Dagblaðið - 15.11.1976, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. NÖVEMBER 1976.
Hvergi í heimmum eins gott heilsufar og þar
sem menn drekka gerilmjólk frá f æðingu
Kákasusbúar drekka geril-
mjólk eins og vatn frá barnæsku
og er algengt þar í landi að fólk
nái 110 ára aldri. Meira að segja
ná sumir allt að 150 ára aldri.
Það er aðeins á þessum eina
stað i heiminum sem heilsufar er
eins gott og raun ber vitni.
Prófessor Menkiw, sem fiefur
helgað sig rannsóknum á kefir-
gerlinum, segir að þar sem hann
sé notaður fyrirfinnist hvorki
berklar, krabbamein né melt-
ingarsjúkdómar. Dr. Drasok í
Þýzkalandi læknaði ýmsa sjúk-
dóma með gerlinum allar götur
fyrir síðari heimsstyrjöldina, m.a.
kvef og aðra öndunarfærasjúk-
dóma og blöðrusjúkdóma og
hálfan bata fékk fólk með mjög
erfiða og hættulega sjúkdóma.
Gerillinn var einnig notaður
við barnalækningar og kom í
staðinn fyrir móðurmjólkina.
Einnig var gerilmjólkin notuð til
lækningar á exemi hjá vanfærum
konum og þótti einnig koma að
góðum notum gegn krónískum
kvensjúkdómum.
Beztu eiginleikar gerilsins eru
taldir þeir að hann kemur í veg
fyrir að fæðan rotni í þörmunum
og á þann hátt læknar hann og
lengirlífið.
BIFREIÐASTILUNGAR
Við framkvæmum véla-, hjóla-,
Ijósastillingu og ballansstiUingu
á hjólbörðum
Eftirfarandi atríöi eru yfirfarín í
vélastillingu:
1. Skipt um kerti og platínur.
2. Mæld þjappa.
3. Athuguð og stillt viftureim.
4. Hreinsuð eða skipt um loftsíu.
5. Stilltur blöndungur og kveikja.
6. Mæidur startari, hleðsla og geymir.
7. Mældir kertaþræðir.
8. Stilitir ventlar.
9. Hreinsuð geymasambönd.
10. Hreinsaður öndunarventili.
11. Hreinsuð eða skipt
um bensínsíu
12. Þrýstiprufað vatnskerfi
VélastiUing sf.
AUÐBREKKU 51
KÓP. SÍMI 43140
0. ENGILBERTSSON H/F
Norsk g*
- A
tyrir hurðir
185-345 cm
fyrirligg jandi
AKARN
Sími 51103.
Heimasími 52784
Hafnarfirði
Deutsche Lektoratsbuchereí Reykjavík
Þýska bókasafnið Mávahlíð 23
Bókasýning 15. -19. nóv.
kl. 16.00-20.00.
Pappírskiljur og plaköt geta sýningargestir
fengið ókeypis.
Nýtt umboð
Neskaupstað
Kolbrún Skarphéöinsdóttir
Miðstræti 8 Sími 97-7496
BIAÐW
Hvernig er geriimjólkin
undirbúin til drykkjar?
Gerillinn er settur í hreint og
loftþétt glas með loki og hafður í
18-20° hita. Mjólk, sem áður hefur
verið hituð í ca 18°, er hellt yfir
gerilinn í glasinu. Glasið er ekki
fyllt alveg, þannig að rúm sé fyrir
kolsýruna sem myndast í mjólk-
inni.
Eftir 24 stundir er mjólkin til-
búin til neyzlu. Henni er hellt úr
glasinu í gegnum sigti þannig að
gerillinn verði eftir í sigtinu.
Síðan er hann látinn aftur í glasið
eftir að það hefur verið hreinsað,
18° heitri mjólkinni hellt yfir
aftur og sagan endurtekur sig.
Eftir einn eða tvo daga má skipta
gerlinum því hann skiptir sér og
eykst og margfaldast.
Gerilinn verður alltaf að
geyma í mjólk. Hann getur í
mesta lagi verið í tvo daga án
■ mjólkur, annars skemmist hann.
Það verður að drekka mikið af
gerilmjólkinni ef vinna á bug á
langvinnum sjúkdómum, bezt er
að drekka hálfan lítra að morgni,
um miðjan dag og að kvöldi.
Tólf stunda gerilmjólk virkar
laxerandi og við tregum hægðum
er gott að drekka slíka mjólk í
tvær til fjórar vikur. Tuttugu og
fjögurra stunda gerilmjólk virkar
eðlilega. Hægt er að nota geril-
mjólk í salat og með mat.
Gæta þarf fyllsta hreinlætis í
meðferð þeirra íláta sem mjólkin
er geymd í.
Um notkun gerilmjólkurinnar.
Viðtaugaslappleika............................1 lítri daglega
Magasár.........................1 lítri dagl., Iæknast á 2 mán.
Asma og bronkítis.................1 lítri dagl. um lengri tima.
Blóðleysi 1 1 daglega og í alvarlegri tilfellum 2 1 á dag í 3 mán.
Æðakölkun....................1 lítri daglega lagar blóðþrýsting
og heldur líkamsþunga í lagi
Exem og útbrot.....................'A lítra sé nuddað daglega
á húðina og látið þorna.
Læknast á 2—3 vikum
Gallsjúkdómar ..................1 lítri daglega í 2—6 mánuði.
A.Bj.
Hérna má sjá hvernig á að meðhöndla þennan dýrmæta geril sem okkur tókst að ná i. Það verður að
gæta þess að hafa öll áhöldin vel hrein. Hitastigið á mjólkinni á að vera um 18°. (1) Þegar mjólkin er
búin að gerjast i 24 tima er henni hellt i gegnum sigti, (2) þá verður gerillinn eftir i sigtinu. Gott er að
skola hann i volgu vatni, annars verður mjólkin of súr. (3) Geyma má sýrða mjólkina i kæli. (4) — Dr.
Sigurður Samúelsson kom með þá tillögu að í stað nýmjólkur yrði notuð undanrenna, sem er
hitaeiningasnauð. DB-myndir Bjarnleifur.