Dagblaðið - 27.10.1976, Síða 15

Dagblaðið - 27.10.1976, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1976. 15 ■v Happdrœttis- vinningur sem talandi er um: Nítján ára gamall bensínafgreiðslumaóur, Robert Netto að nafni, hefur unnið á bensínstöð í bænum Watertown skammt fyrir norðan New York. Um daginn mætti hann ekki til vinnu sinnar. Og hann efast um að hann geri það í náinni framtíð. Hann fékk nefnilega einstæðan happdrættisvinning — þúsund dollara (nærri 200 þús. ísl. kr.) á hverri viku sem lengi sem hann lifir. Ef Robert nær níutíu ára aldri þýðir þetta að hann hafi fengið happdrættisvinning upp á 16 ^ mj'ljónir dollara, eða á fjórða* milljarð ísl. kr. „Það er ekki nema skiljan- legt, að hann hafi viljað fá sér frí í nokkra daga,‘‘ sögðu forráðamenn bensínstöðvar- innar, þar sem hann hefur unnið. Happdrættisviningurinn er i nýju happdrætti á vegum New York ríkis, og heitir „The Empire Stakes“. Miðinn kostar einn dal, og þú getur strax séð, hvort þú hefur unnið eða ekki, með því að núa eitt horn miðans með blýanti eða smápeningi. Ef þú átt 100 miða færðu að taka þátt i stóra útdrættinum, Fœr tvö hundruð þúsund kr. ó viku þoð sem eftir er! þar sem allir fá að minnsta kosti 5000 dollara vinning. Hæsti vinningurinn er eins og þessi sem Robert fékk, 1000 dollarar í hverri viku það sem eftir er. Robert Netto getur því horft fram á bjarta framtíð með að minnsta' kosti 800 þúsund krónur í mánaðarlaun. Eftir því sem hann verður eldri þeim mun hærri verður vinningurinn. Ef hann dæi ungur að árum fengju eftirlif- andi ættingjar hans minnst 182 millj. ísl. króna. „Ég er alveg snarruglaður,“ sagði Robert. „Ég veit ekki hvort ég held áfram að vinna eða ekki. Kannske læt ég eftir mér að ferðast eitthvað um. Eg hef einu sinni farið til Kansas City og mig langar til þess að koma þangað aftur. Það gæti líka farið svo að ég keypti bíla handa mér og eiginkonunni. Eins væri gaman að eiga sína eigin besínstöð. Nú hef ég efni á að kaupa hana.“ Robert Netto kvæntist átján ára gamalli stúlku, Judy, fyrir fjórum mánuðum, og þau hafa búið í lítilli leiguíbúð í Watertown. Þau hafa bæði haft um 60 dollara (tæplega 12 þúsund kr.) f vikulaun, hann á bensínstöðinni og hún hefur verið við peningakassa í kjörbúð.Þýtt og endursagt. A.Bj ITelly Savalas afhenti Robertl verðlaunin, og að sjálfsögðu| var atburðurinn :sýndur sjónvarpinu. UNDARLEG TILVILJUN Georg Henry Stanbridge, sem selt hefur dagblöð fyrir utan Archway neðanjarðarbrautar- stöðina í London, fór í kvikmyndahús, og þótti ekki í frásögur færandi. En þegar til kom reyndist þetta dálítið merkilegt. Einn af aðal- ,,skúrkum“ kvikmyndarinnar hét George Henry Stanbridge og seldi dagblöó fyrir utan Archway neðanjarðarbrautarstöðina í London!! Hinn raunverulegi Georg fór í mál við kvikmyndafélagið. Georginn i kvikmyndinni var morðingi, hafði meðal annars kálað eiginkonu sinni. Hinn raunverulegi Georg sagði að þetta spillti fyrir honum og bakaði honum mikillar óvin- sældir. Hann hefði ekki láns- traust lengur og mannorð hans væri i hættu. „Þetta er ekki annað en einstök tilviljun,“ segja forráðamenn kvikmyndafélagsins EMI og halda því fram statt og stöðugt að hvorki höfundur handritsins né nokkur annar tengdur fyrir- tækinu hafi haft hugmynd um að Georg Henry Stanbridge væri til í raunveruleikanum. Þetta hafi aðeins verið einskær, en óheppileg vilviljun. Kvikmyndin hefur þó ekki verið tekin af markaðinum, en ekki hefur verið tekin afstaða til hins raunverulega Georgs eða hvernig a að koma til móts við hann. OKKAR FRAMTÍÐ í REYKJAVIK HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA 1976 Birgir isleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og Svarar fyrirspurnum fundargesta 1 Laugardagur 30. október kl. 14.00. GLÆSIBÆR Laugarneshverfi og Langholt Fundarstjóri: Fundarritari: Hulda Valtýsdóttir. húsfrú Garðar Ingvarsson. hagfræðingur. 2 Sunnudagur 31. október kl. 15.30 DOMUS MEDICA Hlíða- og Holtahverfi, Austurbær og Norðurmýri Fundarstjóri: Jónas Eliasson. prófessor Fundarritari: Unnur Jónasdóttir. húsfrú 3 Mánudagur 1. nóvember kl. 20.30. ÁTTHAGASALUR HÓTELSÖGU Nes- og Melahverfi Vestur- og Miðbæjarhverfi Fundarstjóri: Hórður Sigurgestsson, •ekstrarhagfræðmgur JÍ Fundarritari: Erna Ragnarsdóttir. mnanhússarkitekt UMHVERFIÐ ÞITT Á fundunum verður: LSýning á líkönum og upp- dráttum af ýmsum borgar- hverfum og nýjum byggöa- svæðum. 2. Lftskuggamyndir af helztu framkvæmdum borgarinn- ar nú og að undanförnu. 3. Skoðanakönnun um borg- armálefni á hverjum hverfafundi og verða nið- urstöður birtar borgarbú- um eftir að hverfafundum lýkur. 4 Þriðjudagur 2. nóvember kl. 20.30. FÉLAGSHEIMILI RAFVEITUNNAR Árbæjar- og Seláshverfi Fundarstjóri. Skúli Möller. kennari Fundarritari: Ingibjórg Ingimarsdóttir. húsfrú 5 Miðvikudagur 3. nóvember kl. 20.30. FÉLAGSHEIMILI TAFLFÉLAGSINS GRENSÁSVEGI 44—46 Háaleitishverfi, Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi Fundarstjóri: Jón Magnússon, lögfræðingur. Fundarritari: Dan S.V. Wium, lögfræðingur 6 Laugardagur 6. nóvember kl. 14.00 SELJABRAUT 54 (2. hæð) Bakka- og Stekkjahverfi, Fella- og Hólahverfi, Skóga- og Seljahverfi Fundarstjóri: Magnús Jensson, byggingameistari Fundarritari: Inga Magnúsdóttir. húsfrú. -Þýtt og endurs. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.