Dagblaðið - 23.10.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.10.1976, Blaðsíða 7
DACíBLAÐIÐ. LAUC5ARDACUR 23. OKTOBKR 1976. Liege 19. október 1976. Atlunda umferð 1. deild. Antwerpen—Standard 0-0. Þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði liðin, sem eru ofarlega í 1. deildarkeppninni. Síðastliðin ár hefur Standard gengið vel í leikjum sínum við Antwerpen og á.Durne og sl. sunnudag átti Standard skilið bæði stigin. Standard lék nú skínandi góða knattspyrnu og með smáheppni hefðu mörkin hæglega getað orðið 4-5. I byrjun fyrri hálfleiks átti Tater gott skot af stuttu færi, en Trappeniers, markmaður Antwerpen, bjargaði naumlega i horn. Síðasta hálftímann sóttum við látlaust. Trappeniers bjargaði hvað eftir annað snilldarlega, og svo fór að leiknum lauk með jafntefli. RWDM—Waregem 3-0 Af þeim fjórum belgísku liðum (Anderlecht, Molenbeck, FC Brugge og Lokeren), sem leika í Evrópukeppnum nk. miðvikudag náði RWDM beztu úrslitum helgarinnar. Waregem hafði lítið að gera í hendurnar á RWDM, sem nú var í miklum ham. Lék einn sinn bezta leik á þessu keppnistímabili. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og öll eftir slæm varnarmistök. Mörk RWDM skoruðu. Lafont 1-0, Olsen 2-0 og Wellens 3-0. CS Brugge—FC Brugge KNATTSPYRNAN I BELGIU Ásgeir Sigurvinsson Brugge liðin, FC Brugge og CS Brugge, léku innbyrðis á laugardagskvöld og skildu jöfn í fjörugum og vel ieiknum leik. Fyrst i stað leit út fyrir auðveldan sigur FC Brugge og í hálfleik var staðan 2-0. Lambert skoraði fyrsta markið úr viti og Roger Davies bætti öðru við á 43. mín. Davies, sem lék áður með Derby County.áttimú sinn bezta leik frá því að hann kom til félagsins. CC Brugge var ekki á því að gefast upp fyrir „Stóra bróður" og Nasdalla skoraði tví- vegis með stuttu milbili. FC Malines—Anderlecht 1-1 Sanngjorn úrslit ef undan er skilið víti'ð, sem dómarinn, M.Schaut, gaf Anderlecht á fertugustu mínútu. Rensenbrink skoraði 1-0. Rensenbrink átti afleitan leik. Sennilega sinn versta með Anderlecht frá upphafi. FC Malines jafnaði i byrjun síðari hálfleiks og var þar Spánverjinn Aguas að verki. McKenzie, sem Anderlecht keypti frá Leeds, er enn vara- maður og virðist ganga illa að komast inn i leikskipulag Anderlecht. Courtrai—Charleroi 0-0 Daniel Mathy, markmaður Charleroi, bjargaði liðinu frá tapi og átti stórleik. Leikurinn var frekar slakur, en með góðum köflum á milli. Önnur deild: Union gerði sér lítið fyrir og sótti bæði stigin til Gent (La Gantoise). Leghait skoraði fljótlega í fyrri hálfleik og eftir það lagði Union aðaláherzlu á að verjast og halda markinu. Þetta tókst þó oft skylli hurð nærri hælum. Marteinn Geirsson vareins og klettur í vörninni og bjargaði í ófá skipti. Stefán lék einnig með og átti ágætan leik. Kveðja Ásgeir Sigurvinsson. Staðan deild. FC Brugge Antwerpen Anderlecht Standard Lierse Molenbeek Beerschot Courtrai CS Brugge Lokeren Charleroi Beveren Beringen Waregem FC Malines Winterslag FC Liege Ostende er nú þannig í 1. 