Dagblaðið - 06.07.1976, Page 10
DAC.BLAÐIÐ — ÞRID.JUDACUR 6. JÚLl 1976.
MMBIAÐW
frfálst, úháð dagblað
Ului'l'iindi Da^blartid hf.
FramkvaMmlastjón: Svoinn H. Kyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Bir«ir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Ilaukur Helnason. Aóstoóarfrótta-
stjóri: Atli Sloinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hiinnun: Jóhannos Roykdal. Handrit
A,s.urímu r Pálsson.
Blaóamonn: Anna Bjarnason. Ásuoir Tómasson. Borulind Ásu<*iisdóttir. Braui Siuurósson,
Krna V. lnuólfsdóttir. Clissur Siuurósson. Hallur Hallsson. Holui Pótursson. Jóhanna Biruis-
dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýósdóttir. Olafui Jöhsson. Omar Valdimarsson. Ljósmvndir:
Arni I'áll Jóhannsson. Bjarnloifur Bjarnloifsson. Björuvin Pálsson, Raunar Th. Siuurósson
(Ijaldkori: Þráinn Þorleifsson. Dreifinuarstjóri: Már K.M. Halldórsson.
Áskriftarujald 1000 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Ritstjórn Síóumúla 12. simi 83322, auulýsinuar. áskriftirou afureiðsla Þverholti 2. sími 27022.
Setninu <>U umhrot: Daublaöiö hf. <>u Stoindórsprent hf.. Ármúla 5.
Mvnda-ou plötuuoró: Hilmirhf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skoifunni 19.
Bara fyrír yfírstétt
Tveir menn sitja í fongelsi fyrir Watergate
HVAÐ VARÐ
EIGINLEGA UM
E.H0WARD HUNT?
Nú er í athugun að auka ferða-
mannagjaldeyrinn. Hætt er við, að
lítið komi út úr því, í mesta lagi
verði einhverri lús bætt við þá lús,
sem fólk fær nú. í raun er íslenzka
þjóöin beitt einræðisaðferðum í
þessum efnum. Menn eiga þá kosti
að sæta fangelsi í eigin landi eða láta reka sig
út í lögbrot.
Menn reka kannski upp stór augu, þegar
fullyrt er, að íslendingar búi við takmörkun á
ferðafrelsi í ætt við það, sem gerist fyrir austan
tjald. En þetta er satt. Ef til vill má segja, að
íslenzk stjórnvöld hafi af mildi sinni gefið fólki
kost a að skrimta af ferð með ferðaskrifstofu til
sólarlanda. Augljóst er, að ráðamenn þjóðar-
innar hafa í reynd lagt bann við, að almenning-
ur komist til annarra landa. Þarna á enginn
stjórnmálaflokkur, engin ein ríkisstjórn, sök-
ina. Þetta er einfaldlega „kerfið“, sem við
búum við, þróað að hverri ríkisstjórninni á
fætur annarri. Hið eina, sem opnar smugu á
þessari takmörkun á ferðafrelsi, er kosturinn á
að kaupa gjaldeyri á svörtum markaði og brjóta
með því lög. Ella má heita, að hinn almenni
borgari sé fangi í landi sínu.
Þær rúmlega þrjátíu þúsund krónur, sem
hinn almenni borgari má skipta í gjaldeyri,
nægja ekki fyrir neinni skemmtiferð. Hótelher-
bergi kostar gjarnan um fimm þúsund krónur á
dag, og er þá matur ekki innifalinn. Kannski
gætu menn komizt af í erlendri borg í eina þrjá
daga á þeirri lús, sem skömmtuð er. Af þessu
leiðir að sjálfsögðu, að mikill markaður er fyrir
gjaldeyri á miklu hærra verði en fæst í bönkun-
um. Bandarískur dollar kostar nú á svörtum
markaði nálægt 250 krónum, sem er 35 af
hundraði hærra verð en skráð gengi. Fólk er
einfaldlega rekið út í lögbrot, ef það unir ekki
þeirri fangelsisvist, sem ráðamenn hafa
ákveðið.
