Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976. BIADIB frjálst, úháð dagblað Utgofandi Dagbluöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Helgason. Aöstoöarfrottastjori: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Asgrímur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Johanna Birgisdóttir, Katrín Pólsdóttir, Kriptín Lyösdottir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamloifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. ó mónuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö. Ritstjóm Síöumula 12, simi 83322, auglýsingar, óskriftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmirhf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Tvö góð ráð ódýr Með auðlindaskatti í sjávar- útvegi og afnámi forréttinda landbúnaðarins er unnt aö breyta íslandi úr láglauna- svæði í hálaunasvæði á ekki mjög löngum tíma. Með þessum tveimur aðgerðum samræmdum er unnt að gera margt í senn, útvega fé til uppbyggingar nýs iðnaðar úti um allt land, létta sköttum af almenningi og gera atvinnu- vegúnum kleift að greiða mun hærri laun. Leggja ber niður 1.800.000.000 króna uppbætur landbúnaðarafurða og 5.100.000.000 króna nicjurgreiðslur landbúnaðarafurða því að slíkar greiðslur eru í hæsta máta óeðlilegar í markaðsþjóðfélagi. Leggja ber niður 950.000.000 króna styrki til landbúnaðar og 390.000.000 króna styrk til Stofnlánasjóðs land- búnaðar, því að ástæðulaust er að hvetja til enn frekari útþenslu atvinnugreinarinnar. Og leggja ber niður 130.000.000 króna styrk til Búnaðarfélags Islands, því að stéttir eiga sjálf- ar að kosta stofnanir sínar. Það, sem talið er upp hér að ofan, jafngildir 8.370.000.000 króna sparnaði ríkisins á ári á núverandi verðlagi. Sá sparnaður gerir kleifa lækkun söluskatts úr 20% í 15%, sem er neyt- endum mjög til hagsbóta, af því að það gerir mun meira én að vega upp á móti afnámi niðurgreiðslanna. Jafnframt þarf að taka upp þá stefnu að hleypa ekki fleiri né stærri veiðiskipum á ein- stök veiðisvæði vió landið en svo, að þau geti öll haft mokafla og afbragðs afkomu. Þessar veiðar má bjóða út hæstbjóðandi á innanlands- markaði. Auðlindaskatturinn felst í tekjum ríkisins af þessari veiðileigu. Aflinn yrði hinn sami og áður en á mun færri skip, á minni olíu og öðrum tilkostnaði og á mun færri sjómenn. Þetta mundi leiða til stór- bættra tekna sjómanna og svo mikils hagnaðar útgerðarinnar, að hún gæti samanlagt borgað auðlindaskatt upp á 5.000.000.000 krónur til að byrja með og meira síðar, þegar skömmtun skipa inn í veiðisvæðin hefur hleypt nýjum þrótti í fiskistofnana. Þessar 5.000.000.000 krónur á ári, sem fljót- lega yrðu 10.000.000.000 kr. á ári, er svo rétt að nota til að býggja upp atvinnutækifæri í nýjum iðnaði fyrir þá, sem missa atvinnu í landbúnaði og sjávarútvegi og fyrir þá, sem koma úr skólunum inn á vinnumarkaðinn. Þessi iónaður á bæði að rísa í strjálbýlinu og á þeim stöðum, þar sem fjölmennustu hóparnir koma inn á vinnumarkaðinn. Milljarða auðlindaskattsins má nýta til þess- ara þarfa með því að lána þá til iðnaðar hér á landi eins og gert er í öðrum löndum, eða eins og gert er hér á landi í sjávarútvegi og landbún- aði. Við eigum ónotuð ótal tækifæri í smáum iðnaði og miðlungsiðnaði, sem geta reynzt jafn- arðbær og hliðstæður iðnaðar í nágranna- löndunum, ef fjármögnunin er í lagi. Jafnframt er meö slíkri fjármögnun unnt að efla kaup- mátt starfsfólks í iðnaði. Þessar tvær aðgerðir valda ekki aóeins lægri sköttum og hærri tekjum almennings. Þær gera líka atvinnulífið í heild straumlínulagaðra og hæfara til að slanda undir hátekjuþjóðfélagi hér á landi. „Hinir útvöldu” og brennivíns- skatturinn