Dagblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÖVEMBER 1976. UBIAÐW \frfálst, úháð dagblað Utgefandi DagblaAið hf. Framkvwnidastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Stoinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannos Roykdal. Handrít: Ásgrímur Palsson. Blaöamonn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasólu 60 kr. eintakiö. Ritstjóm Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgroiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hff., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmirhf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Bretar út hinn fyrsta Heimsókn Gundelachs,- fram- kvæmdastjóra hjá Efnahags- bandalaginu, til íslands fyrir helg- ina sýndi okkur fram á, að við getum hreinsað erlend veiðiskip úr fiskveiðilögsögu okkar, ef við höfnum óskhyggju um aflamagn og gróða af veiðum á miðum annarra þjóða. Gundelach gætti sín á að flækja sig ekki inn í hið sér-brezka böl þorskastríðanna. Hann marg- ítrekaði, að hann væri ekki fulltrúi neins ríkis innan Efnahagsbandalagsins, heldur heils ríkjahóps með mismunandi fiskveiðihagsmuni. Mönnum létti líka mjög, þegar Gundelach sagðist ekki vera kominn til að semja um framhald veiðiheimilda Breta eftir 1. desem- ber. Hans verksvið væri allt annað, að hefja viðræður um framtíðarskipan fiskveiði á haf- svæðum Vestur-Evrópu. Til vinstri er Tongsun Park sjálfur. Fyrir ofan eru Edwards ríkisstjóri í Lousiana og kona hans. Hún báði peningagjöf frá Park. SUÐUR-KÓRESKU SAMBÖNDIN Það virðist því ljóst, að 200 mílurnar verði að raunveruleika 1. desember gagnvart Bretum. í því felst mikill sigur og ánægjulegur. Bretar virðast ekkert geta gert gegn afnámi veiðiheim- ildanna, því að þeir hafa framselt Efnahags- bandalaginu hagsmuni sína. Þrátt fyrir þetta megum við ekki halda, að samskiptin við Efnahagsbandalagið verði dans á rósum. Bandalagið er einmitt frægt fyrir efnahagslegar þvinganir og kalda valdastefnu. Það er ekki auðvelt að trúa orðum Gundelachs um, að bandalagið hafni efnahagslegum þving- unum gegn íslandi. Við skulum að minnsta kosti vera slíku við- búin. Ef við sjáum síðar glitta í efnahagslegar þvinganir, megum vió ekki láta þær á okkur fá. Hugsanlegt er, að Efnahagsbandalagið vilji venja okkur betur við tollfríðindin, sem við höfum notið síðan í sumar, og gera okkur háðari þeim, áður en það íætur til skarar skríða. En um sinn er ljóst, að viðræður um gagn- kvæm fiskveiðiréttindi hljóta að beinast í far- veginn: Króna fyrir krónu. Efnahagsbanda- lagið mun bjóða fiskveiðiréttindi fyrir íslend- inga við Grænland og í Norðursjó gegn fisk- veiðiréttindum fyrir sín ríki á Islandsmiðum. I þeim viðræðum skiptir okkur mestu að ofmeta ekki hagsmuni okkar af veiðimöguleik- um á miðum annarra þjóða. Þeir skipta okkur sáralitlu, næstum engu, í samanburði við hags- muni okkar af að losna við útlendinga af okkar eigin miðum. Það er raunar lítt skiljanlegt, hversu mikla áherzlu Morgunblaðið og sjávarútvegsráðherra leggja á þessa fjarlægu og langsóttu hagsmuni. Vandi okkar felst aftur á móti í ofveiði er- lendra skipa á íslandsmiðum. Við megum ekki framselja sigurinn í fiskveiðideilunni, því að ofveiðin á íslandsmiðum er alvarlegasta málið. Bezt er, að