Dagblaðið - 15.11.1976, Blaðsíða 1
daghlað
2. ARG. — MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1976 — 257. TBL.
RITSTJORN SIÐUMULA 12, SIMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022
[Geirfinnsmálið ISJðni SJONAR-
VOnURINN FUNDINN?
Sterkar likur benda nú til
þess, að nú sé fundinn enn
einn maður, sem sá þann, sem
hringdi úr Hafnarbúðinni í
Keflavík, kvöldið sem Geir-
finnur Einarsson hvarf hinn 19.
nóvember 1974.
Kona, sem beið í bíl fyrir
utan Hafnarbúðina um kl. 18.30
19. nóv. 1974, á meðan ungur
sonur hennar fór þar inn til að
verzla, sá mann stíga út úr bif-
reið og fara inn í búðina. Maður
sá, er i bílnum kom, fékk
lánaðan sima þar inni. Skömmu
síðar átti þessi kona leið fram
hjá veitingastofunni Þristinum
í Keflavík. Sá hún þá og þekkti
þar aftur manninn, sém kom í
bilnum að Hafnarbúðinni. Sat
hann þar, að því. er virtist að
snæðingi. Má ætla að þetta hafi
verið nærri kl. 19.
Eftir lýsingu a.m.k. eins
þeirra sjónarvotta, sem sáu
„Leirfinn" í Hafnarbúðinni um
kl. 22.30 þetta sama kvöld, og
enn í þeim tilgangi að fá
lánaðan síma, þykir sennilegt,
að um sama manninn hafi verið
að ræða, þótt ekki sé það víst.
Milli kl. 19.00 og 20.00 þetta
sama kvöld kvaddi maður dyra
í húsi einu nærri enn einum
veitingastaðnum í Keflavík.
Spurði hann um til-
tekinn mann í Keflavík. Enga
vitneskju var hægt að láta hon-
um í té um þennan mann. Bað
þá komumaður um að fá að
nota sima. Var það auðsótt mál.
Hringdi maðurinn í fjögurra
stafa númer, þ.e. innan svæðis
Keflavíkur og nágrennis. Ekk-
ert talaði hann í símann og
virtist sem ekki hefði verið
anzað.
Lýsing húsráðenda þar, sem
maðurinn fékk að hringja, á
þessum manni, fellur í öllu
tilliti saman við lýsingu þá, sem
sjónarvottar gáfu af
manninum, sem fékk að
hringja í Hafnarbúðinni. Vakti
alveg sérstaka athygli hár-
greiðsla mannsins og- klæða-
burður sem og fas hans og
framganga.
Sé svo, sem allt bendir til, að
„Leirfinnur" hafi þarna verið á
ferð, er fram kominn sjötti
sjónarvotturinn, sem sá hann
þetta kvöld.
Tiltekin atriði benda til þess,
að maður þessi hafi verið
aðkomumaður í Keflavik, og í
öll skiptin utan eitt, sem hann
sást, var hann þeirra erinda að
fá lánaðan síma. Sjötti sjónar-
votturinn er hinn eini, sem
spurður var um tiltekinn
mann.sem komumaður virtist
eiga erindi við.
-OV/BS.
Forstjóri Ferða-
skrifstofu
ríkisins biðst
Félagar í Bandalagi háskólamanna taka sér frí í dag:
Veðurstofan lömuð
— og óljósar fregnir
af ofsaroki í nánd
lausnar úr starfi
Björn Vilmundarson, forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins, hefur að
eigin ósk verið ley stur frá störfum
um stundarsakir, eða á meðan
rannsókn fer fram á.meintri aðild
hans að meintum brotum versl-
unarinnar Antík-búðin í Reykja-
vík. Dagblaðið hefur skýrt frá
þessu máli og þeirri rannsókn,
sem nú er að hefjast i því.
ólafur Steinar Valdimarsson,
fulltrúi í samgönguráðuneytinu,
sem veitti blaðinu upplýsingar
um lausnarbeiðni Björns Vil-
mundarsonar, sagði að ráðherra
hefði í gær orðið við þessari ósk,
enda væri hún í samræmi við lög
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna.
Kjartan Lárusson hefur verið
settur forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins um stundarsakir. — ÓV.
