Dagblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUK 6. JULÍ 1976.
Laugardalsvöllurinn skartar sínu fegursta eftir hinar miklu lagfæringar sem framkvæmdar hafa verið þar i sumar. DB-mynd BP.
KALOTT
UUFASTA LANDS-
KEPPNISEM HUGSAZT GETUR
— Islenzka landsliðið í f rjólsum iþróttum hefur góða sigurmöguleika i keppninni, sem hefst ó Laugardalsvelli i kvöld
Rúmlega tvö hundri'ð
keppendur frá íslandi, Norður-
Finnlandi, Norður-Noregi og
Norður-Svíþjóð mæta til leiks á
Laugardalsveiii næstu tvö kvöld-
in — Kaiott-keppnin í frjálsum
íþróttum verður þá háð, ein ljúf-
asta keppni sem hugsazt getur
fyrir áhorfendur og keppendur.
Þar verður hart barizt um
sekúndubrot og sentimetra. í
fyrra sigruðu íslenzku keppend-
urnir í Kalott-kcppninni, sem háð
var i Tromsö i Noregi, og þeir
hafa því titii að verja að þessu
sinni. Það var gott afrek og ef við
förum eftir höfðatölureglunni
var það meira að segja mikið af-
rek, því íbúar norðurhluta
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands
mun fleiri í hverju landi en
islendingar.
, Það var mikið um að vera á
Laugardalsvelli f gær þegar við
lögðum leið okkar inn á völlinn —
undirbúningur fyrir hina viða-
miklu keppni stóð sem hæst. Alls
staðar var unnið af krafti og
norsku keppendurnir voru þá
komnir til æfinga, þó þeir gættu
þess vel að vera ekki fyrir vallar-
starfsmönnum við vinnu sína.
Laugardalsvöllurinn hefur
sjaldan verið fallegri og greini-
legt að Baldur vallarstjóri Jóns-
son og lið hans hafa unnið þar
mikið verk. Það kostar mikla
vinnu að undirbúa landskeppni
fjögurra þjóða í frjálsum íþrótt-
um og Baldur sagði: ,,Það hefur
verið ánægjulegt að vinna að
þessu og völlurinn er ákaflega
skemmtilegur. Ég vona að keppn-
in heppnist vel — starfsfólk mitt
hefur sannarlega ekki legið á liði
sínu síðustu vikurnar."
Alls staðar var verið að leggja
síðustu hönd á verkið. Brautir fín-
pússaðar — krítaðar, kastlengdir
mældar, og Jón Magnússon vallar-
starfsmaður var á mikilli ferð.
Þetta er eins og að undirbúa 3—4
landsleiki í knattspyrnu, sögðum
við. Jón brosti breitt — miklu
meira. Þetta er á við tuttugu
landsleiki.
Allir komnir heim
Kalott-keppnin er ákaflega
skemmtileg fyrir áhorfendur. Þar
eru jafnir keppendur í nær öllum
greinum — miklir afreksmenn
inn a milli. Það er ekki aðeins
Hreinn okkar Halldórsson, sem
þar getur unnið afrek á alþjóðleg-
an mælikvarða — nei, þar verða
ýmsir snjallir keppendur. Finnski
þrístökkvarinn Pentii Kuukas-
jervi hefur stokkið um 16.50
metra — sænski hástökkvarinn
Ingemar Nyman hátt í 2.20 metra
í sinni grein.
En [jað er keppnin sem setur
mestan svip á mótið — keppnin
um stig í hverri grein. Þar setja
hlaupin ótrúlega mikinn svip á. í
öllum styttri hlaupunum er keppt
í tveimur riðlum — fjórir kepp-
endur frá hverju landi í hverjum
riðli, eða alls átta í hverri grein,
og hvert hlaup býður upp á mikla
spennu. Eg held ég fari ekki með
rangt mál, þegar staðhæft er að
Kalott-mótið er einhver ljúfasta
keppni fyrir áhorfendur sem
hægt er að sjá.
Og nú er allt okkar fremsta
íþróttafólk komið heim til að taka
þátt í þessu mikla móti. Lilja og
Öskar Jakobsson frá Svíþjóð,
Ágúst, Sigfús og Vilmundur Vil-
hjálmsson frá Englandi — kepp-
endur sem við höfum ekki séð hér
heima — suma að minnsta kosti
— í sumar.
Þetta er í fjórða sinn sem is-
lendingar taka þátt í Kalott-
keppninni. Síðast vannst sigur —
í Tromsö — í Svíþjóð 1974 varð
íslenzka íþróttafólkið í öðru sæti.
Stig reiknast þannig að fyrsta
sæti gefur 9 stig, annað sætið 7
stig, þriðja 6, fjórða 5 stig og svo
framvegis til áttunda keppanda í
grein, sem fær eitt stig. I boð-
hlaupunum eru stigin 9, 6, 4 og 2.
Keppendur á mótinu eru 202.
Flestir eru frá Finnlandi eða 59.
