Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 15
DAdBLAiMt). — MANUDACUR 19. JULÍ 1976. B 15 car í skugga deilumála :r það í f.vrsta skipti, sem kona rá þessari Kyrrahafseyju keppir i leikunum. Stærsti hópurinn var rá Sovétríkjunum — eða 522 og ar fagnað vel. Bandaríkjamenn oru með næst stærsta hópinn, i74 keppendur og fararstjóra, og ar fagnað gífurlega. Breta- Irottning, sem stóð allan tímann, em þátttakendur gengu inn á ’öllinn, brosti breitt, þegar irezki hópurinn gekk framhjá lenni með hinn tvöfalda Mvmpíumeistara Ronnie Pattison em fánabera. Rétt á eftir kom Ihana — öllum á óvart — og látttakendur landsins, alls 27, óku þátt í setningarhá- íðinni, þó svo tilkynnt hafi verið Accra, höfuðborg Ghana, að andið mundi ekki taka þátt í llympíuleikunum. Hinum ýmsu löndum var agnað misjafnlega af áhorf- ndum. Kúba, sem var með 220 lanna flokk, hlaut mikið lófa- lapp — en mest voru þó fagnað- rhrópin þegar þátttakendur srael gengu inn á völlinn með Isther Rot sem fánabera — en ún hætti við að keppa á L'ikunum í Múnchen í 100 m rindahlaupi eftir morðin á 11 sraelum þá. islenzki hópurinn íeð Oskar Jakobsson sem fána- era var rétl á undan í röðinni — g hann býr í sama húsi og þátt- akendur Ísrael í Ol.vmpíu- orpinu. Pátttakcndur frá Llbanon engu mcð spjald. sem á var i'trað: ..Libanon — friður — aníeining — frelsi", — og þannig cngu þátttiikuþjóðirnar 94 inn á cikvanginn. Kanadíski flokk- urinn siðast — og fagnaðar- látunum ætlaði þá aldrei að linna. Alls tók það þátttökuþjóðirnar 75 mínútur að ganga inn á leik- vanginn og fylla grasteppi hans. Eftir skrúðgönguna gekk for- seti kanadísku framkvæmda- nefndarinnar, Roger Rousseau, fram og flutti stutta ræðu, þar sem hann bauð alla velkomna á leikana. Killanin lávarður, for- maður alþjóðaólympíu- nefndarinnár. bað síðan Elísa- betu drottningu að setja leik- ana. Hún mælti á frönsku og ensku hina hefðbundnu setningu. ,,Eg opna hér með Ólympiu- leikana 1976 — hina 21. Ólympíu- hátíð nútímans,- Ölympíufáninn með hringunum fimm i litum voru bornir inn á leikvanginn af 12 iþróttamönnum og konum, sem klædd v’oru alhvítum búningum — og meðan fáinn var dreginn að hún söng kór Ólympíu- óðinn á grisku. 80 stúlkur — hvit- klæddar — komu fram i gervi hofg.vðjanna grísku. 80 vegna hinna 80 ára, sem liðin eru frá þvi fyrstu leikar nútímans voru háðir í Grikklandi 1896. Þátttakendum Nýja-Sjálands, sem gengu inn leikvanginn eftir að 14 þjóðir höfðu dregið sig í hlé, var fagnað mjög — eins og áhorfendur vildu láta sámúð sína í ljós mcð ný-sjálenzka íþrótta- fólkinu, sem heiur staðið i ströngu vegna hótana Afríku- þjóða. sem nú hafa flestar dregið sig í hlé. Allt er það vegna þess að rugby-lið frá Nýja-Sjálandi er nú á keppnisforð unt Suður- Afríku. „Við getum engin áhrif haft á það mál." sagði Killanin lávarður. „rugby er ekki ólympísk grein og þar höfum við engin völd." Enn lifa þó margir iþróttamenn Afríku-ríkja í þeirri von. að Nýja-sjáland dragi sig í hlé — hætti þátttöku. Nokkrir íþrótta- menn frá Kenýa — sterkustu íþróttaþjóð Afríku — voru afar hryggir, þegar setningarathöfnin fór fram. „Ar eftir ár höfum við æft vegna þessara leika," sagði einn þeirra — ,, og verðlaun þau, sent unnið verður til á þessum leikum, eru ekki unnin á heiðar- legan hátt." Annar bætti við. „Ég vona enn að Nýsjálendingar hætti við þátttöku áður en flugvél okkar