hver búið að sínu. Bezt er, að við látum aðrar þjóðir í friði á þeirra miðum og að við gerum um leið sömu kröfur til þeirra. Eftir hálfan mánuð eigum við að vera lausir vý3 Breta af Islandsmiðum. Og þá er næsta málið að losna við Vestur-Þjóðverja. Við skulum ekki víkja af þeirri leið, sem við erum nú á. Hann ekur um höfuðborg Bandarikjanna í Mercedes Benz- inum sínum, — eða Jagúarnum eða Lincoln Continentalnum eða Rolls Roycinum sínum. íbúðar- húsið hans í Rock Creek Park kostar um 90 milljónir króna, á veggjunum hanga verk eftir Chagalls og Picasso, og hljóm- flutningstækin kosta ekki minna en 6 milljónir. Maðurinn er Tongsun Park, 41 árs gamall Suður-Kórei, mennt- aður í Georgetown háskólanum og í innsta hring meðal frægs fólks. Laust eftir síðustu mánaðamót skýrðu bandarískir leyniþjón- ustumenn óopinberlega frá því, að Park væri njósnari s-kóresku stjórnarinnar. Leyniþjónustu- mennirnir sögðu ennfremur, að Park og aðrir samlandar hans gæfu þingmönnum og öðrum opinberum embættismönnum ,,gjafir“ fyrir úm 190 milljónir króna á ári samkvæmt beinum skipunum frá Seoul höfuðborg Suður-Kóreu. Tongsun Park hefur um nokk- urt skeið verið grunaður um að fjármagna leyniþjónustu Kóreu (KCIA) í Bandaríkjunum. Opin- berir embættismenn í Bandaríkj- unum segja, að afhjúpanir ólög- legra athafna Parks séu rétt að byrja. — Það var stórblaðið Washington Post, sem fyrst impr- aði á málinu. Talið er að Tongsun Park-málið hafi þegar leitt til dauða eins manns. Eiginmaður þjónustu- stúlku Betty Ford í Hvíta húsinu framdi sjálfsmorð eftir að það upplýstist, að Park hafði greitt fyrir sumarleyfisferð þeirra hjóna. Mútur hans ná allt frá arm- bandsúrum til fullra umslaga af seðlum. Fullvíst er að verulegar upphæðir þessa „gjafafjár" eru fengnar úr opinberum sjóðum. Starfar eftir fyrir- skipunum forsetans Fullvíst er að fyrirskipanir um þessar mútur og gjafir eru komnar frá forseta Kóreu sjálfum til að „skapa sér velvild löggjafar- valdsins“. Þessar ásakanir hafa verið harðlega bornar til baka í S-Kóreu og sagðar algjörlega til- hæfulausar. Tongsun Park sagði sjálfur, að það væri haugalygi, að hann hefði nokkru sinni gefið þingmönnum gjafir, hvað þá að hann væri njósnari. Vitað er, að verið er að rannsaka gerðir að minnsta kosti 20 þingmanna. Njósnaferill Tongsun Parks er sagður hafa byrjað nokkuð óvenjulega. Hann var handtekinn á síðari hluta 7. áratugarins af KCIA og gefið að sök að segjast vera frændi forseta S-Kóreu, Park Chung Hee. Hann var færður til „Bláa hússins“, sem er aðsetur Chung Hees, þar sem hann ræddi við forsetann og yfir- menn KCIA. Bandarisku leyni- þjónustunni CIA er kunnugt um hvað gerðist í „Bláa húsinu“ þar eð hún hleraði það. Samkvæmt skýrslum sam- þykkti Tongsun Park að stofna sjóði til að greiða þingmönnum og öðrum opinberum embættis- mönnum fyrir að tryggja áfram- haldandi aðstoð Bandarikja- manna við S-Kóreu og þagga niður gagnrýni á stjórnarfarið þar. Starfsemin fjórmögnuð með umboðslaunum Áætlunin var einföld. Kóreska stjórnin sendi bréf til allra helztu hrísgrjónaútflytjenda Banda- ríkjanna og tilkynnti þeim, að Tongsun Park hefði sam- þykkt að gerast milliliður í út- flutningsviðskiptum milli Banda- ríkjanna og S-Kóreu. 