Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 8
I)A(iHI,A»H). — MANJUUACUR 19. JÚLl 1976. Byrjar að gjósa eftír 10-15 daga Styttist í Tívólídýrðina á Tjörninni ,,Ék er mjög ánægður með það sem komið er,“ sagði Gísli Kristjánsson, en hann sér um að setja upp gosbrunninn í Tjörnina, sem fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Reploge, gaf. „Ef aflt gengur vel og ekkert óvænt kemur upp þá reikna ég með að gosbrunnurinn komist í gagnið eftir 10—15 daga. Við lentum í smáerfiðleikum til að byrja með vegna þess að botn- inn í Tjörninni er svo leir- kenndur og laus í str. Áætlað var að gosbrunnurinn yrði tilbúinn um miðjan júní- mánuð en ljóst er að fram- kvæmd verður ekki lokið fyrr en um mánaðamótin júlí — ágúst, —KL Kkki virðast framkvæmdirnar sniiggt á litið vera miklar. | LögregVjfréttir hetgqrinnar; |* DRYKKJUSKAPUR UNGUNGANNA A SKAGA ER PLÁGA FYRIR ÍBÚA STAÐARINS „Köstudagskvöldin eru alveg orðin plága" sagði lögreglan á Akranesi er DB ræddi við hana i gærdag. „Það eru unglingarnir sem valda þessari plágu með fylliriislátum og hávaða. Það er safnast saman á Akratorgi og verið þar í öllum skúma- skotum með hávaða og læti. Þetta eru mest unglingar héðan úr bænum en einnig úr sveitunum i kring og er þetta hvimleitt fyrir íbúa staðarins sem varla fá svefnfrið. Einnig er þeyst um bæinn á trylli- tækjum. en ekki hefur borið á ölvun við aksturinn. Við höfum f.vlgzt gaumgæfilega með öku- mönnutn. Það er engu líkara en að þessir unglingar hafi ekkert við að vera annað en þennan dæmalausa dr.vkkjuskap. Við höfum re.vnt að sporna við þessu. en ekki haft árangur sem erfiði.” sagði lögreglan og mátti glöggt heyra að helgin hafði verið erilsöm á Skaga. —A.Bj. SELFYSSINGURINN A ÞAKINU! Það virðist enginn endir á þeirri vitle.vsu sem fólk tekur sér fyrir hendur i ölæði. Um sex leytið í gærmorgun hringdi húsvörðurinn í kaupfélaginu á Selfossi í lögrégluna og sagði frá því. að maður væri i nauðum staddur uppi á þaki kaupfélagshússins. Maðurinn hafði klifrað upp á þakið i ölæði en þegar upp kom brast kjarkur hans og lagðist hann niður og grenjaði á hjálp. Þakið er nokkuð bratt og erfitt. að fóta sig á því. . Eögreglan brá skjótt við og bjargaði manninum úr prísundinni, varð hann því fegnastur að komast aftur niður á jörðina. —A.Bj. Bakkus velti" bfl á Rotaður á Akureyri Austurvelli Einn af „góðkunningjum" miðborgarlögreglunnar var sleginn í rot af félaga sínum um átta leytið á laugardagskvöld. Þegar lögreglan kom að lá kappinn í valnum i heilmiklum blóðpolli. Gert var að sárum hans á sl.vsavarðstofunni. en hann hafði fengið um tveggja tommu skurð á hausinn. Kappinn lét það samt ekki tefja fyrir laugardags- skemmtan sinni því um tólf leytið var hann aftur kominn niður á Austurvöll. Þessi maður. sem er .'l(i ára gamall á nokkuð óvenjulegan feril. Hann hefur aðallega lagt slund á brennivinsdrykkju i 21 ár og af þeim hefui’ Itann sotið 11 ár inm á l.illa llrauni. Geri aðrir betur. —A.Bj. Lítilli fólksbifreið var velt á Skíðahótelsveginum í nágrenni Akurevrar árla á laugardags- morguninn. Ökumaður