Hollenzk stjórnvöld eru sögð á nálum þessa dagana vegna gifurlegrar aukningar í neyzlu áfengra drykkja. Heilbrigðis- inálaráðherra landsins er svo áhyggjufullur að hann hyggst grípa til sinna ráða og draga úr sölu á áfengum drykkjum með sölutakmörkunum ýmiss konar. Miðað við alkóhólmagn eru ís- lendingar hins vegar hóf- drykkjumenn i samanburði við Hollendinga. Að þessu leyti getur íslenzki heilbrigðismála- ráðherrann verið tiltölulega rólegur, og jafnvel þótt hann hefði hug á að koma á einhverj- um takmörkunum á sölu áfengra drykkja £r ekki víst að honum yrði ágengt. Það er ekki víst að kollegi hans í rikis- stjórninni, nafni hans fjármála- ráðherrann, væri jafnáfjáður í að draga úr áfengissölunni því hér er um að ræða einhverjar allra öruggustu tekjur ríkis- sjóðs. (Ekki má heldun gleyma þvi að bróðir fjármálaráðherra hefur umboð fyrir áfengi). Skattheimta ríkisins með sölu áfengis skiptir milljörðum króna á ári hverju. Álagningin er gífurleg og eitt vinsælasta ráð hverrar ríkisstjórnar til að afla aukatekna er að hækka verð á áfengi. Við lauslega at- hugun sýnist mér að á síðustu sex árum hafi áfengi hækkað alls 14 sinnum, þar af fjórum sinnum sama árið, 1974. Árið 1971 var meðalálagning á áfengi frá 100% á léttum vínum upp í 870% á sterkum drykkjum, t.d. brennivíni og vodka. Nú lítur þetta allt öðru- vísi út, eins og sjá má af með- fylgjandi álagningarskrá. Minnsta álagning nú er 160% og mesta 5120%. Á sterkum drykkjum er algeng álagning í kringum 2000% . A þessu ári hefur áfengi aðeins verið hækkað einu sinni og því ekki ólíklegt, að gripið verði til hækkunar fljótlega, annaðhvort nú alveg á næst- unni eða snemma á næsta ári. Ef einhver býr svo vel <9ð eiga aukapeninga hygg ég að það væri ráðlegt að festa þá í áfengi. Einhver eir.faldasta leiðin til að meta verðgildi krónunnar núna, miðað við t.d. verðgildi hennar fyrir 10 árum, er að líta á verð á sígarettum og áfengi. tm'---- ----------- -------- N „MATTHIAS Þ0RSK- MORDINGr 1 ..Svörtu skýrslunni" Haf- rannsóknarstofnunar, sem gef- in var út í október síðastliðið haust, getur að líta eftirfarandi klausu: „Fisk’iskipastóll sá, som stundar fiskveiðar á íslands- miðum, er alltof stór. Arið 1954 veiddust nær 550.000 tonn af þorski. Þá munfiskveiðidánar- stuðull í kynþroskahluta stofns- ins hafa verið innan við t),5 t dag er afli flotans veiulega minni en fiskveiðidánarstuðull er 0,9—1,0, þ.e. sóknin hefur að minnsta kosti tvöfaldast án þess að afli hafi aukist. El' sóknin vrði minnkuð um helming m.vndi slikt ekki að- eins þýða nokkurn veginn sama aflamagn á land þegar til lengdar lætur, heldur m.vndi afli á sóknareiningu vaxa veru- lega strax sem þýðir i raun mun arðbærari veiðar en áður. Til þess að ná þessu mark- tniði þarf að friða algjörlega 3 ára þorsk og vngri og draga verulega úr sókn i eldri hluta stofnsins á næstu árunt. þannig að þorskaflinn 1976 fari ekki fram yfir 230.000 tonn.....Ef þorskveiðum verður haldið á- fram meö núverandi sókn mun afli n.estu 2 3 árin haldast i 340 360 000 tunnum en fara siðan <irt lækkandi. Stærð hrygningastoljisins hefur minnkað ört á síðustu árum og afli undanfarnar tvær vetrarvertíðar ber vitni urn. Þó mun vertíðarafli minnka enn frá því sent nú er. þar sem meginhluti aflans við óbreytta sókn yrði smáfiskur. Er fram liða stundir mun smáfiskveiði valda enn frekari rýrnun hrygningarstofnsins. Með tilliti til þess alvarlega ástands. sem nú ríkir í þorsk- stofninum. eins og rakið var hér að framan. leggur Haf- rannsóknastofnunin eindregið til að heildarafli þorsks á Is- landsmiðum fari ekki fram úr 230.000 lestum árið 1976."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.