Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977.
Það eru aðstoðarmenn nautabananna, svonefndir „picadores", sem
nú hafa hótað að fara í verkfall.
EKKERT
NAUTAAT
Nautaat, ein af aðalskemmt-
unum fyrir ferðafólk á Spáni,
er nú illa statt. 1500 aðstoðar-
menn nautabananna, hafa
hótað að leggja niður vinnu, fái
þeir ekki betri laun og vinnuað-
stöðu, nú, aðeins nokkrum vik-
um fyrir aðalannatímann þar i
landi.
Aðstoðarmennirnir, svo-
nefndir „banderillos" og „piva-
dores“, eru nauðsynlegir fyrir
nautabanana — þeir eru alltaf
til taks, ef eitthvað fer úr-
skeiðis, t.d. ef nautabaninn
fellur eða nautið stangar hann.
margur nautabaninn á þvi líf
sitt þessum aðstoðarmönnum
að þakka.
„Ef verkfallinu verður ekki
aflýst áður en aðalhrotan hefst,
verður mun minna um nautaat
þetta árið,“ segir Victor Mato,
ritari hinnar opinberu verka-
mannahreyfingar í viðtali við
fréttamenn.
Nautabanarnir, sem í saman-
burði við aðstoðarmenn sína fá
himinhá laun, eru taldir styðja
við bakið á aðstoðarmönnum
sínum, enda þótt það fari leynt.
Og því er rétt að bæta við, að
þrátt fyrir þá miklu hættu, sem
nautabanarnir eru í inni á leik-
vanginum, hafa mun fleiri
aðstoðarmenn látið lífið undan-
farin ár.
Líbanon:
Vopnin kvödd?
Hinir stríðandi aðilar í Líbanon
eru nú sem óðast að skila af sér
þungum vopnum til friðargæzlu-
sveita Sýrlendinga, eftir nítján
mánaða þrotlausa baráttu og
blóðsúthellingar borgarstyrjald-,
arinnar.
Talsmaður friðargæzlusveit-
anna, sem sendar voru til lands-
ins að tilhlutan Einingarsamtaka
Arabaríkja, hefur sagt, að ekki
beri á öðru en afhénding
vapnanna gangi eftir áætlun.
Fengu hersveitir hinna
stríðandi aðila frest þar til fram
að síðustu helgi til að skila af sér
vopnunum.
Sérfræðingar f málefnum
Líbanons segja þó, að lítil von sé
til þess að öll þungahergögn komi
í leitirnar, þar eð hluta þeirra
hafi verið komið undan þegar
Sýrlendingar tóku að sér friðar-
gæzlu í nóvember sl.
Eitt af höfuðdeiluefnunum á
fundi ráðamanna Arabaríkja í
Kairó í október var hvort vopnun-
um skyldi skilað.
Þá á hinn herskái hluti Frelsis-
hreyfingar Palestínumanna PLA,
að verða á brott úr landinu.
tbúar héraða í suðurhluta
landsins segjast hafatséð vörubif-
reiðalestir hlaðnar skæruliðum
Palestínumanna á leið um Saida
til bæjarins Tyre, en þaðan er
talið að liðið muni fara úr
landinu.
Margrét
prínsessa
erlátin
Margrét prinsessa.
Danska prinsessan Margrét,
ekkja Axels prins, lézt í Kaup-
mannahöfn á mánudaginn I
fyrri viku er hún var I nýárs-
heimsókn hjá syni sfnum og
tengdadóttur, Flemming greifa
og Ruth greifaynju af Rosen-
borg. Hún var 77 ára. Hún
verður jarðsungin á fimmtu-
daginn.
Margrét prinsessa, elzti með-
limur dönsku konungsfjöl-
skyldunnar, var dóttir Inge-
borgar prinsessu, systur Krist-
jáns X., og Karls prins af
Svíþjóð, bróður Gústafs V.
konungs. Hún átti frændur og
frænkur í konungsfjölskyldum
allra Norðurlandanna.
