Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.10.1976, Qupperneq 22

Dagblaðið - 27.10.1976, Qupperneq 22
1 TÓNABÍÓ I Glœpahringurinn (The organizatiun) Spennandi amerísk mynd með Sidney Poitier í aðalhlutverki. Leikst.jóri: Don Medford. Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Barbara Mcnair. Bönnuð börnum innan 16 ára. Endursýnd kl, 5, 7 og 9. I HÁSKÓLABÍÓ I Partizan M.jög spennandi og sannsöguleg niynd um baráttu skæruliða í Júgóslavíu í síðari heimsstyrjöld. Tónlist eftir Mikis Theodorakis. íslen/.kur texti. Aðalhlutverk: Rod Taylor. Adam West. Xenia Gratsos. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Islenzkur texti. Ein hlægilegasta og tryllingsleg- asta mynd ársins, gerð af háðfuglinum Mel Brooks. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. Hækkað verð BÆJARBÍÓ The Romantic English Woman Ahrifamikil brezk kvikmynd með óskarsverðlaunaleikkonunni Glendu Jackson í aðalhlutverki ásamt Michaels Caine og Helmut Berger. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. austurbæjarbíó 8 Islenzkur texti Badlands Mjög spennandi og viðburðarlk ný bandarísk kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Martin Sheen Sissy Spacek Warren Oates. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I STJÖRNUBÍÓ 8 Rauðu húfurnar DE R0DE BARETTER RX leoesoldater i AFRIKA Hörkuspennandi og ný ítölsk kvikmynd í litum og með ensku tali um líf og háttalag málaliða í Afríku. Aðalhlutverk: Ivan Rassimov, Priscilla Drake, Ange- lica Ott. Sýnd kl. 6, 8, og 10. Bönnuð innan 16ára. Spartacus .sýnd kl. 5 og 9. Isl. ti'xti. Bönnuð börnum innan 12 ára. 1 GAMIA BÍÓ Arnarborgin eftir Alistair MacLean Hin træga og vinsæla mynd með Richard Burton og Clint Eastwood. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. '--------------—-----\ HAFNARBÍÓ L. J Spœnska flugan Bráðskemmtilegur og Ijörugur sumarauki i vetrarbyrjun i spænskri sól. með Leslie Phillips og Terry -Thomas. Jslenzkur texti. Sýnd kl. 11-5-7-9 og 11. DAGBLADID. MIDVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1976. Útvarp Sjónvarp Sjónvorp kl. 21,55: Augliti til auglitis Erland Josephson, Liv Ullmann og Gunnar Björnstrand i hlutverkum sínum í „Augliti til auglitis*' Ingmars Bergmans. ELDMÓÐUR Ingmar Bergman svíkur ekki. Fyrsti þátturinn af „Augliti til auglitis" sannaði það eftirminnilega og lofaði góðu um framhaldið. Velgengni Bergmans og ágæti þátta hans má vafalaust að nokkru leyti rekja til þess, að samstarfsfólkið er yfirleitt hið sama. Það kom fram á kreditlistanum í lok fyrsta þátt- arins. Þar er Sven Nykvist, kvikmyndatökumaðurinn, e.t.v. þekktastur, og munar um minni hæfileikamenn en hann. Skemmtilegast við verk Bergmans er þó hiklaust frá- bær persónusköpun hans, sam- töl og mannlýsingar. Liv Ull mann var stórkostleg í hlut- verki Jennyar og að sögn þeirra, sem séð hafa alla þætt- ina (eða kvikmyndina, sem gerð var úr þeim og sýnd vestan hafs) verður persónutúlkun hennar magnaðri með hverjum þættinum. Ullmann var mjög sannfær- andi i hlutverki sínu. Öryggis- leysið, sem manni er gjarnt að finna í fari menntaðra Svía, skein út úr hverju augliti hennar og ekki sízt eftir atvikið með sjúklingi hennar, sem vor- kenndi lækni sínum fyrir að kunna ekki að elska. Því skaut óneitanlega að manni á miðvikudagskvöldið, að engu líkara væri en að maður væri að horfa á heim- ildakvikmynd. Það er til fjöld- inn allur af fólki, sem á við sömu vandamál að stríða og fólkið í sjónvarpsþáttum Bergmans. Hann þekkir þetta fólk, veit hvernig það hugsar og hvernig það bregzt við. Hann skilur það líka og með eldmóöi sínum, þeim eldmóði sem snill- ingum einum er gefinn, tekst honum að sýna samstarfsfólki sínu og leikurum hvernig — og hvað — það er, sem okkur er nú sýnt. Bergmansaðdáendur eru að vonum fra sér numdir af hrifn- ingu yfir „Augliti til auglitis" og það er trúa vor, að áður en þátturinn í kvöld er hálfnaður hafi aðdáendum sænska meist- arans fjölgað til muna. — ÖV. SNILLINGSINS Bilaleigan Midbarg Car Rental « Sendum i Leikfélag Kópavogs Glataðir snillingar eftir skáldsögu William Heinesen í leikformi Casper- Kochs. Leikstjóri: Stefán Baldurs- son. Þýðandi: Þorgeir Þorgeirs- son. Tónlist: Gunnar Reynir S. cinsson. Leikmynd: Sigurjón Jó- hannsson. 5. sýning sunnudag kl. 8.30. Miðasala í BóKaverzlun Lárusar Blöndal og í Félags- heimili Kópavogs kl. 5.30- 8.30. Sími 41985. Blcik áskriftarkort gilda. Blaðburðarbörn ' óskast strax Skúlagata, fró 58 Miðtún Hótún BMBIAÐW Simi 27022 Okkur vantar umboðsmenn ó: AKUREYRI, NíSKAUPSTAÐ, BORGARNESI Vinsamlegast hafið samband við umboðsmenn ó staðnum eða Dagblaðið,sími 27022

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.