Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977. 11 Clifford, sem nú er lögmaður í Washington, sagði í ræðu ný- lega, að embættismenn í utan- ríkisráðuneytinuhefðuneitaðað vetja við fyrirskipunum frá Hvíta húsinu og að utanríkis- ráðuneytið hefði vísvitandi reynt að koma í veg fyrir skipt- ingu Palestínu. Truman varð æfur, er hann komst að þessu og sagði m.a.,- að ráðuneytið hefði reynt að gera hann að • „svikara og lygara“. í ræðu sinni, sem Clifford hélt á fundi með félögum í bandaríska sagnfræðifélaginu, fjallaði hann um þessa áður óþekktu atburði. Segja sumir söguskýrendur að upplýsing- arnar komi heim og saman við skoðun margra, að Truman hafi tekið þessa stefnu í málefnum Miðausturlanda til þess að tryggja sér atkvæði kjósenda af Gyðingaættum í kosningunum árið 1948. „Truman var mjög reiður út af þvi, sem hann nefndi stöðuga andspyrnu gegn tillögum hans í utanrikisráðuneytinu," sagði Clifford m.a. i ræðu sinni. „Hann var æfur yfir seinagang- inum og að síðustu þeirri sögu, er komið var á kreik að hann væri aðeins að tryggja sér at- kvæði með stefnu sinni.“ Án vitundar Trumans reyndu embættismenn í utan- ríkisráðuneytinu að breyta skiptingaráætlun fyrir Palestínu, sem verið var að fjalla um í einni af nefndum Sameinuðu þjóðanna, með því að taka Negev-eyðimörkina út af svæðinu, sem átti að verða landsvæði Gyðinga eftir skipt- inguna. Truman komst að þessu og gat breytt því, að höfðu sam- ráði við Gyðingaleiðtogann Chaim Weizman. Til þess að koma í veg fyrir stuðning Bandaríkjamanna við áætlun um skiptingu reyndu embættismenn í utanríkisráðu- neytinu að koma þeirri sögu á kreik, að Gyðingarnir í Palest- ínu væru útsendarar kommún- ista. Samkvæmt minnismiðum Cliffords, sagði einn embættis- mannanna að koma ætti í veg fyrir stofnun Ísraelsríkis á þeim grundvelli, að „út- flutningur Gyðinga frá Sovét- ríkjunum getur orðið til þess, að kommúnískt ríki verði stofnað í suðausturhluta Mið- jarðarhafslanda." t marzmánuði árið 1948 gekk þetta svo langt, að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Warren Austin, sagði í ræðu sem hann flutti á fundi Öryggisráðsins að réttast væri að hætta við hugmynd- irnar um skiptingu Palestínu og stofna heldur sérstakt verndarríki Sameinuðu þjóð- anna í Palestínu. Þetta var hug- mynd sem alls ekki sam- ræmdist stefnu Trumans. Ræða Austins hafði verið samin í deild utanríkisráðuneytisins, sem fjallaði um málefni Mið- austurlanda og Afríku. „Allt fram á þennan dag man ég eftir ringulreiðinni og óánægjunni, sem skaut upp kollinum, er verndarríkið bar fyrst á góma,“ sagði Clifford. „Forsetinn fyrirskipaði mér að finna út, hvernig þetta hefði getað gerzt. Hann sagði: „Ég fullvissaði Chaim Weizman um að við. værum fylgjandi skipt- ingu óg myndum standa við það. Nú heldur hann auðvitað, að ég sé réttur og sléttur lyg- Harry Truman: Allt var gert til þess að reyna að koma i veg fyrir stefnu hans í málefnum Miðausturianda. ari“.