Dagblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÖVEMBER 1976.
IT'l \ \ n
róttir
Endurtekur
Grótta sigur
gegn Val?
Tveir leikir fara fram í 1. dcild
tslandsmólsins i handknattleik í
kvöld — báöir í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði. Leikirnir í kvöld
verða hinir síðustu frani yfir ára-
mót í 1. deildinni en vegna
eindreginna óska Janusz Czer-
winsky, landsliðsþjálfara, var
lcikjunum sem fram áttu að fara
um næstu helgi frestað, svo lands-
liðið gæti undirhúið sig betur
fyrir hin miklu átök vetrarins.
Fyrri Icikurinn í kvöld verður
milli Gróttu og Vals — neðsta og
efsta liðsins í 1. deild. Grótta kom
mjög á óvart á síðasta keppnis-
tímabili cr liðið sigraði Val í
Hafnarfirði og vafalítið getur því
allt gerzt þó Valsmenn scu ekki á
þeim buxunum að láta slikt
henda aftur.
Siðari leikurinn í kvöld verður
síðan milli Hauka og ÍR —
Haukar eru i öðru sæti, ÍR í
fjórða og bæði líkleg til að
blanda sér í baráttuna um
tslandsbikarinn eftir því sem
líður á veturinn.
Englendingar
stilla varnar-
liði á Ítalíu
Enska landsliðið sem á morgun
leikur hinn þýðingarmikla lands-
leik við Ítalíu í Róm flaug í gær-
kvöld til hinnar fornu borgar.
Raunar lagði landsliðið fyrr af
stað vegna ótta vió verkfall
slökkviliðsmanna á flugvellinum
í Róm.
Mikil eftirvænting ríkir á
italíu vegna Iandsleiksins og eru
ftalir sigurvissir — hafa aðeins
tvívegis tapað landsleik á heima-
velli siðastliðin 15 ár. Don Revie,
framkvæmdastjóri enska lands-
liðsins sagði við brottförina, að
jafntefli væri stórkostlegt og'
raunar einnig tap ef það væri
aðeins eitt eða tvö inörk.
Englendingar hafa valið lið sitt
og liefur valið komið mjög á óvart
að ýmsu leyti. Þó er ljóst að
Englendingar munu leggja
höfuðáhcrzlu á vörnina gegn sér
leiknari ítölum.
Lið Englands er þannig
skipað: Ray Clemence Liverpool
er í markinu. Aörir leikmenn
eru: Dave Clement QPR,
Eml.vn Hughes Liverpool, Roy
MAcFarland Derby. Brian Green-
hoff, Manchester United, Mick
Mills Ipswich. Þá koma þeir
Trevor Cherry Leeds, Trevor
Brooking West Ham, Kevin
Keegan Liverpool, Stan Bowles
QPR og loks Mike Channon
Southampton. Varamenn eru þeir
Peter Shilton Stoke, Kevin
Beattie Ipswich, Stuart Pearson
Manchester United, Denis Tueart
Manchester City og Mike Doyle
Manchester City.
Moncur
til Carlisle
Bobby Moncur, hinn kunni
leikmaður Newcastle United og
síðan Sunderland og fyrrum
skozkur landsliðsmaður, hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Carlisle United sem nú á i mikl-
um erfiðleikum á botni 2. deildar
á Englandi.
Moncur er einnig skráður leik-
inaður hjá Carlisle en ólíklegt er
talið að hann muni leika með
liðinu heldur muni hann einbeita
sér að stjórn þess. Eins og áður
sagði gcrði Moncur garðinn
frægan hjá Newcastle United og
var fyrirliði skozka landsliösins.
Þegar Newcastle vann UEFA-
bikarinn. fyrir nokkrum árum, þá
lék Moncur þar stórt hlutverk —
skoraði 3 mörk i úrslitaleikjun-
um við Upesti Dozja frá Ung-
verjalandi.
