Dagblaðið - 06.07.1976, Síða 13

Dagblaðið - 06.07.1976, Síða 13
13 DACBI.ADIl) — I’KID.Il'DACUK «. .JlM.l 197«. ■ ’ '' ' ^ Mörk — falleg mörk er Fram sigraði KR 4-3! — Fram nú í öðru sœti i Islandsmótinu í knattspyrnu, adeins stigi d eftir Val Mörk — falleg mörk — sáust á hinum nýja grasvelli i Laugar- dalnum þegar Fram og KR léku í 1. (teild íslandsmótsins í knatt- spvrnu. Fram sigraöi 4-3 or þar af skoradi Kristinn „Marka-Kiddi" Jörundsson þrennu, þrjú mörk. og hefói getaö skoraö fleiri ef lukkan heföi verið meö. Meö þessum sigri sínum yfir vestur- hæjarliöinu eru Framarar nú komnir i annað sæti — aöeins stigi á eftir Val. En sigurinn i gærkvöld var ekki átakalaus. öði-u nær. Mikill hraði var í leiknum. liðin skiptust á að sækja og hvergi var gefið eftir. Leikurinn var þvi ákaflega skemmtilegur. sér í lagi þar sem mörg mistök voru gerð á báða bóga og það nýttu framherjar Fram og KK sér vel — sjö mörk voru skoruð i leiknum. Kristinn Jörundsson skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu. Ásgeir Elíassor. ætlaði að skjóta utar. vítateigs en knötturinn fór til Kristins þar sem hanr. stóð einn innan vítateigs. Honunt urðu ekki á nein mistök. sendi knöttinn frant hjá Halldóri Pálssyni. ntark- verði KR. sem lék í stað Magnúsar Guðmundssonar. En KR-ingar voru ekki á að gefast upp — öðru nær Þrjú mörk á sjö mínútum urðu til þess að þeir p.áðu góðri forvstu sem þeir revndar klúðruðu illa. Á 30. nníp.útu jafp.aði Guðmundur Jóhannesson. efp.ilegur nýliði í liði KK. Guðmundur sneri hina sterku varnarmenn Fram af sér og brunaði upp miðjuna — skaut síðan hörkuskoti frá vítateig, sem Árni átti ekki möguleika á að verja þrátt fvrir góða tilburði. fallegt mark. Aðeip.s fimm mínútum síðar höfðu KR-ingar náð forystu — Jóhann Torfason gaf meinleysis- legan bolta á Birgi Guðjónsson. Marteinn Geirsson virtist alveg ihafa boltann en missti hann klaufalega og Birgir var á auðum sjó — skoraói örugglega fram hjá Árna Stefánssyni markverði. Eins og þetta væri nóg — aldeilis ekki. Áðein.s tveimur mín- útum síðar hafði Jóhann Torfason sjálfur bætt við þriðja marki KR — glæsilegt mark. Jöhann komst einn upp að víta- teigi frá hægri — skaut þrumu- skoti að marki Fram — boltinn för yfir Arna ntarkvörð og skrúf- aði niður undir slán.a. Þrjú mörk .á s.jö mínútum áttu að nægja KR — sér í lagi þar sem vörn Fram var ákaflega óörugg of. raunar má skrifa öll rnörkin á vörn Frarn vegna lélegrar „dekk- ingar". Þrátt fyrir þetta áfall voru Framarar eRki á þeim buxunum að gefast upp, nei, aldeilis ekki. Aðeins tveimur minútum eftir þriðja rnark KR hafði Kristinn skorað sitt annað mark. Pétur Ormslev tók langt inp.kast. Ólafur Olaísson og Marteinn Geirsson stukku upp sarnan — boltihn barst siðan inn i vitateig KR þar sem Kristinn var vel staðsettur og skoraði af stuttu færi — fimm mörk á aðeins fimmtán mínútum. Hvað vilja menn meira? Raunar má segja að Kristinn hafi verið óheppinn að jafp.a ekki fyrir KR — stuttu fyrirhálfleik stóð Krist- inn enn einn og óvaldaður í víta- teig KR — spyrnti aftur f.vrir sig en Halldór markvörður KR rétt p.áði að slá til boltans og hættunni var bægt frá. Síðari hálfleikur var tuttugu mínútna gamall þegar Fram jafn- aði — þrumuskot Eggerts Stein- grímssonar af 25 metra færi hafn- aði efst í markhorninu, gjörsatn- lega óverjandi fyrir Halldót mark- vörð. Knötturinn hafði borizt út til Eggerts þar sem hann stóð einn. — Markið verður að skrifast á vörn KR sem hafði nógan tíma til að hreinsa en þess í stað var boltanum rennt til Eggerts af varnarmanni. Það var svo tiu minútum síðar að Kristinn skoraði sigurmark Fram — rétt einu sin'ni stóð þessi markheppni leikmaður einn og yfirgefinn i vítateig KR og skot han.s af 15 metra færi réð Halldór tnarkvörður ekki við — knöttur- inn fór í stöng og inn. Kristinn innsigjaði þar með sætan sigur Fram — að santa skapi súrt tap KR. Við þen.nan sigur sinn hafa Framarar p.