Dagblaðið - 07.02.1977, Side 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUAR 1977.
Iþróttir
íþrottir
Iþróttir
íþróttir
’Geir Hallsteinsson hefur snúið ö þýzku vörnina — og ekki að sökum að spyrja, í markinu hafnaði knötturinn. DB-mynd Bjarnlelfur.
Fyrsti sigur á íslenzkri
grund gegn V-Þjóðverjum
— ísland sigraði V-Þýzkaland 18 -14 á laugardag
ísland vann sinn fyrsta sigur á
V-Þýzkalandi á heimaveili á laug-
ardag í 12. landsleik þjóðanna —
í annað sinn er ísland bar hærri
hlut gegn V-Þjóðverjum. Aður
hafði sigur unnizt í Sviss — í
landsieik númer 11. Sigur Ísiands
var verðskuldaður — f jögur mörk
skildu í lokin 18-14. Það fór aldrei
á milli mála hvort liðið var sterk-
ara — Ísland var gæðaflokki
betra.
Já, sigur íslenzka liðsins var
öruggur — drifið áfram af
frábærum leik Geirs Hallsteins-
sonar í sókninni og stjórnað af
Ölafi H. Jónssyni í vörninni —
sannkallaður klettur í vörn. En
leikur Islands á laugardag var
samvinna heildar eins og hún bezt
gerist — vörnin geypiþétt. Hinir
hávöxnu V-Þjóðverjar áttu mjög
undir högg að sækja við að
komast í marktækifæri og þegar
vörninni sleppti stóð Ölafur Bene-
diktsson í markinu og hvað eftir
annað varði hann mjög vel —
sérstaklega af línu.
Þorbjörn Guðmundsson opnaði
markreikning íslenzka liðsins er
hann skoraði eftir gegnumbrot og
skömmu síðar bætti hann við öðru
marki. En Þjóðverjar náðu að
jafna 2-2 — síðan kom mjög góður
kafli hjá íslenzka liðinu —þrjú
mörk í röð. Þrátt fýrir það var
tvívegis dæmd töf — einmitt þeg-
ar Geir Hallsteinsson hvíldi. Það
undirstrikar ef til vill hve mikil-
vægur Geir er liðinu. Hann fór
þrívegis illa með góð mark-
tækifæri — var óheppinn með
skot. Einu sinni átti hann skot í
stöng—stöng út — síðan slá —
slá út, já nokkur góð tækifæri
runnu út í sandinn en frábær
varnarleikur sá um að tsland hélt
forustu sinni. Staðan í leikhléi
var 9-4. Geir Hallsteinsson
skoraði síðasta mark leiksins
þvert yfir völlinn, var fljótur að
átta sig — tíminn var að renna út
og þýzki markvörðurinn stóð of
framarlega — slíkt má ekki gegn
jafn úrræðagóðum leikmanni og
Geir. — knötturinn datt undir slá
og áhorfendur fögnuðu innilega
— 9-4. Já, Þjóðverjar höfðu
aðeins skorað fjögur mörk í hálf-
leiknum.
ísland átti fyrsta mark síðari
hálfleiks en þá komu þrjú þýzk
mörk og staðan breyttist í 10-7 —
en íslenzka liðið gaf hvergi eftir.
Þórarinn Ragnarsson skoraði
gott mark úr horninu —11-7
Þórarinn lék sinn bezta landsleik
hingað til fyrir Island á laugar-
dags — sterkur í vörninni auk
þess sem hann skoraði gott mark
úr hdrninu og fiskaði vítakast.
Munurinn fjögur mörk og á 22.
mín. var staðan 14-10 — sá munur
hélst til loka leiksins.
Þjóðverjarnir réðu ekkert við
íslenzka liðið — og þó alveg sér-
staklega Geir. Maður var settur til
höfuðs honum en ekkert dugði.
Er Geir skoraði 16. mark tslands
ætlaði allt vitlaust að verða —
stemmningin gífurleg og var
nema von. Geir bókstaflega
plataði allt þýzka liðið með tækni
sinni, — komst inn úr horninu og
skoraði sérlega fallega. Það mark,
ef til vill öðru fremur, undir-
strikaði yfirburði tslands.
Já, ísland hafði yfirburði —
Geir Hallsteinsson, heilinn í spili
liðsins auk þess að skora faileg
mörk. Ölafur H. Jónsson hreint
frábær í vörn og í sókninni
skoraði hann 3 mörk af mikilli
eljusemi. Björgvin átti einnig
frábáer mörk eftir frábærar
sendingar frá Axel og Geir. Já,
Axel sannaði hve þýðingarmikill
leikmaður hann er. — sérlega
fallegar línusendingar hans á
Björgvin og Ólaf yljuðu áhorfend-
um. Sá leikmaður er mest hefur
vaxið undir stjórn Czerwinski er
tvímælalaust Þorbjörn Guð-
mundsson — gafst aldrei upp og
skoraði þýðingarmikil mörk —
auk þess að vera mjög drjúgur í
vörn. Já, leikurinn á laugardag
var sannarlega leikur liðsheildar
— góðrar samvinnu eftir þrot-
lausar æfingar.
-h. halis.