8 19-6 14 8 12-9 12 8 20-7 12 8 10-7 11 8 13-11 11 8 11-5 10 8 16-14 9 8 10-9 9 8 12-14 9 8 10-9 8 8 7-9 7 8 9-12 6 8 7-13 5 8 11-15 5 8 8-14 5 8 7-10 4 8 5-13 4 8 10-20 3 „Byssur og skotfimi" í annarri útgáfu Bók sem œtti að vera skyldulestur fyrir alla er fá byssuleyfi „Byssur og skotfimi" heitir bók Egils J. Stardals, sem Bókaútgáfa Guðjóns 0. hefur sent á markað- inn í annarri prentun. Bókin kom fyrst út 1969 en var uppseld með öllu. I bókinni er að finna marg- víslegan fróðleik um byssur og meðferð þeirra. Rakin er söguleg þróun skotvopnanna, skotfimi sem íþrótt. rætt um hirðingu og meðferð skotvopna, varúðar- reglur, veiðar og náttúruvernd. Tel.ja má að bók þessi sé nauð- synleg öllum þeim sem með skot- vopn fara og hefur bætt og mun bæta úr tilfinnanlegum þekk- Grafarinn með fœðingartengurnar — ný Ijóðabók eftir Hrafn Gunnlaugsson Komin er út hjá Helgafelli ljóðabók eftir Hrafn Gunnlaugs- son. Þetta er önnur ljóðabók höf- undar, hina fyiri nefndi hann Astarljóð og hana gaf Helgafell út 1973. Grafarinn með fæðingar- tengurnar, en svo nefnir höf- undur bók sína, skiptist í þrjá kafla. Þeir nefnast: Eftir öll þessi ár, Kvæði i kross og Sláttur og sút. 1 bókinni eru 24 ljóð og er hún 74 síður. Víkingsprent prentaði. — KP Á myndinni til vinstri er sýnt fyrirbrigði sem því miður er of algengt. Tveir veiðimenn hittast og taka tal saman og byssurnar gætu líka sagt sína meiningu all óhugnaniega ef þær fengju „málið". Á myndinni til hægri sést hverniggielnir nicnn handleika byssur sínar. Það er kannski vissara að taka það fram að þess^r senur voru .leiknar fyrir framan myndavélina af þessum gömlu veiðifélögum og byssurnar voru örugglega öhludnar!! ingarskorti byssuleyftshafa um skotvopn. Auk þess sem bókin veitir margvislegan fróðleik um hinarýmsutegundir af byssum og skot í þær, fræðir hún um ýmis hjálpartæki s.s. sjónauka og sjón- aukamið, undirstöðuatriði varð- andi riffilskotfimi, hreinsun skot- vopna og ýmsar varúðarreglur. Fjallað er sérstaklega um rjúpnaveiðar og gönguferðir að' vetrarlagi, um áttavita og birt eru lög um fuglaveiðar og fugla- friðun. Það er fengur að þessari bók fyrir alla sem með byssur fara. — ASt. REGNBOGA- PLAST H/F Kársnesbraut 18 Sími 44190 Framleiöum auglýsingaskilti meö og án Ijósa. Sjáum um viögerðir og viöhald. önnumst einnig nýsmíöi og viöhald á ýmiss konar piasthlut- um. Kaupið tízku- fatnaðinn SNIÐINN Sendiö gegn póstkröfu « Nr. Mlttl: Mj.V □ □ 34 63 86 □ □ 36 65 90 □ □ 38 67 94 □ □ 40 70 98 □ □ 42 74 102 □ □ 44 78 106 □ □ 46 82 110 □ □ 48 89 114 Lltir: Terylen* □ Flauel: □ Hvítt □ Beige □ Rautt □ Grátt □ Graent □ Gráblátt □ Svart □ Brúnt BuKur = & Pils------------------------- Vesturgðtu 4 - Pósthóll »1 , Barátta hafín Nýstofnuð landhelgissam- tök halda aðalfund sinn þriðjudaginn 26. okt. kl. 20.30 í Félagsheimili prent- ara. Hverfisgötu 21. Dag- skrá: 1) Venjuleg aðalfund- arstörf — 2) Hvað er fram- undan í landhelgismálinu? Nýir félagar veikomnir. — Stjórnin. AF TILEFNIIÐNKYNNINGAR EINANGRUNARGLER : ■ - Við framleiðslu íspan-einangrunarglers eru notaðar nýjustu fáanlegar vélar og tæki og jafnan fylgzt meö nýjungum, sem fram koma erlendis viðvíkjandi gæðum og hagræðingu við framleiðsluna. □ n 0 PANTIÐ TÍMANLEGA Tvöfalt Þrefalt Höfum eigin bfl til glerf lutninga A Þéttifistar B Þéttikitti C Loftræstíng D Plastklossi c ISPAN HF. EINANGRUNARGLER FURUVÖLLUM 5 - AKUREYRI SÍMI (96)21332

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.