Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977.
lU
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
I
Aðeins f jögur KR-mörk
í síðari hálf leiknum!
—en það nægði samt til sigurs gegn Þór íleik liðanna í 2. deild á Akureyri
Akureyri, 15. janúar 1977. íslandsmótið, 2.
deild. Þór — KR 15-16.
Þegar um ein min. var eftir af
leik Þórs og KR sem háður var á
laugardaginn. hafði KR eitt mark
yfir en heimamenn voru með
boltann og hefðu getað skorað citt
mark og þar með náð jöfnu við
slakt lið KR ef Þorbjörn hefði
ekki skotið úr vonlausu færi. Já,
lið KR var slakt í þessum leik og
þá sérstaklega í síðari hálfleik, en
þá gerði það aðeins f jögur mörk.
Lið Þórs var einnig mjög slakt í
leiknum. Liðið átti afleitan leik-
kafla síðustu 15 mín. fyrri hálf-
leiks og tókst ekki að gera mark á
þessum tíma. Leikurinn var mjög
jafn framan af og allt fram að 15.
rriín. en þá kom leikkaflinn slæmi
hjá Þór.
Lið KR notaði þennan tíma til
að skora fiinrn mörk og var staðan
8-12 í leikhléi. Þórsarar byrjuðu
síðari hálfleikinn með því að
skora þrjú fyrstu mörkin 'og
minnka muninn niður i tvö mörk.
Badminton
Opið tvíliðaleiksmót í kvenna
og karlaflokki í badminton
verður háð í KR-hcimilinu laug-
ardaginn 29. janúar og hefst kl.
13.00. Þátttaka tilkynnist
Friðleifi Stefánss.vni fyrir 26.
janúar.
íþróttir
Síðan var eins til tveggja marka
munur allt fram á 24. mín. en þá
hafði heimamönnum tekizt að
jafna, 15-15. Símon skoraði svo
úrslitamarkið er um 3 mín. voru
tii leiksloka. Þórsarar fóru illa
með sóknir sínar síðustu mín. og
fóru tvær þeirra forgörðum vegna
missendinga.
Leikur þessi var mjög slakur af
beggja hálfu og slakt er það af
liði eins og KR sem berst um
sigur í deildinni, að skora aðeins
fjögur mörk heilan hálfleik. Bezti
maður KR var Emil Karlsson, en,
hann varði oft vel á köflum. Þeir
Hilmar og Símon voru fremur
slakir þótt þeir gerðu flest mörk’
síns liðs.
*
Lið Þórs var nokkuð jafnt en þó
er vert að minnast á frammistöðu
Tryggva Gunnarssonar í markinu.
Hann kom inn á í stað Ragnars og
varði mjög vel, einkum í upphafi
síðari hálfleiks. Flest mörk Þórs
gerðu þeir Þorbjörn og Sigtrygg-
ur. Þorbjörn gerði 7 mörk og þar
af eitt úr víti, en Sigtryggur gerði
3 mörk. Elías gerði 2 og þeir Jón
Sig., Gunnar og Ragnar gerðu eitt
. mark hver. Hilmar var mark-
hæstur KR-inga með 6 mörk (2
víti). Símon gerði 5, Þorvarður 3
og Ölafur Lárusson og Sigurður
Oskarsson gerðu eitt hvor. Slakir
dómarar leiksins voru þeir Geir
Thorsteinsson og Valur Ben.Mis-
ræmi í dómum var alls ráðandi.
Áhorfendur voru mjög fáir og
fengu Þórsarar litla eða enga
aðstoð þeirra eins og oft hefur
verið.
-STA
Hindrun á vegi
ólympíumeistara
— Edwin Moses hef ur enga aðstöðu til æf inga
Fimm mánuðum eftir að hafa
unnið eitt mesta afrek, sein um
getur á sviði frjálsra íþrótta getur
Edwin Moses ekki einu sinni
fundið stað til að æfa á. Það er
hindrun í vegi þessa mikla
grindahlaupara, sem sýndi undra-
verða framför á síðasta ári — og
engin aðstaða, þar sem hann
stundar náni í Morehouse Collage
í Georgia. fámennum skóla.
Moses vann stórafrek í Montreal
og setti heimsmet. En að vinna til
gullverðlaunanna í 400 metra
grindahlaupinu hefur ekki verið
neinn töfrasproti fyrir hann.
