Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977. Hrossáhlátur Svarthöfða Blað nokkurt birti fyrir nokkru grein undir fyrirsögn- inni „Hrossum er ekki hlátur í hug“, þar sem, að því bezt verður séð, er lagt út af blaða- skrifum Helga Hannessonar á Strönd og hann nefnir „Méð- ferð útigangshrossa“ og birtist í Dagblaðinu miðvikudaginn 8. des. sl. Ekki þarf hinn ritsnjalli Svarthöfði nema nokkrar setningar til að sannfæra les- endur um réttmæti þeirrar um- sagnar Helga að reykvískir blaðamenn virðast hlynntari harðjöxlum en pílagrímum þeirra gaddhrossunum. 1 upphafi gerir Svarthöfði grein fyrir skoðun sinni á hláturs- og broseiginleikum hrossa, ásamt því sem honum þóknast að kalla „mis- þyrmingar að aldargömlum hætti íslendinga“,_sem ætti, ef maðurinn meinar þetta í alvöru að vera honum tilefni til að berjast fyrir endurbótum, heldur en að hafa góðra manna tal um það sem betur mætti fara að fíflskaparmálum. Síðan segir orðrétt í grein Svarthöfða: „Annars ér það svolítið skot- hent að birta grein um útigang hrossa í einhverri mestu ein- muna vetrartíð sem yfir Suður- land hefur gengið lengi, eins og það sé orðinn hluti af kjarabar- áttu landsmanna, dagvistunar- heimilisbaráttu þeirra og hús- næðisatriði yfirleitt, að skylt sé að hýsa hross á haustdögum, hvernig sem viðrar.“(Tilvitnun lýkur). Var einhver að tala um að eitthvað væri skothent? Skyldi maðurinn virkilega ekki skilja merkingu orðsins eða sendir hann frá sér vísvitandi „bommerang", (vona að hann viti hvað það er) í þeim einlæga tilgangi að fá það í hausinn aftur. Það kann að vera að ég sé einn um það, þótt ég sé reyndar svo bjartsýnn að trúa heldur hinu að meirihluta fólks sem les svona skrif fari sem mér að verða fyrir vonbrigðum ogundr ist að svona skothenda skuli geta lekið úr penna manns sem vill telja sig málsmetandi og trúlega eigi síður þau blöð sem skrifað er fyrir. Varla er önnur skýring á því en að maðurinn þurfi að hripa svo mikið aó hann hreinlega hafi ekki tíma til þess að yfirvega hvað hann lætur frá sér fara. Að halda því fram að skot- hent sé að ræða um útigang hrossa, í einhverri mestu ein- munatíð sem yfir Suðurland hefur gengið nokkuð lengi, eins og honum þóknast að orða það, er mikið fjær heilbrigðri skyn- semi en svo að lesendum verði ekki á að aumkva fávísi höfund- arins. Það væri fróðlegt að vita hvaða tíma og tíðarfar hann tel- ur öðru fremur til þess fallið að ræða málefni sem þessi. Veit hann ekki að ásetnings- og fóðurbirgðamenn eru að ljúka störfum um það leyti sem Helgi skrifar grein sína og í fram- haldi af því tekin sú ákvörðun um ásetning búpenings. Vandséð er hvað það á skylt við umræður um hross þar sem segir aö það sé orðinn hluti af kjarabaráttu landsmanna, dag- vistunarheimilisbaráttu þeirra og húsnæðisatriði yfirleitt, að skylt sé að hýsa hross á haust- dögum hvernig sem viðrar. Á ef' til vill að skilja þessa lands- mannakjaramálahúsnæðisdag- vistunarheimilisatriðabaráttu höfundarins sem tillögu um að húsnæðismál hrossa verði falin Húsnæðismálastofnun ríkisins. Eða hvað meinar maðurinn? Ályktun Svarthöfða, sem honum þóknast að halda fram að umhyggja fyrir hrossum og kvíði vegna vanlíðunar þeirra sé af sama toga spunnin og áhyggjur af því að kindur pissi á sig í fjárhúskröm er svo aumkunarlega fávísleg, að varla verður hjá því komizt að kenna í brjósti um blessaóan manninn. Tæpast getur hann ætlast til að svona röfl sé tekið sem brandari og þaðan af síður alvarlega. Því er ósýnt hvaða tilgangi svona lagað á að þjóna öðrum en þeim er fyrr er greint um framlag Svarthöfða í þessu sambandi að hafa þetta að fífl- skaparmálum og er þá illa kom- ið hlutaðila sem vonandi ætlast til þess að eitthvað mark sé á honum tekið. Það kann að vera að Svart- höfði sé þeirrar skoðunar að tilefni sé til að ræða þessi mál í léttum tón og kæruleysi sem þá hlýtur-að stafa af þekkingar- leysi á þvi hvað blákaldur raunveruleikinn felur í sér. Ég er sannfærður um að á honum yrði hvorki bros né ræki hann upp hrossahlátur né