“ I ræðu sinni gat Clifford þess ennfremur, að hann hefði kom- izt að því, að bæði George C. Marshall utanríkisráðherra og George Marshall: Vissi um seinaganginn í utanríkisráðu- neytinu. aðstoðarutanríkisráðherrann, Robert Lovett, hefðu vitað um þessar tilraunir til að breyta stefnu forsetans um framtíð Ísraelsríkis. „VID ERUM AÐ HRAPA FRAM AF BRÚNINNI” skipulags, sem verðbólgan elur af sér og svo mjög hefur verið til umræðu í fréttamiðlum landsins. Alls konar auðgunar- brot aukast, svo og annað mis- ferli með fjármuni. Ráðstöfun lánsfjár sætir meiri gagnrýni, enda má oft með réttu líta á lánsfé, sem lánað er til lengri tíma með föstum vöxtum, að hluta sem hreina gjöf vegna verðbólguáhrifanna. Við þessar aðstæður eykst tortryggni milli manna og stétta, og mjög er auðvelt að rugla dómgreind al- mennings og skapa algjört stjórnleysi. Hér er ekki verið að fara með neinar getgátur eða eitthvað alíslenskt fyrirbrigði, sem aðrar þjóðir ekki þekkja. Engin sjálfstæð þjóð í heimin- um í dag hefur getað staðist óðaverðbólgu, nema með því að stöðva hana á skömmum tíma, án þess að glata lýðræðinu og láta völdin í hendur einræðis- afla, hvort sem það er kallað herstjórnir eða alþýðuveldi. Nær öll ríki Suður-Ameríku hafa glatað lýðræðinu á síðustu árum, og er orsökin ótvírætt óðaverðbólgan og röskun efna- hagsmála. Er núverandi Nóbelsverð- launahafi í hagfræði, Fried- man, veitti verðlaununum við- töku varaði hann í ræðu sinni við verðbólgunni og þeirri hættu sem henni væri óhjá- kvæmilega fylgjandi, þ.e. að lýðræðið væri í hættu og þá um leið réttur manna til þess að tjá sig og frelsið til athafna skert að sama skapi eða háð þeim sem með völdin fara á hverjum tíma. Er núverandi ástand er skoðað og haft í huga hin stór- aukna skuldasöfnun erlendis er engin furða þó spurt sé hvort við getum forðað fjárhag okkar frá upplausi vegna verðbólgu- vandamálanna. Aðeins með samstilltu átaki og gagn- kvæmum skilningi er það hægt en vandinn vex með ári hverju ef þróunin breytist ekkert. Núverandi ríkisstjórn hefur því miður ekki tekist að ná fram þessari samstöðu eða tekið á þessum málum með nægjanlegri festu. Virðist hafa skort frumkvæði og aðhald í sínum eigin gerðum til þess að fá fram breytingar í þessa átt og ekki tekist heldur að gera þjóðinni grein fyrir hvert stefnir, ef ekki tekst að snúa við á þessari óheillabraut sem við stefnum óðfluga inn á bæði vitandi og óvitandi. Alþingi og þrýstihópar sérhagsmuna t gagnmerkri grein í Dag- blaðinu þann 10. nóv. sl. ræðir Ingvar Gíslason alþingismaður þessi mál af mikilli hreinskilni og setur fram sín sjónarmið. Dregur hann enga dul á þá skoðun sína, að varast beri þá þróun sem virðist vera stöðugt meir ríkjandi, að þrýstihópar sérhagsmuna ráði meira ferð- inni en Alþingi og ríkisstjórn. Oft á tíðum geti þessir aðilar eyðilagt með aðgerðum sínum allar ráðstafanir viðkomandi aðila til úrbóta. Varar hann þannig við þessari valddreif- ingu, sem hafi fyrst og fremst í för með sér að allar efnahags- ráðstafanir eru dæmdar til þess að verða seinvirkar, ófullnægj-. andi og fálmkenndar. t þeim umræðum sem nú eiga sér stað um breytta stjórnarskrá sé aðalatriðið að komið sé á virku stjórnarfari, þannig að stjórnvöld geti beitt skjótum, samvirkum og mark- vissum aðgerðum I stað þess valdleysis sem fyrst og fremst megi rekja til of mikils valds þrýstihópa og sérhagsmuna- hópa. Þessi sjónarmið eru vita- skuld athyglisverð. Ég vil benda á að allt of lítið er gert að því hér á landi að stjórnmála- menn__ræði vandamálin út frá þeim sjónarmiðum sem snerta sjálfan grundvöll stjórnarfars- ins. Það er staðreynd í dag, að þrýstihópar hafa meiri áhrif á stjórnmálin en nokkurn tíma fyrr, bæði hér og erlendis og eru ýmsar aðstæður mjög hag- stæðar fyrir slíka þróun. A viss- an hátt er ábyrgð einstaklings- ins vikið til hliðar og þess í stað reynir hann