sem var Reykvikingur var grunaður urn ölvun við akstur, en með honum i bílnum voru tveir Akureyringar. Bíllinn er mikið skemmdur eftir veltuna, en bæði ökumaður og farþegarnir sluppu ómeiddir. —A.Bj. Rúðubrotá dags með þeim afleiðingum að ein rúða hennar brotnaði. Maðurinn var mjög heppinn að meiða sig ekki. þvi rúðan var nokkuð stór. —A.Bj. Tveir teknir í Kef lavík Tveir ökumenn voru teknir í Keflavik i nótt grunaðir um ölvun við akstur. Þeim var sleppt eftir að mál þeirra hafði verið rannsakað og fengu þeir að fara heirn og sofa úr sér vímuna. —A.Bj. • • Olvun í Lœkjortorgi miíb)) inni Drukkinn rnaður slangraðt w Drukkinn maður slangraði utan i klukkuna frægu á Lækjartorgi aðfaranótt laugar- Talsvert bar á ölvun í mið- borginni um helgina og mið- bæjarlögreglan þurfti að fjar- lægja og hýsa sjö vegna ölvunar aðfaranótt laugardags. Þegar veðrið er gott er að jafnaði fleira fólk á ferli í mið- borginni og sækja þá „rón- arnir" meira að í von um að fá „sopa." —A.Bj. Enn keyra menn fullir — Það var alveg 100% her- bergjanýting í fangageymsl- unni hjá okkur um helgina, sagði Páll Eiríksson aðalvarð- stjóri. Það urðu ekki neinir stórárekstrar eða slys. Við höfum aðallega staðið í að taka menn gruriaða um ölvun við akstur. Tveir lentu í smávægi- legum árekstri í gærkvöldi. Alls hafa verið teknir sextán ökumenn siðan á föstudags- kvöld grunaðir um ölvun. —A.Bj. ■ I ■ Stærö 135X13 VerÖ KR. Fiat eigendur:* ■ hjólbarðar 6370 Auk þess eigum við hjólbarða undir flestar gerðir fólksbíla. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/H/F AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 Slysalaus um- ferð aústan- fjalls Mikil umferð var fyrir austan fjall í gær. Þar var sól- skin og gott veður í gær og bjóst lögreglan á Selfossi við enn meiri umferð er við höfðum samband við hana. Allt gekk slysalaust fyrir sig þrátt fyrir þessa miklu umferð fyrir utan að tveir smávægilegir árekstrar urðu í Hveragerði. — A.Bj. * * Danir taka ó móti sjónvarps- efni fyrir okkur fró Montreal „Sjónvarpið mun ekki senda fólk á sínum vegum á Olympíu- leikana i Montreal," sagði Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarpsins. „Danir munu annast móttöku á öllu sjónvarpsefni þaðan fyrir okkur og senda siðan hingað á myndsegulbandi. Efnið sem við fáum mun taka rúma 22 tíma í sýningu, og við hpfum pantað sérstaklega myndir og lýsingar af þeim greinum sem íslendingarnir taka þátt í. Svo fer eftir frammistöðu hvers og eins hvað mikið við fáum að sjá af viðkomandi á skjánum. Eg er ekki búinn að ganga frá neinum samningum við sjón- varpið:" sagði Bjarni er við spurðum hvort hann myndi halda áfram að sinna starfi íþrótta- fréttaritara sjónvarpsins. „En ég geri ráð fyrir að halda áfram þvi starfi." —KL Hollendingur sýnir í Gallerí SÚM Hollenski listamaðurinn Kees Visser opnaði sýningu sina laugardaginn 17. júli. Sýningin sténdur til 31. júlí og er opin alla daga frá kl. 4 e.h. til 10. e.h. Kees Visser hér aö ofan með inynd sína.sent snúa má á alla kanta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.