Dagblaðið - 05.07.1976, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ — MANUDAGUR 5. JULÍ 1976
15
myndinni skallar Kristinn Björnsson að marki Breiðabliks eftir send-
ingu Inga Björns, en allt kom fyrir ekki, jafntefii 1—1.
DB-myndir BP.
ú liðsmaður
Breíðablíki
ila við að halda jöfnu. Það tókst
leð mikilli baráttu og oft skall
iurð nærri hælum, en inn vildi
nötturinn ekki, jafntefli 1-1.
'ögnuður Blikanna var
nikill, stig hafði unnizt gegn
fsta liðinu í deildinni.
Valur ienti í mikilli prófraun í
;ærkvöld. Liðið varð undir í
yrsta skipti í íslandsmótinu —
lað tók talsverðan tíma að jafna
ig á áfallinu, en þó. Að því leyti
ókst Val að standast prófið þó
tig tapaðist. Hins vegar verður
ið segjast að sérstaklega fyrri
lálfleikur er það Iélegasta sem
/alsmenn hafa sýnt í sumar.
Eins kom áberandi í ljós að
’örn liðsins er alls ekki nógu
iannfærandi. Þrátt fyrir að
;óknir Blikanna væru fáar og oft
tilviljanakenndar sköpuðu þær
rft usla og ,,panik“ i vörn Vals.
Jg Þór Hreiðarsson stóð einn og
óvaldaður í vítateig þegar hann
skoraði mark sitt — hvar var
vörnin?
Beztu menn Vals í leiknum
voru þeir Guðmundur Þorbjörns-
son, sívinnandi, og Ingi Björn
Albertsson, stórhættulegur í
loftinu.
Stigið, er Breiðablik hlaut í
gærkvöld, var óvænt en kær-
komið. Liðið barðist vel allan
leikinn — aldrei var gefið eftir.
Þó er greinilegt að ýmsir
veikleikar eru í liðinu en því
hefur vegnað að vonum í tslands-
mótinu og framtíðin er Blikanna.
Það óhapp varð að einn
leikmanna Breiðabliks, Magnús
Steinþórsson, féll ásamt Atla
Eðvaldssyni og varð Magnús
undir. Við það meiddist Magnús
illa og var fluttur á sjúkrahús.
Dómari í leiknum var Öli Ólsen.
h. halls.
ÍBKkesti
Þrótlaraí
kjallaraiium
Keflavíkurvöllur: ÍBK — Þróttur
2-1 (2-0)
Miðherjinn markheppni í liði
ÍBK, Rúnar Georgsson, svo tii
læsti Þrótt endanlega í kjallara 1.
deildarinnar með tveimur mörk-
um sem hann skoraði með stuttu
millibili seint í fyrri hálfleik.
Rúnar fékk sendingu inn á mark-
teig í bæði skiptin og sendi knött-
inn fram hjá hinum snjalla mark-
verði Þróttar, Jóni Þorbjörnssyni,
Staðaní
1. deild
Úrslit leikja í 1. deild
Akranes — FH 1—1
Keflavík — Þróttur 2—1
Valur — Breiðablik 1—1
Staðan í 1. deild:
Valur
Víkingur
Akranes
Fram
Keflavík
KR
Breiðablik
FH
Þróttur
9
9
9
9
10
9
9
10 1
0 29—7
2 12—8
15
13
13—11 12
11— 9
15—15
12— 10
9—12
6—17
10 0 1 9 6—24 1
Markahæstu leikmenn 1. deild-
ar eru:
Guðmundur Þorbjörnsson Val 9
Hermann Gunnarsson Val 9
Ingi Björn Albertsson Val 7
Teitur Þórðarson í A 6
Staðan í
2. deild
Úrslit leikja í 2. deild:
ísafjörður — Völsungur 1—3
Haukar — Vestmannaeyjar 0—2
Reynir — Armann 0—5
Selfoss — Þór 2—4
16
12
10
8
8
7
6
3
2
2.
Staðan i 2. deild er: Vestm.eyjar 8 8 0 0 28-5
Þór 8 5 2 1 18-8
Armann 8 4 2 2 16-8
Haukar 8 3 2 3 17-15
KA 8 3 2 3 17-18
ísafjörður 8 2 3 3 10-13
Völsungur 8 2 2 4 8-11
Selfoss 8 1 1 6 14-28
Reynir 8 1 0 7 9-32
Markahæstu leikmenn
deildar eru:
Tómas Pálsson, ÍBV
Gunnar Blóndal, KA
Örn Óskarsson, ÍBV
Jón Lárusson, Þór
Loftur Eyjólfs., Haukum
Sumarliði Guðbjartss., Self.,
Sigurlás Þorleifsson, ÍBV
sem aðeins í þessi tvö skipti tókst
ekki að sjá við skotmönnum ÍBK,
— og í netinu hafnaði knötturinn,
2-0.
Guðmundur Gíslason, hinn eini
í Þróttarliðinu sem barðist allan
leiktímann fyrir tilveru síns liðs í
deildinni, vakti örlitla von
Þróttar um annað stigið þegar
hann minnkaði muninn með
marki beint úr aukaspyrnu frá
vítateig, skömmu fyrir leikslok.
