Dagblaðið - 27.10.1976, Síða 12

Dagblaðið - 27.10.1976, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK 27. OKTOBER 1976 Þeir beztu koma á NM — eftir auðveldon sigur á Haukun Jóns Karlssonar og Harðar Sigmarssonar, Það er greinilegt, að Valsmenn stefna á Islandsmeistaratitilinn í handknattleiknum á þessu leik- tímabiii. Fjórði sigurinn i 1. deildinni i fjórða leiknum var auðveldur gegn „litla bróður“, Haukum úr Hafnarfirði — og Valur hefur nú náð fjögurra stiga forskoti i deildinni. Að vísu ieikið einum leik meira en önnur lið. Lokatölur urðu 26-17 eða níu marka sigur Vals. Fyrsti tap- leikur Hauka — og leikurinn þróaðist fyrst og fremst upp í markaeinvígi miiii Jóns Karls- sonar og Harðar Sigmarssonar. Valsmaðurinn Jón hafði betur eins og lið hans — Jón skorjaði 11 mörk í leiknum, einu meira en Hörður. Valsmenn byrjuðu með miklum krafti og eftir átta mín. höfðu þeir náð fjögurra marka forskoti, 6-2. Á fyrstu mínútunni voru þrjú mörk skoruð — Þorbjörn Guð- mundsson og Jón Pétur Jónsson skoruðu fyrir Val, en Hörður fyrir Hauka, svo einhver voru nú lætin í byrjun. En Valsmenn náðu fljótt yfirtökunum í leikn- um með skemmtilegum sóknar- ieik á köflum og sterkri vörn. Hins vegar var leikur Hauka ein- hæfur og framan áf virtist enginn geta skorað nema Hörður. En hann skorar líka mikið, þó mót- herjarnir hafi strangar gætur á honum, — bæði skotviss og út- sjónarsamur að komast í skotfæri. Af níu mörkum Hauka í fyrri hálfleik skoraði Hörður sjö — en hjá Val gerði Jón Karlsson það einum betur. Skoraði átta í fyrri hálfleik. Eftir að Valur náði fjögurra marka forskotinu fóru Haukar að síga á og þeim hafði tekizt að jafna í 8-8, þegar 22 min. voru af leik. En þá tóku Valsmenn góðan sprett aftur og voru þremur mörkum yfir, þegar að leikhléinu kom, 12-9. I síðari hálfleiknum réðu Vals- menn alveg ferðinni — juku for- skotið jafnt og þétt. Öll spenna. varð fljótt úr leiknum og aðeins spurning um hve stór sigur Vals- manna yrði. Þorbjörn Guðmunds- Aðstoðar Karl Jú, það er rétt. að Víkingar hafa beðið mig að aðstoða við þjálfun 1. deildarliðsins, en ég er að kanna það mál og hef ekki tekið ákvörðun. Störfum hlaðinn sagði Karl Benediktsson, hinn kunni þjálfari, þegar blaðið ræddi við hann í morgun. í gær gengu þær sögur, að Karl hefði tekið við þjálfun hjá Víking — og Rósmundnr Jónsson, sá kunni kappi, muni ieika í marki á ný. Karl Benediktsson þjálfaði Víking þrjú síðustu árin með þeim árangri, að liðið var Islands- Ben. Víkinga? meistari inn og úti, og auk þess Revkjavíkurmeistari, en í vor liætti hann þjálfun Vikinga. Hann er nú með ÍR. — Það er auðvitað sárt að sjá hve Víkings-liðinu hefur gengið illa í haust — og ég hef hug á, að gera Víkingum greiða ef ég get tímans vcgna, sagði Karl enn- fremur. Mæta á æfingar — spjalla við piltana, og re.vna að lagfæra eitt og annað, en um þjálfun liðsins er varla að ræða hjá mér. Bara skjóta — og mark! Svend Pri — fyrrum heims- meistari. Það verður margt frægra kappa á Norðurlandamótinu í badmin- ton. sem haldið