Dagblaðið - 07.02.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 07.02.1977, Blaðsíða 12
12 .... "> ■— '■ ' Fyrstu mem á Islandi DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. FEBRUAR 1977. Nú á siðustu áratugum hefur vísindalegri þekkingu fleygt það ört fram að almenn þekking stendur henni langt að baki. Við íslendingar erum ekki einir um það að hafa dreg- ist aftur úr fremstu menningar- Wóðum i þessu tilliti. Eitt af því sem við verðum að gera til þess að verða ekki eftir- bátar annarra þjóða er að þekkja landið og alla leyndar- dóma þess. Islensk vísindi geta á næstu árum orðið hvati og aflgjafi nýrra þjóðþrifa. Þjóðleg vís- indaleg þekking getur hjálpað sérhverjum starfandi manni við að álykta réttar og taka réttar ákvarðpnir í daglegri önn. Hvernig stendur á því að sú þekking sem talin var haldgóð fyrir nokkrum áratugum er nú talin alls ófullnægjandi? Lífsmáti okkar og viðhorf og vandamál eru önnur en þeirrar kynslóðar sem nú er á* fallandi fæti. Örar breytingar í þjóð- málum hljóta að hvetja til enn samhentari forystu. Þessi kyn- slóð verður að leysa sín vanda- mál með vandlegum aðgerðum ef ekki á iUa að fara fyrir næstu kynslóð. r Mönnum fer fram í þekkingu ,og viðhorfin breytast en vanda- málin leysast ekki af sjálfu sér. Lítum sem snöggvast á sögu Verksmiðjuútsala Opin mánudag og þriðjudag Mjöggott úrvalaf Dömu-og barnabuxum úr herrabuxur denim,flaueli, úrdenimfflaueli tweedogterylene ogterylene VERÐFRÁKR. 1.000 VERÐ FRÁ 1.500 Allt nyjar vörur Þvegnu gallabuxurnar komnar aftur Fatagerðin BÓT, Bolholti 6,3. hæð Frœdslufundir um kjarasamninga V.R. tslands í þessu sambandi. Ýmislegt bendir til þess að sú Islandssaga, sem næstu kyn- slóðir munu læra, verði önnur og ítarlegri en við lærðum. I þjóðhátíðarútgáfu af Sögu Islands (1974) er leitt getum að því að íslandssaga hafi hafist mörgum öldum fyrir landnám norrænna manna. (Sbr. bls. 123, 124 og 127). Þar er látið að því liggja að Rómverjar hafi dvalist allvíða hérlendis, eða hafi að minnsta kosti haft hér viðdvöl um stundarsakir. Fjórir rómverskir peningar hafa fundist hérlendis, frá árunum 270—305 eftir Krist, í Hamarsfirði, einn í Lóni og einn í Hrunamannahreppi. Ég læt hér nægja að geta tveggja tilvitnana úr fyrrnefndri bók. „Peningar sem þessir hafa sjaldan fundist á Norðurlönd- um og raunar annars staðar utan hins forna Rómaveldis. Hins vegar voru þeir algengir í öllum löndum sem Rómverjar réðu yfir, enda voru þeir hvergi gjaldgengir sem mynt nema þar.“ „Með nokkrum rétti má segja, að tilvist þessara fornu rómversku peninga hér á Is- landi skerpi aðeins tilfinning- úna fyrir algjöru mannaminja- leysi landsins fyrir landnáms- öld.“ í íslendingasögu Jóns Jóhannessonar, útg. 1956, er þessara rómversku fornleifa getið. Þar er m.a. ritað: „Þessir peningar eru lítt slitnir og hafa hlotið að liggja lengst af í jörð.“ I þjóðhátíðarútgáfu af Sögu íslands (1974) er tekið undir þessi ummæli og sagt að róm- verski peningurinn, sem fannst í Hvítárholti í Hrunamanna- hreppi, hafi fundist þar ásamt ýmsum minjum sem ekki villa á sér heimildir um eðli sitt. Róm- verski sagnfræðingurinn Pytheas, sem var uppi ca 300 árum fyrir Krist, hefur varð- veitt frásögn rómversks skip- stjóra, Polybiusar, sem hefur að öllum líkindum fundið landið og kannað það. Poly- bíusar er getið í Encyclopædia Britannica (útg. 1974) 22. bók bls. 167. Ultima Thule (hin nyrstu mörk) er mönnum ráðgáta. Er hér átt við tsland eða Græn- iand? Það er vel hugsanlegt að hér sé átt við Grænland. Mig langar til að nefna hér eitt dæmi sem rennir stoðum undir það að hér hafi dvalist menn á þeim tímum, sem hér um ræðir, eða jafnvel fyrr. Hér er um að ræða frásögn berdreymins manns sem var beðinn fyrir ákveðin skilaboð sem birtust honum í draumi. Honum voru m.a. sýndar minjar sem grafnar hafa verið í jörðu hérlendis af skipreika mönnum sem báru bein sín hér- lendis. Hann gerði ekkert með