Dagblaðið - 23.10.1976, Blaðsíða 23
DAC.BLAÐIÐ. LAUC’.AKDACUR 23. OKTOBER 1976.
Utvarp
23
Sjórtvarp
•)
Þeir Einar Karl Haraldsson
Útvarpið i fyrramálið kl. 9-10,10:
HVER ER í SÍMANUM?
Spjall- og spurningaþáttur i beinu
sambandi við hlustendur
..Við höfum grun um að þorri
þjóðarinnar sofialls ekki fram að
hadegi á sunnudögum.Þess vegna
vonum við að þessi nýi þáttur
Hver er í símanum, geti orðið
skemmtilegur afþreyingarþáttur
fyrir þá árrisulu og komi jafnvel
þeim í gott skap sem eiga vont
með að vakna á morgnana."
Það er Einar Karl Haraldsson
er þetta segir en hann og kollegi
hans í fréttamennsku Árni
Gunnarsson eru að hleypa af
stokkunum nýjum símaþætti.
Þeir ætla sem sagt að þróa áfram
hugmyndina sem að baki var
Beinnar línu og þeir byrjuðu með.
Undirtitill þáttarins er Spjall
og spurningaþáttur í beinu
sambandi við hlustendur. Fyrir-
komulagið verður þannig að viss
svæði á landinu verða valin og
getur fólk þaðan hringt i land-
símastöðina á staðnum, sem gefur
svo samband við útvarpið.
„Þegar svo langt er komið
bjóðum við fólki að velja lag eftir
eigin tónlistarsmekk, auðvitað, og
spjöllum. svolítið um lífið og
tilveruna," sagði Einar. I lok
spjallsins gefum við viðmælanda
okkar kost á að velja eina
spurningu af 20. Svari hann
H
og Arni Gunnarsson ætla að
reyna á það hvort íslendingar séu
ekki manna árrisulastir á sunnu-
dagsmorgnum.
henni rétt fær hann að launum
eina breiðskífu. Sé svarið rarfgt
safnast verðlaunin í pott og næsti
getur fengið tvær jafnvel tíu eftir
því hvernig þeir sem voru á
undan hafa staðið sig“
Það er Pétur Gautur Kristjáns-
son kennari iKeflavík.semfrægur
er af þvi að svara öllum
spurningum, sem semur þær nú.
Honum finnst kominn timi til
þess að skipta um hlutverk.
Ása Jóhannesdóttir í tónlistar-
deild útvarpsins sér um að finna
lög eftir vali hlustenda.
Á þessum tima, 9 -10,10 er
minnsta álagið á símalínunum
svo að það ætti ekki að spilla
•sambandinu. Það eru
Siglfirðingar, sem fyrst fá
tækifæritil að láta í sér heyra og
nú er bara eftir að sjá hvort þeir
Einar og Arni hafa rétt fyrir sér
að Islendingar séu í essinu sínu á
sunnudagsmorgnum.
-EVI.
Pétur Gautur Kristjánsson ætlar
að skipta um hlutverk. Flestir
kannast við hann sem þann sem
svarar, nú semur hann
spurningar sem aðrir eiga að
svara.
Asa Jóhannesdóttir velur lög
fyrir hlustendur. Sá sem svarar
spurningunni, réttri sem hann
velurúr20 fær breiðskífu að
launum.
Útvarp kl. 15,00 á morgun:
Þau stóðu í svíðsljósinu
w
FYRSTI ÞATTURINN
UM LÁTNA LEIKARA
I byrjun vetrar er það jafnan
svo að af svo mörgum, nýjum og
skemmtilegum þáttumer að taka
ef kynna á dagskrárefni útvarps-
ins að maður lendir í stökustu
vandræðum. Maður vill gjarnan
vekja athygli lesenda sinna á
alltof mörgum atriðum. Einn af
þeim áhugaverðu þáttum sem
byrja í útvarpinu á morgun er
Þau stóðu í sviðsljósinu, og fjallaij
’hann um látna leikara, þaí
semrakineru æviatriði þeirra og
sagt verður frá samtfð þeirra
bæði á leiksviði og utan þess. Það
verður valið úr segulbanda- og
hljómplötusafni útvarpsins og
rætt við fólk sem þekkti listafólk-
ið.
Alfreð ásamt eiginkonu sinni
Ingu Þórðardóttur, sem einnig er
látin. Myndin er tekin af þeim
hjónum i hlutverkum þeirra í
einni af hinum vinsælu revíum
Fjalakattarins. „Allt er í lagi
lagsi minn“.
í þættinum á morgun, sem
hefst kl. 15.00, verður fjallað um
Alfreð Andrésson sem er örugg-
lega einhver bezti og vinsælasti
ggmanleikari og gamanvfsna-
söngvari' sem nokkru sinni hefur
verið uppi hér á landi, að öllum
öðrum ólöstuðum.
