Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976. (Olíuverkfallið í Danmörku: ) MNGFLOKKAR Á FUNDIIM FYRIR HÁDEGI — vinna hafin í Árósum og á Borgundarhólmi Svo virðist sem stuðningur við verk- fall olíuflutningabíl- stjóra i Kaupmanna- höfn fari rénandi, því í gærkvöld afléttu bíl- stjórar í Arósum og á Borgundarhólmi verk- falli sínu og hófu út- keyrslu. Fyrr um dag- inn höfðu mjólkurbús- starfsmenn hætt samúðarverkfalli sínu, enda hefur verkfall bílstjóranna verið dæmt ólöglegt og er al- menningsálitið mjög andsnúið þeim. Allir skólar í Kaup- mannahöfn eru lokaðir þar sem ekki er hægt að hita þá upp og er olíuskorturinn hvað bagalegastur þar í borg. Þingflokkar munu halda fundi um máiið fyrir hádegi í dag og munu þá taka ákvörð- un um það, hvort koma eigi á algjörri verðstöðvun. Er þó ekki talið að olíu- flutningabílstjórar láti sér segjast við það. Almenningsálitið í Danmörku hefur verið mjög andsnúið hinu ólöglega verkfalli olíuflutningabíl- stjóra. Þessi mynd er af verkfallsvörðum við birgðastöðina á „Bensíneyju" og sjá má að þeir snúa baki i myndavéiar til að þekkjast ekki. W1 RK] - Wœ . Má mm % JOSTYKIT Ný sending AE-bókin á ensku og dönsku. Mjög góð bók, gerð sérstaklega fyrir byrjendur í rafeindafrœði. Katalog 2 1976 Rúðuþurrkustillir fyrir bíla, sem einnig má nota sem blikkara fyrir jólatréseríur og fl. Hátalara-Kit Ljósa-show, nýjar gerðir. Strobob Ijós (Black light) Digital klukku, fjórar stœrðir. Rúllettuspil fyrir alla fjölskylduna Umboðsmenn: . Ilcimilistæki sf, Sætúni 8. Reykjavík. Haraldur Bjarnason, Hrísalundi 12F, Akureyri. Karl Ilálfdánarson, Garðars- hraut 9, Húsavík. Smári Radíóþjönustan, Skólavegi 13, Vestmanna- eyjum. SAMEIND HF. Tómasarhaga 38, sínii 15732. Opið 17—19. laugardaga 10 Dimmerar 200w, 400w, 1400w, FM viðtœki, magnarar, converterar fyrir 144 MHz, transistorar, smárásir, kassar og ótal margt fleira fyrir þá sem hafa áhuga á rafeindafrœði. Hringdu — komdu — skrifaðu. Sendum í póstkröfu. Sameinuðu þjóðirnar: r ISRAEL SKILIOLLUM LANDSVÆÐUM FYRIR 1. JÚNÍ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt tillögu þess efnis, að tsraelsmenn verði hvattir til þess að kveðja herlið sitt á brott af herteknum land- svæðum Araba fyrir 1. júni nk. t samþykktinni segir ennfremur, að Öryggisráðið eigi að taka af- stöðu til þessarar tillögu og annarra, sem sérstök nefnd 20 fulltrúa hefur samið um réttindi Palestínumanna. Nefndin hefur hvatt til að samþykkt verði tveggja þátta áætlun um stofnun rikis Palestínumanna undir eftirliti öryggissveita Sameinuðu þjóðanna, sem einnig eigi að sjá til þess að ísraelsmenn skili aftur öllum þeim landsvæðum, sem þeir hertóku í og eftir styrjöldina árið 1967. Upp á síðkastið hefur komið til sífelldra átaka milli setuliðs ísraeismanna og Araba í hersetnu löndunum og er þar skemmst að minnast átakanna á vesturbakka Jórdanár í fvrra. Mvndin er frá þeim átökum. Efnahagsmál í V-Þýzkalandi: Ríkisvaldið hvatt til aó leggja fram þrjár millj. marka Sérstök ráðgjafanefnd hefur hvatt vestur-þýzku ríkisstjórn- ina til þess að veita allt að þremur milljónum marka til efnahagsbóta í landinu með þvi að lækka skatta auk annarra verðbólguráðstafana. Tillögur ráðgjafanefndar- innar, sem kallaðir eru „hinir fimm vísu menn" koma í kjöl- far alþjóðlegs þrýstings á stjórnvöld í landinu til að sporna við verðbólgu og hjálpa þannig til að e.fnahagsumbætur í heiininum fari ekki út um þúfur á næsta ári. Ríkisstjórn Helmut Schmidt hefur fram til þessa varazt að taka á verðbólgunni þar í landi. í þeim tilgangi að Ieyfa efnahag landsins að rétta úr kútnum án þess að rikisvaldið þurfi að gripa inn i. Ef Danmörk værí ísland: Eitt reiðhjól á mann! i Eldsneyti mannsins er notað í <e rikari mæli en verið hefur að undanförnu i Danmörku og er bensín þar mun minna notað en' áður til þess að komast á milli heimilis og vinnustaðar. Reiðhjólaverzlanir eru nú að verða tómar. enda segja eigendur þeirra. að þeir hafi selt bvorki meira né minna ett 200 þúsund reiðhjól á siðastliðnu vori og sumri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.