Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 11
DA(iBLAÐIF). — MIÐVIKUDACUH 4. ÁGUST 1976.
sem gifurleg hátíðahöld fóru
fram, sagði hann, að hernaðar-
vandamáí, „sem við ræddum
fyrir löngu,“ væru aðeins minni
háttar mál i viðræðum þeirra
þjóðhöfðingjanna.
Neto sagði í ávarpi sínu, að
það mikii ró hefði nú færzt yfir
í landið, að ekki væri lengur
þörf á því að hafa kúbanska
hermenn, — 12 til 15 þúsund að
mati Bandaríkjamanna, — þar,
og Castro sagði, að brottflutn-
ingur þeirra væri hafinn.
En báðir sögðu þeir, að her-
menn frá Kúbu myndu verða í
landinu „á meðan þess væri
þörf“ til þess að endurskipu-
leggja heri Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar og gera hana
öflugri.
Væri helzta verkefni þeirra
að þurrka út síðustu leifar and-
snúinna skæruliðahreyfinga,
sem enn létu til sín heyra á
landamærasvæðum.
Megináherzla var þó lögð á
efnahags- og tæknileg vanda-
mál Angóla, lands, sem hefur
yfir miklum náttúruauði að
ráða, en skortir verulega
menntaðan vinnukraft til þess
að vinna úr honum. Þeir eiga
bifreiðar en geta ekki ekið
þeim eins og Castro hefur orðað
það.
Að gerðum nokkrum
samningum munu Kúbumenn
leggja Angólamönnum til
lækna, hjúkrunarkonur, kenn-
ara, húsagerðarmenn og verk-
fræðinga, ásamt sérfræðingum,
í samgöngumálum og alþjóða
verzlun, verkalýðsmálum, fisk-
veiðum, upplýsingamálum og
áróðri. Mun aðstoð Kúbumanna
ná frá lægstu stigum efnahags-
lífsins, upp á efstu stig efna-
hags- og stjórnmála.
Neto forseti, sem áður hefur
lýst hugmyndalegum skyldleik
þjóðanna tveggja, er auðsýni-
lega mikið í mun að notfæra sér
17 ára reynslu Kúbumanna til
þess að geta forðast mistök þau,
er oftast hafa orðið, er
byltingarstjórnir hafa verið
settar á laggirnar.
Samningur hefur verið
undirritaður milli kúbanska
kommúnistaflokksins og Þjóð-
frelsishreyfingarinnar, en
ennþá hafa ákvæði hans ekki
verið birt opinberlega. Stjórn-
málaskýrendur telja hins vegar
líklegt að þar sé um að ræða að
Kúbumenn segi til um stofn-
setningu allra almennra stofn-
ana og þjónustu og verði Þjóð-
frelsishreyfingunni innan
handar, er hún breytist úr
venjulegri skæruliðahreyfingu
í stjórnmálaflokk.
Neto færði hermönnum
Kúbu ennfremur þakkir sínar,
en eins og segir í fréttum á
Kúbu munu aðeins um 150
þeirra hafa fallið í bardögunum
í Angóla á tímabilinu frá
nóvember til aprílloka.
Þeir, sem áttu von á stórkost-
legum þakkarkveðjum frá for-
seta Angóla, urðu hins vegar
fyrir vonbrigðum. Forsetinn
minntist aðeins á „alþjóðlega
hermenn1' frá Kúbu í þessari
einu ræðu, sem hann hélt opin-
berlega í heimsókn sinni.
Var þetta í eðlilegu samhengi
við vilja Castros, en hann
hefur sagt, að Kúbumenn hafi
ekki gert Angola neinn greiða,
aðeins „uppfyllt þær kröfur
sem gerðar eru til hins alþjóð
lega byltingarmanns.“
Kúbumenn hafa einnig í
sífellu reynt að draga úr mikil-
vægi herliðs síns í Angóla. Á
meðan á borgarastyrjöldinni
stóð var fólki heima fyrir
aðeins sagt, enda þótt það gæti
lesið annað milli línanna, að
barátta hersveita Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar gengi vel,
„með hjálp alþjóðlegrar sam-
stöðu“
Ef fréttamyndir voru birtar á
Kúbu, var þess gætt, að engir
hermenn frá Kúbu væru á
myndinni. Það er stutt síðan
fréttamyndir birtust á Kúbu,
se'm sýndu verkafólk frá Kúbu
við störf sín í Angðla.
