Dagblaðið - 04.08.1976, Síða 7

Dagblaðið - 04.08.1976, Síða 7
7 DACHLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976. Erlendar fréttir REUTER Portúgal: Spínóla heldur heim - og fyrir rétt Antonio de Spinóla fyrrum forseti Portúgal, sem nú er í útlegð í Brazilíu, mun að lík- indum snúa heim í þessum mánuði og koma fyrir rétt, Það var einn útlegðarfélaga Spinóla í Rio de Janeiro, sem skýrði frá þessu nýlega. Alls fóru fjórtán herforingj- ar með Spínóla er hann flúði frá Portúgal til Brazilíu 11, marz í fyrra. Það var einn þeirra, Victor Manuel da Silva Marques, sem skýrði frá því að samningaviðræðunum um heimkomu Spinola væri „um það bil að ljúka“. Hann sagði í viðtali við argentínsku fréttastofuna AE, að Spinóla og fylgismenn hans gerðu sér grein fyrir því, að þeir kynnu að verða leiddir fyrir rétt fyrir byltingartil- raunina 11. marz 1975. „Nú, þegar Portúgal hefur losnað við kommúnistaklík- una, viljum við allir mjög gjarnan snúa aftur til heima- lands okkar,“ sagði hann. Spinóla hefur nokkrum sinnum farið með leynd úr út- legðinni til Evrópu. 1 janúar var honum vísað frá Spáni og Frakklandi eftir að upp komst um tilraunir hans til að útvega fjármagn og vopn til nýrrar byltingartilraunar í Portúgal. 250 lausir í Chile Herforingjastjórnin í Chile hefur lilkynnt, að hún muni leyfa 250 pólitískum föngum að yfirgefa landið ef þeír geti orðið sér úti um landvistar- l(;yfi þeirra þjóða, er vilja taka við þcini. „Skortur á kjarnorku- vopnum á Norðurlöndum" — segir í grein í Nato Review Fullyrt er í síðasta hefti tíma- ritsins NATO Review, að skorturinn á kjarnorkuvopnum á Norðurlöndum sé veikleiki í norðurvörnum bandalagsins, þvi tilvist slíkra vopna myndi draga úr ótta manna við sovézka árás í þeim heimshluta. í grein í tímaritinu, sem gefið er út í höfuðstöðvum Nato i Brussel, bendi A. King- Harman, starfsmaður í deild varnaáætlana og stjórnmála, á að á þessu sviði sé munur á ástandinu í mið- og syðri varnarlínum bandalagsins, þar sem meðal annars séu taktísk kjarnorkuvopn. King-Harman dregur þá ályktun, að erfiðara sé að tryggja fullkomið öryggi, þar sem ekki séu kjarnorkuvopn, að því er segir i frét't frá dönsku fréttastofunni Ritzau. Danir og Norðmenn eru samferða í kjarnorkuvopna- stefnu sinni og hafna því al- gjörlega, að kjarnorkuvopn séu geymd i landi sínu á friðar- tímum. Þessi stefna er gömul og gróin og hefur notið yfir- gnæfandi fylgis á þjóðþingum landanna. Grein King-Harmans er þó ekki gagnrýnin á stefnu landanna tveggja og niðurstaða hans er sú, að þessi stefna skipti ekki sköpum við varnir þessa heimshluta, Hann segir þar einnig, að aðild ríkjanna tveggja að NATO og tilvist herafla banda- lagsins í Norður-Evrópu geri það mjög ósennilegt, að Sovét- ríkjunum tækist að takmarka átök við þetta svæði eitt. „Það er því ekki hægt að tryggja, að atómvopn yrðu ekki notuð," skrifar hann. Kína: Mesta hœttan liðin hjá — tjaldað á Torgi hins himneska fríðar Dregið hefur úr hættunni á meiriháttar jarðskjálftum í Peking, að því er virðist, en embættismenn í borginni vilja þó ekki afskrifa hættuna al- gjörlega. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Peking sagði í morgun, að jarðskjálfta- fræðingar hefðu ekki orðið varir við neitt, er benti til þess að yfirvofandi væri jarðskjálfti sterkari en sex á Richter- kvarða. „Möguleikann má þó alls ekki útiloka," sagði hann. Flestir íbúa Peking hafast enn við á götum úti, en þó hetur dregio ur ótta manna við nýja jarðskjama. Hér má sjá björgunarsveitir hlaða lyf jum sem flytja á til jarðskjáiftasvæðanna i Tangsan, Erlendur sendiráðsstarfs- maður, sem verið hefur í Kína í mörg ár, segist álíta að margar vikur líði bar til neyðarástand- inu verður aflétt. íhúar Peking vinna í dag eins og undanfarna daga að því að lagfæra skýlin, sem þeir hafa byggt sér á götum úti. A Torgi hins himneska friðar er nú risin mikil tjaldbúð og stendur gufumökkurinn upp úr hrís- grjónapottunum. Samkvæmt ljósmyndum, sem birtar hafa verið i Peking og fleiri borgum, er kínverski flugherinn önnum kafinn við björgunarstarfið á svæðunum, sem verst urðu úti í náttúru- hamförunum fyrir viku síðan. Engar tölur hafa verið birtar um fjölda látinna, en talið er að hann geti verið allt að einni milljón manna. Drepsóttin íBandaríkjunum: Lœknar standa uppi ráðalausir Fischer vill tefla á ný — er við samninga íTokyo Bobby Fischer undirbýr nú að koma aftur fram úr felum inn í skákheiminn. Eftir því, sem næst verður komizt af skrifum er- lendra blaða, er mikill möguleiki á því, að einvígi milli hans og heimsmeistarans, Anatoly Karpov, geti orðið á þessu ári. Hvernig að því verður staðið er enn ekki vitað, en svo virðist sem Karpov og Fischer hafi þegar átt fund saman í Tokyo. Slíkur fúndur getur ekki haft nema einn tilgang — að undirbúa einvígi þeirra tveggja. Það er í það minnsta staðreynd, að Karpov og Fischer hafa verið í Tokyo á sama degi og hitt sama fólkið. Það getur varla verið tii- viljun. Fischer hefur ekki háð eitt ein- asta einvígi né teflt á mótum síðan hann vann heimsmeistara- titilinn hér á landið árið ’72 gegn Spassky, eins og frægt er orðið. Hann neitaói að tefla gegn hinum unga rússneska stórmeistara, Karpov, er. hann hafði unnið réttinn til þess að skora á heims- meistarann, — sigraði þá síðast Victor Korchnoi, som bað um hæli sem pólilískur flóttamaður í Hollandi fyrir skötnmu. Karpov var í Tokyo í þrjá daga og var þá nær stöðugt i ferðuin með fólki frá sendiráðinu. Fischer sást á hóteli þar í borg- inni á tali við varaformann al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, Campomanes frá Filippseyjum. Læknar og vísindamenn standa enn uppi ráðalausir gegn pest þeirri sem krafizt hefur tuttugu mannslifa á einni viku og hafa nú fyrirskipað allsherjarbólusetningu. Meira en 100 manns hafa verið færðir á sjúkrahús í Pennsylvaníu- fylki og þjást þeir af ýmsum einkennum sjúkdómsins, háum hita, kuldaköstum, höfuðverkj- um, hósta og sársauka i maga, f.vrir brjósti og í augum. t gærkvöldi sagði einn lækn- anna, sem unnið hefur allan sólarhringinn við að greina sjúkdóminn: „Við vitum ein- faldlega ekki, hvað hér er á ferðinni.” SKÓVERZLUN S. WAAGE Domus Medica Egilsgötu 3 - Sími 18519

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.