Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 14
14 DACBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 19. JULl 1976., í keppni karla sigraði Nikolai Andrianov, Sovét, i hringjum og á tvíslá — 9.80 í báðum greinum — Zoltan Magyar, Ungverjalandi, á hesti með 9.75 og Vladimir Markelov, Sovétríkjunum, i gólf- æfingum með 9.70 stig. íslandsmet Vilborgar Vilborg Sverrisdóttir, Hafnar- firði, varð f.vrst íslenzku þátttak- endanna til að keppa á Olympiu- leikunum. Það var i 100 m skrið- sundinu í gær. Vilborg s.vnti á 1:03.26 mín. og setti nýtt íslands- met. Eldra metið átti Lisa Ronson, 1:03.3 mín. Þrátt f.vrir þennan árangur varð Vilborg í sjöunda og síðasta sæti í 2. riðli sundsins — og nr. 43 af 45 kepp- endum í 100 m skriðsundinu, sem luku keppni. Úrslit i riðlunum urðu þessi: 1. A. Jardin, Kanada, 57.61 2. J. Weber, V-Þýzkaland, 57.71 3. S. Yamazaki, Japan, 60.43 4. R. Nizzen, V-Þýzkaland, 60.60 5. L. Harvvav, Astraliu, 61.59 6. D. Sheehan, írlandi, 62.11 7. Vilborg Sverrisdóttir 63.26 SK Olympíulei Setningarhátíð 21. Ólympíuleikanna — þeirra átjándu, sem háðir eru, — fór fram með miklum glæsibrag í Montreal á laugardag, en jafn- framt biturleik og ruglingi. Enginn vissi hve þátttökuþjóðir voru margar — yfir 20 Afríku- og Arabaþjóðir voru ekki við setninguna auk Taiwan. Ólvmpíu- hugsjónin virðist í mikilli hættu. Pólitískar deilur eru á góðri leið með að splundra Ólympíu- hreyfingunni — og aldrei fyrr hafa skuggahliðarnar verið jafn margar við setningu Ólympíu- leika og nú. En Kanadamönnum fór setningarhátíðin vel úr hendi — uin það verður ekki deilt. Þar var mikil litadýrð, fegurð, og allt fór fram sam- kvæmt áætlun. Yfir sjötíu þúsund áhorfendur voru samankomnir á hinum stór- kostlega leikvangi í Montreal og veðrið lék við þá. vfir 25 stiga hiti og sólskin. Elísabet Bretadrottning önnur opnaði leikana og mælti f.vrst á frönsku — síðan ensku. I fyrsta skipti hlupu tveir íþróttamenn með Ólvmpíueldinn inn á leik- vanginn. Enskumælandi drengur, 16 ára. og 14 ára frönskumælandi stúlka. Úlympíufáninn var dreginn að hún'i —á m.jög hárn fanastöng á suðurhluta leik- vangsins og þar mun hann blakta næstu tvær vikurnar. Lvftinga- maður frá Quebee sór Ólvmpiu- eiðinn fyrir hönd allra þátt- takanda. Uti fyiir leikvanginunt var mikið svartamarkaðsbrask með aðgöngumiða. Margir stóðu með skilti. sem á var letrað; Okkur vantar miða, og verð á miðum komst upp i fjörutíu dollara. Keppendurfrá 94 löndum Yfir 7000 þátttakendur gengu inn á leikvanginn á setningar- athöfninni — og þátttökuþjóðir reyndust 94 í lokin. Fleiri og fleiri lönd höfðu helzt úr lestinni, en það kom í ljós þegar íþróttafólkið gekk framhjá heiðursstúkunni. Tanzanía, Sómalía og Mauritius sendu aldrei þáttakendur . til Montreal — og rétt fyrir setningarathöfnina gengu eftir- taldar þjóðir úr skaftinu. Alsír. Mið-Afríkulýðveldið, Kongo. Eg.vptaland, Eþíópía, Gabon. Gambía, Ghana, Irak, Kenýa, Líbía, Malagasy, Nígería, Uganda, Taiwan, Chad, Togo, Efri-Volta og Zambía. Alls 22 þjóðir — en eftir á að koma í ljós hve margar þeirra hætta við þátttöku. Egyptar mót- mæltu þátttöku Nýja-Sjálands á leikúnum með því að mæta ekki á setningarhátiðina, en rnunu ef af líkunt lætur keppa á leikunum. og svo mun um fleiri Araba-þjóðir, jafnvel Afríku-þjóðir. Að venju gengu Grikkir fyrstir,‘ inn á leikvanginn og var fagnað mjög — síðan komu V-Þjóð- verjar. sem héldu síðustu leika í Múnchen 1972. Þá komu þátt- tökuþjóðir hver af annarri i stafrófsröð. Antica. Antilles. Andora. Saudi-Arabía — örfáir iþróttamenn í hverjum hóp, — en siðan Argentína og Astralía með mikinn f.jölda þátttakenda. Minnsti flokkurinn var frá Fiji. tveir keppendur. karl og kona og íslenzki olympíuhópurinn gengur inn á leikvanginn í Montreal á setningarhátíðinni á laugardag. ísland var 57. landið í röðinni. Óskar Jakobsson er fánaberi — og í næslu röð má sjá Svein Björnsson aðalfararstjóra, Gísla Iíalldörsson forseta ÍSÍ, Örn Eiðsson formann FRÍ, og Braga Kristjánsson gjaldkera olvmpíu- nefndar. Símamynd NTB. Allt í Ijóm andi gengi! — sagði Sveinn Björnsson í Montreal í nótt Ferðin hingað til Montreal gekk í alla staði mjög vel — við Fyrsta gull austur-þýzkt Austur-Þjóðverjinn Uwe Potteck varð