Önnur systra hennar, Astrid,
varð drottning Leópolds
Belgíukonungs, en lézt f bílslysi
í Sviss. Astrid lét eftir sig þrjú
ung börn og er það elzta þeirra,
Baldvin, nú Belgíukonungur,
frændi Margrétar Danadrottn-
ingar. Þriðja systirin var
Martha heitin krónprinsessa í
Noregi.
„ Útlegðarstúdentar”
krefjast viðræðna
við borgaryfirvöld
Mótmælaaðgerðir gegn klfku f jórmenninganna i Peking. Brúðan til
hægri (að ofan) á að tákna Chang Chun-shiao, hinn brottrekna og
fangelsaða borgarstjóra Shanghai, sem nú er sakaður um að hafa
sent stúdenta í útlegð til „Síberíu" Kína.
Fyrrum námsmenn í Shanghai,
stærstu borg Kína, krefjast þess
nú að fá viðtöl við ráðamenn f
borginni um meintar ofsóknir
Chang Chung-chiao, borgarstjóra,
sem nú hefur verið settur af f
hreinsununum er ganga yfir
landið.
Námsmennirnir hafa hengt
upp veggspjöld víðs vegar um
borgina til að lýsa meðferð sem
þeir urðu fyrir í ■ Heilungkiang-
héraði í nyrzta hluta landsins. Á
vetrum fer kuldinn þar niður f 40
stig á Celcius.
Þeir segjast hafa verið sendir
þangað 1968, sviptir rétti til náms
og ekki fengið að snúa aftur til
borgarinnar fyrr en mjög nýlega.
Á veggspjöldunum er Chang
sakaður um að hafa sent stúdenta
til Heilungkiang fyrir það eitt að
hafa tekið þátt í fjöldafylkingu
gegn honum.
Chang var einnig varaforsætis-.
ráðherra jafnframt því að vera
borgarstjóri Shanghai. Hann er
einn fjórmenninganna, sem nú
sitja f fangelsi sakaðir um að hafa
ráðgert valdarán.
Shanghai var valdamiðstöð
fjórmenninganna. Þangað má
rekja upphaf menningarbylting-
arinnar 1966. Ibúar borgarinnar
hafa nú nóg að gera við að for-
dæma fjórmenningana, sem áður
voru taldir helztu bjargvættir
hennar og heillabörn.
Spánn:
ERU RÆNINGJAR 0RI0LS
HÆGRIMENN EFTIR ALLT?
—það er a.m.k. skoðun fyrrverandi
starfsmanns spánsku leyniþjónustunnar
Fyrrum spánskur leyniþjón-
ustumaður sagði í blaðaviðtali f
heimalandi sfnu í gær, að
ræningjar Antonios Maria de
Oriols, forseta ráðgjafanefndar
rfkisstjórnarinnar, væru í raun
og veru öfgasinnaðir hægri-
menn sem létust vera vinstri-
sinnar.
Leyniþjónustumaðurinn
fyrrverandi, Luis Manuel
Gonzalez Mata, höfundur bókar
sem var gefin út f Frakklandi
um tuttugu ára starf hans í
spánsku leyniþjónustunni,
sagði f viðtali við tímaritið
Opinion f gær, að aðeins
hægriöfgamenn gætu staðið að
svo flóknu og vel skipulögðu
mannráni.
„Þeir voru aðeins að reyna að
koma f veg fyrir stjórnmála-
þróunina í landinu,“ sagði
hann.
Oriol var rænt í Madríd 11.
desember sl. Hópur öfga-
sinnaðra vinstrimanna,
GRAPO, hefur lýst ábyrgð á
hendur sér fyrir mannránið.
Gonzalez átti viðtalið við
tímaritið í Parts, þar sem hann
býr nú. Hannte'urað GRAPO
hafi verið sett á laggirnar fyrir
nokkrum mánuðutn i þvf skyni
að annast mannránið.
,,Eg tel að hluti leyni-
þjónustunnar viti eitthvað —
þeir búa yfir nauðsynlegri vit-
neskju til þess,“ bætti hann við.
Antonio Maria de Oriol, forseti ráðgjafanefndar spánska ríkisins.
í haldi hægrimanna sem þ.vkjast vinstrimenn?