þetta í fyrstu en þegar hann dreymdi sama drauminn aftur, var hann beðinn að koma téðum upp- lýsingum til Þórbergs Þórðar- sonar rithöfundar. Þá stóðst hann ekki mátið. Hann fór að kanna hvort það landslag og þau fjöll, sem hann sá í draumnum, væru raunverulega til. Honum til furðu komst hann að því, að þarna var um að ræða fjörð sem hann hafði aldrei séð. Þeir sem höfðu talað við hann í draumnum höfðu skýrt fjöllin erlendum (latneskum) nöfnum eins og til dæmis „Parcecrest", „hinn heilagi tindur". Hann ritaði strax niður itar- lega frásögn af þessum minnis- stæðu draumum sem sönnuðu gildi sitt fyrir honum. Hann kom þessari' frásögn til Þór- bergs Þórðarsonar og mun hún enn vera varðveitt. Frásögn þessi er í stuttu máli á þessa leið: Draumurinn: Baksviðið er hin forna róm- verska menning; en sögusviðið sjálft er hafið út af Aústfjörðum og Austfirðirnir sjálfir. Eitt traustasta skip siðara menningarskeiðs rómversku menningarinnar var að koma frá Grænlandi (austurströnd- inni) hlaðið málmgrýti. Meðal farmsins var ein heljarstór málmslegin kista sem síðar á eftir að koma við sögu. Einn daginn tókuskipverjar eftir því að svört rönd birtist við sjón- deildarhringinn í suðri. Voru þeir þá á siglingu drjúgan spöl út af Austfjörðum og voru að nálgast margar eyjar sem þá voru á því svæði. Það skipti engum togum aó himinloftin urðu alldökk og allt að því svört og veðrió versnaði óðum. Er skemmst frá því að segja að þarna var í uppsiglingu eitt versta óveður sögunnar; því var Kjallarinn Bjami Th. Rögnvaldsson það ráð tekið að leita vars hið snarasta. Brátt var kominn það mikill brotsjór að skipverjar áttu í fullu tré með að verjast áföllum; og svo fór að skipið rak stjórnlaust inn á Loð- mundarfjörð. Fyrir einstaka guðs mildi bar skipið hratt inn fjörðinn og risastórar öldur lyftu þvi upp fyrir og inn fyrir allar fjörur þar sem það var nokkurn veginn óhult. Skip- verjum mun áreiðanlega hafa þótt sem þeir væru úr helju heimtir, því enn átti veðrið eftir að versna. Sem dæmi um veðurofsann í þessu hamfara- veðri má geta þess að eyjar þær sem verið höfðu úti fyrir Austurlandi voru sokknar í sæ þegar ósköpin voru um garð gengin. Þó margir skipbrots- mannanna væru slasaðir og hefðu ónóg til fæðis og klæðis í þessu ókunna landi, var þó ástand fólksins í heimkynnum þeirra stórum verra. Þegar veðrið var tekið að lægja fóru þeir að kanna um- hverfið og bjarga þvi i land sem hægt var. Ætlun þeirra hefur sennilega verið sú að gera skipið sjófært á ný. Áhöfninni, um fjörutíu manns, mun ekki hafa tekist að sjósetja skipið og því fór sem fór. Grasgróður mun hafa verið í minna lagi og landslag nokkuð frábrugðið því sem það er nú; t.d. muti Loðmundarfjörður hafa verið styttri en hann er nú. Það er skemmst frá því að segja að harmsaga skipbrotsmannanna var með mörgum eindæmum á þessum afskekkta og annarlega stað þó sú saga verði ekki rakin til neinnar hlítar i þessari grein. Loðmundarfjöróurinn og fjailhryggirnir umhverfis voru þeirra fyrstu heimkynni og þar mun sennilega ýmislegt finnast síðar sem heimfæra má upp á þessa frásögn. Leifar skipsins mun sennilega, samkvæmt draumnum, vera að finna utar- lega í miðjum firðinum. Leifar skipbrotsmanna munu senni- lega vera jarðsettar i Loðmundarfirðinum og nálæg- um fjörðum. Leifar farangurs þeirra mun einnig vera að finna á svipuðum slóðum. En það verðmætasta og auðfundn- asta af því sem þeir höfðu með- ferðis er forláta kista úr völd- um viði, sem mun hafa verið með málmgjörðum og málm- bryddingum. Innihald kist- unnar eru geislavirkir málmar og til marks um stærð hennar og þyngd má geta þess að 12—14 menn munu hafa borið hana hverju sinni. Öhætt ætti að vera að slá því fram að fornleifar þessar verða ómetanlegar landsmönnum öllum og þeim sem þær finna. — Þannig lýstu draumar hins draumspaka manns þessum at- burðum. Bjarni Th. Rögnvaldsson kennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.