1 þessu bréfi, sem var ritað 21. marz 1972, segir meðal annars; „Þjónusta hans mun vera notuð við alla verzlun okkar með hrís- grjón frú Bandaríkjunum." Samkvæmt útreikningum opin- berra embættismanna munu umboðslaun Parks hafa numið um 950 milljónum króna á ári. Hluti þessarar upphæðar var not- aður til að múta stjórnmálamönn- um, annar hluti fór í að fjár- magna KCIA og síðan notaði Park sjálfur drjúgar upphæðir til að tryggja sin eigin viðskiptasam- bönd. Með því einu að þiggja umboðs- laun fvrir hrísgrjónaverzlunina braut Park bandarfsk lög. Mest- öll hrisgrjónaviðskiptin fóru eftir „Food for Peace“ kerfinu og það heimilar ekki, að nokkur um- boðslaun eða milliliðakostnaður sé reiknaður. — Árið 1974 höfðu því Park og samstarfsmenn hans efni á að bjóða Rose Mary Woods einkaritara Richards Nixons skartgripi og aðrar góðar gjafir. Alexander Haig yfirmaður starfs- Jiðs Hvíta hússins fékk óvænt tilboð um að veita viðtöku nítján milljónum króna og einnig fekk John Nidecker annar star'fsmaður Hvíta hússins í forsetatíð Nixons svipað tilboð — öll afþökkuðu þau gjafirnar. — Þetta eru aðeins dæmi um óvænta gjafmildi Tong- sun Parks og manna hans. Viðurkennir að hafa gefið þingmönnum fé Park hefur sagt, að hann hafi gefið Richard Hanna þingmanni í Kaliforníu um 4.3 milljónir kr. Hanna hefur viðurkennt þetta og sagt, að upphæðina hafi hann fengið í réttlætanlegum viðskipta- tilgangi. Þá segist Park hafa gefið William Broomfield þingmanni í Michigan um 190 þúsund krónur, en Broomfield neitar öllu slíku. Þá viðurkennir Park að hafa gefið Cornelius Gallagher þing- manni í New Jersey talsverða upphæð undir borðið og að enn- fremur hafi eiginkona ríkissak- sóknarans í Lousiana þegið 200 þús. króna. Rikisstjórinn, Edwin Edwards, segist hafa neitað fjár- hagsaðstoð frá Park árið 1971, en hann átti í kosningarbaráttu og hafi ekki vitað fyrr en þremur árum seinna, að kona hans hefði veitt peningunum viðtöku úr hendi Parks. „Park gaf konu minni og dætrum þessa peninga til að gera við þá hvað sem þær lysti og ég sé ekkert ólöglegt eða óeðlilegt við það,“ sagði rikisstjór- inn. Ford og Humphrey meðal gesta Parks Tongsun Park stofnaði George town klúbbinn og hélt glæsilegar veizlur í nafni hans. Meðal gesta klúbbsins má nefna Gerald Ford, á meðan hann var enn vara- forseti. Hubert Humphrey er einnig á gestalista George Town klúbbsins. Park yfirgaf Bandarikin fyrir hálfum mánuði og er sagður á viðskiptaferðalagi. Síðast var vit- að af honum í London. Nokkrir starfsmenn banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, óttast, að frekari uppljóstranir á starfsemi Parks í Bandaríkjunum muni leiða til þess, að starfsemi CIA 1 Kóreu verði fyrir óbætan- legu tjóni í framtíðinni. Dóms- málaráðuneytið er þó ekki á því, að sleppa eigi hendinni af Park. Framburður hans gæti skipt höfuðmáli í hverju því tilfelli sem kæmi til málshöfðunar. Embættismaður í dómsmála- ráóuneytinu orðaði þetta svo; „Við vitum ekki hvort margar þessara ásakana eru réttar. Og jafnvel þó að þær séu á rökum reistar, þá erum við ekki vissir um, hvort peningagjafirnar séu ólöglegar." Þrátt fyrir þetta bendir ýmis- legt til að hneykslið eigi eftir að verða enn víðtækara en nú er orðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.