verður hér í Revkjavík 20. og 21. nóvember næstkomandi. Danir senda sína sterkustu menn og frægastan ber að sjálf- sögðu að nefna sjálfan Svend Pri. f.vrrum handhafa All Englands titilsins og Danmerkur titilsins auk Norðurlandatitilsins.en þessa titla missti Pri vcgna veikinda á síðasta ári. Einnig kemur Evrópumeistar- inn Fleming Delfs og eins Morten Hansen en hann var í úrslitum á Evrópumeistaramótnu í ung- linga. Pia Nielsen er Evrópu- meistari unglinga. Lena Köppen kemur einnig en hún er þrefald- ur Norðurlanda- og Danmerkur- meistari i tvenndarkeppni. Norðmenn senda einnig sterka keppendur með Harald Nettli í fararbroddi en alls senda Norð- menn sjö þátttakendur — fjóra karlmenn og þrjár konur. Finnar senda fjóra keppendur og hugsanlegt er að háð verði landskeppni við Finnana en enn er ekki ljóst hvaða þátttakendur Sviar senda hingað á Norður- landamótið í badminton. Lubanski í pólska landsliðinu Wlodzimierz Lubanski, fræg- asti knattspyrnumaður Pólverja síðasta áratuginn, hefur verið val- inn i pólska landsliðið á ný eftir 3ja ára fjarveru frá því. Lubanski hefur verið valinn í HM-leikinn gegn Kýpur á sunnudag. Lubanski var aðalmaður Pól- lands, þegar pólska liðið tryggði sér rétt í úrslit HM 1974, en slas- aðist illa á hné og gat ekki leikið á HM. Talið var þá að ferli hans væri lokið — en Lubanski náði sér á strik og hefur 2 síðustu árin leikið i Belgíu — mcð Lokaren. Hann hefur að undanförnu sýnt snilldarleiki og er því kominn í landsliðið. Pólland er í 1. riðli HM í Evrópu ásamt Kýpur, Dan- mörku og Portúgal. Innanfélagsmót KR i badminton Jón Karlsson var 1 miKium nam gegn tiaukum í gærkvöld — skorac vörn Hauka í mark. DB-mynd Bjarníeifur. Valur hefur stiga forskc Fram — án Pálma Pálmasonar og Andrésar Bridde — var léttur biti fyrir Isiandsmeistara FH í 1. deildinni í handknattleiknum — og þar með unnu FH-ingar sinn fyrsta sigur í deildinni á þessu ieiktímabili jafnframt, sem Fram tapaði sínum fyrsta leik. Leikið var í Laugardalshöllinni í gærkvöld og lokatölur 29-23 fyrir FH. Lengi vel í leiknum þurfti/ FH-ingar ekki nema hitta mark Fram. Þá var mark — enda voru mörkin orðin 29, þegar yfir lauk. Þó byrjuðu leikmenn Fram svo sem nógu vel í leiknum. Skoruðu tvö fyrstu mörkin — og leikur FH var svolítið ráðleysislegur. .Tens Jensson elti Geir Hallsteinsson hvert sem hann fór — og framan af tókst FH ekki vel að notfæra sér þá gluíu, sem við það skapaðist í vörn Fram. Fyrsta stundarfjórðunginn var markvarzla heldur engin hjá FH — en svo kom Hjalti Einarsson sá síungi snilldarmarkvörður, í mark FH og breytingin varð mikil. Hjalti varði vel og vörnin þéttist einnig, þegar Þórarinn Ragnarsson kom inn á. FH tókst tvívegis að jafna — fyrst í 3-3, síðan 4-4, en oftast var Fram tveimur mörkum yfir. Um miðjan hálfleik stóð 7-5 fyrir Fram — og þá kom breytingin mikla. FH jafnaði í 8-8 og komst í fyrsta sinn yfir á 19 mín. 8-7. Sigurbergur jafnaði fyrir Fram — en svo kom hroðalegur kafli hjá Fram, en FH-ingar léku vel og gengu á lagið. Skoruðu