Ekki var opinberlega
minnst á ástandið í Suður-
Afríku á meðan á heimsókn
Netos stóð. Samt er álitið, að
það vandamál bafi verið rætt
vandlega.
Bæði löndin hafa áður lýst
afstöðu sinni í því máli. Þau
hafa lýst stuðningi við málstað
frelsishreyfinganna í S-Afríku
Ródesíu og Namibíu, en hafa
ennfremur sagt, að þau muni
ekki senda herlið þeim til að-
stoðar, eins og gert var í
Angóla.
Þetta getur þó ekki komið í
veg fyrir, að þeir hermenn frá
Kúbu, sem enn eru í Angóla,
geti ekki unnið við þjálfun
skæruliða Þjóðfrelsishreyf-
ingar Suðvestur-Afríku, en
Kúbumenn hafa opinberlega
lýst yfir stuðningi við málstað
þeirra.
Lengi framan af stóðu her-
menn Þjóðfrelsishreyfingar-
innar höllum fæti gagnvart
öðrum skæruliðahreyfingum í
Angóla. Kúbumenn komu
þeim þá til hjálpar, en áður
höfðu Sovétmenn og þeir
Portúgalar, sem fylgdu hinni
vinstrisinnuðufrelsishreyfingu
að máli, reynt að styðja við
bakið á þeim eftir megni, en
meira mátti, ef duga skyldi.
Flutningur rúmlega tólf
þúsund hermanna frá Kúbu,
fullbúnum vopnum og
flutningstækjum tók skamman
tíma, og við það varð
loftið lævi blandið svo að stór-
veldin bæði, Rússar og Banda-
ríkjamenn, vildu ekki blanda
sér frekar í málið.
Aðeins er talið, að um 150
Kúbumenn hafi látið lífið, en
þátttaka þeirra tryggði vinstri-
mönnum sigur. Nú munu
Kúbumenn svo sjá til þess, að
fullnaðaruppbygging fari í
gang, en Angólamenn eiga
mjög fáa tæknimenntaða
menn.
in fær einungis 5% af þjóðar-
tekjum fyrir þá fórn.
i sjávarplássum umhverfis
herstöðina á Suðurnesjum
vinnur álíka margt fólk við að
skapa þjóðartekjur úr sjávar-
afla. Þeirra vinna vegur um
20% af þjóðartekjum. Af því
má sjá, að það vinnuafl, sem við
fórnum fyrir herinn, er í raun
og veru meðlag fyrir Bandarík-
in.
Undanfarið hefur verið mikil
mannekla í öllum greinum
sjávarútvegsins og fiskvinnslu,
og þar er vissulega þörf að
minnsta kosti tvö þúsund
manns til að nýta þann afla,
sem veiðist, og auka út-
flutningsverðmæti hans.
Einnig vantar vinnuafl til að
veiða og verka fjölmargar fisk-
tegundir, sem við höfum
vanrækt að nýta til þessa.
Þjóðin þarfnast þessarra tvö
þúsund manna, sem við fórnum
í herinn, og ef starf þeirra yrði
nýtt þjóðinni til gagns myndi
það örugglega vega svipað í
þjóðartekjum og starf sjó-
manna og fiskverkunarfólks á
Suðurnesjum. Ætti það að vera
algjört lágmark, að Bandaríkin
greiddu sem næmi 1% í þjóðar-
Kjallarinn
Sigurpáll Einarsson
tekjum fyrir hverja hundrað
menn, sem vinna hjá eða í
teiigslum við herinn, ef þau
vilja vera hér á annað borð með
herstöð.
Þrátt fyrir að forsætisráð-
herra og ýmsir áhrifamenn
mæli með, að varnarliðið verði
hér án þess að greiða fyrir sig,
er það fagnaðarefni, að þeir
mæla með, að þjóðin vinni
fyrir sér sjálf og komist sjálf út
úr sínum efnahagsörðugleik-
um. ..
