Dagblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976. Dauðfegin yfir breyttum óskalagatíma sjúklinga ÞAÐ MÁ GETA ÞESS SEM VEL ER GERT Ein sem er guðs lifandi fegin hringdi: ,,Mig langar að koma því á framfæri að ég er alveg guðs lifandi fegin að það skuli verat búið að flytja óskalagaþátt sjúklinga yfir á föstudags- morgna. Það er nú einhver munur að fá eitthvert almenni- legt útvarpsefni á laugardags- morgna. Það er ljómandi gaman að barnatímanum, sem nú er fyrir hádegi á laugardögum. T.d. vil ég sérstaklega nefna þáttinn um Kúbu og eins þáttinn frá Kópavogi. Einnig langar mig til þess. að lýsa ánægju minni með spurningaþáttinn sem er fyrir hádegi á sunnudögum. Hann er mjög skemmtilegur. Hann mætti kannski byrja svona hálf- tíma seinna, en ætti skilyrðis- laust að vera lengri. Krökkum og unglingum þykir mjög gaman að þessum þáttum, auk þess eru þeir einnig fróðlegir. Það er alltaf verið að gagn- rýna þetta blessaða útvarpsráð og þvi finnst mér að vel megi geta um þegar vel tekst til með útvarpsdagskrána.“ Raddir lesenda LEIGAN VERÐIEKKIUNDIR 200 MILUÖRDUM Á ÁRI Jón Sigurðsson skrifar: 1. Nei, ég efast stórlega um að Bandaríkjamenn yfirgæfu að- stöðu sína á Miðnesheiði, þó svo að íslenzk stjórnvöld óskuðu þess. Færu þess á leit, — eða krefðust þess. Til þess er að- staða þeirra hér alltof mikilvæg — þeim sjálfum. A íslandi, vegna legu lands- ins landfræðilega, svona þægi- lega langt frá Ameríku, eru nefnilega fremstu amerísku arnaraugun, sem verja stóran hluta af allri austurströnd Bandarikjanna. Sú er staðreyndin. Og dúfurnar vita það vel, eða ættu að vita það, að Örninn sá er hér ekki til að verja þær fyrir Fálkunum. Hann er hér aðeins til að halda þeim í hæfi- legri fjarlægð frá ungunum sín- um. Það vitum við. Slík er reynsla okkar. Svar þeirra við þeirri kröfu okkar. að þeir yfirgefi herstöð sína, yrði því nokkuð örugg- lega: ,,Oh, so you people want us to go. well sad isn’t ’cause we ain’t goin’.“ Hörmulegt svar, en hræði- lega sennilegt. 2. Þá skal næst taka fyrir mál, sem mikið er rætt um á milli dúfnanna. En það er, hvort Stóri Örn eigi ekki að borga fyrir að fá að vera í dúfnakof- anum. Því eins og allar sjálf- stæðar dúfur vita, er það for- senda þess að þær geti spókað sig um í friði fyrir Fálkunum. Það er annars ljóta meinið, að það skuli ekki bara vera sjálfstæðar dúfur í dúfnakofan- um. Þá væri nú fjör að vera sjálf- stæð dúfa. Lífið í dúfnakofanum er ann- ars ákaflega margbreytilegt. Sumar dúfurnar halda sér sem næst Stóra Erni, aðrar eru sem lengst frá honum. Nokkrar embættisdúfur eru undir vængnum á honum, og enn aðr- ar embættisdúfur eru sífellt að þvælast fyrir fótunum á hon- um. Allmargar dúfur reyna að tala eins og hann, og margar reyna að borða sama mat og hann. Jafnvel þó svo að þær viti, að þær verði veikar í mag- anum og geri á gólíið í dúfna- kofanum — hluti — sem erfitt er að hreinsa, og nást kannski aldrei af. Nokkrár dúfur búa til litla dúl'uerni, með Stóra Erni, og svó.eru sumar, sem fljúga beint í hreiðrið hans. .Já, svona gengur nú ltfið í dúfnakofanum fyrir sig. Að minnsta kosti sá hlutinn, sem að Stóra Erni snýr. En svo er nú mál með vexti, að það eru ekki eingöngu sjálf- stæðar dúfur í dúfnakofanum. í honum eru sannarlega margar tegundir af dúfum. Þar er til dæmis mikill fjöldi unga, sem fæstir eru sammála sjálfstæðu dúfunum. Ungarnir vilja nefni- lega flestir láta Örn Frænda borga bæði fæði og húsnæði. Eg er einn þessara unga, sem á sjálfstæða dúfumömmu og sjálfstæðan dúfupabba. Samt vill ég láta Örn Frænda borga fyrir sig. Hörmulegt — hvar fataðist þeim í uppeldinu? Ég, sem alltaf fékk að leika mér í fiðrinu á Erni Frænda, og get meir að segja talað eins og hann. Já, ég hef meir að segja verið í hreiðrinu hans. Hvað er svo eiginlega að mér? Eg hlýt að vera eitthvað skrítinn. Ætla ég svo að !