Dagblaðið - 05.07.1976, Side 28

Dagblaðið - 05.07.1976, Side 28
Onœmisaðgerðir gegn heiMiimnubólgu nyiðra Ekki faroldur en titfellum fjölgor" segir lœknir // „Þetta er ekki faraldur en heilahimnubólgu hefur skotiö upp á sjúkrahúsunum í Reykja- vík í gegnum árin. Árið 1975 og nú ’76 viröist tilfellum fjölga, sérstaklega í Vest- mannaeyjum 1975 og hér fyrir norðan á þessu ári.“ Þetta sagði Þórarinn Tyrfingsson heilsugæzlulæknir á Hvammstanga. Hann upplýsti jafnframt að Finnar hefðu gefið íslendingum takmarkað magn bóluefnis til ónæmis- aðgerða gegn heilahimnubólgu. Önæmisaðgerð fer nú fram á börnum sem fædd eru 1972, 73, 74 og 75 í Húnavatnssýslunum, Skagafirði, Siglufirði, Akureyri og Vestmannaeyjum. Heilahimnubólga getur reynzt lífshættuleg, sérstaklega ungum börnum og er um bráða sýkingu að ræða. Þórarinn sagði að erfitt væri að greina hana, en til væru lyf gefn henni. Hætta af eftirstöðvum eftir veikina er varla nein. Finnar eru þeir einu af Norðurlandaþjóðunum sem reynt hafa ónæmislyf þetta og telja sig hafa haldið niðri heila- himnubólgutilfellum með því. Þórarinn sagði að lyfið væri enn lítið rannsakað og ekki væri vitað hvað ónæmið entist lengi. EVI Enn rafmagns- laust vegna þrumuveðurs Rafmagnstruflamr urðu í fyrrinótt á svæðinu alla leið frá Reykjavík austur að Lóma- gnúpi vegna eldinga og þrumu- veðurs. 1 morgun klukkan 4 var enn víða rafmagnslaust en starfsmenn Rafmagnsveitunn- ar unnu að viðgerðum i alla nótt. Erfitt getur verið að finna þá staði þar sem bilan- irnar hafa orðið, en þegar eld- ingunum slær niður brenna spennarnir. Talsvert tjón hefur orðið vegna þessara bilana en hve mikið liggur enn ekki fyrir. — A.Bj. 4. júlió Vellinum: SLÓGU UPP DANSLEIK í FLUGSKÝLI Bandarísku hermennirnir á Keflavíkurflugvelli héldu upp á 200 ára afmæli heimalands síns með pomp og pragt í gær. Að sögn lögreglunnar á Vellinum voru nokkrir snúningar hjá þeim í kringum þessi hátíðahöld. Ekki færri en sex menn voru teknir fyrir ölvun við akstur og nóg var að gera í sambandi við heima- húsin. Þá slógu Bandaríkjamennirnir upp dansleik í einu af flugskj'lun- um sínum með hljómsveit og öllu tilheyrandi. Islenzka lögreglan var ekki margmál um afskipti sín af þessum dansleik en gaf í skyn að greinilega hefði vel verið véitt af sterkari drykkjum. —AT Stúlka á bikini-baðfötum vakti mesta athygli varnarliðsmanna í skrúðgöngu hátíðarinnar. —DB-mynd Sveinn Þ. Herjólfur tilbúinn tii innsigiingar í Vestmannaeyjahöfn í fyrsta sinn. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. „NÚ GETIÐ ÞIÐ ÍSLENDINGAR HEIMSÓTT OKKUR EYJAMENN ,,Nú getið þið íslendingar heimsótt okkur Eyjamenn, það tekur nú aðeins 3 tíma með nýja Herjólfi," sagði Ragnar Sigurjónsson fréttaritari DB í Vestmannaeyjum. Um eittleytið í gær fögnuðu veðurguðirnir nýja Herjólfi með því að skjóta nokkrum þrumuskotum honum til heiðurs, þar sem hann lá undir Eiðinu. Ekki létu eldingarnar heldur á sér standa. Klukkan 3 lagðist ferjan að Básaskers- bryggju þar sem sérstök aðstaða hefur verið gerð fyrir hana. Smíði hennar hófst fyrir fimm mánuðum i Kristjáns- sundi í Noregi. „Innréttingar allar eru fyllilega sambæri- legar við það sem ég hef séð bezt erlendis," sagði Ragnar. Ferjan getur flutt 20 bíla, ef hún er fulllestuð, en hún getur flutt 75 tonn af vörum. Sæti eru fyrir 90 farþega í tveimur skemmtilegum sölum. Klefar eru fyrir 34 farþega. Kaffitería er um borð þar sem farþegar geta fengið ýmsa hressingu. Það var tekið á móti nýja Herjólfi eins og honum s.