Guðmundur sendi knöttinn hátt á
loft í áttina að marki. Þorsteinn
Ólafsson markvörður teygði
hendur sínar upp úr þvögunni,
sem myndaðist í markteig, en allt
kom fyrir ekki — knötturinn féll,
rétt undir þverslá og í netið, 2-1.
Annars má ekki gleyma því að
stóran þátt í mörkum IBK átti
Ólafur Júlíusson. Fyrra markið
var skorað eftir sendingu Ólafs
frá endamörkum hægra megin en
hið síðara úr aukaspyrnu frá víta-
teigslínu, þversending frá vinstri,
en svo meinlegt sem það var
reyndust þétta vera svo til einu
fyrirætlanir Ölafs sem lánuðust
allan fyrri hálfleikinn — en þær
dugðu líka.
Ekki eru Keflvíkingar með öllu
búnir að lýsa vanþóknun sinni á
lið sitt. Yfir sex hundruð
áhorfendur komu á völlinn þrátt
fyrir leiðindaveóur, sunnan kalsa
og rigningu af og til og þeir fengu
að sjá hin ýmsu tilbrigði knatt-
spyrnunnar, ágæta samleikskafla
og mikla baráttu, en þess á milli
dæmalaust lélegan leik þar sem
allt fór í handaskolum. Leikmenn-
irnir eiga þó ekki alla sök. Völlur-
inn var háll sem gler og knöttur-
inn einnig svo margt fór úrskeiðis
þess vegna, þó ber hinu ekki að
neita að leikurinn bar mikið svip-
mót þess að ÍBK er vonlaust um
sigur í deildinni og Þróttur svo til
búinn að missa af strætisvagnin-
um — nema fjölgunin í deildinni
bjargi þeim — nokkur deyfð og
áhugaleysi gerði vart við sig öðru
hverju í liði beggja.
Þróttarar áttu oft góða sam-
leikskafla úti á vellinum fen
hvorki gekk né rak þegar nálg-
aðist markið svo að þeim tókst
eiginlega aldrei að skapa sér
marktækifæri. Aftur á móti gekk
Keflvíkingum betur í þeim efnum
þrátt fyrir fremur sundurlaust
spil. Friðrik Ragnarsson, Ólafur
Júlíusson og Rúnar Georgsson
fengu góð færi sem Jón mark-
vörður Þróttar varði, ellegar
skotin geiguðu.
Ástráður Gunnarsson var
knáasti maður IBK og einnig
vakti nýr bakvörður, Guðjón Þór-
hallsson, athygli, stæltur og
sparkviss.
Jón markvörður og Guðmundur
Gíslason skáru sig nokkuð úr
Þróttarliðinu — en flestir aðrir
liðsmenn áttu þokkalegan leik.
Dómari var Arnþór Öskarsson
— tiltölulega nýr maður á þeim
vettvarigi, sem dæmdi vel erfiðan
leik við slæm skilyrði.
— emm
Ólga, en reiknað
með að Olympíu-
leikarnir fari
fram samkvœmt
óœtlun
Þrátt fyrir margvíslega
erfiðleika virðast nefndarmenn í
alþjóða-ólympíunefndinni
öruggir um að Olympíuleikarnir í
Montreal hef jist 17. júlí — og fari
fram samkvæmt áætlun, segir í
frétt frá Montreal í gær.
Fulltrúar kanadísku
stjórnarinnar eru einnig bjart-
sýnir á að lausn muni finnast á
þeim deilumálum, sem nú rísa
hæst — það er þátttöku Formósu
undir nafni Kína, og gefa í skyn
að það mál sé ekki eins erfitt og
af er látið. Bandaríkin hafa hótað
að hætta við þátttöku í leikunum
fái keppendur frá Formósu ekki
að taka þátt i leikunum — og
fleiri lönd eru með svipuð áform.
Formaður Olympíunefndarinnar,
Killanin lávarður, er
væntanlegur tii Montreal i dag
og mun þegar hefja viðræður við
kanadíska ráðamenn.
Þá hafa ýms Afríkuríki verið
með hótanir að hætta þátttöku í
leikjunum ef Ný-Sjálendingar
keppa þar — og er það vegna
samskipta Nýja-Sjálands við
Suður-Afríku á íþróttasviðinu.
Ekki eru þær hótanir þó almennt
teknar alvarlega — en vera kann
að sum lið frá Afríku leiki ekki
við Ný-Sjálendinga i knatt-
leikjum.
Keppendur frá ýmsum löndum
hafa komið til Kanada síðustu
dagana. I gær var fáni Ungverja-
lands dreginn að húni i ólympíu-.
þorpinu — hinn fyrsti sem þar
blaktir.
Heimsmet
Búlgarska stúlkan Christova
setti nýtt heimsmet í kúluvarpi í
gær _ varpaði 21.89 metra. Það
er 22 cm lengra en eidra heims-
metið var. Það átti Adam, Austur-
Þýzkalandi.
I Kerlingarfiöllin
:r,
Skiðamarkaður:
Skiðafatnaður, 10% afsl.
Skíðaskór á börn frá kr.
3.000,-
Skíðaskór á fullorðna frá kr.
6.000,-
Moonboats kr. 3.900 (40%
afsl.)
20% afsl. af sumum
skíðagerðum.
Parablack og
skíðastopparar
og margt, margt fleira.