Dagblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANOAR 1977.
Innilokaðir fangar
á Litla-Hrauni í
hættu vegna reyks
Vinnuhælið að Litla-Hrauni. Eldurinn kom upp í kjallara gamla
hússins sem f jærst er á myndinni.
,,Það hefur verið stórum bætt
eldvarnakerfið að Litia-Hrauni
að undanförnu og má nú seg.ja
að það sé komið í allgott horf.
Eldvarnakerfið hefur verið tek-
ið í gegn, reykskynjarar hafa
verið settir upp víða á göngum
og mörgum öðrum stöðum,"
sagði Helgi Gunnarsson for-
stöðumaður vinnuhælisins að
Litla-Hrauni í viðtali við DB.
Tilefni samtalsins var að á
föstudagskvöldið, um kl. 7.30,
kom upp eldur í fatageymslu á
neðstu hæð garnla hússins. Þar
eru geymd vinnuföt vistmanna,
stígvél, gamlir og nýir skór og
ýmislegt annað dót. Af þessum
eldi varð mikill reykur og barst
hann upp um hæðir hússins.
„Reykskynjari er ekki í fata-
kompunni,“ sagði Helgi. ,,Fékk
þvi eldurinn nokkurn tíma til
að skapa reykjarkóf. Barst það
upp um ganga á efri hæðum og
olli nokkrum skemmdum. Það
er því ljóst að við verðum að
setja reykskynjara á fleiri staði
en gert hefur verið og telja má
nauðsynlegt, að settur verði
neyðarútgangur i gegnum bað á
efri hæð hússins. Yrði þá um
leið að setja hjarir á neyðar-
glugga og brunastiga sem í
skyndingu má setja niður og
setja upp." sagði Helgi.
Aðstandandi eins fanga á
hælinu hafði samband við blað-
ið í gær og vildi koma á fram-
færi að fangar væru þarna í
mikilli hættu af völdum elds og
reyks. Kvaðst hann hafa frá-
sagnir af að reykurinn hefði
verið bæði mikill og heitur.
Veggir ganga hefðu sviðnað og
ýmsar leiðslur eyðilagzt eða
skemmzt.
Ilann kvað þrjá menn að
minnsta kosti hafa verið lokaða
inni í klefum og enga útgöngu-
leið átt þar sem lás var utan á
d.vrum og rimlar fyrir gluggum.
Hefðu þeir brotið rúður til að
fá óeitrað loft. Tveir eða þrír
hefðu verið sofandi á efri hæð
og vaknað við mikinn reyk í
herbergjum sínum sem smogið
hefði af göngum inn með hurð-
um. Síðar hefðu verið opnaðar
dyr fyrir þá.
Ýmsir persónulegir munir
fanga eyðilögðust eða skemmd-
ust og munu slíkir munir
ótryggðir. Fangar eru hins veg-
ar líftryggðir.
Aðstandandinn kvað suma
fanga hafa verið hása af reyk.
Þeir hefðu síðan verið látnir
bíða ýmist utandyra eða í
vinnuskála unz þeir voru send-
ir inn aftur og látnir þrífa hús
og ganga.
Á sunnudaginn voru komnir
símvirkjar og rafvirkjar tiÞ
vinnu og sýnilega flýtt fyrir
endurbótum á staðnum.
Helgi Gunnarsson forstöðu-
maður sagðist ekki ætla að
neinum hefði orðið meint af
þessu óhappi. Varðstjóri einn í
gæzluliðinu varð þó svolítið
slæmur. Hann átti síðan helgar-
frí og kvaðst Helgi ekki vita til
þess að honum hefði orðið
meint af.
Einn fanga kvað hann hafa
orðið hræddan og kvaðst skilja
þá tilfinningu. Hins vegar hefði
verið um stutta stund að ræða,
ekki liðið nema 15-20 mínútur
þar til allt var um garð gengið.
Lögregla frá Selfossi hefði
komið á staðinn með súrefnis-
tæki og þeir fengið sem vildu af
Reykjarkóf
sveiðog fyllfi
ganga en
föngum tókst
að ná útá
elleftu stund
- J
því. Hann kvað fangana hafa
tekið öllu með jafnaðargeði þó
mönnum bregði er svona kem-
ur upp. Enginn hefði gengið til
vinnu við hreinsun néma af
fúsurn vilja og með ánægju. 36
eða 37 fangar hefðu verið á
Litla-Hrauni er eldurinn kom
upp og ekki hefði þurft að færa
nema tvo menn milli klefa.