nokkurn annan hlátur, sæi hann með eigin augum, sem ég trúi hans vegna að hann hafi ekki gjört til þessa, þá óhugnanlegu viður- styggð sem í sumum tilfellum er látin eiga sér stað í meðferð útigangshrossa. Sem, eins og Helgi bendir réttilega á, stafar að mestu leyti af trassaskap og eftirlitsleysi þeirra sem, hvort heldur er á Suðurlandi eða öðrum landshlutum, er falið það ábyrgðarstarf að sjá um að ekki sé brotin sú laga- og sið- ferðisskylda sem skylt er að framfylgja. Vil ég taka undir þá skoðun Helga að verði ekki ráðin bót á hið fyrsta, og haldist óbreytt skipulag þessara mála, þá verði gjörð breyting á núver- andi fyrirkomulagi og reynt að leita til ábyrgari aðila. Það er forsvaranlegt að hross sem eru í brúkun gangi úti, en aðeins að því tilskildu að þau hafi nægj- anlegt fóður og aðgang að skjóli og þak yfir höfuðið þegar nauð- syn krefur. Að því ættu allir, sem láta sig þessi mál nokkru varða að vinna og sameinast allir* sem einn um að það verði ófrávikjanleg krafa á komandi árum. Skoðun mín er sú að skrif, samanber Svarthöfða, séu gerð í algjöru hugsunarleysi og er þá miður en skyldi, því það játa ég að margt vel mælt og skynsam- legt hefi ég frá honum heyrt og séð. Vil ég því hér með skora á ,hann til liðsinnis við góða menn um gott málefni að rétta hlut hinna hartleiknu gaddhrossa, því þar þarf enginn að efast um að stórra úrbóta er brýn þörf. 6268—4577. Kattavinir eiga þakkir skildar Kattavinafélagskona skrifar: „öllum þeim, sem stutt hafa okkur með fjárframlögum í við- leitni okkar til að hlynna að og aðstoða kattaeigendur, þakka ég innilega fyrir þeirra hjálp. Sömuleiðis Dýraverndunar- félaginu fyrir viðleitni þess að kynna fólki í riti sínu meðferð á köttum. Dýrum sem við því miður virðumst ekki hafa veitt nóga athygli eða sýnt betri hlið okkar hingaðtil. Eg vona að fleiri geri sér að vana að taka eftir auglýsingum um töpuð dýr og sinna þeim. Einnig vil ég minna fólk sem á ketti á að merkja þá vel og láta upplýsingar um litinn á ólinni þeirra fylgja í auglýsingum. Að endingu vil ég koma að ntiklu þakklæti til mannsins sem hafði fyrir því að ná kettin- um út úr brennandi húsi við Aðalstræti nú fyrir stuttu. Það var drengilega gert og á hann mikið lof skilið. Það sýnir að til eru þeir sem hafa stórt hjarta og skammast sin ekkert fyrir að sýna það í verki. Megi hann lengi njóta þessa góðverks síns. Illgresi sprettur bezt við vanhirðu Loftur skrifar: Það væri gaman að fá að vita hvaða skilning „reykvískur réttlætisunnandi“ leggur í orðið réttlæti. Hvaða aðferðum vill hann beita til að klófesta glæpamenn landsins? Eg tel að það sé engin ein aðferð, sem getur gilt til að handtaka einn versta fjárglæframann sem þjóðin hefur verið svo ógæfu- söm að fæða af sér. Ef ekki dugar að nota löglegar aðferðir þá verður að beita klókindum. Þaö þarf ekki að fara eftir nein- um lögum, til að handtaka menn eins og Batta rauða. Hann hefur aldrei farið eftir neinum lögum og á því ekkert réttlæti skilið, það vita hinir fjölmörgu sem átt hafa við- skipti við hann. Það er ekkert sem getur rétt- lætt það, að Hauki Guðmunds- syni er vikið úr starfi, nema ef vera skyldi að hann hefur ekki beint spjótum sínum enn að þeim háu herrum sem eru or- sök þess að honum er vikið úr starfi. Það er laglegt ef það þurfa að vera rauðir dreglar og lúðrablástur þegar þeir menn sem þjóðin skammast sín fyrir, eru handteknir. Nei, nú þarf að verða hugar- farsbreyting hjá þjóðinni. Við getum ekki látið bjóða okkur það, að þegar okkar beztu lög- reglumenn eru að losa okkur við skítuga þjófa og svindlara, sem hafa að mínum dómi al- gerlega fyrirgert tilverurétti sínum, þá sé þeim vikið úr starfi. Við skulum rísa upp og mótmæla kröftuglega aðförinni að Hauki, þangaé til hann fær embætti sitt aftur og getur haldið áfram að moka skítnum, því það er víst meira en nóg af honum. Við vitum að illgresi sprettur bezt við vanhirðu. Raddir lesenda Hríngið i sima 83322 kl. 13-15 eða skrífið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.