Dagblaðið - 27.10.1976, Síða 2
DACBLAÐIÐ. MI&VIKUDAGUR 27. OKTÚBER 197 6.
Samtal ein-
hvers staðar
úti í bœ
— það slœr oft saman símalínum á
Reykjavíkursvœðinu
Margrét Ottósdóttir hringdi:
,,Ég hef séð í blöðum, svona
af og til að fólk er að kvarta yfir
símasambandinu. Þetta hefur
einkum verið úti á landi. Það
er, eins og allir vita, mjög
slæmt að ná sambandi við
landsbyggðina oft á tíðum'
Maður verður að sitja við
símann eins og verið sé að ná í
lækni. Nú er þetta ekki aðeins
bundið við landsbyggðina. Það
hefur oft á tíðum komið fyrir
hjá mér, að ég ætla að ná í
einhvern og þá bara hér innan-
bæjar í síma, sem byrjar á 2, þá
heyrast alls konar hljóð og
ekkert samband fæst. Eg hef
númer, sem bvrjar á 1. Það
hefur margoft komið fyrir, að
reynt hefur verið að hringja til
mín, en ekkertsambandfengizt.
Svo þegar viðkomandi hefur
sagt mér frá því, að það hafi
bara verið á tali hjá mér allan
daginn, þá hef ég kannski verið
heima allan daginn og ekki lyft
upp tólinu.
Það er því ekki bara á lands-
byggðinni, sem síminn er ekki í
lagi. Það er mjög miklu ábóta-
vant hér í Reykjavík. Þar slær
oft á tíðum öllu saman og
maður heyrir tal fólks einhvers
staðar úti í bæ.“
Þessi mynd var tek!>- þega1- ' erið var að draga út vinninga hjá Happdrætti Háskólans í fyrsta skipti
með tölvu.
Tölvan miklu betri
ÖLLU MÁ
NÚ OFGERA
— hvaða tíma hafa þessir
menn til nefndarstarfa?
Ólafur Jónsson hringdi:
,,Ég var að lesa fréttina um
þessar nefndir og hverjir eru í
þeim. Það er svo sem gott og
blessað að hafa menn sem eru
afkastamiklir og geta unnið, en
öllu má nú ofgera. Hvaða tíma
hafa þessir menn til allra þess-
ara nefndarstarfa? Eg hefði nú
haldið að þessir menn væru
flestir í fastri vinnu. Þurfa þeir
kannski ekki að mæta í vinn-
una eins og aðrir á einhverjum
ákveðnum tíma? Geta þeir bara
fariö úr vinnunni og sagt: allt í
lagi, ég er að fara í aðra vinnu,
en ég kem eftir tvo tíma aftur.
Þar er ekkert skritið að þessir
menn eru aldrei við. Mér þætti
gaman að sjá framan í vinnu-
veitanda stúlku sem vinnur í
verzlun, ef hún segði að hún
ætlaði á einhvern fund frá 2-4
þegar hún á að standa fyrir
aftan afgreiðsluboðið. Ætli hún
yrði ekki fljótt látin fara og
önnur ráðin i staöinn?
Eg get ómögulega skilið
hvaða tíma þessir menn hafa til
að sitja alla þessa fundi og
verið einnig í fullri vinnu.
Svo þegar upp er staðið, þá
eru þessir menn á tvöföldum
launum, bæði frá t.d. - því
opinbera og svo fyrir nefndar-
störfin, sem enginn þarf að
segja manni að séu öll unnin
utan við venjulegan vinnutíma>
Það er ekki fræðilegur mögu-
leiki fyrir þá sem eru flestum
nefndunum.
Hvernig væri nú að hafa
svolítið aðhald í þessum
málum? Þeir menn sem vinna
hjá ríki og borg eiga ekki að
taka laun fyrir nefndarfundi,
sem þeir sitja í vinnutíma
sínum. Þetta er peningaaustur,
sem almenningi mundi aldrei
vera stætt á að þiggja, ekki einu
sinni að framkvæma svona
setur í vinnu sinni. “
Bretar tókú landið hernámi í seinni heimsstyrjöldinni og þótti
mörgum óvenjuleg sjón að sjá allt í einu brezka hermenn spígspor-
andi um allar götur og blandandi geði við landsmenn, unga sem
aldna.
