Dagblaðið - 06.07.1976, Page 6

Dagblaðið - 06.07.1976, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLl 1976. Laukur er leyndar- málið Yahya Akbar Beg Noori, sem er 88 ára, ætlar sér að ganga í heilagthjónahand í 168. skipti. Og nú er hann búinn að segja umheiminum allt leyndarmálið í sambandi við kynferðislíf sitt. Eitt kíló af hráum lauki á dag virðist koma þeim stöðvum í lag, góðir hálsar. „Því miður hafa fáir ungir menn komizt upp á lag með að vinna hjörtu ungra kvenna á þennan hátt,“ segir Noori í blaðaviðtali. „Stundum hafa ekki liðið meira en tíu mínútur þar til einhver konan hefur viljað giftast mér!“ 400 dagarí fíaggstöng Einn af óvenjulegustu atburðum, sem marka eiga spor í tilefni af 200 ára afmæli bandarísku þjóðarinnar, er nú skráð í heimsmetabók Guinness. Frank Perkins, sem er 19 ára, hefur dvalizt í toppi flaggstangar í 400 daga og kom niður til jarðar í gær. Það var 24. maí í fyrra að Perkins klifraði upp í flagg- stöngina, sem er 15 metra há og strengdi þess heit að bæta heimsmetið í þessari sérstæðu grein sem þá var aðeins fjórir mánuðir. „Ég vildi endilega gera þetta í tilefni af fjórða júli,“ sagði Perkins í símaviðtali frá flagg- stönginni, en fyrir utan síma hafði hann sjónvarp og salerni á þessum frumlega stað. Sér til enn frekari dægrastyttingar hafði hann einnig rafmagns- gítar. „Ég held að ég muni aldrei gera þetta aftur.“ sagði Perkins ennfremur. „Einu sinni á ævinni er nóg.“ Spónn: Upplausn í rikisstjórn Umbótamennimir famir Hinn nýi forsætisráðherra Spánar, Adolfo Suarez, berst jose Maria ae Areiiza, utanrikisráðherra: hættur. Suarez forsætisráðherra, sem tók við af Ariasi, nýtur ekki mikils trausts meðal samráðherra sinna, enda óttast þeir að hann vilji endurvekja Franco-drauginn. nú við að halda trausti sínu á þingi eftir að helztu „arki- tektar“ umbótastefnunnar eftir daga Francos hafa neitað að starfa með honum í ríkisstjórn. Skipun Suarezar í embætti forsætisráðherra kom mjög á óvart, ekki sízt fyrir það að hann hefur starfað í ríkisstjórn i aðeins sjö mánuði. Hann ræddi breytingar á stjórninni við Juan Carlos konung í gærkvöld, eftir að hann hafði svarið embættiseið sinn. Stjórn hans á við margvisleg vanda- mál að etja, bæði stjórnmálaleg og efnahagsleg. Aó minnsta kosti fjórir um- bótasinnaðir ráðherrar hafa neitað að starfa í stjórn Suarezar, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Madríd. Jose Maria de Areilza, utan- ríkisráðherra, Manuel Fraga Iribarne, innanríkisráðherra, og Adolfo Martin Gamero, upp- lýsingamálaráðherra, neituðu allir í gær að starfa í stjórn Suarezar, en hann er aðeins 43 ára gamall. Nú er haft eftir þeim, sem til þekkja, að dómsmálaráðherr- ann, Antonio Garrigues — sem einnig var þekktur að frjáls- lyndi í stjórn Ariasar Navarros — hafi slegizt í hópinn. Arias var neyddur til að segja af sér forsætisráðherra- embættinu i síðustu viku eftir mikla gagnrýni bæði frá hægri- og vinstri öflum í landinu, svo og þegar ljóst varð að hann hafði ekki tekizt á við efnahags- vandann eins og nauðsynlegt þótti. Ráðherrarnir fjórir, sem ekki vilja starfa með hinum nýja forsætisráðherra, bera fyrir sig reynsluleysi Suarezar, tengslum hans við Þjóðarfylk- ingu Francos og greinilegum áætlunum hans um að taka teknókrata úr Opus Dei- hreyfingunni aftur inn I stjórn landsins. Manuel Fraga Iribarne, innanríkisráðherra