Dagblaðið - 06.07.1976, Side 7
7
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976.
r
Ahlaupið á Entebbe-flugvöll:
Amin hótar hefndum
Italía:
Harðlínu-
kommi
þing-
forseti
TAUBE SKILDIEFTIR
13 NULU. KR. SKULD
Sænska skáldið og alþýðu-
söngvarinn Evert Taube lét lítið
eftir sig annað en skuldir þegar
hann Iézt í maímánuði, að sögn
sænska blaðsins Dagens Nyheter.
Alls skuldaði Taube 385 þúsund
sænskar kr., eða nærri sextán
milljónir islenzkra króna en þar
á móti koma 85 þús. s. krónur
(3.5 millj.), sem Taube átti inni
h já sænska tónskáldafélaginu.
Megnið af skuldunum, eða 207
þúsund s. kr. (8.6 millj.), eru
skaltaskuldir • : lok sjöttar
áratugsins skuldaði Taube hálfa
milljón sænskra króna í skatta. en
síðan hefur sú skuld smám saman
verið greidd niður.
Til að koma í veg fyrir að
Astrid, eftirlifandi kona hans, og
dánarbúið verði gjaldþrota, hefur
verið farið þess á leit við yfirvöld,
að allir geri sig ánægða með að fá
25% af upprunalegum kröfum
sínum, ríkið jafnt sem aðrir. Er
eKki talið ólíklegt að svo geti
orðið.
"Enginn vinnur í borgarastyrjöldinni i Líbanon, allir tapa.
— Israelsmenn segjast hafa
verið þar einir að verki
Kjör hans, á fyrsta fundi
þingsins siðan í kosningunum i
síðasta mánuði, fylgdi í kjölfar
samþykkta allra flokka nú um
helgina, þess efnis að rétt væri
að láta næst stærsta stjórn-
málaflokk landsins halda
þessu embætti.
IMAR0KK0 VíGNA UPP-
REISNARTILRAUNAR ‘73
Sumir þeirra, sem nú koma
fyrir rétt, voru áður sýknaðir af
herrétti 1973 — en handteknir
þegar í stað aftur. Síðan þá hefur
allmörgum verið veitt skilorðs-
bundið frelsi að sögn lögfræðinga
hinna sakfelldu.
Réttarhöldin, sem nú eru að
hefjast verða borgaralegs eðlis. I
Rabat á laugardaginn lauk réttar-
höldunum með því að einn maður
var dæmdur til lífláts en sex sýkn-
aðir. Þessir sjö menn höfðu áður
verið dæmdir til dauða af herrétti
í fjarveru þeirra. Það var eftir
uppreisnartilraunina 1973, þegar
159 manns voru dregnir fyrir rétt,
Idi Amin, forseti Uganda,
hefur lýst því yfir að „vel
skipulagt, alþjóðlegt samstarf“
hafi verið hluti af áhlaupi
ísraelsk hermannanna á
Entebbe-flugvöll aðfaranótt
sunnudagsins. Amin sagði
einnig, að hann áskildi sér
fullan rétt til að beita Israels-
menn hefndaraðgerðum fyrir
árásina, þar sem hundrað gísl-
um var bjargað úr höndum sjö
flugræningja.
Shimon Peres, varnarmála-
ráðherra ísraels, hefur neitað
því að nokkurt annað ríki hafi
átt hlut að máli eða fengið að
vita um áhlaupið fyrirfram. I
sjónvarpsviðtali við brezka
sjónvarpið, BBC, neitaði Peres
því sérstaklega, að ísraelsmenn
hefðu haft samráð við Kenya-
menn, Frakka og Bandaríkja-
menn um skipulagningu
áhlaupsins.
Amin: „Áskil mér allan rétt til
hefndaraðgerða gegn ísraels-
mönnum — og skaðabóta að
auki.“
Fagnaðarfundir á Parísarflug-
velli þegar fyrri hópur gísianna
kom þangað frá Uganda.