Alfreð þurfti ekki annað en að
sýna sig á leiksviðinu þá ætlaði
salurinn að springa úr hlátri, og
það án þess að hann væri með
nein skrípalæti í frammi.
Óskar Ingimarsson hjá leik-
listardeild útvarpsins sér um
þennan fyrsta þátt. Flutningstími
er sextíu mínútur. —A.Bj.
%
^ Sjónvarp
Laugardagur
23. október
Fyrsti vetrardagur
17.00 iþrónir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.30 Haukur i homi. Nýr, breskur
mvndaflokkur I sjö j>attum. 1. battur.
Martur rv>kkur tekur sig upp mert konu
sína og tvö börn og flyst frá Lundún-
um til borgar í Norður-Englandi. þar
som hann hefur keypt gamalt hús.
Þau hafa ekki lengi búið þar. er þau
hallast helzt að þvl að reimt só í
húsinu. Þýðandi Jón O. Edwald.
19.00 íþróttir.
Hlé.
20.00 Fréttir og veftur.
20.25 Auglýsingar og dagakré.
20.35 Ringulreift. „Epísk ópera“ i þrcmur
þáttum oftir Flosa Olafsxon o«
Maunús Inuimarsson. Pei-sónur o«
leikendur: Marinó. bóndi I Fáka-
hlið—Arni Tryuuvason. Mauðalína.
kona hans—Sigríður Þorvaldsdóttir.
Kári Belló. leynilegur elskhuui
Mauðalinu—Handver Þorláksson.
Kósamunda. innileua frænka Marinós
hónda—Inuunn Jensdóttir. Rómóla.
sérleuur sendimaður stjórnarinnar I
Spanuólíu—(luðrún Stephensen.
Verkið er skopstælinu á ýmiss konar
„listrænum" stilhriuðum o« fjölmiðl-
um. Er óðalshóndinn Marinó I Fáka-
hlið keinur heim af hestamannamót-
inu að Villihala, þar sem hann hefur
leitt uóðhest sinn. Satan. til siuurs
hiða hans óvientir athurðir. Leikstjóri
FLosi Ólafsson Uljömsveitarstjöri
Maunús Inuimarsson. Hljóð. Jón Þór
Hannesson ou Jóp Arason Lýsinu
Inuvi Hjiirleifsson. Leikmynd oj»
húninuar Björn Björnsson. Tækni-
stjóri Örn Sveinsson. Stjórn upptöku
Euill Eðvarðsson.
21.40 Ann-Margret Olsson. Sænska leik-
konan Ann-Marurel synuur ou dansar.
ou auk heniiar skemmta Tina Turner
ou The Osmonds. Þýðandi Stefán
Jökulsson.
22.30 Glœsileg fortíð. (Dreamhoat).
Bandarísk uamanmynd frá árinu 1952.
bvuuð á söuu eftir John D. Weaver.
Aðalhlutverk Clifton Webb ou Ginuer
Rouers. Háskólakennarinn Thornton
Sayre lifir friðsælu lífi ásamt Carol
dóttur sinni. Enuinn veit. að hann var
áður kunnur kvikmvndaleikari. þar til
sjónvarpsstöð tekur myndir hans til
sýninuar. Þýðandi Stefán Jökulsson.
23.50 Dagskrérlok.
Sunnudagur
24. október
„Réttur er settur“ er í sjónvarp-
inu ki. 21.45, en sá þáttur er í
umsjá laganema við Háskóla ls-
lands. Fjallað er um þá togstreitu
sem myndast við hjúskaparslit.
um forræði barna og umgengnis-
rétt við þau. Sunna 5 ára (Sunna
Jónsdóttir) er annað barnið
hjónanna.
18.00 Stundin okkar. aynd verður fyrsta
myndin af sjö um Matthías. 5 ára
dreng. sem býr i Noregi. daglegt Ilf
hansog leiki.SIðaner mynd um Molda
moldvörpu. 1 seinni hluta þáttarins er
um hirðingu w gæludýra. Að þessu
sinnier fjallað um hamstra.Ix)kssýnir
Leikbrúðuland leikþátt um 'Meistara
Jakob og tröllið Loðinbarða.
Umsjónarmenn Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar
Sefánsson. Stjórn upptöku Kristín
Pálsdóttir.
18.50 Enska knattspyman. Kynnir Bjarni
Felixson.
19.30 Hlé
20.00 Fréttir og veftur
20.25 Auglýsingar og dagskré
20.35 Davið Copperfield. Breskur mynda-
flokkur, byggður á sögu Charles
Dickens. 5. þáttur.
Þyðandi Oskar Ingimarsson.
