Dagblaðið - 15.11.1976, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 15. NÓVEM5ER 1976.
Skemmdarvargur á ferð í Tjarnargötu:
SPARKAÐI í HURDIR NÍU BÍLA
— talsvert tjón á
Verulogar skemmdir voru
unnar á að minnsta koti níu
bílum sem stóðu við Tjarnar-
götu aðfaranótt sunnudagsins.
Einhver, sem átti leið um
götuna, gerði sér lítið fyrir og
sparkaði í hægri hurðir
Meðalvindhraðinn í Reykjavík náði tíu vindstigum
mörgum bílanna
bílanna. Sumir bílanna voru
tveggja dyra og fengu því eitt
spark en fjögurra dyra bílar
fengu beyglur á báðar hægri
hurðirnar. — Spellvirkinn mun
hafa verið fótgangandi.
Að sögn rannsóknarlög-
reglunnar er þarna um
verulegt tjón að ræða í
krónutölu. Hægt er að rétta
nokkrar huðirnar en hætt er
við því að lakkið springi þá út
og það kostarsprautun á bílana.
Sumir bílanna voru með sjald-
gæfum litum og verður því
erfitt um vik að ná rétta
blænum á nýjan leik.
Enn hefur ekkert komið
fram um hver vann þessar
skemmdir. Það eru vinsamleg
tilmæli rannsóknarlögreglunn-
ar, að ef einhver hefur orðið
spellvirkjans var láti hann lög-
regluna vita.
-AT-
Þjófur í heimsókn
á Grund:
Slapp
á sokka
leist-
unum
— skemmdir vegna veðursins urðu óverulegar
Engar verulega skemmdir urðu eitthvað af vinnupöllum. I
á mannvirkjum sunnanlands í Hafnarfirði tókst heill bílskúr i
óveðrinu sem gekk yfir á laugar- Álfaskeiðinu á loft og skall niður
daginn. í Breiðholti var þó á götuna. Skúrinn var úr tré og
talsvert um að vinnuskúrar færu brotnaði í spón. Aðeins er vitað
af stað og éinnig skemmdist um eitt slys sem varð vegna
Kópavogsbúar
Leitið ekki langt yfir skammt.
Allar nýlenduvörur með 10%
lægri álagningu en heimilt er.
Mjög ódýr egg, kr. 400,- kg.
Við erum í leiðinni að heiman
og heim.
VERZLUNIN KÓPAVOGUR
Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640
Odýr matarkaup
lkgegg 395,-
1 kg nautahakk 700.-
1 kg kindahakk 650.-
Kínverskar niðursuðuvörur á mjög góðu verði.
OPIÐ LAUGARDAGA
VERZLUNIN bRÓTTIIR k**pps,«9í 150-
KHUI IUK Simi 848*0.
veðursins Komið var með dreng
úr Breiðholtinu á slysadeild eftir
að hann hafði fengið járnplötu í
sig.
Samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar var meðal-
veðurhæðin um tíu vindstig um
miðjan dag á laugardaginn og
t útvarpinu á laugardaginn
voru bílstjórar á litlum bílum ein-
dregið varaðir við því að leggja á
Hellisheiði vegna óveðurs. Að
sögn lögreglunnar varð veður-
hæðin mest á svæðinu frá Rauða-
vatni og upp undir Skíðaskálann í
Hveradölum. Austan heiðarinnar
gætti óveðursins lítið.
RÚÐUBR0Tí
MIÐBÆJAR-
MARKAÐINUM
— engu var stolið
Rúða var brotin í sýningar-
glugga Miðbæjarmarkaðarins á
föstudagskvöld eða aðfaranótt
laugardagsins. Einungis ytri
rúðan í glugganum var brotin
þannig að ekki hefur spellvirkinn
verið í þjófnaðarhugleiðingum.
Þá voru einnig unnar skemmdir á :
sýningarkassa við verzlunina.
Að sögn lögreglunnar var
nokkuð um að unglingar
söfnuðust saman í miðbænum
samkvæmt venju á föstudags-
kvöldið. Þeir héldu sig reyndar
mest á Hallærisplaninu en allt
eins hefðu einhverjir óróasamir
krakkar getað tekið upp á spell-
virkjum eins og þessum.
-AT-
einnig nokkru eftir miðnætti.
Veruleg úrkoma fylgdi rokinu en
ekki vildu veðurfræðingar
kannast við að hún hefði orðið
neitt óvenjulega mikil.
Óveðrið gekk yfir landið í nótt.
Það mun hafa orðið verst vestan-
lands. -AT-
Vegna þessa óveðurs hættu
margir bílar við að leggja á
heiðina. Nokkrir bílar, sem ekki
voru nógu vel varðir, stöðvuðust
er bleyta komst að rafkerfinu.
Regnið varð á tímabili svo mikið
að rúðuþurrkur höfðu ekki undan
og varð því hættulegt að aka
vegna lélegs útsýnis. -AT-
Það dettur víst fáum afbrota-
mönnum í hug að leggja leið sína
á elliheimili borgarinnar í
peningaleit. Einn slíkur sniglaðist
þó inn í kjallara Elliheimilisins
Grundar á laugardaginn. Þar fór
hann inn i herbergi gamals
manns og fann þar 800 krónur
sem hann stakk á sig.
