Dagblaðið - 23.10.1976, Blaðsíða 2
. —..............
Tvennt hefur verið einna
mest til umræðu þessa viku. í
fyrsta lagi maðurinn, sem ekki
skaut hrútinn, og í hinu laginu
símastarfsmennirnir fyrir
vestan, sem hafa neitað að
hjálpa fólki i neyð. Sem sagt,
hvort tveggja gagnmerk mál.
Það ætti að vera óþarfi að
kynna fólki sérstaklega mál
hrútalögfræðingsins, svo frægt
sem það er orðið og svo mörg
bros, sem það hefur framkallað.
Menn hafa meira að segja leyft
sér að brosa upphátt, sumir
hverjir. En málið er í hnot-
skurn það, að til er norður í
Skagafirði prívatsláturhús, sem
ekki uppfyllir þær kröfur, sem
gerðar eru til sláturhúsa.
Eigendurnir vildu engu að
síður fá að slátra þar í haust, og
lögfræðingur einn merkur kom
sunnan úr Reykjavík til þess að
láta málið til sín taka, enda
skilst mér að hann sé einn
aðstandenda nefnds af-
tökustaðar. Ekki var þó slátur-
leyfið fengið, þótt
fræðingúrinn héldi norður og
einhverjar vöflur á að það
fengist. Þá náði hann sér í
hrútlamb, tók í annað horn þess
frammi fyrir ljósmyndara og
sór að skjóta dorra með eigin
hendi (hvaðan byssan átti að
koma fylgdi ekki sögu) ef leyf-
ið ekki féngist.
Samtímis þessu var verið að
huga að málunum fyrir sunnan.
Haildór E. vissi það jafnvel og
aðrir, að oft hefur verið slátrað
við óbeysnar hreinlætisaðstæð-
ur hér á landi og er jafnvel enn,
þegar menn eru að slátra
norðan undir heima hjá sjálf-
um sér þó ekki sé nema
kæfulambinu. Svo hann taldi
ekki hundrað í hættunni og
leyfa lögfræðingnum að láta
sláturhúsið sitt starfa nú í
haust, hefur líklega ekki litist
heldur á búning hans á
myndinni — í kórónafötum og
á blankiskóm — heldur
óhentugur búningur til slátur-
starfa. Svo Halldór E. veitti
leyfið að þessu sinni og
bjargaði þannig lögfræðingnum
frá þvi að verða bekrabani.
Þar sem lögfræðingur þessi
er nú alþingismaður líka, hefur
sumum þótt hótun hans við
mállausan og óskrifandi hrút-
inn hin mesta óhæfa. Raddir
hafa verið uppi um að
maðurinn hafi hótað að fremja
lögbrot og að hann ætti aðsegja
af sér eins og Nixon.Tíminn
hefur það á dögunum eftir
„lögfróðum mönnum“ að svo
sé. Þessu vill alþingis-
lögfræðingurinn ekki una og
skrifar því Þórarni á Tímanum
bréf og biður hann að láta
starfsmann sinn, þann er
fréttina skrifaði, upplýsa
hverjir þessir lögfróðu menn
séu, og fer þar að auki
háðulegum orðum um Tíma-
Það er á allra vitorði, sem
eitthvað vita eða vilja vita,
hversu illa og ómannúðlega var
farið með ýmsa þurfalinga hér
á árum áður. Þeir voru í
rauninni réttlausir, boðnir upp
á hreppaskilum eins og óskila-
peningur, en sá var einn
munurinn, að gripirnir voru
slegnir hæstbjóðanda en þurfa-
lingarnir lægstbjóðanda. En
þótt bág væru oftast ævikjör
slíkra, munaðarleysingja,
gamalmenna og öryrkja, voru
þó aðrir vesalingar til, sem
sættu jafnvel enn verri
meðferð. Það voru þær
manneskjur sem ekki voru
heilar á geðsmunum, örvitar,
vanvitar og brjálæðingar.
Raunar má segja að ekki væri
um gott að gera þegar brjálað
fólk átti í hlut. Þá var engin
lækning þekkt á sjúkdómi þess,
engin deyfilyf til eða tiltæk, —
í einu orði sagt ekkert nema
böndin og ofbeldið. Slíkir voru
oft geymdir bundnir í úti-
húsum, moðbási eða heyhlöðu.
Eru til margar ófagrar lýsingar
hér um.
í bókinni Draumar og
dulrúnir eftir Hermann Jónas-
son. sem oftast er kenndur við
Þinge.vrar, en hann var alinn
upp í Bárðardal, er eftirfar-
andi frásiign:
„Það var veturinn
1HÖ4—18H5, er ég sá Jónu i
fvrsta sinn. Þá var það í
V
DAGBLAÐIÐ. LAUCJARDAGUR 23. OKTÖBER 1978.
