Dagblaðið - 27.10.1976, Síða 7

Dagblaðið - 27.10.1976, Síða 7
DAOBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAOUR 27. OKTÓBER 1976. 7 Erlendar fréttir L. A Hegnt með 100 tíma píanóleik 63ja ára gömul amma frá London, frú Phyllis Mary Fishwick, var í gær dæmd til að leika á pianó í 100 klukku- stundir, en hún hafði hnuplað í verzlun. Réttur i London dæmdi frú Fishwick, sem er áhugapíanó- leikari, til að leika fyrir ellilíf- eyrisþega á elliheimilum í borginni. Var það refsing fyrir að stela vörum að verðmæti rúmlega sextán punda í verzlun einni í vesturhluta borgarinnar. Kína: HÍuti fíokksins krefst lífíáts fjórmenninganna Kínverski konnnúnista- flokkurinn hefur enn ekki ákveðið formlega hver skulu verða örlög ekkju Maos formanns, Chiang Ching, og þriggja róttækra samstarfsmanna hennar, sem sökuð eru um samsæri um valdarán. Háttsettur kínverskur embættismaður skýrði frá þesu í Peking í gær- kvöld. Hann sagði erlendunt gestum i borginni frá því, að örlög fjórmenninganna yrðu ráðin á fundi miðstjórnar flokksins og yrði tilk.vnning þar að lútandi gefin út síðar. Hann nefndi ekki hvenær þetta yrði. Svokallaðir t „Kínasér- fræðingar“ á Vesturlöndum og diplómatar í Peking eru vantrúaðir á að fjórmenningarnir verði teknir af lífi, þótt talið sé víst að hluti flokksins og miðstjórnar hans áliti það réttast. Skeyti þetta sendi Enver þjóðarinnar og kommúnista- þegar hann tók við formennsku Hoxha, leiðtogi albönsku flokksins, til Hua Kuo-feng, eftir Mao. Kólnandi tengsl Kína og Albaníu? Ný merki um kóinandi sam- búð Kína og Albaníu mátti sjá í morgun, þegar það gerðisf i fyrsta skipti að Dagblað alþýð- unnar í Peking lét hjá líða að birta opinbert heillaóskaskeyti albönsku stjórnarinnar. Hluti átta hundruð þúsund manna gömru i Kanton í suðurhluta Kína þar sem lýst var yfir stuðningi viðHua Ku-feng og andstöðu við „hundanaf jóra“. Fundinum um Líbanon lokið: „Finnum nauðsynlega tryggingu friðarins” Ford/Carter: RUDDAORÐBRAGÐ Á BÁÐA BÓGA Carter teygir út hendurnar til að heilsa stuðningsmönnum sinum í Williamsburg í Virginíu unt helgina. Fundi fulllrúa Arabarikja lauk í Kairó i gærkvöldi með samþykk! þess efnis að reyna að finna „nauðsynlega tryggingu" fyrir því að hægt verði að ljúka átökunum i Líbanon sem staðið hafa í 18 mánuði. t samþykkt fundarins sagði enn fremur að nauðsynlegt væri að finna leiðir til þess að stvrkja friðargæzlusveitir Araba er fyrir eru í landinu og að þær yrðu um síðir þióvarðlið undir beinni stjórn Sarkis Líbanonsforseta. Riad formaður Samtaka Araba- ríkja, sem las fréttamönnum samþykkt fundarins, gat ekki tjáð sig um það hver ætti að fjár- magna aukningu friðargæzlu- sveitanna, en það var einna stærst deiluefna á fundinum í Saudi Arabíu í síðustu viku. Sagði Riad síðar að sjö riki, Sýrland, Norður-Yemen, Suður- Yemen, Samök Arabaríkja, Súdan, Saudi Arabía og Líbýa, ásamt Palestínumönnum hefðu samþykkt að leggja sitt af mörk- um. Transkei homsteinn apartheid Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að neita að viðurkenna sjálfstæði suðurafríska héraðsins Tran- skei, aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að stjórnvöld þar í landi höfðu lýst yfir sjálf- stæði þess. Var þetta eitt f.vrsta verk Allsherjarþingsins i upphafi umræðna unt kvnþáttamisrétti i heiminutn og hefur þolta aldrei gerzl uður í so6u sam- takanna. Fulltrúar 135 ríkja af 145 voru viðstaddir og greiddu 134 atkvæði með tillögunni. Bandaríkjamenn sátu hjá á þeim grundvelli, að þeir gætu ekki fellt sig við það, að ein- staklingum eða fyrirtækjum væri bannað að hafa hvers konar samskipti við héraðið. t>að hefui verið einn horn- sieina kynþáltastefnu Suður- \l i ;< ustjórnar að veita ákveðnum héruðuin blökku- manna sjálfstæði til þess að gela haldið þeim þar undir sinni sljörn. Ford Bandaríkjaforseti og forsetaframbjöðandi demó- krata, Jimmy Carter, rufu stutt vopnahlé í kosningabaráttunni í gær er þeir hófu á ný persónu- legar árásir hver á annan. Formælti Ford Carter á hvað sterkasta hátt til þessa með því að saka hann um reynsluleysi og að kjör hans til forseta- embættis myndi bjóða heim hættunni urn erlenda íhlutun. Asakanir þessar urðu tilefni harðskeyttra ummæla frá Carter sem sagði aö nú væri tími til köntinn f.vrir Ford að hætta að slá ryki í augu al- mennings með hernaðarmætti Bandaríkjanna. Þá sakaði Carter forsetann um að standa fyrir rógi um sig og fjölskvldu sína með því að láta dreifa dag- blöðum með rætnum teikni- myndum af honum og enn- fremur með því að bera út sögur um. að einn sona hans hefði re.vkt marijuana. Þessi auknu átök í kosninga- baráttunni koma þvert ofan i fyrri yfirlýsingar frambjóðend- anna í síðasta sjónvarpseinvigi þeirra sl. föstudag. en þá lýstu þeir því báðir yfir, að þeir tnyndu forðast sem mest allt slíkt orðbragð á síðustu dögunt kosningabaráttunnar. Fari Ródesíufundurinn í Genf út um þúfur: „Þá er stríð eina leiðin” — sagði Nkomo í Genf í gær Joshua Nkomo, einn leiðtoga ródesískra blökkumanna, sagði í Genf í gærkvöld, að ef ráð- stefnan um framtið Ródesíu sem hefst þar í borg í vikunni fari út um þúfur, sé „aðeins ein leið fær og það er raunverulegt stríð. Það verður snarpt og stutt." Nkomo lét þessi orð falla á óformlegum blaðamannafundi á hótelinu sem hann gistir á. Abel Muzorewa, biskup, sem keppir um leiösögn Afríska þjóðarráðsins við Nokomo, sagði fyrr í gær að hann teldi að ráðstefnan, sem hefst á morg- un, myndi leiða til niðurstöðu. A þessari ráðslefnu verður rætt um hvernig færa eigi völd- in úr höndum hvítra manna, sem eru í minnihluta í Ródesíu, í hendur blakkra, sem eru sex milljónir. „Við erum hingað komnir til að leysa ágreining- inn,“ sagði Nkomo við frétta- menn í gær. „Fari þessi ráð- stefna út um þúfur er aðeins ein leið fær og það er raunveru- legt stríð. Enginn kærir sig um að horfa upp á fólk drepa hvert annað.“ Ródesisku sendinefndirnar á ráðstefnunni i Genf eru fimm, fjórar undir stjörn blakkra þjöðernissinnu og ein undir stjórn Ian Smith, forsætisráð- herra minnihlutastjórnarinnar i landinu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.