,,Eg hef engan stað til að æfa
á," sagði Moses nýlega. ,,Það var
svo sem nógu slæmt áður en ég
vann til gullsins í Montreal og
enginn þekkti mig, en það er jafn-
vel verra núna þó ótrúlegt sé. Það
er engin' aðstaða í Atlanta, þar
sem ég stunda riám, aðeins einn
smávöllur oftast í notkun í
keppni."
Moses, ungi svertinginn, sem
notar gleraugu og stundar nám i
l.vfjafræði, sigraði í Montreal á
47.64 sek. vel á undan félaga sín-
urn í sveit USA, Mike Shin. Þrátt
fyrir erfiðleikana hefur hann
fullan hug á því, að keppa á þessu
Þórsstúlkumar í
ham gegn Ármanni
— Sigruðu með 12-6 í 1. deild
kvenna á Akureyri
Að leik Þórs og KR loknum fór
fram einn leikur í 1. deild
kvenna. Þar leiddu saman hesta
sína lið Þórs og lið Armanns.
Þórs-stúlkurnar unnu leikinn
auðveldlega með helmings marka
mun, 12-6. Sigur þessi var mjög
svo sanngjarn, Þórsarar voru ein-
faldiega mun betri en andstæð-
ingar þeirra. Þórsarar voru yfir
allan leikinn og sigur þeirra
aldrei í hættu. Staðan í leikhléi
var 4-3.
Þórsarar ..keyrðu" síðari hálf-
leikinn mjög vel og er nokkrar
ntín. voru til leiksloka var staðan
orðin 11-4 en Ármenningar bættu
við tveimur mörkum í lokin.
Ármann misnotaði tvö vítaköst
í leiknum. Annað fór fram hjá og
hitt varði góður markvörður Þórs.
Auður Dúadóttir. Þörsarar tóku
Guðrúnu Sigþórsdóttur úr um-
ferð aiidii luiktímann. Það hlut-
verk fékk Magnea Friðriksdóttir
og skilaði því frábærlega vel, það
vel að Guðrún kom vart við knött-
inn í leiknum. Það atvik kom
fyrir að þjálfari Ármenninga var
vísað frá skiptimannabekk liðs
sins fyrir kjafthátt og óvirðingu
gagnvart dómurum leiksins.
Þjálfari Ármanns er Jón Her-
mannsson.
Erna Lúðvíksdóttir gerði flest
mörk Armanns. eða 2. Þær Aðal-
heiður, Auður, Anna og Sigríður
gerðu eitt mark hver.
Harpa Sigurðardóttir og Anna
Gréta gerðu 3 mörk hvor f.vrir Þór
(Anna 1 víti). Steinunn og Soffía
gerðu 2 mörk og Sigríður og
Ingibj. 1 hvor.
Dómarar voru þeir Arni
Sverrisson • og Olafur Grn
Haraldsson og daundu nokkuð
vel. -STA.
ári. Hann hefur ákveðið þátttöku
í fjórum eða fimm innanhússmót-
um í vetur. m.a. í New York 12.
febrúar.
,,Ég hóf æfingar á ný fyrir mán-
uði — en mest eru það víðavangs-
hlaup vegna erfiðleikanna að
komast á braut. En þegar ég er
ekki að æfa hef ég ekki áhyggjur
af brautum, því nám mitt er
miklu mikilvægara."
,.Þið munduð varla trua því, en
i litlum, svörtum skóla eins og í
Morehouse eru engir peningar
fyrir íþróttir. í sjö ár komst ég
aldrei á alþjóðlegt mót. Eftir að
undirbúningsmótum fyrir
Ólympíuleikana lauk i maí og júní
fór ég heim aftur — en þjálfari
minn hafði trú á mér og tókst að
koma mér á úrtökumótið í
Florída. Þar hljóp ég á 50.7 sek.
og vann sæti í ólympíuliðinu."
Hann hefur áhyggjur af frjáls-
um íþróttum í Bandaríkunum.
„Það er ekki aðeins ég, sem á í
erfiðleikum. Staðreyndin er, að
hér í landi höfum við ekki aðstöðu
eða tæki, sem evrópskir landsliðs-
menn hafa. Beztu íþróttamenn
USA munu þó halda áfram að
keppa — en ekki með sama
árangri og Evrópumenn."
En Moses hefur þó ekki hug á
því aó gefa eftir. íþróttir eru
honum hvíld frá erfiðu námi.
