Dagblaðið - 28.01.1977, Page 12

Dagblaðið - 28.01.1977, Page 12
Jón Karlsson sýndi mikið öruggi í vítaköstum — skoraði úr öllum 6 vítaköstum tslands — hugsun í fyrirrúmi. Hér sendir Jón knöttinn í netið — Þórarinn er við öllu búinn. DB-mynd Bjarnleifur. Místök kostuðu íslenzka liðið sigur gegn Tékkum —tap íslands 14-17 en liðið er að springa út eins og rós - — aðeins herzlumuninn vantar Mistök — ákaflcga slæm mis- tök — urðu þess valdandi að Is- land beið ósigur fyrir Tékkum í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi — tap 14-17 eftir að íslenzka liðið hafði haft yfir í leikhléi. 9-8. Hroðalegur kafli fvrri hluta siðari háifleiks réð úrslitum — en þrátt fyrir tap er engin ástæða til að örvænta. ís- lenzka liðið sýndi á köflum mjög skemmtilega takta sem yijuðu áhorfendum — liðið er í mótun, ísienzka liðið er að springja út eins og rós, en vantar aðeins herzlumuninn. Já. herzlumuninn vantar enn — enn verða mönnum á slæm mistök sem kosta ntörk. Nú var það ekki vörnin sem slík sem brást heldur rangar sendingar í lúkurnar á Tékkunum sem brun- uðu upp og skoruðu. Fjórum sinn- um var íslenzka liðið með knött- inn. þá kom röng sending og Tékkar brunuðu upp og skoruðu. Annar stór þáttur var ákaflega slæm nýting á beinlínis dauðafær- um. sérstaklega fór Ágúst Svavarsson illa að ráði sínu er hann .var fjórum sinnum í góðu færi en var fyrirmunað að skora Haukar í erfiðleikum Þrír leikir í afmælismóti Hand- knattleiksráðs Reykjavíkur fóru fram á miðvikudag. 1. deildariið Hauka, sem nú blandar sér af alvöru í baráttuna um tslandsbik- arinn. átti i vandræðum með 2. deildarlið Leiknis — en Haukar sigruðu þó — 24-22. Valur átti ekki í erfiðleikum með að sigra Njarðvíkinga — 20 mörk skildu í lokin — 20-16. ÍR sigraði ÍA örugglega — 26-17. A morgun — laugardag — fara fram þrír leikir. Grótta leikur við Breiðabiik, Víkingur við Val, Ármann við Aftureldingu. Síðan fara síðustu leikirnir í f.vrstu um- ferð fram á sunnudag kl. 19 — KR mætir Stjörnunni, FH maúir 2. deildarliði Fylkis og loks mætast 1. deildarliðin Fram og Þróttur. og Geir Hallsteinsson nýtti illa góð marktækifæri í síðari hálfleik — virtist þreyttur. íslenzka liðið skoraði aðeins fimm mörk í síðari hálfleik — þar af voru 4 mörk skoruð úr vítaköstum. ísland fékk sex vítaköst í leiknum og Jón Karlsson nýtti þau öll — fimmta markið skoraði Björgvin Björg- vinsson af línu. Janusz Czerwinsky sagði eftir leikinn að útispilarar okkar hefðu alveg brugðizt — og það var einmitt lóðið: Allt of mikið hnoð og niðurstungur, knötturinn gekk alls ekki nógu hratt — sífellt keyrt inn i vörnina og uppskeran aðeins aukakast. Fyrir vikið opnaðist ekki eins fyrir Björgvin Björgvinsson á línunni — ekki sköpuðust nógu góð marktæki- færi, ekki nógu opin. En ótrúlega góð marktækifæri fóru for- görðum — þeir Geir Hallsteins- son, Ölafur Einarsson og Ágúst Svavarsson alveg sérstaklega fengu allir ótrúlega góð mark- tækifæri án þess að skora. Slíkt gerist ekki oft — en gerðist í gærkvöld. Að sjálfsögðu má ekki gle.vma markvörzlu tékkneska markvarðarins sem varði oft á hreint undraverðan hátt. Tékkar léku vörnina mjög framarlega og sennilega hafa það verið