Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 11
 11 I DSÍ l DACI K (i AC.l'ST 1-97(5 magnsveitu Georgiu-fylkis uin hækkun á rafmagnsgjöldum til þess aó fá inn fjármagn til auk- inna fjárfestinga. Carter hélt því fram, að ekki væri þörf frekari fjárfestinga á sviði raf- magnsvirkjunar í fylkinu. í stað þess birti hann opinberar skýrslur um sparnað á sviði raf- magnsnotkunar. Þær urðu kveikjan að miklum umræðum um vöxt á sviði efnahagslífsins í heild sinni. Eftir það voru sett í lög mjög ströng ákvæði um orkusparnað í fylkinu og þau eru enn í gildi. Gerir auknar kröfur um öryggi og samdrótt auðhringa Carter hefur gagnrýnt hina opinberu stefnu i orkumálum, sem hann segir algjörlega vera í vasanum á slórum auðhring- um, sem starfa undir kjör- orðinu: ,,Enn meiri orka fyrir enn meira fé“. Hann hefur ennfremur margoft sagt, að hann telji það algjörlega óviðunandi að stór- fyrirtækin geti átt alla liði í orkuframleiðslunni og því hægan leik með að hækka orku- A'erðið. Sem kjarnorkuverkfræð- ingur hefur Carter dregið öryggisráðstafanir þær sem gerðar eru við kjarnorkuver í Bandaríkjunum verulega í efa. Fyrir utan mörg veigamikil tæknileg atriði — sem hann vill að lagfærð verði, vill hann að sérstakur fulltrúi ríkisstjórnar- innar verði á vakt í orkuverun- um allan sólarhringinn og að hann hafi umboð til þess að stöðva vinnsluna um leið og honum finnst eitthvað athuga- vert. Eru þetta mun umfangs- meiri kröfur, en áður hafa verið settar fram. 1 fylkisstjóratíð sinni beitti Carter neitunarvaldi gegn byggingu griðarstórrar stíflu í Flintánni, vegna þess að hann taldi, að hún væri bein ógnun við náttúrufegurð fylkisins og dýralíf. Jimmy Carter hefur sagt, að hann muni halda umhverfis- baráttu sinni áfram frá Hvíta húsinu og að hann muni beita sér fyrir umbótum á sviði rann- sókna og tækni. Þrátt fyrir fremur þoku- kennda stefnu í ýmsum málum, er þó víst, að hann mun greini- lega reynast harðskeyttur bar- áttumaður í umhverfismálum, a.m.k. harðskeyttari en menn hafa átt að venjast af forseta- frambjóðendum. Stöðugt gengíð á mannréttindi í V-Þýzkalandi Á síðustu árum hefur fjölgað mikið í V-Þýzkalandi allskyns lögum og reglugerðum sem stefna að því að róttækir fái ekki starf hjá ríkinu og geti þannig ekki haft óæskileg áhrif á þá er til þeirra þurfa eitthvað að sækja. Er þetta þess valdandi að um- sækjendur um opinberar stöð- ur eru yfirheyrðir og farið er gaumgæfilega yfir fortíð þeirra áður en þeir eru ráðnir. Hefur fjölda manns verið neitað um stöður hjá því opinbera á þeim forsendum þeir væru of rót- tækir. Aðallega bitnar þetta á með- limum og fyrrverandi meðlim- um i vinstrisinnuðum flokkum. Stundum þarf jafnvel ekki að hafa verið meðlimur í vinstri flokki, heldur duga minni „sakir", einungis nóg að hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum eða þvíumlíku. Sem von er hafa mál þessi vakið miklar deilur í V- Þýzkalandi og þykir mönnum sem þarna sé gengið á mann- réttindi þau sem stjórnarskráin á að tryggja, um rétt hvers og eins til menntunar og vinnu við sitt hæfi og einnig um skoðana og fundafrelsi. Eru rök þess opinbera í máli þessu þau, að þeir sem verið hafa j vinstri hópuin sem stefna að byllingu, séu ekki hæfir til að sinna störfum innan ríkisbáknsins sem þeir vilja bylta. En þó svo þessi rök- semd komi til, dugar hún alls ekki til skýringar á því hvers vegna þeim, sem verið hafa meðlimir í Sósíaldemókrata- flokknum, er einnig neitað um opinberar stöður. Sóslaldemó- krataflokkurinn er