\ r
LOGFRÆÐILEGT
HRÚTASKYTTERÍ
— og sérstœð samfélagsvitund
á Vestf jörðum
hróið og meðferð hans á mál-
inu. Blaðam. svarar, honum
lá það líka nær en Þórarni,
hafði enda merkt skrif sín þau
hin fyrri svo lögfræðingurinn
þurfti ekki að fara í grafgötur
hver hefði skrifað. I svari sínu
neitar blaðamaðurinn sem
vonlegt er að gefa upp þá aðila
er hann leitaði til um umsagnir
og gaf lögfræðingnum dálitla
tilsögn í blaðamennsku, sem af
bréfi lögfræðingsins til
Þórarins að ráða var ekki van-
þörf, enda er lögfræðingurinn
hættur að vera ritstjóri og var
aldrei ritstjóri nema Moggans.
Svarbréfið birtist á miðvikudag
bæði í Tímanum og Mogganum,
en í síðar nefnda blaðinu undir
fyrirsögninni TlMINN GEFUR
EKKI UPP NÖFN LÖG-
FRÆÐINGA.
Aumingja Mogginn. Þetta
blað sem talar um „sorpblaða-
mennsku annarra blaða með
vandlætingu. Skyldi nokkuð
hafa brotnað í glerhúsinu
núna?
Hitt málið úr vikunni var það
er símastarfsmenn (ég þori
ekki einu sinni að leiða getum
að því hvers kyns þeir eru) á
Islandi tilkynntu yfirvöldum
staðarins að frá ákveðnum
tilteknum tíma myndu þeir
ekki taka að sér að kalla út
slökkvilið staðarins. Hreint
prívat og persónulega tel ég
það miklu meira hneyksli en
þótt lögfræðingsgrey hóti
að skjóta hrútlamb. Eða hvar
er sómatilfinning þessa fólks?
Frétti það af drukknandi
manni, ætlar það þá bara að
láta hann drukkna af því það
Jóno Jónsdóttir
harðindatíð og mikilli ófærð, að
einhver kom inn í baðstofuna
og sagði:
„Nú eru þeir nærri komnir
með hana Jónu.“ Mér var
forvitni á að sjá brjálaða
manneskju og fór því út.
Blæddi mér þá í augun að sjá,
hve mannleg hörmung gæti
komizt á hátt stig.
Fjórir efldir karlmenn komu
með stúlkuna. Gengu þeir á
skíðum, tveir við hvora hlið
hennar, og héldu í sína taugina
hver, sem bundnar voru utan
um hana. Braut hún skíðalaus
djúpa fönnina milli þeirra I
harðneskju veðri. Og til næsta
bæjar, þaðan sem hún kom,
voru fullir tíu kílómetrar.
Þegar komið var að bæjar-
dyrunum, neitaði Jóna að far.a
inn, en þeir drógu og hrundu
henni inn úr d.vrunum. Varð
hún þá með öllu bandóð og
þvertók fyrir að fara lengra.
Þeir fóru þá að stimpast við
Jónu. Þá varð ég sjónarvottur
að þeim heljarátökum, sem eigi
er auðið að gleyma. Hún kastaði
mönnunum með beinum hand-
leggjum eins og fífuvettlingum
frá sér, hverjum á fætur öðrum
og stundum tveimur í senn, og
beitti jafnframt tönnum. Einn
þeirra var Jónas. Jónsson, er
var hinn stærsti maður, sem ég
hafði þá séð. Hann var ýmist
kallaður Jónas langi eða Jónas
prestsbróðir, enda var hann
það hvort tveggja. Var hann í
stórri og mjög þ.vkkri yfirhöfn,
og svifti Jóna st.vkki úr henni.
Hertu þeir þá sóknina og gátu
þá þrýst henni í sjálfheldu upp
við vegg — og voru ærið harð-
leiknir."
Þetta er frásögn Hermanns
KRUMMABER
RÓSBERG G. SNÆDAL
SKRIFAR
Háaloftið
stendur ekki í ærindisbréfi
þess að því beri að bjarga
honum? Eða: Ég sé logana
standa úr úr húsi granna míns.
Á ég þá bara að fara fram í
eldhús og fá mér kaffisopa af
því að þetta er ekki mitt húsa?
Hefur ekki hver einasti borgari
skyldum að gegna við meðborg-
ara sína í neyðartilfelli?
Manni dettur líka í hug hvort
slökkviliðið á Isaf. sé á þönum
allan sólarhringinn. Er örtröðin
af hringingum á
slökkviliðið svo mikil á sim-
stöðinni, að það sé aldrei
friður? Eru eldsvoðar þar fyrir
hádegi, eftir hádegi, á kvöldin
og nóttunni alla vikuna? Eg að
minnsta kosti hef engar
skýringar séð á þessari
furðulegu ráðstöfun og fyrir-
litningu á samborgurum sínum
— né heldur það fólk, sem ég
hef hitt
Eina skýringin sem ég hef
heyrt á þessu sérstæða afbrigði
samfélagsvitundar og mann-
kærleika er að þetta sé eins
konar afbrigði af sjónvarps-
verkfalli.