„Maður heldur alltaf áfram að,
vera keppnismaður. Sá eldur
slokknar seint — og meðan hann
er í mér mun ég halda áfram að
keppa. Þó ekki sem atvinnu-
maður. Gegn hverjum ætti ég að
keppa sem atvinnumaður? Mönn-
um, sem ég hef þegar sigrað.
Sömu mönnununt allt árið? Það
er nokkuð, sem ég kalla ekki
keppni," sagði Edwin Moses, einn
mesti afreksmaður Olympíuleik-
anna í Montreal að lokum.
Edwin Moses til hægri ásamt Mike Shine eftir 440 metra grinda-
hlaupið í Montreal. Þar uröu þeir í fyrsta og öðru sæti og Moses setti
heimsmet. 47,64 sekúndur.
Orient í
4. umferð
Lundúnaliðið Orient í 2. deild
sigraði Darlington úr 4. deild 3-0 i
gær í ensku bikarkepppninni. 1
fjórðu umferð leikur Orient á úti-
veili við Blackburn, en sú umferð
verður háð 29. janúar.
Einn leikmanna Darlington,
Ron Ferguson, var rekinn af velli
á 35. mín. fyrir að sparka í
mótherja Derek Posee. Rétt á
eftir skoraði Alan Whittle, sá
kunni kappi, fyrsta mark Orient.'
Á tveimur síðustu mín. leiksins
skoruðu Whittle og Bill Roffey
tvívegis fyrir Orient.
Þrír aðrir bikarleikir áttu að
vera í gær, en þeim varð að fresta.
Það er Newcastle—Sheff. Utd.,
Derby—Blackpooi, og Nottm.
Forest—Bristol Rovers. Reyna á
að koma þeim á í kvöld eða annað
kvöld.
Jimmy Scoular hætti í gær
störfum sem framkvæmdastjó.ri
Newport — en mun annast liðið
áfram, þar til nýr maður hefur
verið ráðinn í stöðuna. Scoular,
hér áður fyrr skozkur landsliðs-
maður með Newcastle og Ports-
mouth, var lengi framkvæmda-
stjóri Cardiff. Þá fór John
Hickton, hinn kunni miðherji
Middlesbro, sem lánsmaður til
Hull City í gær. Fyrirhugað er, að
hann leiki með Ilull í mánaöar-
tíma, en Hickton sagðist alls ekki
vera að yfirgefa Middlesbro, þar
sem hann hefur gert garðinn
frægan um langt árabil. Hins veg-
ar varð ekki af því, að Norwich
keyti Steve Buttle frá Bourne-
mouth, þar sem í ljós kom við
iæknisskoðun meiðsli í hné hjá
leikmanninum.
Heimsmet-
hafinn vann
auðveldlega
Heimsmethafinn í 5000 metra
hlaupi, Emile Puttemans, Belgíu,
sigraði auðveldlega í víðavangs-
hlaupi i Vestur-Belgíu á sunnu-
dag. Það var í Wingens og Putte-
mans hljóp vegalengdina, sem
var 9.3 kílómetrar, á ágætum tíma
27:31.0 mínútum. Hann var 27
sekúndum á undan enska hlaup-
aranum kunna, Steve Ovett frá
Brighton. I næstu sætum komu
Belgíumennirnir Eddy van Mull-
en, Henri Schoofs og Karl Lis-
mont.
Sögumenn
vorubeztir
Nýlega er lokið hinum árlega
viðburði starfsfólks í veitinga-
húsum —hinu svokallaða Dubonn
et-móti í innanhússknattspyrnu.
Sigurvegarar í mótinu urðu A-liðs
menn Hótel Sögu eftir harða
baráttu í þremur úrslitaleikjum
við starfsmcnn Múlakaffis og Ses-
ars, sem sendu sameiginlegt lið í
keppnina. í þriðja sæti í mótinu
urðu starfsmenn Nausts.
Í mótinu tóku þátt tíu lið frá
hinum ýmsu veitingahúsum og
mátti oft sjá hina beztu knatt-
spyrnutilburði hjá mörgum, vel-
vöxnum kokki eða þjóni.
Verölaun voru að vanda hin
glæsilegustu. Hinn fallegi Du-
honnet-bikar og verðiaunapening-
ar fyrir þrjú fvrstu sætin í keppn-
inni, gefnir af heildverzlun Al-
berts Guðmundssonar.