Dagblaðið - 28.01.1977, Side 1

Dagblaðið - 28.01.1977, Side 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 — 23. TBL RÍTSTJÓRN SÍÐUMtlLÁ 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Sakadómsrannsóknar óskað vegna ,dularfullra skipakaupa’ Gjaldeyriseftirliti Seðla- bankans hafa nu borizt gögn um skipakaup erlendis frá sem gefa tilefni til mjög ýtarlegrar rannsóknar. Ekki hefur Dag- blaðinu tekizt að fá staðfest- ingu á þvi að rannsóknin bein ist sérstaklega að ákveðnum kaupum nokkurra fiskiskipa og er því ekki unnt að nefna nein nöfn í því sambandi ennþá. Kaupin á sanddæluskipinu Grjótjötni eru einu skipa- kaupin sem beiðzt hefur verið rannsóknar á í Sakadómi Reykjavíkur. Gagnaöflun er- fyrir þvi að upplýsingar, sem lendis frá er mjög erfið og tíma: þó hafa fengizt, gefi tilefni til frek en rannsókn Seðlabankans umsagnar ríkissaksóknara um tekur til fjölda skipakaupa DB það hvort dómsrannsókn skuli telur sig hafa góðar heimildir fara fram. -BS. Dagur iðnaðarins er mál dagsins í Kópavogi í dag. Nýstárleg kynning á íslenzkum iðnaði fer fram í gagnfræða- skólum bæjarins, Víghóla- og Þinghólsskóla. Hefur hún að miklu leyti verið undirbúin af nemendum skólanna. Þeir hafa heimsótt fyrirtæki og aflað fróðleiks um starfsemi þeirra og sýnishorna af framleiðslu Má í því sambandi nefná byggingariðnað, matvælaiðnað. þjónustuiðnað, prentiðnað, hús- gagnaiðnað. fataiðnað og list- iðnað. Iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og frú Vala Ás- geirsdóttir Thoroddsen heim- sækja Kópavog í tilefni þessa og skoða iðnfyrirtæki og sýningar. Á fundi um iðnaðar- mál sem hefst i Félags- heimilinu kl. 14.30 flytur' iðnaðarráðherra ávarp en fram- söguerindi flytja Björgvin Sæ- mundsson, bæjarstjóri. og Davíð Scheving Thorsteinsson, form. Fél. íslenzkra iðnrek- enda. Dagur iðnaðarins hófst við Félagsheimili Kópavogs kl. 8.45 með lúðraþyt og fánahyllingu. Sérstök nefnd hefur starfað að undirbúningi sýninga og annarra atriða dagsins. For- maður hennar er Bragi Mikaelsson en framkvæmda- stjóri er Sigurlaug Guðmunds- dóttir. Hefur nefndin starfað í samráði við Islenzka iðn- kynningu, sem áður hefur haft forgöngu um dag iðnaðarins á Akureyri, Egilsstöðum og í Borgarnesi. -BS. Þráttfyrir ósigur mun lið íslands springa út eins og rós Sjá íþróttir bls. 12 Hasssölu- kerfið nær inníflesta framhalds- skóla Sjá baksíðu • Gömul hús og f egurðar dýrkunin Sjá föstudagskjallara Vilmundar Gylfasonarabls.il - NÚ KOMAST ALUR AD Athugasemdir við forystugreinar lesnar með leiðaralesningunni Þegar Þjóðviljinn kallar Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra ..landráðamann" eða Mogginn þá Lúðvík og Magnús Kjartansson, ætti* þeir að geta ,,rétt hlut sinn" jafn- óðum með því að láta lesa yfir- lýsingar sínar með lestri úr leiðurum blaðanna á morgnana. Nýjar reglur, sem ríkisút- varpið tók upp í morgun, setja leiðarahöfunda blaðanna í vanda. Áður en lesið var upp úr forystugreinum blaðanna, laust fyrir klukkan hálfníu, var lesin athugasemd frá ríkisendur- skoðuninni við forystugrein Dagblaðsins síðastliðinn þriðju- dag. Forystugreinin var byggð á kjallaragrein Halldórs Hall- dórssonar blaðamanns um eftir- litsleysi með innflutningi og sölu tóbaks. Nú mun lög- fræðingur útvarpsins hafa úr- skurðað að fréttareglur gildi líka um lesturinn úr forystu- greinum. Það sé bæði vegna þess að lesturinn komi strax á eftir fréttum og þess að frétta- menn útvarpsins annist það verk að stytta leiðarana til lesrn ingar. Þessi úrskurður gildir því ekki bara í þessu tilviki heldur öllum slíkum þannig að menn geti framvegis komið að athugasemdum sínum við það sem sagt er í leiðurum og látið lesa með leiðaralesningunni. Dagblaðsmenn höfðu heyrt að til stæði á fundi útvarpsráðs í dag að ræða hvort hætta skuli alveg að lesa úr forystugreinum Dagblaðsins. Nú er ekki lesið úr öðrum óflokksbundnum blöðum en Dagblaðinu. Við spurðum Andrés Björnsson út- varpsstjóra um þetta í morg- un. „Við erum að vissu leyti ábyrgir fyrir því, sem fram kemur í þessum lestri," sagði útvarpsstjóri, „ og jafnvel ég persónulega. Ég get því ekki látið óátalið að ráðizt sé að ein- staklingum." Hann sagði að ekki væri aðeins um Dagblaðið að ræða heldur „fleiri tilvik". „Eg hef enga slíka tillögu borið fram,“ sagði útvarps- stjóri, þegar hann var spurður hvort hann stæði að tillögu um bann við lestri úr leiðurum Dagblaðsins. Gaf hann í skyn að það væri ekki á dagskrá. Hins vegar mun útvarpsráð í dag fjalla um þetta mál allt. Halldór Halldórsson blaða- maður, sem starfar í fréttastofu útvarpsins, óskaði eftir að lesin yrði yfirlýsing frá sér jafnhliða lestrinum úr athugasemd ríkis- endurskoðunar í morgun. Færði Halldór þau rök að hann væri lýstur ósannindamaður í athugasemd ríkisendurskoð- unar. Útvarpsstjóri hafnaði þessum tilmæíum. HH ✓ V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.