einmitt stjórnarflokkur i V- Þýzkalandi um þessar mundir og sennilega væri það engum flokki fjarlægara að starfa nokkurntíma gegn stjórnar- skránni. Hefur starfsbannið valdið miklum mótmælum utan Þýzkalands og þykir mönnum þetta bera keim af Hitlers- nasisma. Kröftugust hafa mót- mælin verið frá Frakklandi þar sem Kommúnista- og Sósíalista- BOLLI HÉÐINSSON iji '■AA 7 MARKUS ' Dómararnir við ræstingakonu dómhússins: „Eftir að hafa skoðað pappíra yðar nánar neyðumst vér til að segja yður upp störfum þar eð áframhaldandi starf yðar hér gæti stefnt hinu frjálsa og iýðræðislega skipulagi í hættu !“ flokkurinn hafa sent mótmæli til Bonn, sem hefur svarað þeim um hæl og fullyrt að Sam- bandslýðveldið væri það lýð- ræðislegasta ríki sem nokkurn tíma hafi risið á þýzkri grund. Nýlega birtist í vikuriti nokkru viðtal við ung hjón í Mið-Þýzkalandi en báðum. er neitað um vinnu hjá því opinbera, henni sem gagn- fræðaskólakennara og honum sem menntaskólakennara. Er kennslukonunni brigzlað um að hafa þann 1. maí 1973, á meðan lögreglan ruddist inn í háskól- ann í Mainz, setið ásamt fleirum inni í fólksbíl þar í grennd og voru þau líklega talinn á leið til mótmælaað- gerða sem Kommúnistaflokkur Þýzkalands gekkst fyrir! Eiginmanni hennar, mennta- skólakennara, er neitað um stöðu á þeim forsendum að á námsárum sínum starfaði hann í Sósíalíska þýzka stúdentasam- bandinu auk þess sem yfirvöld ásaka hann um að hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum sem kommúnískir hópar gengust fyrir, þar sem mótmælt var hernaði Bandaríkjamanna í Indó-Kína og ofbeldisverkum herforingjastjórnarinnar í Chile. Voru mótmælaaðgerðir þessar allar leyfðar á sínum tíma af lögrégluyfirvöldum við- komandi borga. Eru hjón þessi ekkert eins- Þátttakendur í mótmælagöng- um þora ekki annað en að hvija andlit sitt áður en haldið er af stað. dæmi og aðallega kemur þetta niður á þeim er hyggjast sækja um kennara- og lög- fræðingastöður á vegum þess opinbera. Svo langt hefur ákafi þýzkra yfirvalda gengið í því að neita vinstra- fólki um opinberar stöður, að nú er þess einnig farið að gæta hjá þýzku Sam- bandsjárnbrautunum. Eim- reiðarstjóri nokkur í Wiirzburg sem bauð sig fram fyrir hönd Þýzka kommúnistaflokksins i kosningum til fylkisþings og borgarstjórnar árin 1970 og 1972 hefur nú verið sagt upp starfi sínu hjá járnbrautunum, þar sem hann hefur starfað um nokkurra ára sekið og var búinn að vinna sig upp í yfir- eimreiðarstjórastöðu.Yfirstjórn Sambandsjárnbrautanna hefur að öllum líkindum fundizt hann stjórna eimreiðunum of komm- únískt. En eimreiðarstjóri þessi þekkir svipað dæmi frá föður sínum. Faðir hans var á sínum tíma einnig starfandi hjá þýzku járnbrautunum og jafnframt meðlimur í Kommúnistaflokki Þýzkalands. Eftir að Hitler komst til valda 1933 var faðir hans rekinn úr starfi hjá járn- brautunum eins og sonurinn nú, en ári seinna var hann ráð- inn aftur. Jafnaðarmönnum í Þýzka- landi þykir miður að fasismi sem slíkur skuli eiga sér stað á meðan þeir sjálfir eru við völd. Þó ástandið sé slæmt, þá óttast menn hvað við muni taka ef Kristilegir demókratar vinna Sambandskosningarnar í haust og komast til valda. Er þá jafnvel hald manna að þýzkur McCarthyismi hefjist í Sam- bandslýðveldinu líkt og átti sér stað í Bandaríkjunum í upphafi sjötta tugs aldarinnar. —BH fundi í sínum félögum og finnst það ekkert hafa þangað að sækja. Það nöldrar gjarnan mest sem ekkert leggur jákvætt til málanna. Annað fólk vinnur þrotlausa yfirvinnu en