins vegar ekkert farið
út í að athuga um húsakost og
byggingarkostnað. Benti starfs-
maðurinn á að það væri litt
gjörlegt í þessari könnun. Væri
afar mismunandi eftir bæjum
og sveitum hvað það kostaði að
eignast húsnæði og þyrfti sér-
staka könnun á því.
Verðlag á neyzluvarningi
hefur þegar verið athugað. Er
verið að vinna úr þeim tölum
sem þar fengust.
Starfsmaðurinn treysti sér
ekki til að segja nákvæmlega
hvenær niðurstöður væru
væntanlegar.
— BA —