kemur." Sorg, reiði og vonbrigði setti því miður sterkan svip á þessa miklu iþróttahátíð í Montreal — og það verður mikil vinna hjá Kanadamönnum að endurskipuleggja sumar iþrótta- greinar vegna þeirra. sem hætt hafa við þátttöku. -hsínt. Tíu í einkunn á svifrá Nudia Comaneci, Rúmeníu, sem aðeins er 14 ára, en þó Evrópumeistari í fimleikum kvenna. hlaut 10 í einkunn í keppni á svifrá í sveitakeppninni í Montreal i gær. Það er i fyrsta skipti, sem. kona fær hæstu mögu- lega einkunn i grein á Olympíu- leikum. Þjálfari sovézku stúlkn- anna, Larissa Latvnina — olympiumeistari 1956 og 1960 — sagði að hún áliti að rúmenska stúlkan hefði ekki átt að fá 10, þar sem hún tók tvö skref í lend- ingu í stað eins. Nadia litla svar- aði strax. „Eg \cil að a'fingin var fullkomin — mér hefur tekizt það 16 sinnum áður, oftast heima.” Nadia Comaneci var stigahtest eftir æfingarnar. en Sovétrikin höfðu þó hlotið 1.50 stigum meira en Rúmenia samanlagt. Þó lentu þær Ludmila Tourischeva og Nellie Kim í erfiðleikum. Báðar næstum fallnar af slá. Þó var Lud- mila i öðru sæti samanlagt ásarnt Teodore Ungureanu. Rúmeniu. Nadia var með .'59.85 stig. Ludmila og Teodore :)8.85 stig. Síðan komu Svetlana Grozdova. Sové.t, Kim, Sovét, og Olga Korbut, 38.80 stig. Ludmila og Nelli Kim hlutu hæsta einkunn á hesti 9.80 stig. og Olga 9.75 stig, í golfæfingum var Ludmila einnig bezt með 9.90 stjg, en Gorzdova og Kim voru jafnar með 9.80 stig. A jafnvægisslá hlaut Nadia 9.90 stig — Grozdova og Olga voru með 9.80 stig — en þar töpuðu þ;er Ludmila og Nelli Kim dýrma'tum stigum. A tvi- slánni hlaut Nadia lOeinsogáður segir. Marion Kische. A- Þýzkalandi. Teodore og Olga hlutu 9.90 i einkunn. róttir Montreal-76 Deckarm felldi Dani Ilandknattleikur, sem nú er aðeins leikinn í annað sinn á Olympíuleikum hófst þegar í gær — á fyrsta keppnisdegi leikanna. Þá hófst undankeppnin í riðlun- um tveimur. Eini fulltrúi Norðurlanda á leikunum í handknattleik — frændur vorir Danir — léku við V-Þjóðverja í a-riðli. Ekki tókst Dönum að sigra — V-Þjóðverjar höfðu ávallt undirtökin í leiknum og sigruðu 18-14 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 7-5. Þrátt fyrir stjörnuleik Danans Anders Dahl-Nielsen, en hann skoraði 8 mörk, þá var það hinn geysisterki leikmaður frá Gummersbach, Joachim Deckarm, sem var stjarna leiks- ins. Deckarm skoraði 6 mörk. FyrirDani skoruðu Bent Larsen 3, Claus From 2 og Palli Jensen 1. Gestgjafarnir Kanada léku við olympíumeistarana frá Júgó- slavíu. Furðulegt nokk — Kanadamenn stóðu vel í Slövun- um, en urðu að lúta lægra haldi, 18-22. Staðan í hálfleik var 15-12 Slövunum í vil. Þessi ágæta frammistaða rennir enn frekari stoðum undir það, að handknatt- leikur í Ameríku er 1 stöðugri framför. Júgóslavía og Kanada eru einnig í a-riðli. t b-riðli fóru heimsmeistararnir frá Rúmeníu vel af stað. Rúmenar unnu öruggan og jafnframt góðan sigur á Ungverjum 23-18. ■Rúmenar voru sterkir fyrir í vörninni en markhæstur þeirra var Stefan Birtalan, skoraði 6 mörk. Tékkar sigrðu Bandaríkin 28-20 í b-riðli. Að lokum léku í a-riðli Sovétríkin og Japanir. Sovétmenn með Maximov í broddi fylkingar, hann skoraði 6, unnu 26-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-5. pumn pumn V 'J w" ífweirc-íWHt lnqN>lf/ (Qi/ka r//o n q r Hótagarður Breiðholti S. 75020

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.