Kákasus-gerill-
inn — allra
meina bót?
- bls. 14-15
Eiginkonan verður að vinna úti
ísland láglaunaland
— börnin í hirðuleysi
A láglaunaráóstefnu sem
starfsstúlknafélagið Sókn efndi
til i Hreyfilshúsinu í gær var
þvi haldið fram að Island væri
láglaunaland. Það sem nú ætti
að keppa að væri að menn gætu
lifað hér á 40 stunda vinnuviku
— eins aðila á heimilinu, ekki
tveggja. Nú væri svo komið að
ekki væri nóg að eiginmaður-
inn yrði að vinna myrkranna á
niilli, heldur þyrfti eiginkonan
einnig að gera það og skilja
börnin eftir — jafnvel í hirðu-
leysi — svo að einhvern veginn
megi ná endum saman.
„1 Svíþjóð er kaup verka-
manns 1100 kr. á tímann eða
um 190 þús. kr. á mánuði. Húsa-
leiga f.vrir 3 herbergja íbúð í
blokk með rafmagni, hita og
sameiginlegum kostnaði er 38
þús. kr. á mánuði og barnafólk
fær allt upp í 4500 kr. styrk á
mánuði," sagði Ester Jónsdóttir
varaformaður Sóknar. „Þess
fyrir utan getur fólk fætt sig og
klætt og borgað skattana sína á
þessum launum" (hér er miðað
við isl. krónur.)
Það var hart deilt á verka-
lýðsforustuna á ráðstefnunni.
Sem dæmi um lágu launin,
sem fólki er boðið upp á hér er
hægt að taka Iðjutaxta eftir 3ja
ára vinnu. Kaupið er 71.490 kr.
á mánuði. 1 þessum starfshópi
er fólk við útkeyrslu á sendibíl-
um, birgðavörzlu og afgreiðslu,
vélgæzlu og störf við vélar sem
krefjast stillinga. Ateiknun og
sníðsla, störf sem útheimta lík-
antlega og andlega áreynslu og
sérhæfingu, pressun í efnalaug-
um.
Samkvæmt tölum hag-
fræðinga ASÍ hefur kaup
hækkað um 93% frá 1974, en
verðlag um 147%. Aðeins til að
halda i horfi frá 1. marz 1976,
þ.vrfti kaup að hækka urn 28-
30%. Annar taxti Sóknar yrði
þá 86.700 kr. í stað 67.842. EVI
Sjá nánar bls. 13.
Ríkið hleypir vöruverðinu upp
— teija innflytjendur — bls. 4
„Miskunnsamir Samverjar” fé
dekkin til baka — bis. 5
Þegar DB ætlaði að fá upp-
lýsingar um veðrið í morgun feng-
um við þau svör að veðurfræðing-
urinn væri ekki til viðtals. Þeir
eru nefnilega í Bandalagi há-
skólamanna og félagið ákvað að
leggja niður vinnu í dag. Samt
sem áður er veðurfræðingúr á
vakt á Veðurstofunni, en hann er
bara ekki til viðtals, enda þótt
heyrzt hafi af ofsaveðri í nánd.
Mest öll kennsla liggur niðri i
Háskóla íslands og nemendur
hafa það væntanlega náðugt i dag.
í dag klukkan 13.30 efnir
Launamálaráð BHM til fundar á
Hótel Sögu. Félagsmenn eru mjög
óánægðir með laun sín og segja að
laun ríkisstarfsmanna séu
30—60% lægri en laun þeirra
sem vinna á hinum frjálsa mark-
aði.
■KP.
Markús A. Einarsson veðurfræð-
ingur var á vakt á Veðurstofunni
í morgun af öryggisástæðum.
Hann mun láta okkur vita ef
veðurfar á landinu breytist óvænt
til hins verra. Hlynur Sigtryggs-
son veðurstofustjóri ræðir hér við
hann og þá væntanlega ekki um
veðrið.
DB-m.vnd Bjarnleifur.
Hvar er
óvinurinn?
Sjá kjallaragrein
Ólafs Hannibals-
sonar bls. 10—11
Jarðvarmi getur
orðið dýrari en
rándýr olía
— Hvað er til
ráða?
Sjá kjallaragrein
Magnúsar E.
Guðjónssonar
bls. 10-11
V J