místök að láta þá ekki Þor- b.jörn inn á línuna til að fá aukna ógnun þar. Iðulega reif Björgvin Björgvinsson sig lausan en fékk knöttinn ekki í hendurnar — sér- staklega var það áberandi á hægri vængnum þar sem voru þeir Þor- b.jörn Guðmundsson og Ágúst Svavarsson. Það kom gremilega í l.jós hve okkur vantar þá Ölaf H. Jónsson og Axel Axelsson. Eins og áður sagði léku Tékkar vörn- ina framarlega, komu vel út á móti, og íslenzku leikmennirnir höfðu ekki bolmagn til að komast í þær eyður sem sköpuðust. Ölafur hefði þá vafalítið reynzt dr.júgúr á línunni ásamt Björgvin og illilega vantaði okkur leik- menn til að gefa á línuna — já, íslenzka liðið saknaði þeirra félaga. Nú, en þrátt fyrir tap var margt gleðilegt. Síðari hálfleikur ís- lenzka liðsins var stórvel leikinn. — Ölafur Benediktsson var hreint frábær í markinu — Geir Hallsteinsson stjórnaði spilinu mjög vel — knötturinn gekk hratt, og iðulega kom íslenzka liðið Tékkum á óvart með hröðum skyndisóknum sem opnuðu illa vörn Tékkanna. Þeir Geir Hall- steinsson og Björgvin Björgvins- son báru af og Ólafur Einarsson í upphafi leiksins. Björgvin hafði 100% nýtingu, fékk þrjú tækifæri á línunni — skoraði úr öllum og fiskaði 1 vítakast eftir sendingu frá Ölafi Einarssyni. Jón Karlsson var öryggið uppmálað í vítaköst- um en því miður nýttist hann ekki nógu vel í sókninni. Þeir Ágúst Svavarsson og Þor- björn Guðmundsson — hetjurnar frá fyrri leiknum — náðu sér ekki á strik í gærkvöld. Ágúst náði ekki að rifa sig upp og skjóta — þó komst hann einu sinni eða tvisvar upp í fyrri hálfleik án þess að skjóta — hann hefur sannað að það er óþarfi að vera ragur, hann getur skorað með þrumuskotum. allan tímann. Tékkar skoruðu fyrsta mark leiksins en Geir Hall- steinsson svaraði með glæsilegu langskoti. Islenzka liðið komst í fyrsta sinn yfir á 26. minútu þegar Björgvin skoraði glæsilega af línu og staðan í leikhléi var 9-8 íslandi í vil. Það voru því miklar vonir bundnar við íslenzka liðið í síðari hálfleik eftir oft stórskemmti- legar sóknarlotur fyrri hálfleiks — en því miður. Hroðaleg mistök einstakra leikmanna komu í veg fyrir sigur. Þegar 5 mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 11-10 fyrir ísland og hroðalegur kafli fylgdi: Tékkar skoruðu 6 mörk í röð og úrslit voru ráðin þótt tækist að minnka muninn í þrjú mörk — 14-17 — en allt var um seinan. Þrátt fyrir tap er ekki ástæða til að örvænta — íslenzka liðið er í örri framför og á meðan liðið er enn í mótun, eins og það ber raunar greinilega með sér, má lítið útaf bera. íslenzkur sigur í kvöld er fjarri því að vera fjar- lægur draumur — maður hafði alltaf á tilfinningunni í gærkvöld að íslenzka liðið væri sízt lakara. h halls. Við verðum að sigra íkvöld — Við verðum að vinna þá í kvöld, sagði Janusz Czerwinsky, landsliðsþjálfari ísiendinga og kreppti hnefann, eftir tap gegn Tékkum i gærkvöld 14-17. Þrátt fyrir tapið lá alls ekki illa á lands- liðsþjálfaranum — greinilegt að hann er ánægður með framfarir íslenzka liðsins. — Útispilarar okkar brugðust í leiknum, sagði Janusz. Þeir keyrðu allt of mikið inn í vörnina án nokkurs sjáaniegs árangurs, fengu aðeins dæmd aukaköst. Knötturinn