æmir og flestir bæjarbúar komu niður á bryggju til að skoða skipið sem var sýnt almenningi frá klukkan 5 í gær og fram á kvöld. Ekki lét lúðrasveitin sitt eftir liggja og Samkórinn lét einnig í sér heyra. —KP MOKFISKIRÍ VIÐ ELDEY „Þetta verður að teljast mjög góður afli og óvenjulega mikill miðað við það sem veiðzt hefur á undanförnum árum,“ sögðu vigtarmennirnir við Reykja- víkurhöfn, sem bjuggu sig undir að vigta að minnsta kosti 340 tonn upp úr skuttogaranum Hrönn úr Reykjavík. Skuttogarinn hefur verið í 9 daga veiðitúr og kom inn í morgun. Hann var að veiðum við Eldeyjarboða. Afli þessi var aðallega ufsi og dálítill karfi. Skipstjórinn á Hrönn er Sævar Brynjólfsson, 24 menn eru uiii oorð og mun pau vcia algengasti fjöldinn í Hrönn og öðrum pólskum skipum, sem hingað komu fyrir 2 árum. Eigendur Hrannar eru annars vegar Einar Sigurðsson og svo hins vegar útgerðarfélag Ingvars Vilhjálmssonar. Þeir segja tilganginn með þessu ráðstefnuhaldi einungis vera að blekkja almenning. Takmarkið er að telja fólki trú um að NATO sé bandalag um vísindalega og þekkingarlega samhjálp „Tvær stúlkur og einn maður skáru niður NATO-fánann en þá var ráðizt á tvö þeirra og þau tekin kverkataki," sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sem var viðstaddur mótmælaaðgerðirnar. Maðurinn sem skar niður fanann var þessu næst yfir- bugaður og honum stungið inn í lögreglubifreið og ekið á brott. UMHVERFISVERNDARFUNDINATO Herstöðvaandstæðingar tóku sér í morgun stöðu fyrir utan Hótel Loftleiðir í mótmælaskyni. Þar er nú haldinn fundur á vegum NATO um umhverfisvernd. Herstöðvaandstæðingar segjast vilja fordæma þann tvískinnung er NATO sýni með þessu ráðstefnuhaldi. Þeir benda á að nýlega hafi NATO- herafla verið beitt til að vernda rányrkju á fiskimiðum við Islandsstrendur. HERSTÖDVAANDSTÆDINGAR MÓTMÆLA frýálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 5 JTILl 1976 Míðaldra kona handtekin ó sundi — drukkin að sjólf sögðu Lögreglunni barst sú óvenjulega frétt á föstudags- kvöldið að miðaldra kona sæist vera að synda f sjónum á móts við hús Jóns Loftssonar hf. að Hringbraut 121. Lögreglan skaut báti þegar á flot og dró konuna upp. Þegar úr sjónum var komið kom í ljós að konan var mikið drukkin. Hún var orðin gegn- köld og var þvi þegar flutt í slysadeild þar sem hlúð var að henni. Konan eyddi síðan nóttinni þar í bezta yfirlæti. Lögreglunni er ekki’ kunnugt um ferðir konunnar áður en hún stakk sér til sunds. Ekki er talið að hún hafi ætlað að fyrirfara sér. —AT Stol bíl og kœrustu bíl- eigandans Um helgina var haldin danssamkoma að Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal, en þar er barnaskóli, sem stundum er notaður til dansleikjahalds. Maður nokkur sem hugðist fara á ballið með kærustu sinni kom akandi þar í bil sínum. Brá hann sér einhverra erinda úr bifreiðinni og skildi kærustuna eftir í bílnum og lyklana einnig. Vildi þá ekki betur til en að' deli nokkur kom þar að. Hafði hann engin umsvif en settist undir stýri og rændi bílnum með kærustuna innanborðs. Fékk hún ekki rönd við reist. Ekki varð þó ökuferðin löng, þvi henni lauk utan vegar þar skammt frá. Ekki urðu slys á; mönnum né skemmdist bif- reiðin. Bíleigandinn var úr Hjaltastaðaþinghá en „mannræninginn” var Sunn- lendingur. -A.Bj. Tveir strókar í sjóinn úti af Gróttu Litlu munaði að illa færi fyrir tveimur strákum sem voru á siglingu í seglbát úti af Gróttu síðdegis í gær. Bátur þeirra valt í stinningskald- anum og náðu þeir ekki að rétta hann við aftur. t sömu mund bar þar að menn á hrað- bát sem drógu strákana upp og björguðu þeim í land. Það voru alls fjórtán segl- bátar úr siglingaklúbbunum Kópanesi og Siglunesi sem brugðu sér í skemmtiferð út fyrir Gróttu í gær. Vindur og straumar hafa hins vegar verið meiri en svo að krakkarnir réðu neitt við bátana. Því fór svo að hver varð að bjarga sér sem hann betur gat og lentu bátarnir í fjörum á Seltjarnar- nesi og i Reykjavík. Það voru’golfmenn frá Golf- klúbbi Ness sem sáu til segl- bátanna og létu vita um þá. Eftir hrakningana fengu þeir níu af sæfarendunum í hús hjá sér og létu lögregluna vita. Lögreglan sá síðan um að aka strákunum til síns heima. —AT—

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.