Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.11.1976, Qupperneq 17

Dagblaðið - 15.11.1976, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. MANUDACUR 15, NÓVEMBER 1976. íþróttir Iþróttir Iþróttir og á DB-mynd Bjarnleifs stekkur hann hæst i leik meö Valsiiðinu frá því hann hóf að leika með meistaraflokki. Skoraði fimm falleg mörk ézka liðsins. EZKIBJÖRNINN VAR PILLUR OG 8TIRÐUR MAI sigraði Val aðeins með eins marks mun í Evrópuleiknum á laugardag og naut þó mun hagstæðari dómgæzlu en Valsmenn var frábær á köflum og gerði sér lítið fyrir og varði þrjú vítaköst af fimm í leiknum. Tvö þeirra tók frægasti leikmaður sovézkra, Maximov, sem Óli varði — einu sinni skoraði hann, og þá munaði millimetrum að Öli næði knettin- um. Ölafur Benediktsson varði fjórumsinnummeira í leiknum en sovézki markvórðurinn, Sytchev, og sá sovézki látinn standa í marki allan leikinn. Þó hiklaust lakasti markvörður, sem leikið hefur hér með þekktu liði er- lendu. Varði aðeins sex skot i leiknum — segi og skrifa sex skot — án þess að Valsmenn næðu aftur knettinum. Tvö þessara skota voru úr algjörlega vonlaus- unt stöðum — innst í horninu hjá Bjarna Guðmundssyni. Fjórir leikmenn Vals áttu skín- andi ltíik á iaugardag. Jón Karls- son,maðurinn bak við næstum allt í sÓKnaiiuir. v ui... skoraði níu mörk, þó hann væri í strangri gæzlu t síðarí hálfleik. Þá „sló" Jón Pétur í gegn — lék sinn bezta leik með Val og skoraði fimm mörk. Óli Ben. var klettur í mark- inu — og þáttur Bjarna Guð- mundssonar verður seint metinn. Iiann tók Maximov úr umferð og gerði það svo vel, að þessi heims- frægi leikmaður sásl varla í leikn- um. Gegndi nánast hlutverki stal- ista!! í byrjun virtist lítið benda til þess, að Valsmenn mundu standa í sovézku leikmönnunum. Eftir aðeins sex mínútna leik hafði MAI náð þriggja marka forskoti, 4-1, og tveggja til þriggja marka munur hélzt að mestu út allan hálfleikinn. Minnsti munur var eitt mark, 4-5, eftir 12 mín. en mest fjögurra marka munur, 7-11, á 23ju mínútu. Staðan 11-13 í hálf- leik. MAI komst í 14-11 í byrjun síðari hálfleiks, en stuttu síðar var Iline vikið af velli i tvær mínútur. Valsmenn nýttu það vel. Jón Pétur skoraði tvívegis — Öli Ben varði víti frá Maximov, og þegar Jón Pétur skoraði enn eftir 8 mín. leik, var staðan orðin jöfn, 14-14. Barátta í hámarki — og mótstaða Valsmanna kom sovézku leikmönnunum úr jafnvægi. Þeir rifust oft innbyrðis — gerðu það reyndar mestallan leikinn, og það er nýtt að sjá hjá sovézkum. Leikur MAI var heldur ráðleysislegur — og sterkur varnarleikur Vals og markvarzla gladdi áhorfendur. Um miðjan hálfléikinn komst Valur í fyrsta skipti yfir, 16-15, en MAI skoraði tvö næstu mörk. Jón Karlsson svaraði með tveimur mörkum og Valur komst aftur yfir, 18-17. Aðeins tæpar fimm mínútur til leiksloka. Makhorine skoraði tvö mörk fyrir MAI, en Jón Pétur jafnaði 19-19. Þegar 90 sekúndur voru til leiksloka skoraði Iline og það reyndist sigurmark leiksins. Valsmönnum tókst ekki að jafna, þó svo að Iline væri aftur vísað af leikvelli. Þeir sovézku voru grófir í vörninni — hikuðu ekki við að brjóta af sér, svo lokamínútan fór mest í aukaköst. Það vantaði svo sem ekki, að norsku dómararnir flautuðu nóg í leiknum. Framan af síðari hálf- leiknum voru þeir siflautandi — en þeir tóku ekki hart á brotunum. Aðeins aukaköst í flestum tilfellum — og greinilegt að þeir dæma miklu vægar á brot.en við eigum að venjast af íslenzkum dómurum. Moskvuliðið með alla sína frægu leikmenn sýndi lítil tilþrif í leiknum. Það fór þó varla milli mála, að