I yfirlýsingu, sem gefin var
út í höfuðstöðvum Sameinuðu
þjóðanna í New York, lýsti
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóri SÞ yfir ánægju sinni með
að tekizt hefði að bjarga lif-um
flestra gíslanna á Entebbe-
flugvelli. Hann þvertók fyrir að
hann hefði nokkurntíma farið
misjöfnum orðum um aðgeröir
Israelsmannanna. Waldheim
sagðist hinsvegar hafa svarað
þeirri spurningu játandi, hvort
aðgerðirnar hefðu ekki verið
brot á fullveldi Uganda frá
lagalegu sjónarmiði.
Pietro Ingrao, 61 árs gamall
harðlínukommúnisti, var kjör-
inn forseti neðri deildar
Italska þingsins i gær. Hann er
fyrsti kommúnistinn, sem
gegnir svo mikilvægu embætti
í nærri þrjátíu ár.
300 MANNS FYRIR RÉTT
Anna
(Hympú-
leikana
Þrjú hundruð manns verða
leiddir fyrir rétt í Marokkó í
þessum mánuði, sakaðir um,glæpi'
gegn ríkinu. Þessi þrjú hundruð
tóku þátt í misheppnaðri upp-
reisnartilraun í marz 1973, þar
sem reyna átti að koma Hassan
konungi frá völdum og stofna lýð-
veldi í landinu. Þetta er haft
eftir áreiðanlegum heimildum í
Rabat.
Réttarhöld í einu málanna
hófust í gær í bænum Fez í mið-
hluta Marokkó. Vfðar eru réttar-
höld hafin eða um það bil að
hefjast, svo sem í Rabat, Casa-
blanea, Meknes og Settat.
sextán dæmdir til dauða, 71 til
fangelsisvistar og 72 sýknaðir.
Saksóknarinn hélt því fram við
réttarhöldin fyrir þremur árum,
að vopnaðir hópar marokkanskra
borgara hefðu komið inn I landið
yfir landamæri Alsír og reynt að
efna til almennrar uppreisnar
gegn Hussein konungi II.
Yfirvöld sögðu leiðtoga sósial-
istaflokksins, sem er í
stjórnarandstöðu, hafa staðið aó
baki uppreisninni. Flokkur-
inn var bannaður í nokkra
mánuði, en starfsemi hans hefur
nú verið leyfð á ný.
Hassan konungur ávarpar þjóð
sina í sjónvarpi.
Erlendar
4 fréttir
REUTER
Anna Bretaprinsessa hefur
verið valin í lið ólympíufara
fyrir hönd Bretlands i
hindrunarhlaupi hesta. Er
þetta í fyrsta sinn sem einhver
úr konungsfjölskyldunni
kemst svona langt.
Eiginmaður hennar, Mark
Phillips, sem var fulltrúi Breta
á Olympiuleikunum í
Munchen árið 1972, komst í
varaliðið.
Prinsessan var lögð inn á
spítala í apríl siðastnönum er
hún féll af baki á stóru hesta-
mannamóti og skaddaöist illa a
iiaki. llúp. Iiel'ur lengi vet'ið
framarlega i þessan íþrótta-
grein, varð m.a. iinnur i
Kvrópukeppninni í fyrra.
Ileslur hennar heitir
Goodwill.
VINSTRIMENN
SVARA FYRIR SIG
Friðarumleitanir í Líbanon
foru út um þúfur í gær, er vinstri
menn og Palestínuskæruliðar
geröu árás á iðnaðarborgina
Sekka, sem er skammt frá Trípoli
og er á valdi kristinna manna.
Arásin var gerð á sama tíma og
hægri menn hafa haldið uppi
stöðugri skothríð á flótta-
mannabúðirnar Al-Zaatar.
Talsmaður skæruliðanna sagði,
að árásin á Sekka hefði verið gerð
til þess að minna hægri menn á
st.vrk skæruliðanna, en að sögn
útvarpsstöðvar falangista mun
árásin hafa mælzt illa fyrir hjá
Einingarsamtökum Arabarikja.