Vissulega er þetta æðsta
boðorð hvers heiðarlegs manns,
en ósköp er tæpt á, að maður
trúi, að þessi skoðun verði að
veruleika í verki. Til þess
þyrfti að verða alger kúvending
á þeirri stefnu sem stjórnmála-
menn hafa haft undanfarin ár,
því þeir hafa allir verið þátttak-
endur í að koma því kerfi á í
þjóðfélaginu, að fleiri og fleiri
afli sér Iífsviðurværis án þess
að vinna þjóðinni gagn og að
menn sjái betri hag í að verzla
fyrir gjaldeyrinn en að afla
hans. Þetta getur hver sem er
séð með eigin augum með því
að bera saman fyrfrtæki, sem
vinna að útflutningsfram-
leiðslu annars vegar og við-inn-
flutningsfyrirtæki hins vegar.
Það er eins og stjórnmála-
menn viti ekki af því, að við
búum á mörkum hins byggilega
heims og að við þurfum að
vinna mikið til að búa við
svipuð lífskjör og eru hjá ná-
grannaþjóðum.
Það er eins og þeir vilji ekki
viðurkenna, að flestallar
nauðsynjar landsmanna eru
keyptar inn í landið fyrir það
fé, sem við fáum fyrir sjávar-
afurðir, það má sjá, að sífellt er
verið að finna upp á nýjungum
til að vinna fyrir sér. Nú þykir
meðal ungs fólks eina vitið í að
setjast á skólabekk fram undir
þrítugsaldur, og litið er á þann
mann fallinn í neðsta þrep
mannfélagsins, sem vinnur í
fiski í sumarfríinu, og algjör-
lega glataðan, ef hann frestar
námi til að vinna fyrir sér.
Hef ég sannheyrt, að fisk-
verkandi nokkur hafi falazt
eftir vinnuafli til fiskverkunar
hjá atvinnumiðlun stúdenta en
fengið það svar, að stúentar
færu ekki í svoleiðis vinnu. Á
sama tíma auglýsa þeir
vandræði sín með slagorðinu
„munið eftir atvinnuleysingj-
unum.“ Því miður hafði sú
auglýsing ekki sömu áhrif og
keimlík auglýsing frá
Sólskríkjusjóðnum hafði í
frosthörkum vetrarins. Þegar
þetta unga fólk hefur lokið
námi sínu, hverfur það út í at-
vinnulífið, o'g margt af því
gerir þjóðinni mikið gagn með
menntun sinni. En allt of
margir nota menntun sína til að
vasast í einhvers konar
bisness, og er þá ekki alltaf
spurt að því, hvernig pening-
arnir eru fengnir, enda hefur
þetta fólk ekki kynnzt skóla
lífsbaráttunnar og þekkir ekki,
hvers virði hver króna er þeim
manni, sem hefur unnið fyrir
henni með hörðum lífsreyndum
höndum.
Það er staðreynd, að jafn-
framt sem íandsmönnum fjölg-
ar, fækkar þeim, sem vinna við
útflutningsframleiðsluna. Þeim
fækkar, sem vinna fyrir þeim
gæðum, sem þjóðin þarf að
flytja til landsins, svo að unnt
sé að búa mannsæmandi lífi
hér norður við heimskaut.
Ef skoðun forsætisráðherra,
þess efnis að þjóðin verði að
vinna fyrir sér sjálf, verður
framkvæmd, þá verður framtíð
íslands björt og glæsileg.
Til að koma þeirri skoðun í
framkvæmd yrði eflaust að fá
fyrirmyndir unga fólksins,
„bisnissmennina" sem komizt
hafa í valdaaðstöður, til að taka
þjóðarheillfram yfireigin hags-
muni.
Sigurpáll Einarsson
skipstjóri, Grindavík
EIGIN ÁBYRGD
sældalistanum um þessar
mundir. En flestir hafa þó
góðar vonir um að alþingi geti
hækkað til muna í hugum
þeirra er kjósa það. Er lítil von
um að góðtemplarareglan
hlaupi slík skessustökk i
þrifnaðarátt. Og engin von
meðan núverandi forysta er við
lýði.
Templarar gefa sjálfir upp
að hlutverk þeirra sé bindindis-
boðun. Ójú, stöku sinnum koma
þeir í fjölmiðla og leggja þétt
að fólki að vera sem mest
ódrukkið. Og í flestum til-
fellum fá þeir sérstaka þóknun
fyrir þessá síendurteknu ráð-
leggingu. Og það eins þótt þeir
séu eins og þrælslitin grammó-
fónplata sem snýst sama
hringinn æ ofan í æ. Að þessu
slepptu boða þeir bara hverjir
öðrum bindindi á lokuðum
fundum að viðhöfðum allskyns
hundakúnstum. Ef templarar
eru almennt svona tæpir gagn-
vart áfenginu, að þeir þarfnist
sérstakra eldlegra brýninga,
svo þeir sökkvi ei á bólakat i
brennivíni, væri þá ekki ráð að
taka af þeim styrkinn. í staðinn
fengi einn af sérfræðingum
Flókadeildar það sérstaka hlut
"verk að halda góðtemplurum
frá drykkjuskap?