liðið í heild virkaði sterk- ara en Vals — en þarna sást lítið ti.l Ieikmanna, sem gladdi augað. Iþróttir Leikmenn virkuðu stirðir~hæði í hreyfingum og skapi. Ég verð að viðurkenna, að ég hef aldrei hrifist af sovézkum handknatt- leik. Þar hef ég aldrei séð þann léttleika, sem einkennandi er fyrir flest austantjaldslið— aldrei þann leikandi létta stíl, sem er svo einkennandi hjá Rúmenum, Tékkum og Júgóslövum. Mér fannst það reyndar furðuleg tíðindi i sumar, þegar Sovétríkin urðu Olympíumeistarar í hand- knattleik. En þrátt fyrir það verður róðurinn mjög erfiður hjá Valsmönnum i Moskvu eftir mánuð. Mörk Vals í leiknum skoruðu Jón Karlsson 9 (2 víti), Jón Pétur 5, Steindór Gunnarsson 2, Þor- björn Guðmundsson 2 og Bjarni Guðmundsson eitt. Fyrir MAI skoruðu Gaguine 5, Iline 4 (1 víti), Makhorine 3, Maximov 2 (1 víti), Khrypov, 2 Klimov 2, Ratnikov 1 og Tchigazev 1. -hsím. 17 róttir Celtic Þetta var bráðskemmtilegur leikur og þó Celtic-liðið væri mun meira með knöttinn í síðari hálf- leiknum tókst okkur ekki að jafna. Ipswich sigraði því með 2-1, sagði Jóhannes Eðvaldsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann i gær. Leikurinn var háður áPark- head í gær — sunnudag — og það er nýtt að leikið se á Skot- landi á sunnudegi. En það var ákaflega vei heppnað. Ahorf- endur voru um 50 þúsund á þess- um vináttuleik Celtic og Ipswich, þess liðsins á Englandi, sem vakið hefur mesta athygii siðustu vik- urnar. Bæði lið léku án hinna skozku og ensku landsiiðsmanna sinna. Dalglish og McGrain iéku ekki með Celtic—Mills, Beattie og Talbot ekki með Ipswich, en þessir ieikmenn taka þátt i HM- leikjunum á miðvikudag. Ég var framvörður í leiknum, sagði Jóhannes ennfremur, tengi- liður, og það er staða, sem ég hef haft mikinn hug á að fá að leika. Ég er ánægður með minn hlut í leiknum og finnst að það hljóti að vera góð von í að vinna þessa stöðu í Celtic-liðinu. Ég komst í gott færi í síðari hálf- leiknum, en þá var fótunum bein- línis sparkað undan mér. Það var greinilegt víti, en skozki dómar- inn dæmdi ekkert — og öðru sinni vildum við Celtic- leikmennirnir og áhorfendur einnig fá víti. Ekkert dæmt þá heldur. Þá átti ég líka gott skot á mark af nokkru færi, sem var varið vel. Celtic skoraði á undan í leiknum, Joe Craig á 15. mín. en fyrir leikhléið hafði Ipswich skorað tvívegis. Þá var Latchford tekinn úr markinu og nýi leik- maðurinn frá Morton, Baines, kom í hans stað. Við sóttum svo miklu meira í síðari hálfleiknum — Bobby Lennox lék þá í sta^í Poul Wilson,— en náðum ekki að jafna. Lið Celtic var þannig skipað í byrjun. Latchford, McClusky, Lynch, Stanton, MacDonald, Jóhannes Eðvalds- son, Doyle, Glavin, Craig, Aitken og Wilson. Stigamet Borussia Borussia Mönchengladbach, sem stefnir í þriðja meistaratitil sinn í röð í vestur-þýzku knatt- spyrnunni, setti á laugardag nýtt stigamet í Bundeslígunni með því að hijóta 23 stig í fyrstu 13 leikj- unum. 23 stig af 26 mögulegum, en slíkt hefur ekki skeð áður. Á laugardag sigraði Borussia Schaike með 2-0 á heimavelli. A- horfendur voru þar eins margir og frekast rúmast í iitlu borginni við landamæri Hollands, eða 34.500. Borussia hefur eftir þenn- an sigur fimm stiga forskot á Bay- ern Munchen, sem er í öðru sæti. Úrslit á iaugardag urðu þessi: Bayern — Saarbrucken 5-1 Duisburg — Köln 1-1 Bochum — Brunswick 1-1 Kaiserslautern — Essen 7-1 Borussia —_SchaIke 2-0 Bremen — Frankfurt 2-1 Karlsruher — Hamborg 2-2 Hertha — Tennis, Berlín 2-2 Dortmund — Dússeldorf 1-2

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.