Noregur og Svíþjóð eru með 51
keppanda hvort land — en kepp-
endur Islands eru 41. Það gefur
til kynna að keppendur okkar séu
fjölhæfari en hinna Norðurland-
anna — keppi hver um sig í
fleiri greinum. Þar má til dæmis
nefna að Ingunn Einarsdóttir, ÍR,
sem ekki gat keppt í fyrra vegna
meiðsla, keppir nú í fjórum ein-
staklingsgreinum — 100 m, 200 og
400 m hlaupum og 100 m grinda-
hlaupi, auk tveggja boðhlaupa —,
og þau verða ekki fá stigin sem
hún nær inn fyrir tsland í keppn-
inni á Laugardalsvelli. Yfirleitt
má segja að það stefni í ákaflega
skemmtilega keppni í hlaupunum
— einmitt þeim greinum sem
mest aðdráttarafl hafa fyrir
Þau keppa fyrir Island
tslenzka landsliðið í Kalott-
keppninni er skipað eftirtöldu
íþróttafóiki, en iiðsstjórar eru
þeir Stefán Jóhannsson og
Magnús Jakobsson. Þjálfari er
Guðmundur Þórarinsson.
KONUR
Ingunn Einarsdóttir ÍR:
100 m, 200 m, 400 m, 100 m
grindahl., boðhl.
Erna Guðmundsdóttir KR:
100 m, 200 m, 100 m grindahl..
boðhlaup.
Ingibjörg ivarsdóttir HSK:
400 m, 800 m. boðhlaup.
Lilja Guðmundsdöltir ÍR:
800 m, 1500 m. hoðhl.
Ánna Haraldsdóllir FH:
1500 m. 300 m.
hástökk, langstökk.
María Guðjohnsen ÍR:
langstökk, boðhlaup.
Guðrún Ingólfsdóttir USU:
kúluvarp, kringlukast.
Ingibjörg Guðmundsdóttir HSH:
kringlukast.
Sigurlína Hreiðarsdóttir UMSE,
Arndís Björnsdóttir UBK:
kúluvarp, spjótkast.
Sólrún Ástvaldsdóttir Á:
spjótkast.
Áslaug Ívarsdóttir HSK:
400 m grindahlaup.
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir HSK:
400 m grindahlaup.
Sigriður Kjartansdóttir KA:
boðhlaup.
KARLAR
Hafsteinn Jóhannesson UBK:
hásiiikk.
Magnús Jónasson A:
Björn Blöndal KR:
boðhlaup.
Liðstjórar: Stefán Jóhannesson,
Magnús Jakobsson.
Þjálfari: Guðmundur Þórarinsson.
Bjarni Stefánsson KR:
100 m, 200 m, 400 m, boðhlaup.
Sigurður Sigurðsson Á:
100 m, 200 m, boðhlaup.
Vilmundur Vilhjálmsson KR:
400 m, boðhlaup.
Ágúst Ásgeirsson ÍR:
800 m, 3000 m hindrunarhlaup.
Jón Diðriksson UMSB:
800 m, 1500 m.
Gunnar P. Jóakimsson ÍR:
1500 m.
Ágúst Þorsteinsson UMSB:
5000 m.
Gunnar Snorrason UMK:
10000 m.
Sigfús Jónsson IR:
5000m. 10000m.
Þorláksson KR:
110 m grindahl., stangarstökk.
Stefán Hallgrímsson KR:
110 m grindahl, 400 m grindahl,
stangarstk., boðhl.,
Jón S. Þórðarson ÍR:
400 m grindahl. _____
Sigurður P. Sigmundsson FH:
3000 m. hindrunarhlaup.
Elías Sveinsson KR:
spjótkast, hástökk.
Friðrik Þór Óskarsson ÍR:
langstökk, þrístökk.
Pétur Pétursson HSS:
þristökk.
Hreinn Halldórsson KR:
kúluvarp.
Guðni Halldórsson KR:
kúluvarp.
Erlendur Valdimarsson KR:
kringlukast, sleggjukast.
Óskar Jakobsson ÍR:
kringlukast, spjótkast.
Jóhann Pétursson UMSS:
langstökk.
áhorfendur — og rétt er að muna
að það er keppt í tveimur riðlum á
öllum styttri vegalengdum.
Keppnin í kvöld hefst með setn-
ingu kl. 19.30, en fyrstu greinar
eru 400 m grindahlaup karla,
langstökk kvenna og kringlukast
karla. 16 keppnisgreinar eru í
kvöld, en keppt er í öllum hinum
viðurkenndu landsliðsgreinum. Á
miðvikudag hefst keppnin kl.
17.00 með sleggjukasti og stangar-
stökki — en aðalkeppni þá hefst
kl. 18.30. Keppnisgreinar eru þá
19 auk þess verður 25 km
götuhlaup.
Finnar velja
til Montreal!
Finnar hafa valið Olympíulið
sitt og getur þar að líta mörg fræg
nöfn i frjálsíþróttaheiminum.
Meðal frægra má nefna Lasse
Viren — tvöfaldan Olympíu-
meistara frá Munchen fyrir
fjórum árum. Viren varð
þjóðhetja í Finnlandi fyrir afrek
sín þegar hann sigraði bæði í 5000
og 10000 metra hlaupi á Olympu-
leikunum. Lasse Viren tekur þátt
í 5000 metra hlaupinu, 10000
metra hlaupinu og eins
maraþonhlaupi.
Meðal þátttakenda sem Finnar
binda miklar vonir við er Riita
Salin, Evrópumeistarinn í 400
metra hlaupi. Hún átti
heimsmetið í vegalengdinni en í
ár á hún beztan tíma 50.67. Hún
tekur að sjálfsögðu þátt í 400
metrunum og einnig mun hún
hlaupa 200 metrana.
Eins og alltaf munu Finnar
senda sterkt tríó spjótkastara. —
Evrópumeistarann Hannu
Siitonen. en hann á finnska metið
93.90. Seppo Hovinen — hann á
. beztan árangur í heiminum í ár —
hefur kastað spjótinu 93.54.