Dagblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 9
DAtiBl.AÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976.
c
Heilsugæzlu-
stöðvarnar:
) Reykvíkingar sem allt
borga eru síðastir á lista
— Höfuðborgin síðust í röðinni um aðkallandi heilsubótarréttindi
Vera kann að ákvæði, sem
sett voru i reglugerð heil-
brigðislaga varðandi heilsu-
gæzlustöðvar, þess efnis að
fyrst skyldi reisa slíkar stöðvar
í strjálbýlinu, verði til þess
að íbúar á Stór-
Reykjavíkursvæðinu verði
verulega á eftir öðrum lands-
mönnum hvað varðar slíka
þjónustu.
Aform um að hefja starfsemi
slikrar stöðvar i Arbæjarhverf-
inu hafa dregizt á langinn og nú
deila menn um framtíðarhug-
myndir um tvær heilsugæzlu-
stöðvar í Breiðholtinu.
..Það er ljóst að landið er að
verða „fullt“ í þeim skilningi að
þar er nú ráðið í flestar stöður,“
sagði Ólafur Mixa læknir í við-
tali við Dagblaðið um þessi mál.
„Það er mikill áhugi meðal
lækna og kandidata að sinna
mun meira heimilislækningum
en verið hefur en ljóst er að
aðstaða til þess er nú orðin mun
verrien víðasthvar úti álandi “
Breindi Ólafur siðan frá
hugmyndum sínum og nokk-
urra annarra lækna um fram-
tíðarstarfsemi heilsugæzlu-
stöðvar í Breiðholiti sem þeir
byggja á erlendri fyrirmynd að
nokkru, og er samstarf fleiri
greina lækninga þar samtvinn-
að.
„Heilsugæzlustöð á fyrst og
fremst að vera fyrir fyrirbyggj-
andi aðgerðir.“ sagði Ólafur
ennfremur. „Fyrir utan lækna
og hjúkrunarfræðinga er hug-
m.vnd okkar að komið verði á
fót heilsugæzlustöð þar sem
fléiri greinar lækninga eiga af-
drep, þar verði tannlæknir, sál-
fræðingur, meinatæknar, fó-
lagsfræðingar, þar verði aðstoð
við aldraða, aðstaða til heimilis-
hjúkrunar, til sjúkraþjálfunar,
smáaðgeróarstofa, auk aðstöðu
fyrir sjálfboðaliða alls kyns
lfknarfélaga sem sinna hjúkr-
unarmálum, o.s.frv.
Við erum búnir að reikna
þetta út og höfum kynnt tillög-
ur okkar viðeigandi yfirvöld-
um. Við gerum ráð fyrir að til
heilsugæzlustöðvarinnar þurfi
sextiu manna starfslið," sagði
Olafur ennfremur, „ og borgar-
yfirvöld hafa sýnt málinu
áhuga. Hins vegar stendur á
ákvörðun heilbrigðisráðuneyt-
isins um greiðslu á kostnaði við
framkvæmdir og eins er það
bundið af því ákvæði, sem lætt
var inn I lögin í síðustu um-
ræðunni, að strjálbýlið skyjdi
ganga fyrir um byggingu slíkra
heilsugæzlustöðva. Það er því
eins liklegl að við verðum að
bíða þar til búið er að fara
allan hringinn og þá mun röðin
koma að Reykjavík og ná-
grannabæjum.
En fyrst og fremst er þetta
togstreita um það hvort lækna
eigi á stórum sjúkrahúsum eða
hvort lækna eigi úti í samfélag-
inu,“ sagði Ölafur Mixa að lok-
um.
„Það er erfitt að meta hvort
hér sé lítil aðstaða fyrir
heimilislækna," sagði Páll
Sigurðsson ráðuneytisstjóri í
viðtali við Dagblaðið. „Eg tel
einmitt að margir heimilis-
læknar hafi.búið ágætlega um
sig, t.d. 1 Domus Medica, þar
sem þeir hafa alla þá aðstöðu
sem um er að ræð'a. Nú, og
spítalarnir hér i borginni veita
auðvitað alla þjónustu, svo ekki
sé talað um Slýsavarðstofuna.
Og ég verð að segja að ég held
að það sé hvergi á byggðu bóli
eins auðvelt að fá heimilis-
lækna heim til sín, hvort sem er
á nóttu eða degi, og hér á ís-
landi.“
Sagði Páll að erfiðlega gengi
að fá lækna til þess að vera að
staðaldri á ýmsum stöðum úti á
landi og nefndi í þvi dæmi staði
eins og Flateyri, Þingeyri, Þórs-
höfn og Fáskrúðsfjörð. „Því er
hins vegar ekki að neita að
mjög vel hefur gengið að fá
lækna á staði þar sem heilsu-
gæzlumálum hefur verið komið
i betra lag.“
-HP
Veijum íslenzkt Veljum íslenzkt Veljum íslenzkt
Veljum íslenzkt Veljum íslénzkt Veljum íslenzkt Veljum íslenzkt
Utvegsmenn á Suðurnesjum um ástandið hjá sér:
REKSTUR VEIÐA 0G
VINNSLU KOMINN í
ALGJÖRT ÞROT
Ger/ð verðsamanburð
Grensásvegur 50. Sími 85815.