Sé það satt og rétt, mætti
nota um það gamla norska
spakmælið, sem hljóðar svo í
lauslegri þýðingu: „Það er þó
altént fuglsbragð að því, sagði
kerlingin; hún sauð og át staur-
inn sem krákan ' hafði setið á.“
og má nærri geta hvernig
framhaldið hefur orðið. Slíkra
manna, sem Jónu Jónsdóttur,
biðu bönd og útskúfum úr
mannfélaginu.
90 vandarhögg —
og reið heim.
A Alþingi 1697 bar þetta til
tíðiuda m.a.:
tdem var þar og strýktur
Guðmundur Guðmundsson á
Baulhúsum (í Arnarfirði) með
stórkostlegri húðlátsrefsingu,
90 vandarhögg, hverja hann vel
þoldi og sá lítið á, gekk til tjalds
síns eftir afstaðna refsingu og
fékk sér mat, tók svo hest sinn
og reið af þingi í Lundareykja-
dal, og þótti öllum stór undur
að hann svo stóra refsingu þola
skyldi og afbera."
— Eyrarannáll. —
Baulhúsa-Gvendur, en svo er
hann kallaður í sumum
heimildum um þessa
stórhýðingu, hlaut refsinguna
fyrir ljót eða ósæmileg orð um
ytirvöldin. Þetta var um svipað
leyti og Jón Hreggviðsson á
Re.vn þoldi sitt húðlát og
blíðkaðist lítt.
Baulhúsa—Gvendur hefur
sennilega ekki heldur beðið
heitt eða innilega fyrir yfir-
völdunum. þegar ann reið af
Alþingi með 90' höggin
brennandi á baki sér.
Hvað sparast eiginlega við
númerabreytinguna? Svar væri
vel begið.
Hvað spar-
ast við
númera-
breytinguna?
— hver framleiðir
númeraspjöldin?
Bifreiðareigandi skrifar:
„Það er mikið rætt um breyt-
ingu fyrirkomulags á skrán-
ingu bifreiða. Forstöðumaður
Bifreiðaeftirlits ríkisins segir
að umrædd breyting, ef fram-
kvæmd yrði, sparaði ríkinu 20
til 23 milljónir króna á ári. En
hvaða rökfærsla hefur komið
fram í hverju þessi sparnaður
er fólginn?
Þar sem bifreiðaeign lands-
manna er eins almenn og raun
ber vnni. er ekki óeðlilegt að
óskað se ettir að Bifreiðaeftir-
litið láti frá sér fara greinar-
gerð varðandi þetta mál.
Þar sem kemur fram
í hverju þessi sparnaður
er fólginn.— Upplýsingar um
það hvað ný skrásetningar-
númer mundu kosta á allar þær
bifreiðar, sem nú eru skráðar
væru vel þegnar. Þá er einnig
óskað upplýsinga um það hver
það er sem framleiðir þessi
númer, sem notuð eru í dag.
einnig hver mundi framleiða
þessi númerin.
Svo vænti ég þess að þessu
verði svarað hér á sama vett-
vangi í DB“.
Guðni Karlsson, forstöðu-
maður Bifreiðaeftirlits ríkisins
iók að sér að svara bessum
spurningum að nokkru leyti.
Árið 1971 var gerð nákvæm
tímamæling á þeirri vinnu sem
þyrfti að framkvæma með nýja
kerfinu. Síðan var reiknaður út
sá kostnaður í hlutfalli við það
sem nú er notað og reyndist
nýjanúmerakerfið sparamikla
fjármuni.
Þar fyrir utan er sá kostnaour
sem eigendur þurfa að leggja
út við umskráningar og þvíum-
líkt, sem að sögn Guðna er einn
blóðugasti þátturinn í þessu.
Ekki liggja fyrir tölur um
hvert verð hinna nýju númera
verður.en í dag kosta bílnúmer
kr. 1.300 parið. Ekki fengust
heldur nákvæmar upplýsingar
hjá Bifreiðaeftirlitinu um
hversu margir bílar væru
skráðir í landinu, en þó gátu
þeir gefið upp að nú er verið að
selja númer í kringum 51200 á
Reykjavíkursvæðinu, en ekki
er vitað hversu mörg númer
liggja ónotuð eða í
ge.vmslu.
Sá aðili sem framleiðir bíl-
númer í dag er Steðji hf. en
ekki er búið að bjóða út
framleiðslu á nýju númerunum
enda langt í land með að þau
verði tekin í notkun.
I -_____________________________