21.25 Frá Listahátíft 1976 Anneliese
Rothenberger syngur lög eftir Robert
Sehumann. Viö hljóðfærið Gíinther
Weissenborn. Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
21.45 Réttur er settur Þáttur I umsjá laga-
nema við Háskóla íslands. Fjallað er
um þá togstreitu. er myndast við
hjúskaparslit um forræði barna og
umgengnisrétt við þau. Ung hjón
skilja og gera með sér skilnaðarsamn-
ing. sem veitir konunni forræði
tveggja barna þcirra og kveður á um
búskipti og lífeyrisgreiðslur. Skömmu
síðar hefur móðirin sambúð með
öðrum manni, og um svipað leyti
strýkur sonur hennar af heimilinu til
föður síns. Vill fyrrverandi eigin-
maður nú fá hnekkt með dómi
skilnaóarsaniningnum. Atvikalýsingu
samdi dr. Armann Snævarr. hæsta-
réttardómari. og lögfræðilegar leið-
beiningar annaðist Guðrún
Erlendsdóttir, hæstaréttarlögmaður.
Handrit sömdu Gunnar Guðmundsson
og Þorgeir örlygsson. Umsjón og
stjórn upptöku: örn Harðarson.
23.00 Aft kvöldi dags. Séra tíirgir
Asgeirsson, sóknarprestur I Mosfells-
sveit, flytur hugvekju
23.10 Dagskráriok.
Útvarpið annað
kvöld kl. 19,25:
Orðabelgur
Stjórnmóla-
kenningar
Bertrands
Russells
„Þessi þáttur veróur um stjórn-
málakenningar brezka heim-
spekingsins Bertrands Rusells
en flestir tslendingar kannast
við hann,“ sagði Hannes Gissurar-
son sem sér um þáttinn Orðabelg.
Russel olli aldahvörfum i
heimspeki en hann er einn af
upphafsmönnum svonefndrar
rökgreiningarspeki, en fylgis-
menn rökgreiningarinnar
höfnuðu öllum yfirnáttúrlegum
fyrirbærum og voru tortryggnir á
frumspekilegan heilaspuna, sem
einkenndi þýzka heimspekinga
19. aldar, t.d. Hegel og Marx.
Einkenni Russells sem
rithöfundar eru ágæt kímnigáfa,
rökvísleg og skarpleg hugsun og
hárbeitt hæðni. Russell
einangraði sig ekki við
heimspekilegar athuganir í
háskólasölum heldur lét hann sig
líka skipta baráttu dagsins og ég
mun ræða um Russell sem slíkan',
þ.e. sem boðbera frjálslyndis,
umburðarlyndis og fordómaleysis
í flestum efnum. Eg ætla í
þættinum að spjalla um eina bók
hans, sem komið hefur út á
íslenzku, Þjóðfélagið og
einstaklingurinn. Hún er útvarps-
fyrirlestrar sem hann flutti í BBC
útvarpstöðinni. Sveinn Ásgeirs-
son þýddi bókina. Síðan mun ég
geta inntaks ýmissa ritgerða
Russells t.d. um eðli vestrænnar
menningar -og samanburð á
fasisma og kommúnisma.
Hannes mun halda áfram að
leggja orð í belg i þætti sínum að
minnsta kosti fram að áramótum,
og fjalla um heimspeki,
bókmenntir og listir. -EVI.
Útvarp kl. 13,15
ó morgun:
Aðgengilegt
erindi um nýja
frœðigrein —
fiskihagfrœði
Á morgun hefst flutningur
hádegiserinda, sem ætlunin er að
verði á dagskrá útvarpsins í
vetur. Gylfi Þ. Gíslason prófessor
flytur fyrsta erindi sitt af fjórum
undir samheitinu Hvað er fiski-
hagfræði? Erindið er á dag-
skránni kl. 13.15.
Fiskihagfræði er ný fræðigrein,
sem orðið hefur til á allra síðustu
árum og aðeins kennd í þrem
löndum við norðanvert Atlants-
haf, í Noregi, á tslandi og í
Kanada.
Gylfi Þ. Gíslason er einn af
upphafsmönnum þessarar nýju
fræðigreinar og brautryðjendum.
Kennir hann þessa grein við
háskólann og hefur auk þess
samið kennslubækur um þessi
efni.
Erindi Gylfa nefnast: „Náttúru-
skilyrði til fiskveiða í Norður-
Atlantshafi”, „Hagfræði sjávarút-
vegsins“, „Sjávarútvegur í
Evrópu" og „íslenzkur sjávarút-
vegur“. —A.Bj.
„Þessi stórkostlega lista-
kona heillaði áheyrendur
sina með gullfallegum söng
(þ.e. eftir að hún var komin
■ gang) og heillandi fram-
komu".Þannig hljóðargagn-
rýni Jóns Kristins Corles
m.a. um söngkonuna Anne-
liese Rothenberger sem kom
hér á listahátið 1976. Það er
einmitt hún sem syngur
annað kvöld í sjónvarpinu
kl. 21.25.