áta Örn Frænda borga bæði fæði og húsnæði. Hann, sem á svo marga vini. 3. Sannarlega eiga Bandaríkja- menn/NATO að greiða leigu fyrri aðstöðu sína hér. Hversu mikið er í raun óvist. Joseph Luns hefur sagt, að ef tslands nyti ekki við í varnarkeðju NATO, yrði að koma til úthafs- íloti, er gegndi sama hlutverki. Stofnkostnað við slíkan flota áætlaði hann vart undir 22 milljörðum dollara. Taka mætti því mið af þeirri upphæð. Engu að siður vill ég enga dollara né sent frá Erni Frænda.... En á hinn bóginn vil ég ekki láta íslenzk stjórnvöld né ís- lendinga koma þeirri mjög svo^ ósmekklegu staðreynd af stað, að hér sé land og þjóð, sem fáist fyrir ekki neitt. í því felst hætt- an. Látum ekki stórveldi, og alls ekki hernaðarbandalög halda, að við séum föl fyrir ekkert. Slíkt er auvirða og ýtir undir ásælni. Leyfum ekki Kananum að segja það sama um okkur og hann sagði á Hawaii og segir á Puerto Rico í dag. Nefnilega, „Let’s not worry about ’em, — we can take them for granted. Þess vegna, og aðeins þess vegna, eigum við að láta greiða fyriraðstöðuna.sem NATO hef- ur hér. Á sama tíma sem við segðum okkur úr bandalaginu. Létum okkur nægja að íeigja þeim aðstöðuna, án þess að vera þeim skuldbundin. 4. En hvað er það þá sem ég vil koma á framfæri? í einu orðinu vil ég engan pening frá Erni Frænda, en í því næsta vil ég að hann borgi háa leigu. Hugmynd mín er í stuttu máli þessi: 1. Að NATO greiði leigu fyrir aðstöðu sína hér. 2. Að leigan verði ekki undir 200 milljörðum króna á ári. 3. Að leigan verði greidd í doll- urum og i einni upphæð. 4. Að leigan hækki árlega um 1-5% vegna verðbólgu í heimin- um. 5. Að stofnuð verði stofnun, sem heitið gæti Þróunarstofn- un tslands. (Örn Frændi kæmi til með að kalla hana „Icelandic Development Institute”, sem er vel, þar sem hún myndi starfa eingöngu á erlendum vett- vangi.) 6. Að leigan rynni beint og í heild sinni til þessarar stofnun- ar. Og kæmi hvergi nálægt hag- kerfi okkar. 5. tsland er lítið land og lítils megnugt í samanburði við stór- veldin. Að vissu leyti. Vegna smæðar sinnar er það því vel fallið til að hjálpa van- þróuðu ríkjunum. Okkur yrði treyst betur en stórveldunum, sem hjálpa einungis í skjóli eig- in hagsmuna og ásælni. Samanber tsland. Verum því pínulítið klár einu sinni. Færum peninga frá stórveld- unum til vanþróuðu rikjanna í formi leigusamningsins tíð- rædda. Við gætum auðveldlega orðið virt þjóð í þessum efnum (þó ekki væri nema fyrir hugmynd- ina) og látið margt gott af okk- ur leiða. Byggt fjölda sjúkra- húsa, skóla og hjálparstöðva. Auk þess sem við gætum mett- að milljónir manna. Allt með blóðpeningum her- veldanna. „Þróunarstofnun íslands" gæti vel orðið stór á sína vísu, og hún yrði vafalítið ein sú fjár- sterkasta og öflugasta sinnar tegundar. Við gætum sannarlega gert meira með henni en að nota peningana til þess eins, að moka nýjum bílum og litasjón- vörpum undir velmegunarrass- ana á okkur sjálfum. Og það sem kannski skiptir mestu máli. Við sæjum fram á, að við værum að gera eitthvað af viti. Ættum okkur markmið og verðugan tilgang sém þjóð. Það væri svo gaman að heyra hvort fleiri tíma að sjá á eftir i auðæfunum.... Mér finnst að minnsta kosti sjálfsagt að mjólka beljuna á meðan hún stendur bundin við básinn. Og við ættum ekki að þurfa að sjá á eítir mjólkinni, með allan þann rjóma sem við höfum. Spurning dagsins Hvað verðu miklu fé til jólagjafa í ár? Gerður Gísladóttir.Ætli ég komist hjá því að eyða minna en 15 þúsund kr. Annars er ég búin að kaupa helminginn svo ég veit ekki hversu há upphæð þetta verður. Jóhannes Stefánsson.Eg er viss um að ég fer ekkimeðminnaen 50 þúsund krónur. Ég gef konunni alltaf stóra gjöf og svo á ég stóra fjölskyldu. Þórunn Friðriksdóttir. Ég ætla að reyna að sleppa með 15-20 þúsund krónur í ár. Garðar Sverrisson. Ég hlýt að komast af með svona 5000 krónur og slepp vel. Hilmar Skúlason. Það er alveg óútreiknanlegt hvað ég kaupi fyrir mikið f ár. Þórdis Grettisdóttir. Eg hef okki hugmynd um það, ég ætla að kaupa allar jólagjafirnar á Þorláksmessu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.