Góð byrjun Ármenninga færði
liðinu sigur í Njarðvíkum
Körfuknattleikur, 1-deild. I körfllklKlttleik, UMFN Og I
UMFNiArmann. 62-65 (29-36) Ármanns, var háður í Njarð-
Seinni ieikur toppliðanna í | víkunum á iaugardaginn. Strax |
Æfingagallar — Töskur
—Búningar—Skór o.fl.
Leggjum áherz/u ágóða
vöru á hagstæðu
verði.
Póstsendum
umalltland.
og komið var inn í íþróttahúsið
mátti skynja að mikiivægur
leikur var að hefjast. Ahorfenda-
bekkir voru þéttsetnir ungum
sem öidnum. Loftið var þrungið
spennu og þegar flautað var til
leiks varð strax ljóst, að hún
myndi setja mörk sín á leikinn.
Armenningarnir voru mun
ákveðnari i upphafi og byrjuðu
leikinn af miklum krafti. Þeir
léku maður á mann vörn til að
byrja með. Þetta virtist koma
Njarðvíkingum í opna skjöldu,
því þeir misstu knöttinn í þremur
fyrstu upphlaupum sínum en
Armenningar nýttu sér sein-
hepþni mótherjanna og skoruðu
sex fyrstu stigin úr hraðupp-
hlaupum.Varþaraðverkieinn og
sami maðurinn, Jón Björgvins-
son. Njarðvíkingar komust svo
fyrst á blað með körfu Kára
Maríssonar.
Eigi að síður héldu Ármenning-
arnir sínu striki, juku forskotið
jafnt og þétt og svo var komið á
14. mín. að staðan var orðin 16-6,
Ármenningum í vil. Þessi munur
hélzt mestan hluta fyrri hálfleiks
en undir lokin tókst heima-
mönnum aðeins að síga á og
minnkuðu muninn í 7 stig, 36-29.
í seinni hálfleik komu Njarð-
vikingar ákveðnir til leiks,
greinilega meðvitandi um
mikilvægi þess að ganga með
sigur af hólmi en Ármenning-
arnir voru bara hreint ekkert á
því að gefa sinn hlut og voru sem
fyrr þess ákveðnari að halda
honum. Þegar líða tók á seinni
hálfleik sóttu Njarðvíkingarnir
heidur í sig veðrið og minnkuðu
muninn niður í tvö stig, 49-51.
Mestan þáttinn í þvi áttu þeir
Geir Þorsteinsson og Jónas
Jóhannesson ,en sá síðarnefndi,
sem reyndar hefur verið veikur
að undanförnu og lítið getað æft,
átti mjög góðan leik, hirti mörg
fráköst í vörninni og átti mjög
góðan sóknarleik.
Þegar um 9 min. voru til leiks-
loka komust Njarðvíkingar í
fyrsta skipti yfir í leiknum, 52-51,
en þeim tókst ekki að fylgja eftir
sínum besta leikkafla.
Armenningar, með hinn afburða-
snjalla Jón Sigurðsson í broddi
fylkingar, náðu fljótlega
forustunni að nýju og henni
héldu þeir til loka og sigruðu með
65-62. Óvenjulega lág stigatala í
leik I-deildarliða þar sem varla
var reynt skot nema úr nokkuð
öruggum færum.
Eins og fram hefur komið var
Jón Sigurðsson bezti maður
Ármannsliðsins og einnig átti
Símon Ólafsson. góðan leik. hirti
mörg fráköst og var iðinn við að
skora. Sérstaka athygli vakti
frammistaða Atla Arasonar. Þar
er á ferðinni snöggur og hittinn
leikmaður sem kom Njarðvíking-
um mjög á óvart.
Þorsteinn Bjarnason var bezti
maður UMFN en komst í „villu-
vandræði" í seinni hálfleik og
naut sín því ekki sem skildi þegar
mest á reið. Einnig áttu Jónas
Jóhannesson og Geir Þorsteins-
son ágætis leik en Kári Marísson
Gunnar Þorvarðarson og reyndar
aðrir voru mjög daufir. Stiga-
hæstir i liði Ármanns voru þeir
Símon Ölafsson með 17 stig og
Jón Sigurðsson með 16.
Hjá UMFN var Þorsteinn
Bjarnason stigahæstur en næstir
og jafnir voru þeir Geir og Jónas
með 13 stig.
Njarðvikingar tóku upp þann
hátt, í annað sinn á þessum vetri,
að útskýra leikinn fyrir áhorfend-
um. Að vísu er það góðra gjalda
vert en spurningin er hvort þetta
framtak hafi ekki haft slæm áhrif
á taugakerfi þeirra eigin liðs, sér-
staklega þegar setning eins og
þessi hljómaði um salinn, „mis-
heppnað skot hjá...“ og „áfram
Njarðvík". Þulurinn verður að
vera alveg hlutlaus.
Dómarar voru HörðurTuliníus
og Sigurður Hafsteinsson'. -md
Fram og Breiðablik háðu harða
baráttu á botni 1. deildar — Blik-
arnir án stiga og Fram með tvö
stig fyrir leikinn. Fram sendi
Blikana niður í 2. deild með því
að sigra 100-92. Há skor — en
varnir liðanna voru bókstaflega
ekki til. Fram hefur þvi hlotið
fjögur stig — Blikarnir eru enn
án stiga og vandséð hvar þeir
ná i stig — nei, 2. deildin blasir
við. Stúdentar sigruðu Val í
hörku baráttuleik í íþróttahúsi
Kennaraháskólans með 89-85.