fvrstur til að hljóta gullverðlaun á 21. Olvmpíuleik- unum. Það var í skotkeppni — frjálsri aðferð með skammbyssu og Uwe setti nýtt heimsmet. Illaut 573 stig af 600 mögulegum. Heimsmeistarinn llarald Vollmar, einnig frá A-Þýzkalandi, sem talinn var sigurstranglegast- ur f.vrirfram, varð að láta sér nægja annað sætið. Hlaut 567 stig. Potteck bætti heimsmetið um eitt stig. Það var 572 stig, sett 1969 af Grigory Kossych. Sovét- ríkjunum. Potteck er 21 árs og árangur hans í lotunum sex var 92-98-94-95-98 og 96. Eldra olympíumetið var 567 sett af Ragnari Skanaker, Sviþjóð, 1972. Lengi vel var haldið af olympíu- meistarinn Ragnar hefði orðið 3ji í gær — en svo re.vndist ekki við nánari endurskoðun. Rudolf Doll- inger, Austurríki. varð 3ji með 562 stig. Heinz Mertel V- Þýzkalandi, fjórði með 560 stig. Þá kom Sviinn í fimmta sæti með 559 stig. ítalinn Tondo varð sjötti Í með sömu stigatölu, og Kosvkh, Sovétrikjunum, sjöundi — einnig með 559 stig. En það nœsta varð sovézkt Sovézku sveitinni í 100 ni hjól- reiðum tókst að standast gífur- legan endasprett þeirra pólsku á leikunum í Montreal í gær — og hljóta þar með önnur gullverð- launin á 21. Olympiuleikunum. Sovézku hjólreiðamennirnir náðu forustu þegar i upphafi og eftir 50 km voru þeir 69 sek. á undan Pólverjum. Eftir 75 km var munurinn 59 sek. og aöeins 20 sek. i lokin. Meðal áhorfenda var sovézki íþróttamálaráðherrann, Sergei Pavlov. l'rslit urðu þessi. 1. Sovétríkin 2:08.53.0 2. Pólland 2:09.13.0 3. Danmörk 2:12.20.0 4. V-Þýzkaland 2:12.35.0 5. Tékkóslóvakia 2:12.56.0 6. Brctland 2:13.10.0 7. Svíþjóð 2:13.13.0 8. Noregur 2:13.17.0 9. Astralia 2:13.43.0 10. A-Þýzkaland 2:14.39.0 vorum 4 klst. og 35 mín. á leiðinni frá Keflavík og þó gæzla sé hér mikil gekk tollskoðun og ferðin í olympíuþorpið vel fyrir sig, sagði Sveinn Björnsson aðalfararstjóri ísl. olympíuliðsins, þegar blaðið ræddi við hann í nótt. Það eru allir inni í herberginu minu að horfa á sjónvarpið - það helzta, sem skeði á leikunum í gær. Klukkan er nú að nálgast eitt — fjórum tímum á eftir ísienzka tímanum. Það er einnig sjónvarp á skrifstofu, sem við höfum tilaí- nota hér í byggingunni. Aðstaða er sæmileg — nokkuð þröngt þó, 4—6 saman í stórum herbergjum. Skipt í bása. Vilborg Sverrisdóttir setti ts- landsmet í gær — og meira er ekki hægt að krefjast, en kepp- endur okkar nái sínum bezta árangri. Sundfólkið hefur verið í mikilli sókn á æfingum — en hjá frjálsíþróttafólkinu hafa enn ekki verið mældar kastlengdir eða teknir tímar á æfingum, sagði Sveinn ennfremur. Matur er hér mikill og góður og kaffiterían, þar sem við borðum er eins stór og tveir knattspyrnu- vellir. Þar er oft handagangur I öskjunni — þessir stóru menn þurfa mikið að borða. Sundkeppnin heldur áfram í dag — það var nú meira meta- regnið í gær — og þá keppa Sig- urður Olafsson og Þórunn Al- freðsdóttir. Það er allt í ljómandi gengi hér — allir frískir og una glaðir við sitt, þrátt fyrir hina miklu gæzlu, sem er hér í olympíuþorpinu. Varúðarráðstaf- anir eru gífurlegar til að koma í veg fyrir hugsanlegar aðgerðir einhverra herntdarverkaflokka, sagði Sveinn Björnsson aðlokum. Fara Egyptar aftur heim? Olympíulið Egypta varð heldur betur fyrir vonbrigðum í nótt, þegar ske.vti kom frá egypzku rikisstjórninni, þar sem liðinu var skipað að koma heim. Farar- stjórinn el Shafei hafði rætt við Sadat i síma nokkru áður og Sadat þá sagt, að Eg.vptaland yrði að taka þátt í leikunum. Egyptar voru ekki við setníngarathöfnina — en hnefaleikamcnn og lyft- ingamenn höfðu krppt á leikun- um, þegar skeytið kom, og egypzk lið tekið þátt i körfubolta og blaki. Þá tilkynnti Guvana í gær, að landið dragi sig í hlé á leikunum til að sýna Afriku-ríkjum samúð í mótmælum þeirra við þátttöku Nýja-Sjálands. ☆ Undankeppnin i sundknattleik hófst í gær — á fyrsta degi leik- anna. I sundknattleiknum er liðum skipt i 3 riðla — en 12 lið komust i úrslit. A óvart kom að olympíumeistararnir frá '72 — Sovétrikin gerðu jafntefli við Rúmena 5-5. Urslit urðu: A-riðill. Sovétrikin — Rúmenia 5-5 Ilolland — Mexikó 5-3 B-riðill: Ungverjaland — Ástralia 7-6 V-Þýzkaland — Kanada 5-0 C-riðill: ttalia — Iran 12-1 .lúgóslavia — Kúba 4-4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.