Bryddað upp á ýmsum
nýjungum í starfi UÍA
— Rætt við Sigurjón Bjarnason, formann og Hermann Níelsson,
framkvæmdastjóra Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands
UÍA hefur starfað af miklum
krafti undanfarin ár og nú eru á
döfinni ýmsar nýjungar í starfi
sambandsins, sagði formaður
UÍA, Sigurjón Bjarnason, Egils-
stöðum, á blaðamannafundi, sem
hann gekkst fyrir ásamt fram-
kvæmdastjóra sambandsins, Her-
manni Nielssyni, hér í Reykjavík
í gær. Ungmenna- og íþróttasam-
band Austurlands er samtök rúm-
lega 20 ungmenna- og íþrótta-
félaga í fjórðungnum. Sambandið
hefur með höndum alhliða störf
að íþrótta-, æskulýðs- og félags-
málum á Austurlandi. Félaga-
fjöldi í sambandinu er uni 1200,
sextán ára og eldri. Iðkendaf jöldi
íþrótta um 2500 — eða einn fjórði
hluti Austfiröinga, sem eru um
10 þúsund.
Undanfarin þrjú sumur hefur
framkvæmdastjóri starfað í fullu
starfi á vegum UlA, en nú er sú
breyting, að hann mun einnig
starfa að hálfu leyti að vetrarlagi.
Verið er að setja á stofn skrif-
stofu fyrir UÍA að Selási 9. Egils-
stöðum. Þar verður opið til að
byrja með eftir hádegi á mánu-
dögum og fimmtudögum. Sími er
1353.
Áhugi er vaxandi fyrir almenn-
ingsíþróttum meðal forráða-
manna sambandsins. Hefur sam-
bandið beitt sér fyrir útgáfu korta
yfir skemmtilegar gönguleiðir á
Austurlandi. og hyggst halda
þeirri starfsemi áfram.
Til umræðu er að koma upp
aðstöðu fyrir „oreinteringshlaup"
í Hallormsstaðaskógi. Norðmenn
hafa boðið sína faglegu aðstoð í
þvi sambandi.
Nú er verið að byggja sund-
laugar á mörgum stöðum á
Austurlandi, og mun sundiðkun
almennings stóraukast við til-
korhu þeirra.
Skíði eru verulega stunduð sem
almenningsíþrótt í vissum byggð-
um, og mun sambandið beita sér
fyrir útbreiðslu þeirrar íþróttar á
fleiri stöðum. Er meðal annars
rætt um skíðamiðstöð á Austur-
landi og að efla áhuga manna
fyrir skíðagöngu.
UlA hefur nú virkjað í sína
þágu Grunnskóla ÍSl. Eru nú í
gangi þrjú námskeið á sambands-
svæðinu: Á vegum íþróttafélags-
ins Hattar, Egilsstöðum, Ung-
mennafélags Eiðaskóla og eitt á
vegum sambandsins sjálfs. Leið-
beinendur eru Emil B. Björnsson,
Egilsstöðum og Hermann Níels-
mm
Wmmm
ííSS'.-íHííiþí-ííg
Hermann Nielsson, Eiðum, framkvæmdastjóri UlA, og Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum, formaður UÍA
(til hægri).
son, Eiðum. Með þessu stefnir
sambandið að því að kom? upp
eigin íþróttaþjálfurum. Hafa
aðkeyptir þjálfarar þótt nokkuð
dýrir, en auk þess hafa þeir verið
misjafnir að gæðum.
Haldin hafa verið 6 námskeið í
Félagsmálaskóla UMFl og er
ætlað að halda 10 slík námskeið í
vetur. Er brýn nauðsyn að setja
kraft í félagsmálafræðsluna til að
efla starf einstakra aðildarfélaga
UÍA.
Skáklíf er vaxandi á Austur-
landi og hefur nú verið stofnað
sérstakt skáksamband í fjórð-
ungnum.
Skáksveit UtA varð skák-
meistari UMFl 1976.
Sveitina skipuðu: Trausti
Björnsson, Eskifirði, Jóhann Þor-
steinsson, Reyðarfirði, Eirikur
Karlsson, Neskaupstað, Viðar
Jónsson, Stöðvarfirði og Gunnar
Finnsson, Eskifirði.
Mótahald á vegum sambandsins
er orðið í nokkuð föstu formi.
Austurlandsmót eru haldin í 7
íþróttagreinum árlega, en stærsti
íþróttaviðburður ársins er
Sumarhátíð UlA að Eiðum. Er
þar boðið upp á fjölbreytta dag-
skrá með iþróttir sem meginuppi-
stöðu. Þar er m.a. keppt í öllum
aldursflokkum í frjálsum íþrótt-
um.
Samskipti UÍA og skólanna
hafa farið vaxandi hin síðari ár.
Hefur UlA skipulagt nokkur mót
ætluð nemendum skólanna og
hefur þátttaka verið nokkuð góð.
