Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 7
DACBl.Atm) — l'OSTl'DACiL'H (i. ACUST 1976. 7 r- » ^ Erlendar fréttir índland 100 börn látast á sjúkrahúsi Fjöldi nýfæddra barna hefur dáið eftir að hafa tekið bakteríu á tveimur ríkisreknum sjúkrahúsum í Nýju Dehli. Hefur þetta gerzt nokkra undanfarna mánuði, að sögn ráðamanna við annað sjúkrahúsanna. Segja þeir að sjúkdómur þessi heiti S-Newport-veiki og valdi meltingartruflun- um Ráðamennirnir sögðu að þeim hefði tekizt að komast fyrir sjúkdóm þennan og að næg lyf væru nú til gegn honum, en að enn kæmu fyrir barnadauðsföll á hinum spitalanum. Læknar hafa neitað að segja hvernig á sýkingunni hafi staðið, né láta nokkuð uppi um þá staðhæfingu þeirra sem til þekkja að um 100 börn hefðu látizt. Heilbrigðisráðuneytið hefur enn ekki viljað segja neitt um málið, en hefur þó fyrirskipað rannsókn. Soweto: Blökkumenn œtla að einangm svœðið mœ-íiw* * > y *»i • •»* * 4rÆi\% v Þessi drengur féll fyrir kúlum lögreglumanna i óeirðunum nú fyrir skömmu. Segja blökkumenn, að a.m.k. tveir menn hafi látið lífið í átökum við lögreglu í Soweto í fyrradag. Heldur ófriðlega horfir í hverfi blökkumanna við Jóhannesarborg, Soweto, og á óánægja manna nú rætur síaar að rekja til handtöku nokkurra blakkra stúdenta í gær. Að sögn heimildarmanna, að mestu blakkra fréttamanna, eru leiðtogar stúdentasamtaka blökkumanna að undirbúa að setja upp vegatálmanir til þess að hindra blakka verkamenn í að sækja vinnu inn í miðborg- inni sjálfri. Slíkar aðgerðir voru hafðar í frammi í gær, en að sögn for- ráðamanna fyrirtækja inni í borginni, bar ekki á því, að menn vantaði til vinnu að neinu marki. Segja heimildarmenn, að stúdentasamtökin ætli sér að viðhafa mun harðari aðgerðir í dag, til þess að þær megi bera tilætlaðan árangur. Mun hverjum þeim verka- manni, sem ætlar sér að sækja vinnu verða hótað hefndum. Segja leiðtogar blökkumanna, að tveir menn hafi látið lífið í átökum við lögregluna í gær, en lögreglan segist ekki vita til þess, að nokkur hafi látið lífið. Kissinger og keisarinn þinga í dag um vopnakaup Henry Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og írans- keisari munu eiga fundi í dag um „byssur-fyrir-olíu" samninga sem miða að því að efla herveldi Irans. Munu umræðurnar að mestu snúast um kaup írana á fullkomn- um hergögnum frá Bandaríkjun- um, svo sem F-15 þotum og her- skipum. Þrátt fyrir minnkandi olíusölu, vilja íranar efla herveldi sitt og reyna þannig að ná ákveðinni valdastöðu í Miðausturlöndum. Áður hefur verið skýrt frá því, að Bandaríkjamenn hyggjast selja írönum kjarnakljúfa, en þeir M Henry Kissinger situr nú fundi með íranskeisara og ræðir sölu á> vopnum og kjarnakljúfum. verða ekki til umræðu á fundin- um i dag. Járntjaldið: ítalskur vöruflutninga bílstjóri skotinn í gœr itölsk yfirvöld hafa mótmælt því harðlega við yfirvöld í Austur- Þýzkalandi, að ítalskur vöruflutningabílstjóri var skotinn til bana við íandamæri V- Þýzkalands í gær, er hann var að fara frá A-Þýzkalandi. Hefur verið krafizt fullrar skýringar á atburðinum, að sögn talsntanns italska sendiráðsins. Undanfarið hefur orðið vart aukinnar spennu á landa- mærunum og hafa landa- mæraverðir reynzt helzt til byssu- glaðir. Samkvæmt heimildum v-þýzkra yfirvalda ók Benito Corghi, 38 ára frá Rubiera i Norður Ítalíu, vöru- flutningabíl sínum yfir landa- mærin og hafði farið í gegnum tollinn vestan megin, er annar bílstjóri, sem kom á eftir honum yfir landamærin, sagði honum, að tollverðir við austurlandamærin ættu eitthvað vantalað við hann. Fréttastofa Austur-Þýzkalands, ADN, sagði að Corghi, hefði haft aðvaranir að engu og að skotið hafi verið að honum. Hann hafi særzt og dáið á sjúkrahúsi I Jena, um 70 km frá landamærastöðinni við Hirschberg í Bæjaralandi. Talsmaður ítalska sendiráðsins segir, að yfirvöldum í Austur- Þýzkalandi hafi verið afhent harðorð mótmæli. þar sent krafizt var fullrar skýringar á atburðin- um. Sendimenn eru farnii; til Jena lil þess að undirbúa heiml'lutning líks Corghis. Faeo er svarið, glæsilegt úvarl af a11sk> ns falnaði. Diinnir: Blússur, holir og peysnr. stutlir og síðir denim jakkar. hvilir jakkar. dcnini \esti. buvnapils og denini kjðlar. „huxnapilssanifestíngar". Ilerrar: Skyrtur, holir. pe\sur og mittisjakkar, léttii frakkat. I.-ðtii iakkar stulIii og siðir. eow ho.\ (leður) st ígvél. sokkar o.m.f I. (ílæsilegt úr\al af gallabnxuni fra Inega og Ktdii. lævi’s. I.e\i's i ollum iiúmeruni. 6 ára og upp úr. laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.