næstu sex rnörk — og í leikhléi var staðan 15-9 fyrir FH. Urslit þá raunverulega ráðin. Allan síðari hluta fyrri hálf- leiksins og langt fram í þann síðari varði Guðjón Erlendsson, markvörður Fram, ekki skot og var furðulegt, að Fram skyldi ekki skipta um markvörð, því Guðjón var greinilega miður sín. FH jók líka muninn — komst sjö, síðan átta mörkum yfir, 21-13, og þá voru ekki nema 10 mín. af síðari hálfleiknum. Um tíma i síðari hálfleiknum tók Fram-liðið vel við sér og Guðjón fór að verja. Munurinn minnkaði og var aðeins þrjú mörk um tíma 25-22 fyrir FH, en aldrei var þó sigurlslands- meistaranna í hættu. Lokatölur 29-23. Knattspyrnumaðurinn kunni, Janus Guðlaugsson ,,sló i gegn“I leiknum og var ásamt Viðari Símonarsyni markahæstur. Báóir skoruðu sjö mörk. Þá lék Sæmundur Stefánsson bezta leik, sem ég hef séð hann leika með FH, og skoraði fimm mörk. Þó fekk hann slæmt högg í andlitið — og var frá vegna blóðnasa um tíma. Fram hætti gæzlunni ströngu á Geir í síðari hálfleiknum, þar sem hún hafði ekki gefizt vel. Geir sýndi ofl á tiðum snilldar- takta i leiknum — hrein unun að sjá sumar sendingar hans. Án tveggja máttarstólpa liðsins var Fram ekki til stórræða. Arnar Guðlaugsson og Guðmundur Sveinsson báru af — Jens átti spretti, en slæmar villur á milli. En það kom mest að óvart hve slök vórn Fram var í leiknum, og klai-.faleg brot varnarmanna færðu FH-ingum nokkur víti. Þá hefur Guójón ekki í annan tíma staðið sig eins illa i marki. Innanfélagsmót unglinga í bau- mintondeild KR verður lialdið laugardaginn 30. október og hefst kl. 13.00. Þátttökutilkynningar berist Reyni Þorsteinssyni. Standard Boule d’or. Belgíu, sigraði Panathinaikos, Grikk- landi, 78-62, í síðari leik liðanna í Liege í gær í Korae-bikarnum i körfuknattleik. Það mátti ekki tæpara standa — Standard sigraði samanlagt 153-152. í sömu keppni vann Cannaregio, Ítalíu, tyrkneska liðið Izmir 87-84 í f.vrri ieik liðanna. Leikmenn Fram fengu ekki oft að athafna sig á þennan hátt á línunni hjá FH — en á I)B-m.vnd Bjarnleifs er pilturinn ungi. Birgir Jóhannsson á auðum sjð og sho.-ar fyrir Frain. Danir unnu Norður-lra Danir sigruðu Norður-íra 1-0 í Alaborg í gærkvöld í fyrri leik landanna í Evrópukeppni unglingalandsiiða, 16-18 ára. Það var Kenneth Larsen, sem skoraði sigurmark Dana á 22 mín. Ahorf- endur voru 850. Island hefur þegar tryggt sér rétt í úrslit þessarar keppni, sem verður í Belgíu næsta sumar. Mörk FH skoruðu Viðar 7 ( 4 víti), Janus 7, Sæmundur 5, Árni Guðjónsson 3, Geir 3 (1 víti), Þórarinn 3 (1 víti), og Guðmund- ur Magnússon eitt mark. Mörk Fram skoruðu Arnar 8(1 víti), Guðmundur Sveinsson 7,Jens 4 og þeir Sigurbergur, Magnús- Birgir Jóhannsson og Arni Sverrisson eitt mark hver. Tveim- ur leikmönnum var vikið af leik- velli — Sæmundi og Geir, FH. Dómarar voru Björn Kristjánsson og Öli Olsen. -hsím. — þegar FH vann sinn fyrsta sigur i 1. deild i gœrkvöld. Sigraði Fram með sex marka mun og það var fyrsti tapleikur Fram

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.