Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976. „Hreinasta fásinna að halda áfram að sinm" — segir Eysteinn Tryggvason jarðfrœðingur „Við sömdum þetta bréf til þess að vekja athygli á hættunum á Kröflusvæðinu," sagði Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur. Á siðastliðnum vetri skrifuðu 4 jarðfræðingar, sem kenna við Háskólann, bréf til iðnaðarráðuneytisins. Þarna lögðu beir fyrst og fremst til að hægt yrði á ferðinni og kvað Eysteinn það reyndar hafa verið gert að einhverju leyti. Jarðhræringar komu reyndar sjálfkrafa í veg fyrir að haldið væri áfram af fullum krafti. Eysteinn sagðist telja að mönnum hefðu orðið á dj'r mistök í sambandi við virkjunina þegar svæðið var ekki kannaö nægilega vel áður en hafizt var handa. Allt væri reyndar gott um það að segja að nýta gufuna og svæðið við Kröflu verið upplagt til þess. Nú hefði hins vegar margt nýtt komið í ljós sem gerði fram- kvæmdir vafasamar. Ef farið hefði verið betur í svæðió og gerðar betri rannsóknir hefði margt væntanlega farið betur. Þá kva Eysteinn það hafa vakið furðu sína, að byrjað hefði verið að þvi að kaupa tæki til virkjunarinnar. Þetta hefði verið þveröfugt við þann máta sem tíðkaðist í sambandi við virkjanir. Yfirleitt væri byrjað á því að ganga úr skugga um það hvort orku væri að fá. Eftir að umbrotin urðu í ......-> - • V vetur, sagðist Eysteinn telja það vera algera fásinnu að halda áfram. Það væri mun viturlegra að bíða og sjá til hver framvinda mála yrði á Kröflusvæðinu hvað jarðhrær- ingar snertir. -BA. NORWAY Geff ur upp vindátt, þrýsting og sjávarhita I vor var sett upp veðurat- hugunardufl suðvestur af Reykjanesskaga í tilrauna- skyni. Tækið var fengið að láni hjá norsku veðurstofunni. Að sögn veðurfræðinga sendir duflið upplýsingar með þriggja klukkustunda millibili um vindátt, vindhraða, loft- þrýsting og sjávarhita. Telja þeir mikla bót að þessu tæki, þar sem áður vildi oft myndast eyða í veturathuganir frá þessu svæði. Hefur tækið reynzt nokkuð vel og jafnvel þó um tæmandi upplýsingar sé ekki að ræða eru menn ánáegðir með þessa tilraun. Aformað er að hafa tækið þarna til reynslu til haustsins áður en ákvörðun verður tekin um framhald. Myndina tók Sveinn Þormóðsson i Reykjavíkurhöfn í vor þegar verið var að prófa duflið. -JB. Nýkomið Kvenbuxur, hvítir og l.jósir litir. Jersey-blússur, hvítt, drapp og rautt. Kvenpils, m.jög ódýr. Morgunkjólar, stór númer. Elízubúðin, Skipholli 5. 250 millj. króna tekju- afgangur Landsbankans Útlánaaukning 1975 var 21 % en var 65% árið áður í nýútkominni skýrslu Lands- bankans um starfsemi hans árið 1975 kemur fram að afkoma bank- ans varð mun betri það ár en árið 1974. Er það þakkað aukningu starfseminnar og áhrifum al- mennrar vaxtahækkunar sem gerð var fyrra árið. Tekjuaf- gangur, auk vaxta af eigin fé, varð 250 millj. króna, samanborið vió 83 milljónir árið 1974. Innlán bankans jukust um 30% eða kr. 4.065 millj. á árinu og er það svipuð aukning hlutfallslega og árið áður. 1 janúarmánuði varð mikil aukning sparilána en síðan hægði mjög á henni og í maí- mánuði varð nokkurt útstreymi sparifjár. Um mitt árið jókst aukningin aftur til muna en hrap- aði aftur niður í október og eins og jafnan áður varð mikið út- streymi sparifjár í desember. Heildarútlán Landsbankans námu 24.641 millj. kr. í árslok 1975. Aukningin nam 4.250 millj. kr., eða 21%, en árið áður var hún 65%, sem er mesta aukning út- lána sem orðið hefur. Að undanskildum lánum endurseldum til Seðlabankans nam útlánaaukning bankans árið 1975 12% á móti 53% árið áður. Sé tekið tillit til lengingar á lánum til sjávarútvegsins sem fram fór á árinu, nam útlána- aukningin 26% en 18% ef endur- seld lán eru undanskilin. Enda þótt lenging lána hafi leitt til 980 millj. kr. lækkunar á skuldum sjávarútvegsins við bankann varð útlánaaukningin mest til sjávar- útvegsins á árinu, 1.481 millj. kr., og var sú aukning öll fólgin í afurðalánum sem jukust óvenju- mikið vegna