Gámla manninum, eiganda
peninganna, þótti þó krónurnar
sínar fara fyrir lítið, ef einhver
þjófur ætti að eyða þeim. Hann
tók því á sprett á eftir þjófnum.
Ekki náöi hann peningunum en
náði þó báðum skónum hans.
Þjófsi varð því að forða sér á
sokkaleistunum og hefur væntan-
lega tapað á heimsókn sinni á
Grund, því að tæplega getur hann
skóað sig fyrir 800 krónurnar.
Skórnir góðu eru nú í vörzlu
lögreglunnar og beinir hún þeim
tilmælum til eigandans að hann
nái í þá.
-AT-
Skór þjófsins sem urðu eftir þegar hann lagði leið sina á Grund.
Sveinn Þormóðsson tók þessa mynd vestur á Elliheimili í gærkvöldiþar
sem gamli sjómaðurinn á Grund kastaði sér á fætur þjófsins og
hremmdi skóna af fótum hans.
í óveðrinu:
HELLISHEIÐI VARÐ ÓFÆR
VEGNA VINDS 0G REGNS
Hefurðu séð svart drengjahjól?
Á meðan heimilisfólk sat og
horfði á sjónvarpið á fö'stdags-
kvöldið voru alls kyns ræningjar
á ferð í borginni. Fyrir utan húsið
að Rauðalæk 44 var stolið
drengjahjóli, lásinn var brotinn
upp og skilinn eftir við húsið en
hjólið var á bak og burt.
Þetta var hjól af dálítið sér-
stakri gerð, er eina hjólið sinnar
tegundar sem til er hér á landi.
Það heitir MOTO-X-ROSS, og
stendur nafnið aftan á því, — það
er kolsvart á lit með voldugum
snjódekkjum.
Þjófurinn kom ekki fótgang-
andi á Rauðalækinn á föstudag-
inn. Hann kom hjólandi á hvítum
hjólgarmi (sem málaður hafði
verið með hörpusilki) sem hann
skildi eftir.
Ef einhver kannast við að hafa
séð glænýtt svart drengjahjól með
merkinu MOTO-X-ROSS er hann
vinsamlega beðinn að gera við-
vart hjá Eggert Brekkan Rauða-
læk 44, sími er 34149, eða á rit-
stjórn DB. Heitið er góðum verð-
Hjóliö er mjög sérstakt, þaó er
kolsvart á lit og með snjódekkj-
um. A sætinu er merkið MXR.
launum handa þeim sem hefur
upp á hjólinu. A.Bj.
Konulík fannst á Hótel Sögu:
HAFÐI VERIÐ LÁTIN í FJÓRA KLUKKU-
Bilasala, bila-
skipti, bílaleiga
Leigjum út nýlega
jeppa.
Scout og Blazer
TÍMA ER K0MIÐ VAR AÐ HENNI
Það var um áttaleytið á
laugardagsmorgun sem komið
var að konu sem lá á stigapalli
3. hæðar á Hótel Sögu. Konan
var með áverka á höfði og látin.
Samkvæmt úrskurði lækna
mun hún hafa verið dáin í um
fjóra klukkutíma er komið var
að henni. Hún var 45 ára,
búsett í Kópavogi. Ekki er unnt
að skýra frá nafni konunnar
þar eð ekki hefur náðst í ætl-
ingja hennar sem eru erlendis.
,,Við höfum reglubundið
eftirlit með þeim hluta hótel-
byggingarinnar sem tilheyrir
hótelinu sjálfu," ságði Konráð
Guðmundsson hótelstjóri er DB
ræddi við hann i gærkvöld.
„Þriðja hæðin er notuð undir
aðra starfsemi svo að við fylgj-
umst ekki með henni."
Samkvæmt upplýsingum
Hauks Bjarnasonar rann-
sóknarlögreglumanns mun
dánarorsök konunnar ekki
verða ljós fyrr en krufning
hefur verið framkvæmd. Engin
ummerki í stiganum bentu til
þess að konan hefði dottið
niður hann, sem þó er alls ekki
útilokað. Krufningu konannar
verður ekki flýtt.
'Stiginn, sem konan fannst í.
er ekki teppalagður heldur
lagður steinflísum. DB spurði
Konráð Guðmundsson að því
hvort stiginn væri sérstaklega
hættulegur fólki sem hrasaði i
honunt.
„Eg tel hann ekkert hættu-
legri en aðra stiga," svaraði
Konráð. „Ef fólk dettur í
honum er fallið að vísu harðara
en í stigum sem eru teppa-
lagðir. Eg minnist þess heldur
ekki að neinn hafi slasazt þarna
þann tíma sem ég hef verið
hótelstjóri. nenia hvað ég datt
þarna einu sinni sjálfur.
.Konan, sent lézt, var ekki
skráð sem gestur á Hótel Sögu.
Enn hefur enginn gefið sig
fram sem kannast við ferðir
hennar á þessum stað.Almennt
munu hótelgestir og aðrir, sem
þar eiga leið um, nota lyftur
hússins.
-AT-