Viðskiptaráðherra viðurkenndi í viðtali við
Dagblaðið, að ástandið væri slæmt. En hann
kvaðst, að vonum, ekki ætla að fara að eltast við
minni háttar lögbrjóta á þessu sviði. Glöggt
dæmi um viðurkenningu hins opinbera á þessu
ástandi er afstaðan til yfirfærslna til handa
þeim, sem fara í utanferðir á vegum þess.
Forráðamönnum kerfisins þótti ekki stætt á, að
opinberir starfsmenn, sem þurfa að fara utan,
yróu, svo aó ekki færi á milli mála, reknir á
svarta markaðinn. Því var ákveðið, að þeir
skyldu fá hátt í ellefu þúsund krónur á dag.
Með þessu er auðvitað fullkomlega viður-
kennd mismununin, sem er á almennum borg-
ara og opinberum embættismanni. Meó þessu
segir kerfiö skýrt og skorinort, að almennum
borgurum sé ekki ætlað að komast til annarra
landa.
Forráðamenn fyrirtækja eiga margir hverjir
betri kosti. Þeir hafa oft komið sér upp sjóðum
erlendis, auk þess sem kerfið ætlar þeim tvö-
faldan skammt á við almenna borgara, ef þeir
fara utan í viðskiptaerindum.
Kerfið hefur á þessu sviði lagt spilin á
borðið.
Utanferðir borgara í lýðræðisríkinu íslandi
eiga að vera bundnar því, að þeir séu í yfirstétt.
Fólki þýðir ekki að spara og safna. Kerfið
hefur sett stúlinn fyrir dyrnar.
Ung og kasólétt
kona sat á hótelher-
bergi í New York og
talaði um óhreint tau
— skyrturnar og lök-
in, sem faðir hennar
vinnur nú við að
sortéra í fangelsi í
Florida.
Umræðan var til-
komin vegna spurn-
ingarinnar „Hvað
varð eiginlega af
Watergate-
samsærismanninum
E. Howard Hunt?“
Unga konan er
Lisa Tiffany Hunt
Kyle, ein fjögurra
barna Hunts. Þrátt
fyrir að hún sé nú
komin átta mánuði á
leið þá hefur hún
hafið baráttu fyrir
því að fá föður sinn
látinn lausan áður en
fangelsisvistin eyði-
leggur hann.
Afritanir af hljóðupptökunum í Hvita húsinu bornar þaðan út. Þá
kom í ljós hiutdeild Nixons forseta. Nú segir dóttir Howards Hunts,
að faðir sinn sé gerður að „syndabukk“ í Watergate-málinu.
Lisa Hunt situr á
sófa í hótelherberg-
inu ásamt Charles
manni sínum og talar
hálfkæfðri röddu um
það, sem faðir
hennar er að ganga í
gegnum.
E. Howard Hunt og G.
Gordon Liddy eru einir Water-
gate-mannanna ennþá í fang-
elsi. L'isa Hunt segir um föður
sinn: „Andlegri heilsu hans
Hamfarír verðbólgunnar
verður að stöðva
Margir hinna leiðandi manna
á fjármálasviðinu, sem og á
vettvangi st.iórnmálanna, hafa
re.vnt að telja almenningi trú
um að hin ógnvékjandi verð-
bólgúþróun, er magnast nú dag-
lega og virðist fara með nreiri
hraða en oftast áður. sé næsta
öviðráðanlegt fyrirbæri. sem
mannlegur máttur og vit séu
naumast umkomin að ráða við.
Þetta er að sjálfsögðu hin
hættulegasta blekking enda
sett fram i margvissum til-
gangi.