Eina staka dáð hafa þó templ-
arar drýgt sem ég sé ástæðu til
að þakka þeim fyrir. Það var
þegar þeir fluttu inn fyrstu
nektardansmeyna, sem heiðrað
hefur fósturjörð vora með ber-
strípaðri nálægð sinni. Aldrei
hef ég skilið það fólk sem gerir
sér upp agndofa hrifningu and-
spænis kaldri marmaramynd af
nakinni konu. En hneykslast
svo með hita og auknu blóð-
streymi til höfuðsins ef fyrir
augu ber, þó ekki sé nema ljós-
mynd, af fallega skapaðri konu
og nakinni. Eitthvað hlýtur að
vera brogað við þankagang
sliks fólks. En með því góð-
templarareglan í samþykktum
sinum keppist við að fullyrða
að sífellt sígi meir á ógæfu-
hliðina í þessu margfalda þrjá-
tíu ára stríði við Bakkus, þar
sem templarar þ.vkjast sjálfir
bera hita og þunga dagsins í
fremstu vígiínu, væri þá ekki
ráð að templarar gerðu sig
ánægða með þessa áratuga
löngu keðju þrotlausra -ósigra?
Og snarhættu að skipta sér af
áfengisvörnum? En einbeittu
nú brakandi þurrum kröftum
sinum að innflutningi á nökt-
um dansmeyjum. Mín vegna má
góðtemplarareglan stofna til
einkasölu á beru holdi. Templ-
arar mega vita að fallega
skapaður kvenmaður allsber
orkar ekki síður á fegurðarskyn
heilbrigðs karlmanns en hvata-
líf hans. Þó vildi ég ráðleggja
templurum að hafa einn og
einn berrassaðan karlmann, í
bland með hinu mjúka meyja-
holdi svo Rauðsokkahreyfingin
rísi ekki öndverð gegn þessum
bera og blæjulausa innflutn-
ingi.
En gamanlaust. Hvernig er
það með ykkur góðlemplara,
sem margir ætla að sitjið að
digrustum sjóðum allra félags-
samtaka í landinu? Ef þið
mætið heilum og ósviknum
Kjallarinn
Már Kristjónsson
dryKKjusjúklingi, sem hefur
misst allt sitt í vonlausri bar-
áttu i áráttuna, atvinnuna, fjöl-
skylduna, heilsuna: er fár-
veikur, óþrifinn. langsoltinn og
vansvefta. Kemur það aldrei
fyrir að þið spyrjið sjálf ykkur
sem svo: Hvað hef ég gert f.vrir
þennan umkomulausa bróður?
()g hvað hefði ég getað gert
fyrir þennan umkomalausa
bróður?
Nei, ég óttast að svona sjálf-
sagðar og skynsamlegar spurn-
ingar hafi aldrei hvarflað að
ykkur. Skynsemin mun næsta
fágætur gestur á samkomum
einstefnumanna. Og ef hún
birtist gerir hún stutt stans og
er þegar á braut, enda naumast
aufúsugestur í slíkum félags-
skap.
Ungur nam ég vísuKorn sem
mun um átta hundruð ára gam-
alt og ættað austan úr Persíu.
Seinni hluti vísunnar kemur
oft í hugann er ég virði fyrir
mér það taumlausa auglýsinga-
skrum sem sum félagasamtök
og einstaklingar hlaða að eigin
ágæti: því ágæti sem öðrum en
sérstöku innvígðu fólki er
hulið. Og mér finnst kveð-
skapurinn einlægt vera svo
tímabær og nýr af nálinni, að
ætla mætti að ferhendan væri
síðasti vikuskammturinn eftir
Ljóðasvaninn ljúfa, Flosa
Ólafsson.
En þó að yndi kossa og víns
sé valt
og verði að lokum þögn og
tóm — sem allt.
þá vit, þú ert og verður
hvað þér ber. —
Þú varst ei neitt — og þú
ei minnka skalt.
í guðs friði.
Már Kristjónsson
/V