birgðaaukningar. Þá varð einnig mikil aukning á útlán- um til landbúnaðar, eða 1.212 millj. kr„ en þetta voru að mestu afurðalán. Utlánaaukning til verzlunar og iðnaðar varð mun minni en áður en útlán til þessara greina höfðu aukizt mjög árið áður. Aukningin að þessu sinni nam 587 millj. kr. til verzlunar, þar af gengu 265 millj. kr. til olíuverzlunar, en aukningin til iðnaðar nam 471 millj. kr. á árinu 1975. Útlán bankans til einstaklinga jukust um 359 millj. kr. og var um þriðjungur þess vegna byggingar íbúðarhúsa. Útistandandi spari- lán námu 270 millj. króna í árslok en innstæður 144 millj. króna. —JB Hressileg bílvelta: w w w FOR KOLLHNISI L0FTINU 0G KOM NIÐUR Á HJÓLIN „Hvar eru sólgeraugum mín,“ var það fyrsta sem stúlka ein úr Reykjavík hrópaði þegar hún steig út úr bíl sínum gjörónýtum eftir veltu á laugardags- kvöldið.Velta þessi varð i vinstri beygju skammt frá Varmahlíð í Skagafirði. Stúlkan hafði, ásamt tveimur vinkonum sinum, ákveðið að skreppa til Akureyrar á laugardaginn og skella sér þar á dansleik. Síðar í ferðinni breyttist áætlunin og þær ákváðu að fara frekar á Hofsós. Nokkrum kílómetrum sunuar tóku þær pilt upp í bílinn, en hann var á sömu leið og þær. Að sögn Sigurjóns Ingimars- sonar héraðslögreglumanns varð bílvelta stúlknanna með þeim hætti að bíllinn lenti út í hægri kant beygjunnar. Við það kom fát á ökumanninn — eða öllu heldur konuna — og hún rétti bílinn of snöggt af með þeim afleiðingum að hann endastakkst fram af vinstra vegarhelmingi. „Okkur fannst þessi útaf- keyrsla nokkuð merkileg,“ sagði Sigurjón lögreglumaður í samtali við DB í gær. „Bíllinn er skemmdur á hægra framhorni og hægra afturhorni, en sér ekki á toppnum. Það er því greinilegt að hann hefur stungizt á nefið, tekið heilan snúning í Ioftinu og komið niður á afturhlutann." Við þennan kollhnís gjöreyðilagðist billinn, sem er af Fíat-gerð. Ökumaður og farþegar hans sluppu hins vegar betur en við hefði mátt búast. Á einni stúlku brákuðust tvö rifbein en annars mörðust þær allar mikið. Pilturinn slapp ómeiddur og hélt áfram ferð sinni á dansleik á Hofsósi, eins og ekkert hefði i skorizt — Og sólgleraugun fann ökumaður frammi í vél bílsins -AT- LEITUÐU AÐ ORMINUM SKORRADALSVATNIÁN ÁRANGURS Líf og f jör hjá skátunum um helgina i Skátamótið í Skorradal fór vel fram um helgina, ekki í blíðskaparveðri þó, því mikið rigndi allan tímann. Eins og áður hefur verið skýrt frá voru það skátar á Akranesi sem þar efndu til afmælismóts i tilefni 50 ára afmælis sins. Mótið hófst á fimmtudag og streymdi tnikill fjöldi skáta viðs vegar að af landinu á móts- svæðið allan daginn og frarn á föstudagskviild. A laugar- daginn var síðan móttöku- dagur. þar sem ýmsir gestir beiðruðu mótið með merveru sinni. svii sem lorsetahjónin. þingmenn og bæjarstjórnar- lulltrúar frá Akranesi. Um kvöldið var mikið fjölmenni i kringum varðeld sem kveiktur var við mikinn fögnuð viðstaddra. Talið er að um 800 manns hafi heimsótt mótið þennan dag. A sunnudeginum hófst dagskráin með helgistund sr. Olafs Jenssonar á Hvann- eyri. Margt gerðu skátarnir sér til gamans. fóru i gönguferðir og gróðursetningarleiðangur. auk þess sem efnt var til nokkurs konar þrautakeppni. Fjölskyldut jaldbúðirnar voru fjölmennastar á inóts- svæðinu og voru þar komnir gamlir skátar. sem riljuðu upp minningar frá þeim gömlu góðu dögum. þá er þeir voru yngri. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður virtust skátarnir una sér hið bezta og ljómuðu andlit þeú'ra yngstu af spenningi. Akranesskátar gerðu nýlega leigusamning til 50 ára um landsvæðið sem mótið var haldið á í Skorradal. Er þar um 700 m ræmu meðfram Skorra- dalsvatni að ræða og þvkir sér- staklega fallegur og skenuntilegur staður. Til mun vera þjóðsaga um orm í vatninu og var ntikill spenningur sér- staklega meðal þeirra yngstu. að reyna að koma auga á hann. en enginn hafði víst árangur sem erfiði. -Gll/jb.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.