í stjórn Ariasar Navarros: hættur. Súdan: MALAUÐAR 5 RIKJA STOÐU AÐ BYLTINGARTILRAUNINNI — segir Nimeirí forseti Forseti Súdans, Jaafar Nimeiri, hefur sagt í blaðáviðtali að greinilegt sé, að málaliðar frá Eþíópíu, Mali, Chad, Zansibar og Líbýu hafi tekið þátt í byltingar- tilrauninni gegn honum á föstudaginn. Sagði hann að málaliðarnir hefðu verið þjálfaðir í Libýu, „sem alla tíð hefur stefnt að því að bylta súdönsku ríkisstjórninni, vegna þess að hún fylgir ekki sömu stjórnarstefnu.“ Segir hann ennfremur, að málaliðarnir hefðu viðurkennt að hafa verið þjálfaðir í Líbýu. Súdan hefur farið fram á sér- stakan fund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna þessa máls og ætla þeir að leggja fram sín sönnunargögn þar á fundinum. Ennfremur hafa þeir reynt að tala sínu máli á fundum Einingarsamtaka Afríkuríkja, OAU, á Máritius. Nimeiri, forseti Súdan: sannanir um aðild fimm ríkja að byltingar- tilrauninni um helgina. 754 sjóför hafa farízt á 4 árum Hafið hefur dregið til sín 754 sjóför á undanförnum fjórum árum, að því er segir í skýrslu, sem sjóferðastofnun í Bremen gerði opinbera i morgun. Þrátt fyrir stöðugar endur- bætur á öryggisbúnaði á sjó voru á þessum tima afskrifuð hvorki tneira né minna en 4.2 milljón tonn (GRT) vegna árekstra, eldsvoða, stranda eða annarra sjóskaða. Tólf skip hurfu gjörsamlega og sporlaust, þar á rneðal risa- skipið norska, Berge Istra, sem varð dýrasta skipbrot sögunnar en skipið hvarf í sprengingu á vestanverðu Kyrrahafi í desem- ber. Tveir menn komust af þegar Berge Istra sprakk og sökk á örfáum mínútum i desember. Myndin var tekin á eynni Okinatva, þegar knmið var þangað með skipbrotsmennina. MISSTIHANDLEGGINNI FLÓTTAMANNABÚÐUM Sýrlendingar hafa nú tjáð sendiráðsstarfsmönnum Svía i Líbanon, að það gæti reynzt ómögulegt að komast til flóttamanna- búðanna rétt utan við Beirút, en þar er sænsk hjúkrunarkona, sem særðist illa í einni af árás hægri sinna nú fyrir skömmu. Varð að taka af henni annan handlegginn. Hún er barnshafandi og komin langt á leið. Hjúkrunarkonan, sem heitir Eva Staal, hefur dvalizt í landinu í nokkur ár og er gift Araba. Fundur Einingarsamtaka Afríku: EININGIN ROKIN ÚT í VEÐUR OG VIND Fundi Einingarsamtaka Afríku (OAU) lauk i Port Louis á Mári- tíus i gær í hálfgerðri upplausn. Greinilegt var i fundarlok, að ágreiningurinn er ekki aðeins verulegur í blökku Afriku, heldur einnig meðal Arabaríkjanna. Meðan á fundinum stóð kriifð- ust tvii af 48 aðildarrikjum sam- takanna þess, að Öryggisráð Satn- einuðu þjóðanna kæini saman þegar i stað. svo hægl v.eri að ræða deilumálin við bandalags- þjóðirnar. Ugandamenn kröfðust fundar ráðsins til að ræða áhlaup tsraels- manna á Entebbe-flugvöllinn — enda hafa þeir sakað Kenyamenn um aðild að málinu — og Súdan hefur krafiz.t fundar Örvggisráðs- ins veuna ineintrar skipulagn- ingar, Libýumanna á misheppn- aóri uppreisn gegn Jaafar N'iineiri forseta Súdan. Atta þeirra tuttugu rikja. sem mvnda Arababandalagið, eiga einnig aðild að Einingarsamtök- unum. Fimm þeirra bjuggu við óleyst vandamál sín á milli að fundinum loknum — Marokkó. Máritania, Alsír, Súdan og Líbýa. Súdanir og Libýumenn deila um byltingaráróður. Marokkö og Máritania. sem sameiginlega stjórna Vestur-Sahara, eiga i landamæradeilu við Alsir.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.