Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 15
DAC.BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976. Börnin eru alveg „vitlaus” í gerilmjólkina „Eg er með þrjú lítil börn og þau eru alveg vitlaus í geril- mjólkina, og við hjónin raunar einnig,“ sagði Rakel Benja- mínsdóttir sem hringdi til okkar frá Keflavík. „Ég er búin að eiga minn geril frá því snemma í vor að ég fékk hann frá vinkonu minni og mér hefur tekizt vel með- framleiðsluna á gerilmjólkinni. Eg er búin að gefa mörgum vinum og kunningjum af honum og veit ekki betur en að hann hafi alls staðar dafnað vel. Mér fannst ekki alveg nógu góðar leiðbeiningar um með- ferðina hjá ykkur i greininni segir húsmóðir í Keflavík sem hefur notað hana síðan í vor um daginn. Eg gat ekki betur séð en gerillinn sem var í sigt- inu væri alltof stór, það þarf ekki nema svona tvær mat- skeiðar út í einn lítra af mjólk Ef það er of mikið af gerlinum verður mjólkin alltof súr.“ — Hve oft má skipta gerlin- um? „Ef það er góð gróska í honum má skipta honum einu sinni í viku. Ég hef meira að segja geymt hann í frystikist- unni. Ég skola hann þá vand- lega úr volgu vatni, læt hann síðan í plastpoka. Eg hef geymt hann þar í heilan mánuð. Þegar gerillinn er vakinn upp aftur á að hafa mjólkina kalda, þ.e. beint úr ísskápnum. Þannig er hann síðan látinn standa á eld- húsborðinu í eina 30-40 klukku- tíma áður en mjólkin er orðin neyzluhæf á nýjan leik. — Hvernig borðið þið geril- mjólkina? „Okkur þykir mjög gott að hafa berjasaft út á hana. Stundum blöndum við einnig öðrum ávöxtum út í, allt eftir því hvað er við hendina. Svo nota ég líka gerilmjólk í salöt.“ — Hvað drekkið þið mikið á dag? „Ég hef vanalega 3 potta af mjólk í gangi í einu. — Ég hef ekki orðið vör við að við fitn- uðum neitt af þessum ágæta drykk. Nú er ég að reyna aðra framleiðslu og það er að búa til jógúrt úr jógúrt. Eg kaupi lítinn bikar af venju- legu jógúrt og læt út í einn pott af mjólk. Ég byrja með kalda mjólkina áð kvöldi og jógúrtin er tilbúin til neyzlu næsta morgun. Þá sigta ég jógúrtina, skil smávegis eftir, velgi nýmjólk og helli yfir. — Þetta virðist ganga vel, en ég hef ekki gert þetta nema í nokkra daga,“ sagði Rakel Benjamínsdóttir. A.Bj. 15 N Rakei telur að gerillinn „okkar“ sé heidur stór en við erum líka búin að skipta honum og deila út á meðal les- enda okkar. DB-mynd Bjarnleifur. /S Svanir skemmta sér í bátsferð Það er ýmislegt sem gerist í hinum stóra heimi. Meðal annars það að svanir fljúga ekki alitaf þangað sem þeim er ætlaður dvalarstaður á vetrum heldur fá þeir fría bátsferð. Hvað um það. Þeim virðist ekkert mislika þessum svönum og vonandi er bátsferðin’það stutt að þeir verði ekki hið minnsta sjó- veikir. Nánar tiltekið er myndin tekin á Aister vatninu í Hamborg. „Albino” broddgöltur — með rautt nef Það er betra að broddgeltir séu vinir manns, að minnsta kosti þegar komið er við hann eins og gert er hér. Annars va-ri haMta á að stinga sig all óþyrmilega. Þessi broddgöltur er raunar alveg sér- sta“ður þvi að liann er „albino" (litlaus eða hvítleitur), þar að auki er nefið á honum rautt og líka e.vrun. Það voru nokkrir göngugarpar sem fundu hann í (ioettingen i Þýzkalandi og eftir að hafa farið í „viðtal** við nokkra dýralækna í einum af háskóiunum þar fékk hann nýtt heimilisfang og býr nú í dýragarðinum i Hannover. Ekki afkomendur Gúllívers í Putalandi Ungmennin sem standa uppi á stólnum þeim arna eru alls ekki afkomendur Gúllívers í Puttalandi. Þau eru af eðlilegri stærð. Það er stóilinn sem er af stærri gerðinni. Hann var smíðaður til þess að vekja athygli á happdrætti sem er í gangi í Paderborn í V-Þýzkalandi. Stóllinn er sex metrar á hæð og vegur eitt tonn. Karlmanns- hjörtu slá hraðar Cindy Brealtspeare, fröken Jamaica, fær víst hvert kari- mannshjarta til að siá hraðar enda fegurð hennar viðurkennd um víða veröld. Hún sigraði i fegurðarsamkeppni heimsins f.vrir nokkru. Lokakeppnin för fram í London og gekk mikið á vegna „apartheit** stefnu Suður- Afríku. Lá við að ekkert vrði úr lokasprett inuni þvi aö margar stúlkur hættu við — en sem sagt. af henni varö og þess vegna fá menn að líta augum failegustu stúlku heinisins í ár.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.