Sú verðbólga. sem hér hefur
þröast. er að stórum hluta
heimatilbúið ..hættutæki ', er
sýnist nú vissulega henta mörg-
um, — þó best þeim, sem þurfa
að koma í kring. sem mestúm
. ignatilfærslum og ná forrétt-
indaáðstöðu í þjóðfélaginu, sem
síðan leiðir svo af sér rangláta
verðmæta- og tekjuskiptingu
þegnanna. þannig að sá ríki
verður rikari og hinn fátæki
fátækari. „Verðbölgupostul-
arnir" eiga gjarnan greiðan
aðgang að lánastofnunum og
þar l'er spilamennska þeirra
einatt fram — þeir nt.ö.o.
kunna á kerfið og peningar eru
jú aflið til að gera hlutina.
Það er vissulega óþægileg
staðreynd. setn mörgum mun að
vonum, h.af;i reynst erl'itt að
sætta sig við, að þegar er bj'tið
að l'órna á verðbólgttbálið fjár-
hagslegri velferð þeirra. er
minnst máttu sin í þjóð-
lelaginu. þar á meðal er aldrað
l'ólk og öryrkjar.
Þeir einslaklingar. sem ekki
böfðu viljað taka þátt i verð-
Kjallarinn
Brynjólfur Þorbjarnarson
bölgubraskinu, trúðu lánastofn-
unuin fyrir — að þeir töldu —
dýrmætum krónum. sem þeint
hafði tekist að leggja til hljðar
með ráðdeild og sparsemi. En
hver reyndist svo hagnaður-
in.n? Þvi er fljótsvarað. A sið-
asta ári hetur nærri að raun-
gildi hverrar króntt i sparifé
almennings hafi verið rýrt,
um riflegan helming og i þá átt
hel'ur þessi þröun verið siðustu
árin að stóruin hluta. fyrir til-
verknað ákveðip.p.a þjóðfélags-
al'la með verðbólgttna sem aðal
ItjálparLeki og ríkisvaldið t
fararbroddi. Siðan er gripið til
sýndarmennskuaðgerða. er
aðeins slá ósömanum a l'rest. I
stað þess að verðtrjggja allt
sparifé og vísitölubinda öll lán
eins og gætnir og vitibornir
menn hafa réttilega bent á, þá
eru gefin út svokölluð „ríkis-
tryggð" skuldabréf á næstum
og raunar gjaldþrota ríkissjóð.
Skilyrðisbundnar vaxtahækk-
anir eru ákveðnar á sparifé,
sem síðan kunna að gefa lána-
stofnunum meira svigrúm til
f.vrirgreiðslu til handa verð-
bólgupostulunum.
Hún mun vandfundin sú
þjóð. sem þó vill tileinka sér
lýðræði og efnahagslegt sjálfs-
forræði. en sættir sig hins
vegar við slika eignaupptöku,
jafnvel eignarán. sem þegar
hefur átt sér stað og er fram-
kvæmt í okkar þjóðfélagi. til
viðbótar siðlausum skattaálög-
um á almenning. Slík dæmi er
aðeins að finna í byltingar- og
stríðshrjáðum þjöðfélögum.
Eg vona að mig misminni
ekki. er ég held því hér fram.
að núverandi rikisstjórn hafi
sérstaklega lofað þjóðinni þvi í
upphafi sip.s valdatímabils. að
höfuðáhersla yrði lögð á að
stöðva dýrtíðina og ráðast gegn
hinni ha'ttnlegn verðbólgu-
þróun. I þessu efni blasa nú
hins vegar staðreyndirnar við
allra augum. svo frekari orð þar
um ;ettu að teljast óþörf.
Ohætt er þvi að fullyröa. að
eftirlarandi spurningar brenni
þessa dagana á vöruin dag-
launafólksip.s: llvar enda þessi
ðsköp. og hver hefur einurð til
að taka í taumana og stöðva
þessa slórhættulegu þróun?
Brynjölfur horbjarnars..
vélsmiðameistari.
• •