að ná rétti sínum í gegnum samtök, hvort heldur í stéttarfélagi eða hagsmunasam- tökum. Forystumenn þessara samtaka verða siðan að sýna hvað í þeim býr með því að ná fram sem mestu af þeim kröfum og áhugamálum sem háværast er hrópað um og reynslan er sú, að þeim er fljót- lega sparkað, ef of lítið ávinnst á þessu sviði. Það er því ekkert óeðlilegt, að Alþingi og ríkis- stjórn séu stöðugt undir þrýst- íngi frá þessum aðilum, en vita- skuld verður að gæta hér hófs og valdið á að vera endanlega hjá Alþingi. En því miður virðast ekki allir þingmenn skilja það og verða meira eða minna leikbrúður sterkra þrýstihópa og hefur Alþingi þannig misst völd sín vegna innri veikleika frekar en að hið raunverulega vald hafi verið tekið frá því. Það kann að vera að löng hefðbundin venja geti breytt þessum valdahlutföllum í fram- tíðinni en þá verða líka al- þingismenn að gera sér grein fyrir hvort aðalábyrgðin á þeirri skipan liggi ekki einmitt hjá þeim sjálfum. Tökum hér örfá dæmi til þess að skýra mál þetta betur. Það virðist vera engum takmörkum háð, að al- þingismenn geti flutt tillögur um aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóð, þvl þeir þurfa ekki einu sinni að gera grein fyrir hversu mikið megi ætla að það kosti ríkissjóð ef tillagan er sam- þykkt, hvað þá að gera grein fyrir hvernig fjármunanna skuli aflað. Af þessum sökum flytja nær allir þingmenn við afgreiðslu fjárlaga tillögur um aukin útgjöld einmitt í þeim málaflokkum sem þeir hafa helst unnið að, eða um aukið fé til þess kjördæmis er þeir koma frá og er hvort tveggja mjög mannlegt. Þessi, oft á tíðum hvimleiði, tillöguflutningur er þó ekki aðeins bundinn við af- greiðslu fjárlaga því samkvæmt nýjustu fréttum frá Alþingi í vetur eru slíkar tillögur jafnvel fluttar utan dagskrár til þess að fá þær ennþá betur auglýstar í fréttamiðlum landsins. Það er því engin furða þótt fjárlög hækki hér meir en þekkist í nokkru vestrænu ríki og mun heldur hvergi vera búið eins illa um hnútana í þessum efn- um og hér. Hér hefur Alþingi með slæmri venju og innra aðhaldsleysi hleypt af stað skriðu sem það ræður síðan ekkert við. Annað dæmi mætti rekja sem snýr að umræðum um van- traust á ríkisstjórn sem venjulega hefur nokkurn að- draganda á Alþingi. Stjórnar- andstæðingar setja þessar um- ræður á svið með ekki löngum millibilum. Úrslit slíkra van- trauststillagna eru eðlilega ráð- in löngu fyrirfram. I fjölmörg- um vestrænum lýðræðisríkjum hefur myndast sú venja, að ekki er hægt að bera fram van- traust á rikisstjórn, nema fyrir liggi örugg vissa fyrir annarri starfshæfri ríkisstjórn sem hefði meirihluta Alþingis á bak við sig. Eru slík vinnubrögð vissulega lýðræðislegri og mynda sterkarU .stjórnarfárs- legri grundvöll og mundi jafn- framt gera stjórnmálin ábyrg- ari og traustari. Það er þvi Alþingi sjálft og störf þess svo og störf ríkisstjórnar sem geta valdið úrslitum um það, hvort þeir aðilar ráði eða þrýstihópar og sérhagsmunahópar í fram- tíðinni. Dómsvaldið verður að vera sjólfstœtt og óhóð Dómsvaldið er þriðja aðalafl- ið í valddreifingunni og sjálf- stæði þess eitt aðalgrundvallar- atriði fyrir alla framtíð og vel- ferð landsins. Dómsvaldið verOur að vera óháð hinum stjórnmálalegu átökum. Með lögum skal land byggja var hið forna kjöror%ð Islendinga. En allir vita að tið lögbrot og lítilsvirðing landsmanna á lög- um og rétti manna getur á stutt- um tíma