Krefjumst skaðabóta fyrir
hernóm Breta á íslandi
— líkt og aðrar hlutlausar þjóðir
Helgi skrifar:
í lok heimsstyrjaldarinnar
síðari komu þjóðir saman, sigur
vegarar og sigraðir, í þeim til-
gangi að láta Þjóðverja greiða
skaðabætur fyrir innrásir
þeirra í .lönd, sem bæði háðu
stríð við þá og ekki. Þjóðverj-
ar þurftu og- þurfa enn að
greiða gífurlega skaðabætur til
þeirra landa, sem þeir hertóku.
Eg tala ekki um til Hollands
eða Belgiu, sem voru hlutlaus.
Það hlýtur öllum að þykja sann-
gjarnt, að hlutlausar þjóðir,
sem verða fyrir árásum eða
eru herteknar, eigi skilið
verulegar skaðabætur, því
tjónið sem þær verða fyrir, þó
ekki sé um að ræða annað en
þjóðfélagslegt og efnahagslegt
rask er gífurlegt og tekur oft
mannsaldra að leiðrétta, ef það
verður þá ekki varanlegt.
Við tslendingar megum ekki
gleyma því að við erum ein sú
þjóð, sem hertekin var og eru
skiptar skoðanir muþaðhyort v ið
berum þess nokkurn tima
bætur. Við vorum algjörlega
hlutlausir og ögruðum engum,
en vorum samt hertekin, svo
— vinningar koma jafnar
niður á miðana
Hörður hringdi:
„Eg var að lesa spurningu
dagsins blaðinu og það var
spurt um það hvort fólk treysti
tölvunni til að draga í
happdrættunum. Það er
nokkuð víst að tölvan getur
ekki orðið verri. Ég athugaði
þetta að gamni mínu og í 8.
flokki í SÍBS kom í ljós, að 5 af
6 50 þúsund króna vinningum
komu á númerin frá 50-60
þúsund. Þarna koma fimm
vinningar á einn tug. Mér
finnst þetta nú ekki dreifast
neitt sérlega skemmtilega á
númerin.
1 Happdrætti ríkisskulda-
bréfa í B-flokki var dregið 30.
júní ’76. Þar voru 16 vinningar
á 100 þúsund krónur. 10 af
þessum 16 komu á miða númer
120-130 þúsund. Útgefnir miðar
eru 130 þúsund. Þarna safnast
vinningar einnig á síðasta
tuginn. Mér er spurn, getur
þetta orðið verra? Ég er
hræddur um að tölvan geti
varla gert annað eins og þetta.
Svo vona ég bara að við
sjáum betur dregið úr
miðum eftirleiðis en hingað
til, það hefur ekki verið til
neins sóma. Tölvan á örugglega
eftir að koma miklu betra lagi
á þetta allt saman og drátturinn
á eftir að koma miklu jafnar
niður á miðunum. Líkurnar
aukast við svona vinnubrögð á
því að maður fái vinning.”
Raddir
lesenda
þeir, sem það gerðu, gætu notað
land vort og þjóð í þágu stríðs-
reksturs síns.
Englendingar stóðu fyrir
þessum lágkúruverknaði sem
oftar, og eigum við því rétt-
rnætar og rökrétt séð skaða-
bótakröfur á hendur þeim fvrir
verknaðinn. Mér er ekki ljóst á
hvaða vettvangi við eigum að
sækja kröfur okkar, en við
gætum líklega kært Eng-
lendinga og dæmt fyrst með
okkar dómstólum eða láta
Alþingi, eða nefnd þess hafa
frumkvæðið og síðan sækja
málið i enskum dómstólum og
jafnvel Alþjóðadómstólnum
eða Niirnberg striðsglæpadóm-
stólnum. Við höfum næga lög-
fræðinga og spekinga til að
vinna að þessu rnáli. islenzka
þjóðin. feður vorir og niðjar
eiga kröfu til stjórnvalda tmi
að þau taki þetta mál alvar-
legum og föstum tökum.
i
i