Dagblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976.
Erlendar
fréttir
Róað
færast
yfír
Beirút
— Sýrlendingar
hafa töglin
og hagldirnar
Svimynd angistar og ótta borg-
arastyrjaldarinnar í Libanon.
Sýrlenzka herliðió í Beirút
hefur hert tök sín á borginni,
hafið að rífa niður vegatálma
og koma á röð og reglu þar sem
borgarastyrjöld hefur geisað í
nítján mánuði.
í dögun í gær komu sex sýr-
lenzk herfylki með skriðdreka
inn í miðborg Beirút eftir að
þar höfðu geisað harðir bar-
dagar um nokkurn tíma. Þeim
var þó lokið er Sýrlending-
arnir komu í samræmi við sam-
komulag aðildarríkja Araba-
bandalagsins frá fundinum í
Sádi-Arabíu í síðasta mánuði.
Beirút-útvarpið skýrði frá
því í gær að einn sýrlenzkur
hermaður hefði beðið bana og
fimrn aðrir meiðzt þegar þeir
voru að hreinsa jarðsprengjur
og dufl í verzlunarhverfi
borgarinnar.
Sex þúsund hermenn eru í
sýrlenzka gæzluliðinu.
REUTER
Danmörk:
Heyhlassið þarna á myndinni
var nýlega selt fyrir
6.333.550.000 ísl. krónur (sex
milljarða þrjú hundruð þrjátíu
og þrjár milljónir, fimm
hundruð og fimmtíu þúsund)!
Það var bóndi á Fjóni sem seldi
syni sínum heyið fyrir þessa
rosalegu upphæð. Bóndinn
bíður nú þess að fá endur-
greiddar 828.023.250 krónur í
söluskatt.
I fyrstunni tóku yfirvöld
þessari heysölu eins og hverju
öðru gríni. En þegar bóndinn
tók að ganga á eftir aurunum
sínum fór málið að vandast.
Seljandi og kaupandi voru
báðir kallaðir fyrir.
..Þetta er fuílkomlega lögleg
sala,“ sagði seljandinn Anton
Sörensen, og kaupandinn sonur
hans tók i sama streng. „Pabbi
reiknar verðið á heyinu ekki út
eins og venjulegir bændur,"
sagði hann. „Fyrsti heybagginn
kostar 32 aura, sá næsti 64, og
þriðji bagginn eina krónu og 28
aura og þannig áfram — Nú, —
heybaggarnir voru 35 þannig að
verðið fór í rúmlega 6.3 millj-
arða. Þetta er einfalt reiknings-
dæmi.“
Ríkið ekki sátt
við málið.
Stofnun sú sem endurgreiðir
söluskatt í Danmörku er ekki
alveg sátt við heyverzlun þeirra
feðganna og telur þá vera að
svíkja út fé. Þeir neita hins
vegar öllu slíku. „Eg hef alltaf
átt góð viðskipti við söluskatt-
stofnunina og því ætti það að
breytast einmitt núna?“- segir
Anton Sörensen.
Ef svo ólíklega vill til að
,.£<1 voit ekki af hvera konar völdum..." byrjar Ijóöiö um Loralai, klettinn fagra, sem skagar út í
þýzka fljótiö Rín. En ekki spillir það fegurð klettsins þegar faklœdd stúlka setzt á hann og seiöir
sjómennina sem sigla fram hjá. — Stúlkan á myndinni er reyndar ekki þýzk, heldur norsk. Hún heitir
Lillian Mueller og er leikkona. Um þessar mundir er hún við störf i Þýzkalandi og notaöi tœkifœrið
fyrir skömmu og tyllti sér á Lorelei, svona rétt til gamans fyrir sig og aöra.
VISSU KÚBANIR
FYRIRFRAM UM
M0RÐIÐ Á
Heyhlass selt á
6.3 milljarða!
feðgarnir fái 828 milljónirnar peningaupphæðin gefur af sér festa í brynningartækjum sem
sínar greiddar út, þurfa þeir milljónir i vexti á ári. „Eg er kostuðu um tvær milljónir,"
ekki að kvíða framtíðinni því að reyndar þegar búinn að fjár- sagði faðirinn fyrir skömmu.
pao er svo sem engin furða þó að feðgarnir józku séu grunaðir um að æfla að svindla út fé með þessari
rosasölu á nokkrum heyböggum.
Sérstök þingnefnd i Fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings hefur
farið fram á að fá að kanna
ríkisskjöl þar sem staðhæft
mun vera að Lee Harvey
Oswald hafi sagt embættis-
mönnum á Kúbu að hann hefði
í huga að myrða John Kennedy
forseta.
Þessi þingnefnd er nýskipuð
og á að fjalla um rannsóknir á
morðum í framtíðinni. Yfir-
maður hennar, Thomas Down-
ing, sagði í nótt að nefndin
myndi kanna þetta skjal til
hlítar. Það er ættað frá FBI,
nánast minnismiði frekar en
fínt plagg og mun hafa verið
ritað árið 1964. Skjalið fannst
nýlega meðal annarra ríkis-
skjala.
Lee Harvey Oswald, meintur
morðingi Kennedys Banda-
ríkjaforseta.
J. KENNEDY?
Stjómarandstaðan
sigraði í Quebec
— hlaut hreinan meirihluta
Stjórnarandstöðuflokkurinn
í Quebec í Kanada, Quebecois,
vann glæsilegan sigur í
kosningum sem voru haldnar í
fylkinu í gær og nótt. Jafnvel
forsætisráðherrann, Robert
Bourassa sem tilheyrir Frjáls-
lynda flokknum missti þingsæti
sitt.
Þremur klukkustundum eftir
að kjörstaðir lokuðu kom í ljós
að stjórnarandstaðan hafði
hlotið 56 af 110 þingsætum á
fylkisþinginu og get'ur því
myndað meirihlutastjórn.
Flokkurinn hefur yfirburði í 14
kjördæmum.
Frjálslyndi flokkurinn, sem
var við stjórn, hafði 96 þingsæti
síðasta kjörtímabil. Hann hlaut
aðeins 20 sæti á þingi og sigraði
í átta kjördæmum. Þriðji
stærsti flokkurinn í Quebec,
sem er eins konar þjóðernis-
sinnaflokkur, fékk sjö menn
kjörna. Smærri flokkar hirtu
hin þingsætin.
Quebecoisarnir hafa að
undanförnu barizt fyrir því að
Quebec verði frjálst ríki og.
kljúfi sig þar með frá hinum
fylkjunum í Kanada. Nú er
sem sagt spurningin sú hvort
flokkurinn fylgi baráttumáli
sínu eftir og krefjist sjálfstæðis'
fylkinu til handa en þar er
meirihluti íbúanna frönsku-
mælandi.