gjöreyðilagt allt lýð- ræði og frelsi. Einkalíf manna og kvenna verður í hættu og upplausn blasir við. Hér er þetta sérstaklega rætt vegna þess að verulega hefur borið á aukinni afbrotahneigð og rétt- ur fólks fyrir borð borinn meir nú en tíðkast hefur um langt skeið. I þessu sambandi hefur aukin verðbólga haft veruleg áhrif til hins verra og er ég fullviss um það, að þeir veik- leikar verða ekki viðráðanlegir nema draugur verðbólgunnar verði kveðinn niður. Dóm- stólarnir hafa ekki aðeins það hlutverk að tryggja rétt þegn- anna, heldur einnig að skýra lögin. Mörg af mikilvægustu réttindum okkar hafa áunnist vegna túlkana dómstóla á lög- unum. Hæstiréttur Islands dæmir endanlega um það, hvort Iagaákvarðanir geti staðist á grundvelli stjórnarskrárinnar. Hefur Hæstiréttur þannig með dómum sínum haft veruleg áhrif á túlkun stjórnarskrár- innar, sem hefur ómetanlega þýðingu fyrir réttaröryggið í landinu. Það er vissulega engin fjarstæða að ætla að til átaka geti komið milli stjórnvalda og dómstóla og er slíkt alls ekki óþekkt í lýðræðisríkjum, t.d. Bandaríkjunum. Veltur þá á miklu að sjálfstæði dómsvalds- ins sé tryggt. Núverandi dómsmálaráð- herra hefur verið ötull í því að beita sér fyrir lögum sem tryggja eigi meiri sjálfstæði dómsvaldsins i framtíðinni og auka hraða í allri málsmeðferð. Það er vissulega aldrei meiri nauðsyn en einmitt í dag að spyrna gegn hverskonar aðgerðum sem stefna réttarör- yggi okkar I hættu og verða landsmenn allir að taka saman höndum i þeirri baráttu. Það hefur löngum verið talið að öll málsmeðferð fyrir dóm- stólum taki allt of langan tíma og í því sambandi er sökinni aðallega skellt á okkur lögmenn og dómara og að vissu marki verður að viðurkenna nokkra sök í þessu sambandi. Málið er samt ekki svo einfalt því að fjöldi mála sem til úrlausnar dómstólanna koma, stóreykst með hverju ári og oft á tíðum tefjast mál vegna annarra or- saka, sem á engan hátt eru við- ráðanlegar og ekki verður frek- ar rakið. Það er aftur á móti mjög athyglisverð ráðstöfun hjá dómsmálaráðuneytinu að fá utanaðkomandi aðila, í þessu tilviki Ingimar Hansson rekstursverkfræðing, til þess að yfirfara gang mála hjá ákveðnu bæjarfógetaembætti til þess að kanna leiðir til úrbóta og fljótvirkari málsmeð- ferðar. Hér er einmitt farið út á braut sem mikið er notuð víða erlendis þegar taka á vissan þátt stjórnsýslu til endurskoð- unar. Lauslega hef ég getað kynnt mér vissar tillögur hans um bætt vinnubrögð sem bæði snerta störf dómara svo og breytt vinnubrögð hjá lög- mönnum og finnst mér margt þar mjög athyglisvert. I þessu sambandi minnist ég mjög góðs erindis Magnúsar Thoroddsen borgardómara eftir námsdvöl hans i Bandaríkjunum fyrir nokkru. Benti hann á nauðsyn þess að reyna að sætta mál fyrir dómstólunum meir en nú hefur verið gert. I þessu sambandi var oft sérstökum dómara í einkamálum fengið þetta starf og gat hann því betur beitt sér með tillögur til sátta en ef sættir tókust ekki Aar öðrum dðmara falið málið. Einnig benti hann á að í venjulegum einkamálum eru raktar röksemdir aðila og helstu framburðir en I Banda- ríkjunum væru dómar stuttir og kvæðu aðeins á um ágrein- ingsatriðið án ítarlegs rök- stuðnings. Framkvæmd dómsmála hér á landi hefur að mínu mati verið í góðu lagi, og með bættum vinnubrögðum verður svo að vera áfram í framtíðinni. Sigurður Helgason hrl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.