Þau mót sem fram hafa farið
eru: Skólahlaup, fyrst keppt úr
fjarlægð, þ.e. í hverjum skóla í
fjórum aldursflokkum. Síðan fer
fram úrslitahlaup. Þátttakendur
skipta hundruðum.
Skólamót. Keppni milli gagn-
fræðaskólanna í knattleikjum.
Frjálsíþróttamót úr fjarlægð.
Sigurvegarar í hverjum skóla
keppa á úrslitamótinu, sem jafn-
framt er meistaramót UlA.
Iþróttakennarar eru í þann
mund að stofna með sér samtök.
Ætla þeir þannig að tryggja það
að allir skólar verði með i þessum
mótum. Þá hefur komið til tals að
stuðla að íþróttadegi í hverjum
skóla.
Nánar verður sagt frá starfsemi
sambandsins síðar hér í blaðinu
og þá minnzt frekar á útgáfu
korta um skemmtilegar göngu-
leiðir á Austurlandi. Þar vinnur
UlA mikið og þarft verk.
Leikleysa er KA gjör-
sigraði slakt lið ÍBK
— ÍBK hefur lítið erindi í 2. deild en liðið tapaði 8-31 á Akureyri
Akureyri, 14. nóv. 1976.
Islandsmótiö 2. deild
KA—ÍBK31-8
KA-liðið gjörsigraði lið Kefl-
víkinga á sunnudaginn, skoruðu
alls 31 mark gegn aðeins 8
mörkum andstæðinga sinna. En
leikur KA var mjög langt frá því
að vera sannfærandi. Fljótfærni
og ónákvæmni einkenndi leik
liðsins. I upphafi gekk KA-
mönnum illa að halda knettinum
og margar sóknarlotur runnu út
sandinn fyrir tóma vitleysu og
hugsunarleysi. Hraðaupphlaup
liðsins voru f.vrir neðan allar
heldur og tvö, vitaköst voru
misnotuð.
Fyrstu fjórar mín. voru
markalausar og á þessum tíma
áttu heimamenn þrjú stangar-
skot.
Eftir um það bil 12 mín. leik
var staðan hins vegar orðin 6-0
og juku KA-menn muninn jafnt
og þétt. Var staðan 13-2 í leikhléi
og hafði annað mark ÍBK verið
skorað úr vítakasti. I síðari hálf-
leik var um sama
leiðindaleikinn að ræða,. mikið
hnoð Keflvíkinga og slakan leik
KA enda mótstaðan í algjöru lág-
marki. Lið tBK, er tæplega
keppnishæft i 2. deild. Hand-
knattleikurinn sem liðið sýnir er
ekki burðugur og áhugi vart
mikill.
Markverðir liðanna vörðu
nokkuð vel. Markverðir KA, þeir
Magnús Gauti og Olafur Örn
Haraldsson, vörðu um 30 skot í
leiknum en sum skotin voru
tiltölulega auðveld.
Hvor um sig varði eitt vítakast.
Bezti maður KA-liðsins var
Hörður Hilmarsson. Hann vinnur
geysivel, bæði í sókn sem vörn.
Þáttur Halldórs Rafnssonar er
alltaf stór en hann er aðal spila-
maður liðs síns og spilar fyrir
liðið en ekki sjálfan sig.
Ármann og Jóhann stóðu
einnig vel fyrir sínu miðað við
annars slakan leik liðsins. Þor-
leifur Ananíasson var eitthvað
miður sín í leik þessuni og einnig
voru þeir Guðmundur og
Sigurður slakir í þessum leik.
Mörk KA gerðu: Hörður
Hilmarsson 7 (1 víti), Ármann,
Halldór og Sigurður gerðu fimm
mörk hver (Halldór og Ármann
m/ sitthvort vítið) , Þorleifur og
Jóhann gerðu 3 mörk hvor,
Guðmundur 2 og Albert 1 mark.
Þeir Sævar Halldórsson og Grétar
Grétarsson gerðu 3 mörk hvor
(Sævar 2 víti) og Sig. Björgvins-
son og Magnús Garðarsson gerðu
eitt mark hvor.
Dómarar voru þeir sömu og
dæmdu leikinn daginn áður og
voru mjög slakir. Misræmi í
dómum var alisráðandi og eftir-
tekt þeirra léleg.
-STA.