var alls ekki látinn ganga nógu hratt — leikmenn héldu knettinum of mikið og nið- urstungur voru of tíðar einmitt gagnstætt því sem var í síðari leiknum gegn Póllandi. Við feng- um því ekki nóg af tækifærum inn á miðjuna, heldur í hornuni um, sem ekki gáfu mörk. Já, því miður, hélt Janusz áfram — því miður fóru allt of mörg mörk í súginn. Fjórum sinnum gáfum við beiniínis Tékk- um mörk — vorum með knöttinn en sendum hann í hendurnar á Tékkum sem brunuðu upp og skoruðu. Siíkt má alls ekki gerast. Vörnin hjá okkur kom vel út en við söknuðum þeirra Axels og Ólafs — þó ef til vill mest í vörn- inni. Björgvin Björgvinsson skil- aði mjög vel því hlutverki sem Ólafur hefur haft og þar sem úti- spilarar okkar brugðust svona þá söknuðum við Axels. En ég er alls ekki óánægður með ieikinn þrátt fyrir stór mis- tök — framfarirnar eru óumræði- legar. Hoffman endurheimti EM-titilinn Jan Hoffman frá Austur- Þýzkalandi varð Evrópumeistari í iisthlaupi á skautum á Evrópu- meistaramótinu í Ilelsinki. Hoffman sýndi mikið öryggi en Vladimir Kovalev — sem var í forustu eftir fyrri daginn — datt og virtist óöruggur eftir fallið. Hann hafnaði þó í öðru sæti. Þriðji varð kornungur Breti, Robin Cousins, sem sýndi geysi- lega hæfni i frjálsu æfingunum en Bretar binda miklar vonir við að hann taki við merki John Curry. Hoffman varð Evrópumeistari og heimsmeistari 1974 — en missti titlana til John Curry, sem nú hefur dregið sig í hlé. Sundmót KR Sundmót KR verður haldið i Sundhöll Reykjavíkur miðviku- daginn 2. febrúar kl. 20.30. Keppt verður í 10 greinum og eru þær 400 metra skriðsund karla — en það er bikarsund, 100 metra skriðsund kvenna — bikarsund, 100 metra bringusund karla, 100 metra bringusund kvenna, 200 metra fjórsund karla, 100 metra baksund kvenna, 100 metra bak- sund drengjalOára ogyngri og 50 metra flugsund telpna 14 ára og yngri. Loks verður keppt í boð- sundum, 4x100 metra skriðsundi karla og 4x100 metra skriðsundi kvenna. Þátttökutiikynningum skal skila fyrir mánudagskvöld í Sundlaug vesturbæjar — þátt- tökugjald er 100 krónur. Innanfélags- mót Bjarkar Innanfélagsinót fimleikafélags- ins Bjarkar verður haldið í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu, laugardaginn 29. jan. ’77. Keppt verður í f jórum aldurs- flokkum samkvæmt fimleikastig- anum í 1.—12. þrepi. Einnig verður tvisláin kynnt og er það í f.vrsta skipti sem hún verður notuð opinberlega í þessu húsi. Fyrri hálfleikur var mjög jafn LEIKURINN ÍTÖLUM Geir Þorhjörn Agúst Ól. Ein. Björgvin Þórarinn Jón Karlss. Viðar Sim. Viggó mörk 2 1 0 1 3 (I 6 1 0 skot 6 1 4 3 3 1 7 2 1 1 bolta tapaö 1 2 1 1 1 feng. viti 1 Sjö sinnum misstu isienzku leikmennirnir knöttinn klaufa- lega og vfirleitt skoruðu Tékkarnir þá úr hraðupphlaupum. Geir einu sinni röng sending — Þorbjörn tvisvar — Agúst 1, Ólafur Einarsson, Viðar og Þórarinn, ein sending hver. Ölafur Bene- diktsson varði mark tslands af stakri prýði — sérstaklega i fyrri hálfleik. Iðulega var hann einn i siðari hálfleik er Tékkar brunuðu upp. Ólafur varði 14 skot — 9 langskot. 1 línuskot — tvívegis víti og tvívegis úr hraðaupphlaupi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.