út- koman er sú sama og í fyrra dæminu. Svo hrekkur fólk við þegar skattseðillinn kemur og sér að það er komið í víta- hring sem það losnar ekki út úr, meðan braskarinn stendur glottandi hjá og borgar ekkert. Það þriðja sem ég vil nefna er að í a.m.k. stærri verkalýðs- félögum eru margir hópar og misjafnlega launaðir, og ef ein- hver fær hækkun heimta hinir hækkun líka. Þessi meinsemd er verst því að hún er inni hjá okkur sjálfum. Nú sé ég í nýjasta hefti Vinn- unnar, að á næsta þingi A.S.t. ætli forystumenn verkalýðs- félaganna að móta framtíðar- stefnu um gerð þjóðfélagsins. Það var nú svo. Kjallarinn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Hvernig eigum við að breyta gerð þjóðfélagsins nema að hafa meirihluta á þingi? Voru ekki lagðir fram punktar i haust, einir 14 að mig minnir, ' sem áttu að gegna sama hlut- verki? Ágætir punktar. Vissu- lega. Við biðum mánuð eftir mánuð eftir svari. Það kom eftir samningana. Allt skal hrifsað aftur áður en það er fengið. Ég segi eins og er. Ég er orðin leið á þessu kjaftæði. Á hörmungartímum lagði þjóðinn sér til munns skæði og skinn- handrit. Enn er hún ekki farin að éta pappír. 1 sömu grein í Vinnunni er talað um órofa samstöðu í verkfallsátökunum í vetur. Mikið rétt. Það hlýddu öll verkalýðsfélögin kallinu, en hver varð svo útkoman? Ég skal taka dæmi: Verkamaður hafði fyrir verk- fall 62 þús. í mánaðarlaun. Hann var !4 mánuð í verkfalli og tapaði 31 þúsundi á þeim tíma. Fékk ekki láglaunabætur og hækkaði upp í 65 þúsund. Hver sem er getur reiknað út hve lengi hann hefði verið að vinna upp krónurnar sem hann tapaði. ef hann hefði fengið að halda sínu, hvað þá eftir að verðhækkunnarskriðan féll. Nú vita þeir sem þekkja verkfalls- baráttu, að sigur eða ósigur verður ekki reiknaður í krón- um. Verkfallsbaráttan i vetur var varnarbarátta. Samningar mjög svo hóflegir. Ríkisvaldið svaraði með hnefahöggi og fylgdi því höggi eftir með skatt- skránni. Við eigum að horfast í augu við, að aðgerðin í vetur var röng eða heppnaðist ekki, svo að við verðum að reyna annað. Einhver var að tala við mig um daginn um pólitiska forystu verkalýðsins.Ég varsvo kát yfir þvi að hún skyldi vera til, að ég gleymdi að spyrja hver hún væri. Ég frétti það vonandi fljótlega. Nú spyr einhver; Hvað vilt þú gera? Ég hef marg sagt það. Ég vil leggja alla áherslu á að ná upp lágu laununum. Það kemur vafa- laust niður einhvers staðar, en það á löggjafinn að glíma við. Við eigum ekki alltaf að vera að hlaupa til ríkisstjórna og segja: „Megum við fá smá agnar litið, kakan er orðin svo stór?" Við eigum að segja: „Við vilj- um lifa af okkar 40 stunda vinnuviku. íslenskt þjóðfélag er nógu rikt til að borga fyrir okkar vinnu." Ég sagði [ grein í þessu blaði í vetur, að frelsi verkamannsins yrði að vera hans eigið verk. Það dugir hvorki að nöldra í sína bringu eða hlaupa um og segja. „Verk- fall, verkfall," bara til að gera hasar, eins og sumt yngra fólkið* gerir. Það getur verið nauðsyn- legt að beita verkfallsvopni, og enn blæs ekki þannig að það sé hægt að láta það af hendi. En nú skulum við öll snúa okkur að því að hugsa um, hvaða stefnu væntanlegt þing A.S.l. ætlar að nota. Vonandi gefst „forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar," svo að ég noti orð Vinnunnar, tækifæri til að sjá og ræða það sem fram á að leggja. Við bíðum og sjáum hvað setur. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Starfsstúlknafélagsins Sóknar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.