Dagblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977. 7 Spánn: Stjómmálamenn sameinast gegn valdaránshættunni Spánskir stjórnmálamenn hafa sameinazt í fordæmingu sinni á pólitísku ofbeldi sem farið hefur eins og eldur í sinu um landið. Óttast menn að til- gangurinn sé að knýja fram valdatöku hersins á nýjan leik. I yfirlýsingu, sem allir leiðandi stjórnmálamenn landsins skrifuðu undir og birt var í gærkvöld, sagði að of- beldisaldan væri samsæri til að stöðva friðsamlega lýðræðis- þróun á Spáni. Sjö vinstrisinn- ar hafa látið lífið síðan á sunnu- daginn og háttsettum hers- höfðingja hefur verið rænt. Adolfo Suarez, forsætis- ráðherra og sex stjórnarand- stöðuleiðtogar sendu frá sér svipaða yfirlýsingu í fyrra- kvöld. Spánsk blöð hafa gert því skóna undanfarið að annað- hvort vinstri- eða hægri öfga- menn stæðu að baki óeirðunum til að knýja fram valdatöku hersins. Hún myndi stöðva þróun vestræns lýðræðis á Spáni en jafnframt ýta undir fullyrðing- ar vinstrisinna um að eina leið- in til valda sé með vopnaðri byltingu. Herinn hefur lýst yfir eindregnum ásetningi sínum að skipta sér ekki af stjórnmála- þróuninni þótt búizt sé við að yfirmenn hersins muni ítreka kröfur sínar um að lögum og reglum sé framfylgt. í fyrsta sinn í 40 ár, hafa Baskar fengið að draga fána sinn, Ikurrina, að húni eftir að gefin var heimild til þess fyrir nokkrum dögum. Hér má sjá fánann sem er grænn, rauður og hvítur með krossi, á bygg- ingu í San Sebastian, við hlið þjóðfána Spánar sem alltaf verður að vera dreginn að húni um leið. mœsmm Rauðbrúntog grátt leður mm Sex ára valdaafmæli: HEIMSMARKAÐS- KÖNNUN Á KAFFI AMIN BÝÐUR TIL VEIZLU Idi Arnin, forseti Uganda, hefur tilkynnt að mikið verði um dýrðir þegar hann heldur upp á sex ára valdaafmæli sitt. Hefur hann boðið til landsins ntörgum stórmennum en þess er ekki getið hversu margir þeirra hafa þegið boðið. Á listanum yfir'gestina má m.a. finna Henry Kissinger, sem Amin ætlar að þreyta kappræður við, Edward Heath, f.vrrum forsætisráðherra Bretlands, sem á að stjórna hljómsveit og fyrrum liðþjálf- ann Hiroo Onoda, sem dvaldist einn í frumskógum Filippseyja í 30 ár eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar. Amin heldur þvi fram að slíkur hermaður gæti lappað mikið upp á sið- ferðisþrek sinna eigin her- manna sem ntun vera í lág- marki. Idi Amin Dada i háliðaskapi. Framkvæmdastjórn Alþjóðlega kaffiræktarsambandsins hefur sett á laggirnar starfshóp sem ætlað er að kanna birgðir og eftir- spurn á kaffi í heiminum. Framkvæmdastjóri sam- bandsins, Alexandre Beltrao, sagði fréttamönnum í London i gærkvöld, að í starfshópnum yrðu fjórir fulltrúar seljenda og fjórir kaupenda. Hlutverk þeirra væri að skila skýrslu um markaðsá- standið. Mun hún liggja fyrir inn? an nokkurra vikna. Framkvæmdastjórinn vildi ekki skýra frá hvaða þjóðir ættu fulltrúa i starfshópnum en fulltrúar á þingi sambandsins, sem nú stendur yfir, geta sér þess til að það muni vera Ástralía, Sví- þjóð, Bretland og Bandaríkin af hálfu neytenda og Brasilía, Colombía, Afríkuríkjasambandið og Cost Rica af hálfu framleiðenda Gera menn sér góðar vonir um nytsemi skýrslu af þessu tagi. Dökkbrúnt og svartleður kr. 7.980. Eriendar fréttir f~ REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.