Helgi sagði að nú yrði endur-
nýjað og málað og til þess hefði
verið gripið þegar svo stóð á að
breikka ganga. Hefði niðurbrot
veggja verið framkvæmt á
mánudag í því skyni og tekið
stuttan tíma.
Varðandi tryggingar kvað
Helgi fanga vera líftryggða en
lausafjármuni hefði ríkið ekki í
tryggingu á slíkum stöðum. ,,En
við vitum allvel hvað þeir
höfðu hér með sér og það fá
þeir bætt, svo sem föt og skó-
fatnað.“
Þessi eldsvoði að Litla-
Hrauni sýnir hve aðsteðjandi
hætta getur verið skyndileg á
slíkum stöðum. Er vissulega
þörf á að öryggistæki séu í full-
komnu lagi og á þann veg að
menn eigi undankomuleið í
neyð þó ekki sé slakað á reglum
hælisins um örugga gæzlu.
-ASt.
*
Félagleiðsögumanna heldur fund um Gullfoss:
Flestir leiðsögumenn munu
vera á móti húsbyggingunni
Félag leiðsögumanna hefur
boðað til almenns fundar á Hótel
Esju næstkomandi laugardag þar
sem rætt. verður um aðstöðuna við
Gullfoss. F"élagið boðar til þessa
fundar þar eð fram hefur komið í
fréttum að í ráði sé að byggja
stórhýsi skammt frá þeim stað
sem matsöluskúrinn er núna.
„Ég h.vgg að flestir leiðsögu-
menn séu á móti því að stórhýsi
rísi þar sem því er nú fyrirhugað-
Orsök slyss á hjólbarðaverkstæði:
Dekkið passaði ekki á felguna
Leiðsögumenn telja að stórhýsi hafi ekkert að gera á bakka GullfosS.
— innflytjandi hefur innkallað öll dekkin
Frá því var skýrt í fréttum
fyrir jól að maður á hjólbarða-
verkstæði K.A. á Selfossi slas-
aðist talsvert er dekk hljóp af
felgu, eða sprakk af henni, með
þeim afleiðingum að maðurinn
handleggsbrotnaði á báðum
handleggjum.
Iljólið er undan algengri teg-
und mykjudreifara og hafði
eigandi dreifarans sjálfur
reynt að koma dekkinu á felg-*
una án fulls árangurs er hann
leitaði á náðir verkstæðisins.
Þar tók vanur maður við en
er hann dældi lofti í dekkið til
að þvinga það út að köntunum,
eins og venja er, gekk það ekki
og loks sprakk dekkið.
Við rannsókn kom í ljós að
þótt bæði felgan og dekkið
væru skráð 15 tommu reyndist
felgan heldur stærri, en dekkið
af réttri stærð, og er það orsök
þess hve treglega það gekk út í
kantana. Öryggiseftirlitið gerði
tvær tilraunir og fóru báðar á
sama veg. í ljósi þessa hefur
innflytjandi nú innkallað dekk-
in í gegnum umboðsmenn sína.
Öryggiseftirlitið vill vara menn
við, hvort sem um þess konar
dekk eða önnur er að ræða, að
dæla ekki óeðlilega mikið í þau,
þótt þau vilji ekki falla að könt-
unum.
-G.S.
ur staður,“ sagði Birna Bjarnleifs-
dóttir formaður Félags leiðsögu-
manna. í samtali við Dagblaðið 1
gær. „Við álítum að engin nauð-
syn sé að byggja hús, sem verður
á þriðja hundrað fermetra, svona
nálægt fossinum — margir aðrir
staðir lengra frá kæmu til
greina.“
Birna bætti því við að margir
teldu það mesta óþarfa að fara út
í húsbyggingar í nágrenni við
Gullfoss þar eð aðeins 10 kíló-
metrar væru að Geysi þar sem
ferðamannaaðstaða er allgóð.
Á fundipum á laugardaginn
koma fulltrúar frá umhverfis-
nefnd Ferðamálaráðs íslands og
Náttúruverndarráði og taka til
máls. Þá verður fundargestum
leyft að taka til máls. — Fundur-
inn hefst klukkan tvö.
Birna Bjarnleifsdóttir bað um
að því yrði komið á framfæri að
þarna væri ekki um neinar mót-
mælaaðgerðir að ræða heldur
væri ætlunin einungis að ræða
málið og komast að einhverri nið-
urstöðu um það.
-ÁT-