— vilja greiða starfsfólkinu hærri laun
Granada-sófasettin
milliliðalaust beint úr svningarsal okkar
sem þvðir að sjálfsögðu stórlækkað verð
ásamt fleiri gerðum.
Okkar verð: 294.000.-
Staðgr.verð: 264.000.-
„Jólatréð í stofu stendur". syngja börnin á jólunum. Nú er
jóiatrésalan b.vrjuð þótt hún hafi ekki enn náð hámarki sinu.
Þarna eru ungu hjónin að velja sér tré og litla dóttirin fylgist
með af áhuga. Borgin hefur tekið á sig jólalegan svip og ekki
spillti fyrsti snjór vetrarins sem féll i gær. Snjólausar jólaskreyt-
ingar utanhúss eru cinhvern veginn ekki eins skemmtilegar og
þegar „jóla“snjórinn er kominn. DB-mvnd Sveinn Þormóðsson.
A.Bj.
„Nú er svo komið að rekstur
veiða og vinnslu á Suðurnesjum
er kominn í algjör þrot. Fundur-
inn beinir því þeirri eindregnu
áskorun til stjórnvalda að þau nú
þegar geri ráðstafanir til að út-
vega fjármagn svo sjávarútvegur
á Suðurnesjum megi komast yfir
þetta erfiðleikatímabil sem með
rökum hefur verið sýnt fram á að
bitnar meira á þeim en öðrum
landsmönnum." Þetta er úr álykt-
un sem samþykkt var samhljóða á
fundi útgerðarmanna á Suður-
nesjum sem haldinn var fyrir
fjórum vikum og alþingismönn-
um héraðsins var boðið til.
Fyrr í ályktuninni segir m.a. að
meðalaldur báta á Suðurnesjum
sé orðinn sá langhæsti á landinu
þar sem byggðasjóður láni ekki til
þess svæðis vegna skipakaupa. Þá
mótmæla þeir óhóflega háum
tryggingaiðgjöldum og álykta að
tafarlaust verði komið í veg fyrir
að verðmætum eins og lifur,
og hrognum svokölluðum úr-
gangsfiski sé hent í sjóinn. Einnig
leggja þeir áherzlu á að taka beri
alvarlega niðurstöður fiskifræð-
inga um ástand fiskistofna.
Þrátt fyrir erfiðleikana sam-
þykkti fundtirinn eftirfarandi:
Fundurinn krefst þess að nú
•þegar verði þeirri öfugþróun snú-
ið við sem hefur orðið í launamál-
um seinni ár. Fólk í íramleiðslu-
greinum ber sífellt minna úr být-
um miðað við opinbera starfs-
menn og þá sem vinna við fram-
kvæmdir á vegum þess opinbera.
Óðaverðbólga og dekur við
hvers konar kröfuhópa gera sf-
fellt óraunhæfara að laun þeirra
einna, er starfa við sjávarútveg-
inn, séu miðuð við útflutnings-
verðmæti.
Fundurinn telur nauðsynlegt
að sjávarútvegsfólkið í landinu,
en þá er átt við sjómenn, útvegs-
menn, fiskverkendur og verka-
fólkið í fiskvinnslunni, m.vndi
með sér óroía samstöðu um stór-
bætta aðstöðu sjávarútveginum
til handa svo hann verði fær um
að greiða hæstu fáanlegu laun á
vinnumarkaði landsmanna.
-G.S.
Nú
seljum
við
glæsilegu
Deildakeppni
Skáksambandsins:
MEISTARARNIR
FRÁ í FYRRA UNNU
HREYFIL 8-0
Mjölnir vann Taflfélag
Hreyfils á öllum átta borðun-
um í deildakeppni Skáksam-
bands íslands í fyrrakvöld,
sem sagt 8-0 fyrir Mjölni. Fyrr
í deildakeppninni vann Mjöln-
ir Taflfélag Hafnarfjarðar 74-
4. Ohætt er þvi að segja að
byrlega blási fyrir hinu unga
taflfélagi sern stofnað var fyrir
rúmu ári.
Þess má geta að í deilda-
keppni Skáksambandsins í
fyrra sigraði Mjölnir. BS ’
Næg atvinna
og jólaverzlunin
í fullum gangi
á Eskifirði
Atvinna hefur verið nóg
undanfariö á Eskifirði og
íbúar staðarins eru byrjaðir á
jólainnkaupum. Eldvík kom til
Eskifjarðar á mánudag og sótti
77 tonn af saltfiski og Ljósa-
foss á þriðjudag og sótti 3000
kassa af freðfiski h.já Hrað-
frystihúsi Eskifjarðár. Hólma-
nes var væntanlegt í dag efiir
viku útivist og er það meó 70-
80 tonn af göðum fiski. Hólma-
tindur kom til Eskifjarðar á
mánudaginn með 60 tonn af
liski. Rcgina/uhj