Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 3
DACiBLAÐIÐ. — MANUDAGUR 19. JÚLl 197fi. Afhjúpum bónbjargar stefnuna — gerum gagn- kvœma samninga! — segja sjö í saumaklúbbi Sjö í saumaklúbbi skrifa: Þrátt fyrir að starfsemi saumaklúbba liggi niðri á sumr- in höfum við vinkonurnar haft þann sig að koma saman einu sinni í mánuði yfir sumarið. Við tökum þá eiginmennina með svona til að sýna þeim að þetta sé „opinn“ félagsskapur. Nú, en hvað um það! Það sem við vildum sagt hafa er að við fylgjum Sjálfstæðisflokknum að málum en getum ómögulega samþykkt núverandi stefnu hans í varnarmálum. Þar viljum við að herinn — eins og aðrir þeir sem hér á landi dvelja — greiði sömu tolla og skatta og landsmenn. Mikið hefur verið rætt og ritað um hina svokölluðu „bón- bjargarstefnu“ í varnarmálum sem nú er fylgt. Þessi stefna er rökstudd með þeirri fjarstæðu að varnarliðið sé hér eingöngu til að verja okkur. Ýmsir aðilar hafa hvatt til þess að gerður verði gagnkvæmur samningur við Bandaríkjamenn um ýmsar framkvæmdir í landinu vegna þátttöku okkar í'NATO. Norðmennhafakinnroðalaust fært sér í nyt veru sína í NATO. Menn verða að gera sér grein fyrir að hér er ekki um einhliða „plokkun" að ræða, heldur koma til hagsmunir beggja aðila — það er ef NATO hefur raunhæfan áhuga á raunhæf- um vörnum á Islandi. Nú féfletta ýmis fyrirtæki herinn, t.d. með byggingu íbúða, sem eru miklu dýrari en þekkist hér á almennum mark- aði. Þetta er ekkert annað en auvirðileg bónbjargarstefna og lítilmótleg. Þó eru þessar íbúðir að einhverju leyti und- anþegnar ýmsum gjöldum á byggingarefni, sem flutt er inn beint til Keflavikurflugvallar undanþegið gjöldum. Já, ýmsir aðilar hafa nokkurs konar einokun á að féfletta her- inn suður á Miðnesheiði. Eðli- lega vilja þessir aðiiar ekki missa tök sín á bitanum feita. Þvi liggur beinast við að gera heiðarlegan samning við Bandaríkjamenn og NATO. Samning sem eflir á raunhæfan hátt varnir íslands og er því báðum til hagsbóta. , Ef til vil! þarf einhver sam- tök til að berjast fyrir raunhæf- um vörnum á íslandi, tii að mvnda samtök eins og baráttu- samtök ^jálfstæðismanna — en einmitt um daginn birtist bréf i DB frá þremur mönnum í þess- um samtökum. Ljóst er, að Sjálfstæðisflokk- urinn sefur, að minnsta kosti forysta hans. Bezt væri að flokkurinn vaknaði áður en hann gloprar niður fvlgi sínu. Á því er hætta! Ef til vill vilja þeir, er hæst hrópa um siðleysi og bónbjargir, mynda innlent varnarlið, er tæki við vörnum iandsins. Það væri allavega heiðarlegra. Ástandið í formi núverandi bóngjarnan.tefnu er þjóðarskömm, sem s.vmr liþjuð- hollan undirhi'gjuiiátt hvernig sem á málin er litið. 3 JEANS ÞÚ ERT NÆSTUR LAUGAVEGUR BANKASTRÆTI ©-21599 ©-14275

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.