ú komizt upp í annað sætið í 1. deild — aðeins stigi á eftir Val. Leikgleði einkennir nú Fram — nokkuð sem ekki var til staðar í byrjun móts. — og r.ú er Kristinn Jörundsson — markavél þeirra Framara — farinn af stað og iiðið til alls líklegt í síðari hluta íslandsmótsins. KR lék í gærkvöld skír.andi vel á köflurn er. þess á milli duttu Dick Quax frá Nýja-Sjálandi hjó n.ærvi heimsmeti Belgans Emilie Puttemans, sem hann setti 1972 í 5000 metra hlaupi. Quax hljóp vegalengdina á miklu frjáls- íþróttamóti i Stokkhólmi í gær- kvöld — aðeir.s 2/10 skildu hann frá hinu fjögurra ára gamla heimsmeti Belgans. þegar upp var staóið — har.n hljóp vega- lengdina á 13:132. Annar varð Vestur-Þjóðverjinn Klaus/Peter Hildebrand. hann fékk timann 13:13.8 Rod Dixor. frá Nýja Sjálandi varð þriðji —13:17.4 — og Svíinn Anders Garaderud varð fjorði —13:17.6. Eins og við var búizt sigraði heimsmethafinn John Walker í 1500 metra hlaupi — fyrir hlaupið sagðist hann staðráðinn í að hnekkja heimsmeti Filbert Bagi á vegalengdinni. Þaö tókst leikmer.n niður. Vörn liðsins var ákaflega slök — raunar má skrifa öll mörkin á hana, en slíkt er ef til vill ckki alveg sanngjarnt, og þó. Leikir.n dæntdi Grétar Norð- fjörð — hann gerði hlutverki sínu góð skil. h.halls. ekki — Walker fékk tímann 3:34.2 — eða tveimur sekúndum lakari tíma en heimsmet Tanzaníumannsins. Annar varð V-Þjóðverjinn Thomas Wessinghage — langt á eftir — fékk tímann 3:36.1. Brendan Foster — ein helzta von Breta í Montreal — varð tiundi í hlaupinu — fékk tímann 3:40.9. en auðvitað eru hans greinar 5 og 10 km hlaupin. Mac Wilkins hafði miklaA'fir- burði í kringlunni — kastaöi 70.86 — rúmum átta metrum lengra en Ludvik Danek frá Tékkóslóvakíu og Ricky Bruch frá Svíþjóð. Jim Bolding, USA, sigraði í 400 metra grindahlaupi —49.5 — og í stangarstökkinu skaut Frakkinn Patrick Abada — 5.35 — Dan Ripley aftur fyrir sig en Riplev stökk 5.25 Quax nœrrí meti! Ilörkuskot Jóhanns Torfasonar í miðið á leið yfir Arna Stefánsson og í markið skrúfaðist knötturinn. Vörn Fram of sein til varnar. DB-mynd BP Staðaní 1. deild Staöan í 1. deild eftir sigur Fram gegn KR 4-3: 9 6 3 0 29-7 15 10 6 2 2 15-12 14 9 6 1 2 12-8 13 9 5 2 2 13-11 12 10 4 1 5 15-15 9 10 2 4 4 15-14 8 9 3 2 4 9-12 8 10 1 4 5 6-17 6 10 0 1 9 6-24 1 Valur Fram Víkingur Akranes Keflavík KR Breiðablik FH Þróttur Markhæstu leikmenn íslands- mótsins eru nú: Guðmundur Þorbjörnss., Val 9 Hermann Gunnarsson, Val 9 Ingi Björn Albertss., Val 7 Teitur Þórðarson, í A 6 Jóhann Torfason, KR 5 Kristinn Jörundsson, Fram 5 Næsti leikur í 1. deild íslands- mótsins verður á fimmtudag — þá leika á Laugardalsvellinum — það er á hinum eldri — Valur og Víkingur. Ekki er að efa að margir munu fjölmenna þá — en grasteppið á vellinum lítur mjög vel út. Hunt dœmdur sigur í spœnska Grand Prix James Hunt, kappaksturs- kappanum enska hefur verið dæmdur sigur í spænska Grand Prix kappakstrinum. Hunt sigraði i keppninni, sem fór fram fyrir um mánuði en Spánverjarnir dæmdu af honum sigurinn vegna þess að Hunt ók bíl af gerðinni McLaren er reyndist við mælingu aðeins of breiður. Slíku vildu Spánverjarnir ekki una — og dæmdu af honum sigurinn. Þess í stað var Austur- ríkismanninum Niki Lauda dæmdur sigur. 1 gærkvöld kvað hins vegar alþjóðasambandið upp úrskurð sinn þar sem Hunt var dæmdur sigurinn — Lauda settur í annað sæti. Astæða þessa dóms, eins og sambandið sagði, var að reglurnar voru settar með of stuttum fyrirfara og eins áð mjög litlu munaði á breidd bíls Hunt og löglegri breidd. Hins vegar var Hunt dæmdur í 3000 dollara sekt. Við þetta fékk Hunt sex stig í samanlagðri keppni og fluttist upp í annað sætið. Hann hefur nú 26 stig — en Lauda hefur örugga foyrstu, cr með 52 stig. í Kerlingarf jöllin \þiö^ Skíðamarkaður: Skiðafatnaður. 10% afsl. Skíðaskór á börn frá kr. 3.000,- Skiðaskör á fulloröna frá kr. 6.000,- Moonboats kr. 3.900 (40% afsl.) 20% afsl. af sumum skiðageröum. Parablack og skíðastopparar og margt. margt fleira._ GLÆSIBÆ — »imi 30350

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.